Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 15

Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 87 Þetta var danslag. Sumir fróðir menn sögðu það vera marsúkka en samkvæmt takti var það vals — og samkvæmt túlkun hergöngulag. En hvað um það, þetta var fallegt lag. „Hann kunni eitt iag og hann söng það í bana,“ var sagt um Kormák. Það nægði honum til aldalangrar frægðar. Hví skyldi ekki geta farið svo um fleiri undir sömu kringumstæðum? En okkar maður var fyrst og fremst skytta og það meistara- skytta. Hann lagði einkum fyrir sig selaskytterí. En hingað til hafði honum ekki tekist að ná neinum selnum. Hann hitti, ekki vantaði það. En eins og hann sagði: Færið var alltaf of langt. Allur slagkraftur var úr höglun- um þegar þau náðu selshausnum. „Sé sverð þitt stutt þá gakktu feti framar,“ var einhverju sinni sagt. Slíkt er hættulegt. Hins veg- ar lærdómsríkt fyrir skyttu í okkar tilfelli: Byssuna varð að lengja til að stytta leiðina að fórn- ardýrinu. Skyttan okkar tók hlaupið af gömlu byssunni sinni og rak víðari enda þess upp á grennri enda hinnar, kaldabrasaði svo hlaupin saman. Þar með var komin helmingi lengri byssa. Sel- urinn er skotharður. Á hann duga aðeins högl í mesta stærðarflokki og mikið púður. Meistaraskyttan hlóð skot sem hæfðu nýendur- bættri byssu. Hann setti tvöfaldan púðurskammt í patrónuna og hafði forhlaðið þunnt. Siðan eins og tolldi af selahöglum og bræddi tólg yfir kúfinn. Nú skyldi selur að velli lagður. Að komast í færi við sel er ekki vandalaust en þeir sem þekkja þessi dýr vita að þau eru mjög músikölsk. Því skyldi nú fiólinið haft með í næstu veiðiför. Lagið eina myndi seiða dýrið nógu nærri svo langri byssu. Og þá ... En hér var i undirbúningi at- burður sem enginn vildi missa af, þeirra er um vissu. Allt heimilis- fólkið ákvað að verða áhorfendur. Það er mikil prósessía sem fetaði i fótspor skyttunnar til sjávar. Sól- in skein á hópinn og vindurinn hélt niðri í sér andanum. Logn var sjávar, eins og þar segir. Fólkið raðaði sér bak við garðbrot á sjáv- arbakkanum. Meistaraskyttan tók fíólínið úr kassanum sfnum, bar myrru á bogastrengina og byrjaði að leika lagið eina. Hvílikt tóna- flóð f kyrrð vordagsins! Og sjá: Upp af lognöldunni hóf sig mikið höfuð gamals brimils. Hann hlustaði hugfanginn á þessa ljúfu tóna og mjakaðist ósjálfrátt nær og nær. Skyttan lagði fiólínið frá sér, „skipti um hljóðfæri', var seinna sagt. Hann tók löngu byss- una, þrýsti skeftinu fast að við- beininu, tók miöið og sigtaði vand- lega. Selurinn var nú kominn í dauða- færi. Áhorfendur stóðu á öndinni af eftirvæntingu. Skyttan naut stundarinnar. Sigurinn var í nánd. Svo reið skotið af. Og slikur hvell- ur! Viðstaddir tóku fyrir eyrun og kveinkuðu sér. Mikið að hljóð- himna þoli slíkt. En byssan, hvað hafði hún gjört? Hún hafði slegið: Meistaraskyttan hentist aftur á bak við höggið og lá nú sem dauð- ur væri við fætur viðstaddra. Byssan hékk á garðbrotinu og það var ekki sjón að sjá. Nýja viðbót- arhlaupið hafði slitnað af og þeyst eitthvað langt, langt í burt — og enginn veit hvurt því það hefur aldrei sést síðan. En selurinn? spyrja menn. Hann hafði ekki sak- að svo séð yrði, nema hann mun hafa fengið slæma hellu fyrir eyr- un því einn úr hópi viðstaddra uppástóð þá — og fullyrðir enn í dag — að hann hafi heyrt selinn tauta um leið og hann stakk sér I ölduna: „Voðalegur hávaði." Raunar má segja að allt hafi farið vel. Meistaraskyttan raknaði úr rotinu, hellan leið frá eyrum fólksins (og vonandi selsins), skyttan var ósködduð utan brotið viðbein, en slík brot gróa á þremur föstudögum. En það var hljóður hópur er gekk heim frá sjónum þennan minnisverða dag og öll eft- irvænting á bak og burt. Þó var fólkið þakklátt i hjarta. Það hafði orðið sjónar- og heyrnarvottar þegar meistaraskotið reið af. Nei, þetta fólk bjó ekki við þögn. NORDMENDE VIDE01985 komið Verð: 36.980 Stgr. Þráðlaus fjarstýring fylgir með í verðinu Nú einfaldast máliö fyrir þá, sem leita sér aö myndbandstæki, sem er í senn hlaðið tækninýjungum árgeröar 1985, fjarstýrt, þráðlaust (engar snúrur) og samt á hagstæöu veröi ásamt traustri þjónustu ★ 1985 árgerð hlaöin tækninýjungum. ★ Quarts stýrðir beindrifnir mótorar. ★ Quarts klukka. ★ 7 daga upptökuminni. ★ Fjögurra stafa teljari. ★ Myndleitari. ★ Hraðspólun meö mynd áfram. ★ Hraðspólun með mynd afturábak. ★ Kyrrmynd. ★ Myndskerpu stilling. ★ Myndminni. ★ Framhlaöiö 43 cm. breitt (passar í hljómtækjaskápa). ★ Sjálfspólun til baka þegar bandið er á enda. ★ Svona mætti lengi telja. ★ Sjón er sögu ríkari. 0$ 40* Skipholti 19, sími 29800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.