Morgunblaðið - 18.11.1984, Síða 54

Morgunblaðið - 18.11.1984, Síða 54
126 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 LW fiCI/HI f\VII\MyNDANN/i YENTL Ný mynd með Barböru Streisand í Bíóhöllinni Barbra Streisand í hlutverki Yentl. Yentl fórnar hárinu. Þegar “Yentl“ birtist í Bíóhöll- inni innan skamms verða sjálfsagt einverjir til að halda að Yentl sé stæling á hinni vinsælu mynd Dustin Hoffmans, Tootsie, þvi þannig vill til að sagan fjallar um unga konu af gyðingaættum sem langar óskaplega til að mennta sig, en þar sem heimspeki gyðinga bannar kvenmönnum slíkt dulbýr hún sig sem karlmann og lendir þar af leiðandi í mörgum undar- legum uppákomum. En þeim, sem þannig hugsa, er bent á að sagan „Jeshíva-drengurinn Yentl“ kom út á prenti fyrir mörgum árum, en Tootsie er ekki nema tveggja ára gömul mynd. Höfundurinn Isaac Bashevis Singer hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1978. Þegar „Yentl" var frumsýnd í Bandaríkjunum skömmu fyrir síð- ustu jól vakti myndin feikna at- hygli og menn voru ekki sparir á jákvæðu lýsingarorðin. En þegar kom að Óskarsverðlaunaútnefn- ingum var sem Yentl hefði ger- samlega gleymst; ef mig minnir rétt hlaut hún ekki neina útnefn- ingu. Barbra Streisand ku hafa orðið feikivond, en Steven Spiel- berg, vinur hennar með meiru, huggaði hana með þessum orðum, og kannski sjálfan sig í leiðinni: „Þeir, sem eiga Óskarsverðlaun- in skilið, fá þau ekki alltaf." HJÓ Leið Yentl frá ritvél nóbelskálds- ins Isaac Bashevis Singer til leik- konunnar / söngkonu nnar/ leikstjór- ans/framleiðandans Barböru Streis- and er enn eitt dæmið um kvikmynd sem enginn vildi gera. Streisand, sem á gífurlega erfitt með að hafa taumhald á tilfinningum sínum, rakst á smásöguna „Jeshíva-dreng- urinn Yentl fyrir tæpum tuttugu ár- um, en þá var hún aðeins óbreytt leikkona meðal milljóna að berjast til frama. Það var ekki fyrr en 1980 að hún réðst í það ærna verkefni að breyta orðum Isaac Bashevis Singer í sellulósa. I án þess að vera umkringd að- dáendum. Plötur með Barböru Streisand tóku að seljast í Tékkó, en þar- lendir sættu sig ekki við hennar stutta og laggóða nafn. Þeir vildu að hún héti Barbara Streizandova. III Barbra Streisand hefur leikið í mörgum frægum og góðum og lé- legum kvikmyndum um dagana. Með frægari myndum hennar eru „A Star Is Born“ (1976), „The Way We Were“ (1973) og „What’s Up, Það kom engum á óvart að Barböru langaði til að stjórna mynd, allra síst þeim sem ein- hverju sinni höfðu reynt að leik- stýra henni. En augabrúnir ófárra risu upp í hársvörð þegar spurðist að hún ætlaði að fjármagna myndina sjálf, semja handritið, leikstýra, leika titilhlutverkið og semja einhver lögin ( myndinni, allt í senn. Ekki höfðu allir trú á að slíkt væri hægt, en Barbra lét öll ókvæðisorð sem vind um eyru þjóta. Barböru tókst ætlunarverk sitt og er það einsdæmi í kvik- myndabransanum. Það er því ekki langt frá lagi þegar fullyrt er að hún sé hæfileikaríkasta konan í bransanum, þótt ekki séu allir hrifnir af henni, en þannig gengur lífið fyrir sig. Barböru tókst að útvega nægi- legt fjármagn til að hefja tökur. En hún þurfti að sætta sig við ým- iss konar skilyrði fyrir láninu. Hún varð að bæta söngvum inn í myndina, því auðvitað yrði platan arðvænleg. Þá setti dreifingaraðil- inn þak á fjárlögin, hann sagði að ef hún færi fram úr 15 milljónum dollara, þá yrði frúin að borga hvert einasta sent, sem fram úr færi, úr eigin vasa. II Barbra ákvað að filma megnið af myndinni í Tékkóslóvakíu. Það var aðallega tvennt sem henni fannst spennandi við þann afkima heimsins: í fyrsta lagi fyrirfinnast þar margar byggingar sem hafa andrúmslofti aldamótanna og í öðru lagi er tékkneska þjóðin ekki menguð auglýsingaskrumi auð- valdsríkjanna, eins og austan- tjaldslöndin myndu sjálfsagt segja. í fyrsta skipti í langan tíma gat Barbra þrammað meðal fólks Þaö eru ýmiss konar smáatriði sem Yentl þarf að huga að þegar hún dulbýr sig sem karlmann. Doc?“ sem undanfarið hefur verið endursýnd í Austurbæjarbíói. Meðleikendur Barböru Streis- and í Yentl eru ekki sömu súp- erstjörnurnar, en virtir leikendur eru þeir engu að síður. Mandy Pat- inkin leikur stærsta karlhlut- verkið, en Mandy þessi sló í gegn fyrir allmörgum árum þegar hann lék Che Guevara í „Evítu“ þeirra Andrew Lloyd Webbers og Tim Rice á Broadway. Mandy lék einn- ig í hinni rómuðu mynd Ragtime, sem ekki hefur verið sýnd hér- lendis, hvernig svo sem á því stendur. Annað stórt hlutverk er í höndum Amy Irving, sem varð enn frægari úti í hinum litla heimi þegar það fréttist að henni hefði tekist að draga Steven Spielberg upp að altarinu. FRÉTTAPUNKTAR... Kunningi okkar frá síðustu kvikmyndahátíð, Richard Farns- worth (The Gray Fox), er að slá í gegn á efri árum. Þessi 64 ára gamli leikari hefur nú komið fram í u.þ.b. 300 myndum, oftast sem „stuntmaður". Hann sérhæfði sig í áhættuleik i vestrum og var tvífari margra frægra leikara, einsog Roy Rogers, Henry Fonda, Montgomery Clift og Kirk Douglas. Fyrsta „feita“ hlutverkið fékk hann svo f myndinni The Cowboys, með þeim John Wayne og Bruce Dern. Síðan, eftir 40 ár í Holly- wood, var Farnsworth tilnefndur til óskarsverðlaunanna fyrir best- an leik í aukahlutverki í myndinni Comes a Horseman. Hann hlaut góða dóma og mikla eftirtekt fyrir sterkan og yfirvegaðan leik í The Gray Fox, þar sem hann skyggði á meðleikara sína, en myndin sú var tvímælalaust með þeim betri á síð- ustu kvikmyndahátíð, ekki síst fyrir þátt Farnsworths. Nú standa karli allar dyr opnar. Hann fer með stórt hlutverk í fyrstu mynd Roberts Redford í ein Þeir félagarnir Sherlock Holmes og Dr. Watson eru ódauðlegir á hvíta tjaldinu. Hér er nýjasta útgáfan: Þeir Peter Cushing sem Holmes og Sir John Mills sem Watson. Með þeim leikur Anne Baxter. þrjú ár, The Natural, og er að ljúka við aðra „stórmynd", Sylvester. „Vestra“-áhugi virðist vera að glæöast í kvikmyndaborginni við Kyrrahafið á nýjan leik. (Sem bet- ur fer.) Walter Hill (J,S Hours) er að undirbúa einn stóran í sniðum og Clint Eastwood er sestur í hnakkinn aftur. Hann er að leik- stýra Pale Rider, sem er hans fyrsti vestri síðan The Outlaw Jos- ey Wales, 1976. Clint til fulltingis verða leikararnir Carrie Snod- grass, Michael Moriarty og Richard Kiel (stálkjaftur). National Lampoon-hópurinn, sem m.a. stóð að nokkuð lúnkinni gamanmynd sem sýnd var I Aust- urbæjarbíói í sumar, Vacation, er nú að undirbúa myndina National Lampoon European Vacation. Sem fyrr verða þau Chevy Chase og Beverly D’Angelo í aðalhlutverk- um. Robert Mitchum og Deborah Kerr léku saman I nokkrum mynd- um hérna á árum áður, með mikl- um ágætum. Þær voru Heaven Knows, Mr. AUison, The Sundown- ers og síðasta mynd þeirra var The Grass is Greener, gerð 1961. Hin nýja mynd þessara ágætis- leikara nefnist Reunion at Fairbor- ouyh og segir frá því er Mitchum, sem fer með hlutverk fyrrverandi flugmanns á sprengiflugvél í seinna stríði, rifjar upp gömul kynni frá stríðsárunum og hittir þá æskuástina sína, Deborah Kerr. Og eftir fjörutíu ára viðskilnað kemur margt nýtt uppá yfirborðið ... Michael Cimino er kominn vel á veg með Year of the Drayon, með Mickey Rourke í aðalhlutverki. Verið er að leggja síðustu hönd á nýjustu stórmynd Sir Davids Lean, Passage to India, m.a. er Maurice Jarre að semja við hana tónlistina. Jarre hefur tvisvar hlotið Óskars- verðlaunin fyrir hlut sinn í mynd- um Leans, þeim Doctor Zhivago og Lawrence of Arabia. Passage to India átti að frum- sýna i kvikmyndahúsum viða um jarðkringluna um jólin, m.a. i Regnboganum, en fyrirsjáanlegt er að af þvi verður ekki og myndin kemur að líkindum ekki fram á sjónarsviðið fyrr en snemma á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.