Morgunblaðið - 17.11.1984, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984
37
DRAMMEN
SENDIR
STYKKISHÓLMI
JÓLATRÉ
Islenski
sendiherrann
í Noregi í
skógarhöggi í
Konnerudskógi
Stykkishólmur mun á næstunni
fá senda gjöf frá Drammen,
vinabæ sínum í Noregi. Um er að
ræða jólatré, sem fellt var í
Konnerudskógi fyrir u.þ.b. viku.
Þetta er í fyrsta skipti sem Stykk-
ishólmur fær slíka gjöf, en fjögur
ár eru síðan komið var á vina-
bæjasambandi milli þessara bæja.
Að sögn Sigríðar Wilhelmsen,
fyrsta formanns tslensk-norska
vinafélagsins í Drammen og ná-
grenni, tóku bæjaryfirvöld í
Drammen vel þeirri hugmynd fé-
lagsins að Drammen sendi Stykk-
ishólmi jólatré að gjöf.
Sendiherra tslands f Noregi,
Páll Ásgeir Tryggvason, kom frá
Osló til þess að velja tréð. Fór
hann ásamt borgarstjóra Dramm-
en, Einari Haflan, Atle Björnli,
vararæðismanni Íslands, Arne
Kildebo skógarverði og félögum úr
íslensk-norska vinafélaginu í
Konnerudskóg. Þar var drukkið
skógarkaffi og fólk gæddi sér á
Páll Ásgeir Tryggvason fellir tróð
með aðstoð Arne Kildebo skóg-
arvaröar. í Konnerud-skógi. A
myndinni má sjá Pál Ásgeir
Tryggvason, sendiherra, ásamt
Einari Haflan, borgarstjóra I
Drammen. Á milli þeirra sést
Magnús Magnússon, lormaöur
íslensk-norska vinafélagsins, I
Drammen og nágrenni.
vínarbrauði o.fl. og var sfðan haf-
ist handa við að fella tréð. Það
gerði sendiherrann með dyggri að-
stoð skógarvarðarins. Sendiherr-
ann valdi 14 metra hátt tré, u.þ.b
80 ára gamalt.
Þess má geta að Páll Ásgeir
Tryggvason, sendiherra, er nú á
förum til Moskvu og var þetta eitt
af hans siðustu embættisverkum.
Svo skemmtilega vill til að með
fyrstu embættisverkum hans var
að taka þátt f stofnun Islensk-
norska vinafélagsins í Drammen
og nágrenni fyrir fimm árum.
Sendum um'
Vallan heim!
Núeru
jólasveinar
komnir
í glugganum
okkar...
til að minna ykkur
á, að óðum styttist til jóla
og að betra er aö hafa tímann fyrir sér
ef jólagjafirnar til vina og kunningja
erlendis eiga að ná fram í tima ...
frTjr Við göngum frá og sendum
— jólapakkana um allan heim.
Allar sendingar eru fulltryggöar
yður að kostnaðarlausu.
RAMMAGERÐIN
HAFNARSTRÆTI 19
e'
pU
OD
tavo
gia
MÖfO
Minnum á okkar frábæru húsgögn í
barnaherbergiö.
Húsgagnasýning
um helgina
Opiö í dag, laugardag kl. 10—16.
Opiö sunnudag kl. 14—16.
Mikið úrval furusófasetta.