Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
90
Kristján og Barbara dóttlr hans.
Kristján í Sberborne.
„Söngurinn
er minn
ferðafélagiu
— Rætt við Kristján Jóhannsson, óperusöngvara
um frumraun hans á bandarísku óperusviði
og ýmislegt í óperuheiminum
„Ég bíð þess með mikilli eftir-
rcntingu að spreyta mig á óperu-
sviði í Bandaríkjunum í næsta mán-
uði — því þar eru tækifærin fyrir
unga söngvara — og ég vona að ég
standi mig og Bandaríkjamönnum
líki það sem ég hef að bjóða þeim.“
Þetta sagði Kristján Jóhannsson
óperusöngvari þegar hann var spurð-
ur um næsta skrefið til frægðar og
frama í óperuheiminum, í samtali
sem blaðamaður Morgunblaðsins
átti við hann í byrjun september.
Samtalið fór fram í Sherborne, smá-
bæ f Suður-Englandi, en þar var
Kristján að syngja Don Carlos með
„Dorset Opera“. En vegna prentara-
verkfallsins birtist þetta samtal ekki
fyrr en nú, þegar frumsýning Krist-
jáns í Bandaríkjunum er afstaðin.
Frumraun hans á bandarísku óperu-
sviði var í hlutverki Riccardo í
Grímudansleiknum eftir Verdi með
„Opera Cohimbus" f samnefndri
borg í Ohio. Frumsýningin var í byrj-
un nóvember.
óttökurnar voru
stórkostlegar á
frumsýningar-
kvöldið og hér
hefur mér verið tekið opnum örm-
um af öllum við óperuna, ég hef
það á tilfinningunni að fólkið vilji
bera mig á höndum sér. Það er
notalegt að finna fyrir slíkum hlý-
hug,“ sagði Kristján í símtali við
Morgunblaðið, daginn eftir frum-
sýninguna. óperuhúsið í Columb-
us tekur um 3.000 manns í sæti og
það var fullskipað frumsýn-
ingarkvöldið. Kvöldið eftir var
haldinn „grímudansleikur" á veg-
um óperunnar, þar sem Kristján
var heiðursgestur. „Frumraunin á
bandarísku óperusviði gekk upp,
en björninn er ekki unninn þó
fyrsta þætti sé lokið. Hér í Banda-
ríkjunum bíða mín fleiri verkefni
á næstu mánuðum, þannig að nú
verð ég að taka á honum stóra
mínum og sanna, að árangurinn í
gærkvöldi var ekki tóm tilviljun,“
ði Kristján.
samtalinu við Kristján í
Sherborne kom fram, að hann lit-
ur á frumraun sina á bandarísku
óperusviði sem eitt mikilvægasta
skrefið til frægðar og frama í
óperuheiminum. Og skrefin á
þeirri leið verða að vera samtvinn-
uð og þaulhugsuð ef árangur á að
nást; víxlgangur dugir ekki. Að
baki liggur mikil vinna og mis-
kunnarlaus er samkeppnin.
Söngvaralífið er þá ekki bara leik-
ur?
„Nei, nei, ertu frá þér drengur,"
segir Kristján og hlær dátt. „En
ég hef svo sem oft áður verið
spurður þessarar spurningar og í
sjálfu sér er það ekki óeðlilegt, þar
sem fjölmiðlum er gjarnt að sýna
glanshliðina á lífi listamanna.
Sannleikurinn er hins vegar sá, að
þetta er hörkuvinna, ef menn hafa
á annað borð vilja og metnað til að
gera vel. Það dygði ekki fyrir mig
að stunda drykkjuskap, kvennafar
og næturlíf stórborganna. Þá gæti
ég allt eins pakkað saman og farið
heim. Auðvitað slappar maður af
og gerir sér dagamun af og til; ég
hef mínar hvatir og þarfir til að
láta undan þeim eins og hver ann-
ar. Það er með söngvara eins og
íþróttamann; það dugir ekki ann-
að en reglusemi og ástundun ef
árangur á að nást. Og ég ætla mér
að ná árangri."
— Þú ætlar þér að ná árangri;
ertu að þessu til að öðlast frægð
og frama?
„Nei, nei, ertu frá þér, en sjálf-
sagt eru til þeir listamenn sem
þannig hugsa, ef það er þá raun-
hæft að tala um listamenn i því
sambandi. Ég tók hins vegar þá
ákvörðun fyrir rúmum 8 árum, að
leggja sönginn fyrir mig, gera
hann að minni atvinnu, einfald-
lega vegna þess að ég fann mig á
þessu sviði; ég hafði og hef þörf
fyrir að syngja og túlka þá tónlist
sem tónsnillingar hafa skapað