Morgunblaðið - 17.11.1984, Page 43

Morgunblaðið - 17.11.1984, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 43 Reykingar og fræðsla Reykingamenn eru í minnihluta meöal þjódarinnar og dregið hefur úr reyk- ingum unglinga. Kcnnari skrifar: Ég vil byrja á því að þakka J.E. fyrir nokkuð góða grein í Velvak- anda 13. nóv. síðastliðinn. Hinsvegar vildi ég gera nokkrar athugasemdir við greinina, aðallega til að leiðrétta vissan misskilning hjá J.E. og öðrum sem ekki hafa handbærar réttar tölulegar upplýsingar um tíðni og þróun reykinga. I greininni virðist nefnilega örla á þeim misskilningi f fyrsta lagi að reykingamenn séu í meirihluta hér á landi og í öðru lagi að reykingafræðsla í skólum hafi ekki borið árangur. Til vitnis um þessa túlkun mína á grein J.E. eru m.a. eftirfarandi setn- ingar: „Eins er þegar þau byrja að vinna á nýjum stað. Þar reykja venjulega flestir,“ og setningin: „Þegar þið eruð komin í meirihluta, verða þeir taldir skrítnir sem reykja." Hinsvegar eru svo fullyrð- ingar sem snúa að reykingafræðsl- unni t.a.m. „Vita tilgangslaust er að banna börnum og unglingum að reykja (og drekka) og útmála fyrir þeim hversu hættulegt það er. Reynsl- an hefur sýnt að það ber engan árang- ur. (Undirstrikun höfundar.) Vissulega er það rétt hjá J.E. að reykingamenn á Islandi eru mjög margir (alltof margir), en sem betur fer eru reykingamenn þó í talsverð- um minnihluta. Það vi!l svo til að ég er áskrifandi að tímaritinu Heil- brigðismál og hef verið það um ára- bil. í því tímariti eru birtar með jöfnu millibili upplýsingar um reyk- ingar og reykingavenjur manna og hef ég minn fróðleik um þessi mál þaðan. I 1. tölublaði 1984 er birt könnun sem Hagvangur gerði fyrir Krabbameinsfélag Reykjavíkur á reykingavenjum Islendinga 18 ára og eldri í apríl ’84. Samkvæmt könn- uninni reykja um 41 % fslendinga. Eft- ir kynjum skiptist það þannig, að 42% karla reyktu og 41% kvenna. Samkvæmt síðustu könnun þar áður reyktu 45% karla en 39% kvenna. Því virðist sem nokkuð hafi dregið úr reykingum meðal karla en þær að sama skapi aukist hjá konum. Einn- ig kom i ljós að nær þriðjungur þeirra sem einhvern tima höfðu reykt voru hættir. Það er því ljóst að reykingamenn eru sem betur fer í minnihluta meðal þjóðarinnar. Hvað varðar árangur af reyk- ingafræðslu í skólum er best að láta tölurnar tala sínu máli. Meðfylgj- andi súlurit sem birt var í blaðinu Takmark, 23. tölublaði, segir sina sögu. Eins og fram kemur á töflunni hefur dregið mjög úr reykingum í öilum þeim aldurshópum sem taflan nær yfir, síðan fyrsta könnunin var gerð 1974. En það var einmitt skóla- árið ’75—’76 sem farið var af stað með öfluga fræðslu i grunnskólum. Ég vil að endingu gera orð Ásgeirs R. Helgasonar, starfsmanns Krabbameinsfélags Reykjavíkur, að mínum, en hann lét eftirfarandi orð falla um reykingafræðsluna í viðtali í DV 3. nóv. síðastliðinn: „I mínum huga er gildi fræðslunnar tvíþætt. 1 fyrsta lagi er það siðferðileg skylda samfélagsins að upplýsa fólk, sér- staklega börn og unglinga um hvaða áhættu þau taka með því að reykja, eða stunda annað atferli sem er skaðlegt fyrir líkamann. Hvort það dregur úr reykingum er síðan alger- lega óskyld spurning. Hins vegar hafa kannanir bent til að mjög hafi dregið úr reykingum síðan þessi fræðsla fór í gang fyrir nokkrum ár- um. Ég tel það einnig næsta víst að fræðslan sitji í mönnum hvort sem þeir byrja reykingar þrátt fyrir hana eða ekki og liggi því til grund- vallar að menn taka þá ákvörðun að hætta að reykja seinna á ævinni.“ Samanburður i reykingum 12—16 ira grunnskólanemenda í Reykjavík, samkvæmt könnunum Borgarlæknisembættisins 1974, 1978 og 1982. Þakkað fyrir sjónvarpsþátt Anna Snorradóttir skrifar: Mig langar til að þakka fyrir ágætan þátt í sjónvarpinu á dög- unum, en hann fjallaði um manneldismál. Þetta var bæði fróðlegur og vel unninn þáttur og ángæjulegt að hlusta á þessar glæsilegu og vel menntuðu ungu konur, þær Laufeyju Stein- grímsdóttur og Öldu Möller. Það ber líka að þakka fyrir, að þátt- urinn var vel tímasettur, en á því er oft mikill misbrestur í sjónvarpinu og undirrituð hefir víst æði oft skammast út af því atriði á umliðnum árum. Skemmst er að minnast stór- kostlegs meistaraverks eftir William Shakespeare þar sem Laurence Olivier vann einn sinn mesta leiksigur að því er fróðir menn telja, en til þess að njóta þessarar kvikmyndar urðu menn að vaka fram undir klukkan tvö að nóttu! Hvenær skyldu bless- aðir karlarnir okkar í sjónvarp- inu læra að bjóða okkur í leikhús á leikhústíma, þegar svona hvalreki berst að landi eins og leikrit eftir skáljöfurinn mikla, William Shakespeare? Anna Snorradóttir er ángægð með Sítt Laufeyjar Steingrímsdóttur og Idu Möller í sjónvarpinu. Hún er einnig ánægð með góðar myndir eins og Lé konung eftir Shakespe- are, en í þeirri mynd fór Laurence Olivier á kostum aðalhlutverkinu. Á þessari mynd má sjá leikarann í ger- vi nastistans Kudolfs Hess, en hon- um þykir ekki takast síður upp í því sem konungur. Burt með úthlutunar- nefnd Jóhann G. Guðjónsson skrifar: Tvö af dekurbörnum þjónustu- leysis og einokunar hafa nýlega ruðst fram á ritvöllinn í skjóli nafnleyndar, og ráðist að Bifreiða- stöð Steindórs og starfsmönnum hennar, jafnframt því sem þeir hafa haldið uppi vörnum fyrir hina úreltu skipan á akstri leigubíla í Reykjavík. Greinahöfundar hafa forðast að nefna það, að sendibílar og leigubíl- ar aka eftir sömu lögum, en sitt hvorri skipaninni. Skilyrði fyrir akstri sendibíla er að hafa af- greiðsluleyfi á bifreiðastöð, og ræð- ur hver stöð því hverjir fá af- greiðsluleyfi (þ.e.a.s. þörfin hverju sinni ræður), þjónusta sendibíla er almennt rómuð af neytendum. Væri sama skipan höfð á leigubíl- um, þá þyrfti enga spillta úthlutun- arnefnd úti í bæ, og þjónusta leigu- bíla mundi stórbatna. Úthlutunar- nefnd atvinnuleyfa er timaskekkja, og virðist hún hafa það fyrir megin- reglu að úthluta á skjön við þær starfsreglur sem henni eru settar skv. reglugerð, enda býður öll slík einokun upp á svindl og svínari og er tímaskekkja í nútímaþjóðfélagi. Frá Fjölbrautarskólanum viö Ármúla Innritun nemenda á vorönn 1985, fer fram á skrifstofu skólans frá kl. 9—15 alla virka daga og lýkur föstudaginn 23. nóvember. Viö skólann eru eftirtaldar námsbrautir: Heilsu- gæslubraut, íþróttabraut, málabraut, náttúru- fræðibraut, uppeldisbraut, viöskiptabraut og sam- félagsbraut. Skólameistari. VtSA HIS6&6N&H0LL1N BlLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVlK * 91-61199 og 81410 Heimili:__________________________________________________ Póstnúmer:___________________ Borg/Land:__________________ Skráning fer fram í skólanum. Hringiö í síma 05-625088, eöa fylliö út miöan hér aö neöan og fáiö sendan bæklinginn „Information om Landmálningsteknikeruddannelsen". Kennsla hefst 7. janúar 1985. Horsens Tekniske Skole Slotsgade 11 — 8700 Horsens, Danmark. Sendíð mér bæklinginn „Information om Landemálnings- teknikeruddanelsen“. Nafn:_____________________________________________ Lærið LANDMÆLINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.