Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 111 VM Búddalíkneski. að segja æ meira undrandi á því, hversu Son virtist vel heima að sér um þetta allt. Og auðvitað getur það verið hrein tilviljun, að við brottför úr landinu voru mestallar föggur Spánverjans teknar af honum, gjafir sem hann hafði keypt, svo og vönduð myndavél og allar film- ur. Að mögla hefði gert illt verra. Þegar við vorum seinna stödd í Þjóðháttasafninu í Taunggyyi þakti þar einn vegginn mynd af því þegar verið var að lýsa yfir sjálfstæði Burma 1948 og Nelson benti okkur á hvar Ne Win væri á myndinni og gat þess i leiðinni, að það hefði vakið mikla athygli er- lendis þegar hann ákvað að „dreifa völdunum" með því að gera Sun Yu að forseta. Einhver fór að spyrja um hvers lags stjónarfar væri eiginlega í landinu, enda mega ferðafélagar minir eiga það, að þeir voru ekki sérlega spurulir um pólitik né virtust hafa sérlega mikinn áhuga á henni, að frátöld- um Spánverjanum og svissnesku diplómatahjónunum og kannski mér. Nelson lýsti stjórnarfarinu fagurlega nokkuð, en sagðist siðan helzt ekki vilja ræða mikið um stjórnmál. „Það er viðkvæmt mál hér,“ sagði hann. Þó lét hann þess getið, að Ne Win væri jafnvel að hugsa um að efna til kosninga fyr- ir árslok 1983. Hann sagði að for- ystumenn fylkjanna sjö sem mynda Sambandsríkið Burma væru að koma saman til fundar til að undirbúa kosningarnar. Eg spurði hvað myndi verða kosið um og komu þá nokkrar vöflur á Nel- son. „Ne Win vill fá óskoraða traustsyfirlýsingu þjóðarinnar. Dugar þetta svar ekki,“ sagði Nelson. Hann sagði að það væri ekki ástæða fyrir Burma að kvarta, hér væri nánast engin verðbólga og allir hefðu nóg fyrir sig að leggja. Það er án efa margt til í því að ástandið í því tilliti er betra ( Burma en mörgum öðrum Asíu- löndum. En þolanlegur efnahagur landsins byggist á iðjusemi Burma, einkum þeirra sem búa út á landsbyggðinni, og að landið er frjósamt og sjálfu sér nægt með matvæli. En þó að dýrtíð sé ekki á vestrænan mælikvarða lifir þó enginn kóngalífi af þeim ca. 200 króna mánaðartekjum sem eru meðallaun. Mataræði er ákaflega fábreytt, eins og ég hef vikið að. Þó svo að skólaskylda sé að nafninu til er ekki gengið hart eftir að henni sé framfylgt, þótt þar hafi orðið breyting til batnaðar. Heilbrigð- ismál og heilsugæzla eru á lágu stigi og til merkis um það fara til dæmis þeir sem aðstæður hafa, svo sem sendiráðsmenn, yfirleitt til Thailands að leita sér lækn- inga. Nú er hins vegar verið að reisa gríðarlega myndarlegt sjúkrahús i Rangoon, sem á að vera búið nýtízkulegum og full- komnum tækjum. Hængurinn er bara sá að mikill skortur er á hjúkrunarfólki. Enn eitt vanda- mál Burma er að mjög stór hluti þjóðarinnar, um %, býr við það ófremdarástand að hafa ekki drykkjarvatn, vatnsból eru meng- uð og malaria herjar á landið og er enn helzta dánarorsök i landinu og því næst koma maga- og melt- ingarsjúkdómar, sem má rekja til þess að menn hafi drukkið mengað vatn. Snautlegt og einhæft matar- æðið á þar einnig hlut að máli. Þess verður ekki vart í fljótu bragði, að ólga eða sundrung sé i Rangoon, hermenn eru þar til dæmis mjög fáséðir. Annað er upp á teningnum f Shan-fylki, eins og vikið hefur verið að. Þó er auðvit- að ekki farið með ferðamenn nema á þá staði, þar sem nokkurn veg- inn öruggt er að ekki beri á neinni ólgu, sem heitið getur. Keronskæruliðunum hefur orðið lítið ágehgt i baráttu við stjórn- arherinn, þeir sprengja öðru- hverju nokkrar brýr eða járn- brautarlínur i loft upp. Ræna stöku útlendingi, sem einhvern veginn hefur villzt inn á svæði þeirra. Öllu meira gerist ekki i bráð. Stjórnarherinn er illa vopn- um búinn og hefur því ekki gengið né rekið neitt í því að uppræta skæruliðastarfsemina og skæru- liðar eiga í erfiðleikum með að afla sér vopna lika. Svo að það er óleysanlegt þrátefli milli þessara aðila, að minnsta kosti sem stend- ur. Bæði skæruliðar og stjórnar- hermenn veigra sér við að sækjast eftir vopnabúnaði og hergögnum að neinu ráði frá erlendum þjóð- um. Það er ekki bara erfitt að kom- ast inn i Burma. Það er nánst óhugsandi að hringja þaðan til annarra landa og takist erlendri Uxar við trjástofnadrátt í Irrawaddy. Frá hótelinu Thiripyitsaya í Pagan og útsýnið yfir Irrawaddy-fljótið. Hótelið er f smáhýsastíl og slter sig úr öðrum gististöðum sem hópurinn dvaldi L símstöð fyrir staka seiglu að ná sambandi við Burma er nokkurn veginn hægt að ganga út frá því sem gefnu að umbeðið númer „svarar ekki“. Ég ákvað einn daginn að reyna að koma símskeyti til Morgun- blaðsins og biðja þá að hringja til mín. Skeytið var fokdýrt, en það virtist ekkert þvi til fyrirstöðu, að ég fengi að senda það. Að vísu varð ég að fara á símstöðina með sendlinum frá hótelinu og segja þeim hvað stæði í skeytinu. Þeir voru óhressir yfir þvi að ég gæti ekki haft það á ensku. Ég sagði þeim að ritstjóri Gunnarsson skildi ekki orð í ensku og það væri aðkallandi, að hann hringdi til mín og gæfi mér upplýsingar um heilsufar móður minnar. Þeir hlytu að skilja það. Yfirstjórnin var kvödd saman á skyndifund og eftir klukkutíma var komin niðurstaða: þeir ætluðu að láta senda skeytið. Merkilegt nokk, skeytið komst til skila. Aftur á móti brá svo við að aðalhótel höfuðborgarinnar, Ynya Lake-hótel, svaraði ekki þegar Mogginn reyndi að hringja til min. Það kemur margt spánskt fyrir sjónir þótt ekki sé dvalið nema þessa leyfðu sjö sólarhringa i Burma. Éfst í huganum er hlýjan og fegurðin hvarvetna, sérstæðar upplifanir, sem verða ekki annars staðar. Því að Burma er engu lfkt. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.