Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 35

Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 107 Samantekt: Helgi Jónsson Óskar, hitabeltisjurtin i mannsmynd. Lífsstefna Óskars var: „A thing of beauty is a joy forever." tilfinningar manna og að verða dugandi gagnrýnandi. Léttlyndi hans bar stundum góðvildina ofurliði. Um bókmennt- irnar (uppáhaldið) sagði hann: „Þær eru aðeins dægradvöl and- legra iðjuleysingja." Aðalerfið- leikarnir við vinnu rithöfunda um þær mundir voru, sagði hann: „ef þeir taka ekki þátt í samkvæmis- lífinu, eru bækur þeirra ólesandi, ef þær gera það, hafa þeir engan tíma til þess að skrifa." Hann sagði um Swinburne, átrúnaðargoð æskunnar þá: „Orð- in drottna yfir honum, stafrímið kúgar hann ... Hann er svo mælskur að allt, sem hann minn- ist á, verður óeðlilegt." Aðdáun Óskars á háskólakenn- urum hafði ekki vaxið með árun- um, og í grein er hann reit lagði hann til að nokkrar málsgreinar yrðu felldar úr bók um ítalskar bókmenntir: „Þær bera vitni um þekkingarskort, sem hlýtur að vera árangur margra ára rann- sókna.“ Dorian Gray „Aðeins miðlungsmönnum fer fram. Ferill listamannsins er sam- felld hringferð milli listaverka, og hið fyrsta þeirra er jafn fullkomið og hið síðasta," reit óskar í blaða- grein í september 1894. Þrátt fyrir þessa kynlegu fullyrðingu, impr- aði enginn á því við hann, hvort hann teldi Veru eða The Duchess of Padua (fyrstu verk hans) jafn- ast á við Salomé eða Lady Wind- ermere’s Fan að listrænu gildi. Meðan hann var ritstjóri The Woman's World og gagnrýndi bækur fyrir The PaU Mall Gazette og önnur blöð, samdi hann smá- sögur, ævintýri, ritgerðir og eina skáldsögu. Mörg þessara verka birtust í tímaritum áður en þau komu út í bókarformi. Fyrsta sag- an hans, The CanterviUe Ghost, (Kantervilledraugurinn), birtist 1887. Hugmyndir að flestum sögu- num fékk hann þegar hann ræddi við kunningja sína eða var í kvöld- boði. Óskari var það óskiljanlegt hvernig menn gátu setið dag eftir dag og unnið að sömu bókinni, jafnvel árum saman. „Þegar ég byrja á einhverju, verð ég að skrifa nótt sem nýtan dag, uns verkinu er lokið. Annars missi ég áhugann á því, og fyrsti strætis- vagninn, sem fer framhjá, dregur athyglina burt.“ Myndin af Dorian Gray er sennilega hið eina sem hann vann að lengur en fáeinar vikur. I fyrstu var Dorian aðeins smásaga. Við hana bætti hann síðan ann- arri smásögu um leikkonu, sem verður ástfangin og missir við það leikhæfileikana. Svo þeirri þriðju um fund líkama Jesú i grafhelli nálægt Jerúsalem. Sagan birtist fyrst árið 1891. Óskar sagði: „Ég verð lítillátur við hrós, en þegar mér er úthúðað, veit ég að ég hef snert stjörnurn- ar.“ Ef hann meinti þetta, hlýtur hann að hafa verið í stjörnuþyrp- ingu eftir að gagnrýnendurnir höfðu hellt úr skálum reiði sinnar: Dulspekikláði, — heimskuleg og ruddaleg, — fjörlaus og klúr, — viðbjóðsleg, — ýldufýla, — fágað- ur dónaskapur, — óhreinkar alla unga hugi sem snerta hana. Nú mundu ritdómar sem þessir þykja ákjósanlegir. Mörg upplög mundu seljast eins og heitar lummur. En á Viktoriutímanum var siðavendni skilyrði þess að bækur seldust. Óskar svaraði fyrir sig: „Ég skrifa þvi ég hef yndi af því. Ef verk min er hinum fáu geðþekk, fagna ég þvi, en ef þau eru það ekki, harma ég það. Hvað skrílinn snertir, þá langar mig ekki til að vera skemmtisagnahöfundur. Það er alltof auðvelt." Dorian Gray varð Óskari mikill hnekkir í augum almennings, og honum skaðlegur er fram liðu stundir. Menn hötuðu bókina, einkum þeir sem ekki höfðu lesið hana, og lögðu jafnframt fæð á höfundinn. Sagan var sfðar notuð sem vitnisburður gegn honum i Queensberry-réttarhöldunum. Villtur maður, Óskar Yeats taldi hann óttalausa goð- veru frá horfinni öld. Hann var hár maður og þrekvaxinn, fremur feitlaginn, með fölt og mikið and- lit, gróft hörund, vellagað nef, dimmrauðar varir. Við fyrstu kynni kom hann mönnum mis- jafnlega fyrir sjónir, sumir gátu tæpast varist hlátri, aðrir fengu andúð á honum og enn öðrum leið ónotalega i návist hans. En svo voru aðrir sem kunnu að meta þennan mælska og villta mann. Samfara leti hans fór ást á munaði. Flest það, sem hann naut, var dýrt, enda sagði hann: „Við lifum á tfmum þegar munaðurinn er einu nauðsynjarnar." Manna vandlátastur var hann á vín, en sætti sig við fábrotna málsverði. Óætur fannst honum þó einn rétt- ur. „Þorskurinn er vafalaust ágæt- ur til sunds, en ekki til matar.“ Dálæti hans á sögufrægum nöfnum, hóglífi, siðfágun, varð til þess að ýmsir töldu hann fara i manngreinarálit. Allt sem hann tók sér fyrir hendur varð eftir- minnilegt, allt nema hlutverk heimilisföðurins. Það átti ekki við hann, síst af öllu heimilislíf Vikt- oríutímans. En hann tók miklu ástfóstri við börn sín og skemmti þeim með undarlegum sögum. Óskar og Konstansa eignuðust tvo syni, Cyril (1885) og Vyvyan (1886). Sjálfsálit hans fór langt fram úr öllu er kallað verður mont. („Þetta er dapurlegt. Helmingur mann- kynsins trúir ekki á guð, en hinn helmingurinn trúir ekki á mig.“) Óskar var svo sérstæður persónu- leiki, að það var fátt sem hann sagði, sem ekki varð að taka án fyrirvara. Fyndnin og glettnin voru alltaf í fyrirrúmi. Yfirburðir hans í samræðusn- illd voru óvefengjanlegir. Carson, harðsnúnasti saksóknari Eng- lands um þær mundir, stóðst hon- um ekki snúning í rökræðum. Hann reyndi samt að forðast deil- ur og kappræður og undi sér best f iðjuleysi. „Aðeins andlega glataðir menn kappræða," var hann vanur að segja. Einnig átti hann til að segja: „Rökfestan er síðasta skjólshús hinna hugmynda- snauðu.“ Óskar Wilde gat talað af slfkri andagift, að menn gleymdu stað og stund, en hlustuðu hugfangnir á hann þrjár til fjórar stundir samfleytt, og báðu hann að halda áfram, þegar hann gerði sig likleg- an til að hætta. Því miður hafa aðeins fáein brot varðveist úr þessari „glitrandi, rauðlogandi orðakeðju." Fyndni hans varð enn áhrifarík- ari fyrir það hve vel hann sam- ræmdi látbragð sitt við frásögn- ina. Stundum byrjaði hann að tala af alvöruþunga, og hann þagnaði oft líkt og honum veittist erfitt að finna rétt orð yfir hugsanir sinar, — en svo allt i einu gerbreyttist framkoma hans í glens og gaman. Til allrar hamingju hafa varð- veist nokkrar sögur eða frásagnir eftir Óskar, og hér eru tvær þar sem Kristur er þungamiðjan: Kristur kom til borgar einnar og hávaði frá miklum gleðilátum barst til eyrna honum. Hann gekk inn í vistarveru og sá mann er lá drukkinn á legubekk. Hann snerti öxl hans og sagði: Hvers vegna glatar þú sál þinni i víni? Maður- inn leit upp og svarað: „Ég var einu sinni holdsveikur og þú lækn- aðir mig.“ Hann hélt áfram inn í borgina og sá ungling fara á eftir skækju, og hann sagði við hann: Hvi lítur þú konu þessa girndar- auga? Unglingurinn þekkti hann og svaraði: „Ég var blindur og þú gafst mér sýn.“ Þá talaði hann til konunnar: Hvi gengur þú veg syndarinnar? Og konan svaraði: „Þú fyrirgafst mér syndir mínar og vegurinn er skemmtilegur." Og hann fór út úr borginni og sá aldr- aðan mann grátandi við vegbrún og spurði hann þvi hann gréti. Gamli maðurinn svaraði: „Herra, ég var dauður og þú færðir mig aftur til lífsins. Hvað get ég annað en grátið?" Önnur saga lýsir því hvernig Jesús greri sára sinna eftir kross- festinguna, slapp út úr gröfinni, tók aftur upp iðn sína og lifði mörg ár, eini maðurinn á jörðinni, sem vissi deili á þeim þjóðsögum, sem mynduðust um nafn hans. Dag einn kom Páll postuli til bæj- arins, þar sem Hann vann, og Hann var eini maðurinn, sem ekki fór til að hlusta á hann predika. Síðar veittu meðsmiðir Hans því eftirtekt, að Hann, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, var aldr- ei berhentur ... HJÓ nú verða af því að senda vinum um víða veröld gjöf sem verður þeim mjög kærkomin — fyrir aðeins kr. 770. Innifalið sendingargjald um allan heim. Gjöf sem berst ekki bara einu sinni — heldur aftur og aftur — og treystir tengslin. Er Iceland Review ekki rétta gjöfin fyrir ættingja og vini erlendis? Iceland Review kemur út fjórum sinnum á ári — stöðugur straumur af fróðleik um land og þjóð, með glæsilegum myndum og fjöl- breyttu efni. GJAFAÁSKRIFT □ Undirritaður kaupir gjafaáskrift(ir) aö lceland Review 1985 og greiöir fyrir kr. 770 pr. áskrift. Sendingarkostnaður um allan heim innifalinn. □ Árgangur 1984 veröi sendur ókeypis til viötakanda(enda) gegn greiösiu sendingarkostnaöar kr. 220 pr. áskrift. Ofangreind gjöld eru í gildi til ársloka 1985. Áskrift öölast gildi þegar greiösla berst. Nafn áskrlfanda Sánl Heimllisfang Nafn möttakanda Heimllisfang Nöfn annarra móttakenda fylgja meó á öðru blaði. Sendið til lceland Review, Höfðabakka 9, Reykjavík, eöa hringið í sfma 84966.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.