Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 46

Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 46
118 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 fclk í fréttum HALLA LINKER í HEIMSÓKN HÉRLENDIS ■ „Er mikill íslend- ingur /■ r cl i mer Líklega mun þorri íslendinga kannast vió nöfnin Hal og Halla Linker, gvo þekkt sem þau hjón hafa lengi verid af frásögnum sínum í máli og myndum af marg- víslegum ferðum sínum. Eiginmað- ur Hölhi er fallinn frá, en sjálf hefur hún haldið dug sínum og hugrekki til ferða og er nýlega komin frá Afríku þar sem hún dvaldi í fjórum borgum við kennslu. Halla er nú stödd hér- lendis og blm. hitti hana stundar- korn. Nú ert þú ræðismaður í Los Angeles. Er það annasamt starf? Já, það er óhætt að segja að það hafi verið mjög annasamt, allavega undanfarin ár. Ég held jafnvel að mér sé óhætt að segja að ég hafi meira að gera en nokkur annar heiðurskonsúll þarna. Starf mitt er aðallega fólgið í landkynningu, þ.e.a.s. að veita hinum ýmsu aðilum upp- Halla ásamt syni sínum Davíð Þór. lýsingar um Island og það eru t.d. skólakrakkar að gera rit- gerðir, sem vantar upplýsingar, o.s.frv. Það er einnig þáttur í starfi mínu að hjálpa Islendingum sem á þvi þurfa að halda og þá bæði ferðafólki, námsmönnum og þeim sem búa hér árið um kring. Það hefur verið sérstaklega annasamt hjá mér undanfarið vegna þátttöku okkar í „Scand- inavia Today" og einnig i sam- bandi við Ólympíuleikana. Hvernig finnst þér að koma hingað í heimsókn svona að vetri til? Mér finnst alltaf gaman að koma heim, ég er svo mikill Is- lendingur í mér. Það eru nú orð- in 34 ár síðan ég kom heim síðast að vetri til, svo núna stílaði ég upp á það til þess að geta farið 1 leikhús, séð norðurljósin, hitt Hmlla Linker. HorgunbUAið/Július. gamla skólafélaga sem hittast á veturna og ég hef ekki séð suma hverja i herrans háa tið. Þetta hefur verið indælt. Við komum nú oft við hérna á ferðum okkar hérna áður fyrr og stönsuðum þá gjarnan i viku eða tiu daga, en það var eiginlega alltaf að sumri til. Ég hef verið heppin með veð- ur, fengið stillu og sólskin. Það er svo gaman að rölta um bæinn, sjá hús sem áður voru í niður- níðslu vera orðin falleg, þvi ls- lendingar virðast i dag setja metnað sinn i að gera gömlu húsin falleg. Hvað gerir þú fleira en sinna ræðismannsstarfinu? Ég er ekki sest i helgan stein þó orðin sé ekkja. 1 fyrra fór ég til Afriku og kenndi þar í fjórum löndum, Zaire, Ghana, Zambiu og Kenýa, hvernig taka á heim- ildarmyndir. Það var virkilega gaman, en ég þurfti að sýna hugrekki, þvi ég hef aldrei ferð- ast svona alein og aldrei kennt á ævinni. En það er eins og ég sagði við vinkonu mina um dag- inn, sem var að furða sig á að ég byrjaði á að prjóna mér kjól þeg- ar ég hefði ekki snert prjóna sið- an í barnaskóla. Ef ég hefði ekki alltaf verið bjartsýn þá hefði ég aldrei getað gert það sem ég hef gert um ævina. Ég leigi út myndirnar okkar lika. Ég á um 250 hálftíma þætti sem búið er að sýna á 45 stöðum i Bandaríkjunum og 10 öðrum löndum. Einnig á ég um 10 sjálfstæða klukkutima þætti. Allt eru þetta þættir viðsvegar að úr heiminum sem við heim- sóttum og meðal þessara 250 þátta eru 15 íslenskir. Freistar það þín ekki að flytj- ast heim? Veistu það, ég er komin yfir það. Á tímabili sagði ég alltaf að ef eitthvað kæmi fyrir þá flytti ég til Islands. En nú er svo kom- ið að ég hef búið lengur i Banda- ríkjunum en á fslandi og það er of seint að snúa við. Ég get það ekki lengur. Nú átt þú einn son. Hvað gerir hann? Davíð Þór er hjartalæknir sem sérhæfði sig í hjartalækningum barna. Hann vinnur við rann- sóknir og svo undarlega vill til að núna i janúar flyst hann til Þrándheims í tvö ár þar sem hann ætlar að vinna að rann- sóknum. Hann kemur alltaf öðru hvoru við hérna, talar islensk- una ágætlega og er mikill íslend- ingur í sér. LÍFVÖRÐUR HANS HÁTIGNAR: Michaels Jackson Þegar Michael Jackson hélt tónleika i borginni KnoxviIIe i Banda- rikjunum á sl. sumri var gert ráð fyrir, að um 65.000 manns myndu kaupa sig inn á þá en þegar til kom reyndust þeir 150.000 talsins. Áður en til hljómleikanna kom bárust Michael mörg bréf þar sem honum var hótað dauða og limlestingum og þess vegna fannst honum rétt að hafa vaðið fyir neöan sig og réð í sína þjónustu næstum hálft lögreglulið borgarinnar. Michael setti þeim aðeins það eina skilyrði, að þeir væru með sams konar sólgleraugu og hann sjálfur. Á myndinni sést þegar lífvörður Michaels gekk inn á leikvanginn þar sem hljómleikarnir fóru fram og að sjálfsögðu var hann I broddi fylkingar. COSPER — Þú hefðir nú vel haft efni á að kaupa ramma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.