Morgunblaðið - 17.11.1984, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 17. NÓVEMBER 1984
• Hilmar Gíalason svífur innaf línunni og skorar. Hannes Leifsson kemur engum vörnum viö.
Botninn datt úr leik Víkinga
Stjarnan vann upp 6 marka forskot
Ef leikur Víkings og Stjörnunn-
ar er fyrirboöi þess sem koma
skal í fyrstu deiid handknattleiks-
ins í vetur, stefnir í skemmtilegt
og spennandi mót, þar sem hart
veröur barist um hvert stig. Eins
og fram kom í Mbl. í g»r lauk
leiknum meö jafntefli, 22—22, eft-
ir aö Stjarnan haföi unniö upp
sex marka forskot Víkings,
19—13, í seinni hálfleik. j hálfleik
höföu Víkingar tveggja marka
forskot, 12—10.
Fyrri hálfleikurinn var góöur og
léku bæöi liöin vel. Leikmenn
Stjörnunnar skoruöu tvö fyrstu
mörkin en þá geröu Víkingar þrjú í
röö. Komust Víkingar síöan í 6—3,
en Stjarnan seig á og munaöi
lengst af einu marki, 8—7, 9—8,
10—9, 11 — 10, en Víkingar höfðu
tvö mörk yfir í hléi, 12—10.
Víkingar voru betri aöilinn í fyrri
hálfleik og áttu Þorbergur og
Kristján markvöröur mestan þátt í
því. Vörnin var einnig góö og þaö
þétt aö leikmenn Stjörnunnar virt-
ust á köflum ragir viö aö reyna
skot.
i upphafi seinni hálfleiks virtust
Víkingar ætla aö fara meö auö-
veldan sigur af hólmi. Þeir komust
í 14—11 og síöan 19—13, fyrst og
fremst vegna ráðleysis hjá leik-
mönnum Stjörnunnar og góörar
markvörslu Kristjáns. Þegar hér
var komiö sögu voru um 15 mínút-
ur til leiksloka. i staö þess aö
halda fengnum hlut datt botninn úr
leik Víkinga, vörnin gisnaöi og skot
úr góöu færi geiguöu eöa þau voru
varin.
Á sama tima geröust leikmenn
Stjörnunnar grimmari í vörninni og
Höskuldur lokaöi markinu. Tók nú
aö saxast á forskot Víkinga, fyrst
minnkaöi Stjarnan muninn í
19—16 og síöan 20—19. Jafnaöi
Stjarnan 21—21 þegar rúmar
þrjár mínútur voru eftir. Síöustu
tvö mörkin voru skoruö úr vita-
skotum, Víkingar hiö fyrra, en
Guömundur Þóröarson jafnaöi enn
á ný þegar mínúta var eftir. Var
góö stemmning í höllinni lokamín-
úturnar.
Þaö segir sína sögu um hvaö
leikmenn Stjörnunnar tóku sig á
undir lokin aö þeir unnu siöasta
kortériö meö níu mörkum gegn
þremur.
Hjá Víkingi voru Kristján mark-
vöröur, Þorbergur og Viggó beztir,
og ýmsir aðrir þokkalegir, einkum
Steinar og Hilmar Sigurgísia. Kari
Þráins var haröur í horn aö taka í
vörninni. Hjá Stjörnunni átti Hös-
kuldur markvöröur góöan leik,
einkum er á leiö, þegar hann varöi
nær hvert einasta skot. Magnús
Teits var í strangri gæzlu á línunni
en skoraöi tvö góö mörk og mikil-
væg á lokamínútunum. Guömund-
ur Þóröarson var góöur, en heföi
mátt vera óragari á stundum aö
skjóta, og í vörninni stóö Her-
mundur sig vel. Hannes var góöur
í fyrri hálfleik, en Eyjólfur Braga
var ólíkur sjálfum sér.
Mörk Víkings: Viggó 8 (3v),
Þorbergur 5, Guömundur, Steinar,
Hilmar og Karl tvö hver og Einar 1.
Mörk Stjörnunnar: Guömundur
9 (7v), Hannes 5, Magnús 3, Sigur-
jón 3, Hermundur 1 og Ingimar 1.
Handknattielkur
V... ................V
„Leikurinn
lofar góðu“
— segir Geir Hallsteinsson
„Ég held þessi leikur lofi góöu,
strákarnir eru farnir að spila ag-
aðra en þeir hafa gert áöur,“
sagði Geir Hallsteinsson þjálfari
Stjörnunnar að leik loknum.
„Það var gott að ná upp sex
marka mun Víkinga. Þegar stað-
an var 19—13 um miðjan seinni
hálfleik lokuðu strákarnir vörn-
inni og markinu og áttu mjög
góðan kafla.
Þaö var synd aö viö skyldum
missa Brynjar úr leikhópnum
vegna meiösla. Hann hefur staöiö
sig mjög vel í markinu. En Hös-
kuldur leysti hann af meö ágætum,
stóö sig betur og betur eftir því
sem á leiö.
Mér sýnist stefna í geysilega
baráttu um fjögur efstu sætin í
deildinni, og líklega veröur þetta
mót miklu jafnara en í fyrra. Ég tel
að fimm félög muni berjast um
fjögur efstu sætin, FH, Víkingur,
Valur, KR og Stjarnan. Veturinn
veröur spennandi og viö erum
ákveönir í aö láta ekki sigra okkur
á okkar heimavelli," sagöi Geir.
„Getum verid
ánægðir“
— segir Guðmundur Þórðarson
„Við getum verið ánægöir með
þessi úrslit, því þarna vorum viö
sama sem aö leika við landsliöið,
þar sem þeir eru með sex til sjö
landsliösmenn innanborðs,"
sagöi Guðmundur Þórðarson
leikmaður Stjörnunnar eftir leik-
inn.
Guömundur stóö sig vel í leikn-
um, skoraöi níu mörk, þar af sjö úr
vítaskotum, en í þeim bregst hann
sjaldan. Skoraöi Guömundur sex
mörk í röö þegar Stjarnan var aö
saxa á forskot Víkinga og jöfnun-
armark leiksins skoraöi hann er
um ein mínúta var til leiksloka.
„Þaö var bölvaöur klaufaskapur
aö missa leikinn niöur í seinni hálf-
leik og vera sex mörkum undir, og
þess vegna getum viö verið
ánægöir meö aö hljóta annaö stig-
ið.
Viö komum vel undirbúnir til
þessa islandsmóts og veturinn
leggst vel í okkur. Við erum sáttir
við byrjunina og vonumst til aö
fylgja þessu vel eftir," sagöi Guö-
mundur.
íslandsmútið í. delld
IjAUKUK A blUNla 1 AKS
Jdaq, íauqardaq 17. nóvemBer,
6yijum við tneð HÁTIÐAR-
HÁDEGISVERÐI kí. 11-14.
Siáan Loíam við aðeins
miííi kí. 15 og 18.
Pá er f>að
HATIÐARKVÖLDVERÐURINN
frá kí. 18-21.
En um kvöídið (eika jassistamir
BJÖRN THORODDSEN
OG FELAGAR.
Svo mceta þev RÚNAR GEORGS
og ÞORIR BALDURS, aiá þess
sem JASSGAUK.-VRNIR sváfla
sér á stonginni.
Við byrjum svo sunnudaqinn
18. nóvember með
HÁTÍÐARHÁDEGISVERÐI
kí. 11-14.
Síðan kí. 15 býður GAUKURINN
bömunum í puísupartí og
foreídxamir koma auðvitað með,
frví HÁTÍÐARKAFFIÐ og
-KÖK URNAR eru d sínum stað.
HÁTÍÐARKVÖLDVERÐURINN
er d síttum stað k(. 18-21.
Létt tónlist um kvöídið.
Pá (eika frau fynr okkur
HÁLFT I HVORU, HRÍM og
BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR.
Afmæushátíð
í HEILA VlKU