Morgunblaðið - 02.12.1984, Side 30

Morgunblaðið - 02.12.1984, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Aðventu- skreytingar í dag hefst jólafastan og þar meö starfsár kirkjunnar. Jólafastan hef- ur einnig veriö nefnd aöventa og hér áöur fyrr voru vikurnar fram aö jól- um einhver annasamasti tími ársins. Var aöallega keppst viö ullarvinnu og tóskap, síöasta vika fyrir jól var nefnd staurvika, og sátu menn þá gjarnan meö vökustaura í augutn til aö þeir sofnuöu ekki út af. í ís- lenskum þjóöháttum segir svo: „Staurarnir eöa augnteprurnar voru geröar ur smáspýtum, ámóta stór- um og eldspýtur gerast nú á dögum. Stundum var og notaö baulubein úr þorskhöföi eöa eyruggabein. Var skoriö inn í beiniö eöa spýtuna til hálfs, en haft heilt hinumegin, og gerö á lítil brotalöm og skinninu á augnalokinu smeygt inn í lömina. Stóöu þá endarnir í skinniö, og var þá mjög sárt aö láta aftur augun.“ Að launum fyrir þessa vinnu- semi var oft gefinn matarglaðning- ur í vökulokin sem nefndist staur- biti, en einnig var siður að gefa svonefndan kvöldskatt f upphafi jólaföstu og jólaundirbúnings. Árni Björnsson lýsir þessu svo f bók sinni „Jól á Islandi": „ ... eitthvert kvöldið fór hús- freyja fram og tók að skammta heimilisfólkinu ýmislegt góðgæti á stór föt eða diska. Átti allt að fara fram með hinni mestu leynd, svo að enginn vissi, fyrr en hrokuð matarílátin kæmu inn úr baðstofu- dyrunum. Voru þá tóvinnuverkfæri lögð til hliðar hið bráðasta en tekið ósleitilega til matar síns. Þótti það illa útlátinn kvöldskattur, ef menn gátu lokið honum fyrsta kvöldið. Hitt var oftar, að menn gátu treint sér hann nokkra daga og nartað í hann við og við. Siður þessi mun hafa viðgengist a.m.k. fram um síð- ustu aldamót." Guðrún Þórðardóttir í Btómum ogÁvöxtum bfrtilbinn hefðbundna aðventu- krans. Aðventuskreytingar í Borgarbtómi. Aðventuskreytingar fri btómabúðinni Borgarbtóm. í versluninni Btómaval var Bjarni önnum kafinn við að búa til greniað- ventukransa. Uttí, danski btómaskreytingamaður- inn íBtómavali, að störfum. Ftóknari útgifa í höndum Unnar Gunnarsdóttur íBlómum og Ávöxtum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.