Morgunblaðið - 02.12.1984, Síða 38

Morgunblaðið - 02.12.1984, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Myndbandaleiga Til sölu myndb.leiga í fullum rekstri. Góöir tekju- möguleikar, góö staösetning. Möguleiki á sölu aö hluta. Þeir sem áhuga skyldu hafa vinsamlega sendi greinar- góöar upplýsingar til Mbl. merkt: „R — 101“. Farið veröur meö umsóknir sem trúnaóarmál. Rætur íslenzkrar menningar Ritsafn Einars Pálssonar. Vegna sölu Málaskólans Mímis veröa bækurnar nú afgreiddar heima hjá höfundi, aö Sólvallagötu 28, Reykjavík, sími 25149 (afgreiösla í hádeginu ki. 12—2). Öll sex ritin eru nú fáanleg aftur, myndskreytt, fallega prentuö og í vönduöu bandi. Úrval af efnum og sniöum í jólakjóla á litlar dömur. ogue BUÐIRNAR VELJA ÞAÐ BESTA Árni Gunnlaugsson og Árni Stefán með bókina. Morgunbiaðíð/Júiíua Ljósmyndabók með Hafnfirðingum: Langaði til að skapa heim- ild um fólkið og mannlífið — segir Árni Gunnlaugsson höfundur og útgefandi bókarinnar Fólkið í Firðinum Árni Gunnlaugsson lögfræðingur í Hafnarfirði hefur nýlega gefið út sérstæða bók sem ber nafnið „Fólkið í Firðinum“. Skal verkið verða tvö bindi og er þetta hið fyrra sem komið er út. í bókinni birtast 188 Ijósmyndir af eldri Hafnfirðingum og fylgja myndunum 229 æviágrip einstaklinga, upplýsingar um helztu störf þeirra og ýmis annar fróðleikur — m.a. um hús sem sjást í baksýn á myndunum, en allar eru manna- myndirnar teknar úti. Árni gefur bókina sjálfur út og er hún ekki fáanleg annars staðar en hjá útgáfunni, Austurgötu 25, Hafnarfirði. Blm. Mbl. gerði sér ferð í Fjörðinn á dögunum til að spjalla við Árna um tilurð þess- arar bókar, og barst þá fyrst í tal að hér væri um allsérstæða útgáfu að ræða. „Já, ég held að segja megi að þessi útgáfa sé einstök á sínu sviði, ég veit að minnsta kosti ekki til þess að bók af þessu tagi hafi komið út áður hér á landi," sagði Árni. „í bókunum verða myndir og æviágrip 460 einstakl- inga sem er stór hluti af eldri kynnslóðinni hér í Hafnarfirði. Reykvíkingar yrðu líklega að gera bók með svona um þrjú þús- und einstaklingum til að ná sama hlutfalli." — Er langt síðan þú byrjaðir á þessu verki? „Já, þetta verk á sér orðið nokkuð langan aldur — það var fyrir 25 árum að ég fékk áhuga á því að taka góðar Ijósmyndir af samborgurum mínum hér í Hafnarfirði, og þá sérstaklega þeim eldri. Kveikjan að þessum áhuga hefur eflaust verið þær Ijósmyndir af ýmsum Hafnfirð- ingum, sem hinn kunni ljós- myndari Gunnar Rúnar ólafs- son tók á árunum 1940 til 1950, en Gunnar lést árið 1965. Magn- ús Jónsson minjavörður gaf á ár- unum 1973 og 1975 út tvær bæk- ur með þessum ljósmyndum Gunnars og fylgdi vísa hverri mynd. Varö þetta afar vinsæl út- gáfa. Eg átti orðið mikið safn mynda og haustið 1979 hélt ég ljósmyndasýningu í Góðtempl- arahúsinu hérna, og sýndi þar 405 liósmyndir af eldri Hafnfirð- ingum, sem ég hafði tekið á ár- unum 1960 til 1979. Hún var vel sótt og virtust Hafnfirðingar kunna vel að meta þessar mynd- ir. Flestar þessara mynda voru teknar af fólkinu á förnum vegi hér í Hafnarfirði en margar við íbúðarhús viðkomandi fólks. Þetta eru ekki andlitsmyndir — allar myndirnar eru teknar úti við og margar sýna fólkið við vinnu eða á gangi hér í bænum. Við myndatökur hafði ég það yf- irleitt fyrir reglu að viðkomandi hefði átt lengi heima í Hafnar- firði og náð 70 ára aldri." — Hver var tilgangur þinn með þessum myndatökum? • „Mig langaði til aö skapa heimild um fólkið, mannlífið og byggðina hér í Hafnarfirði á þessum árum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir samborgur- um mínum, sem varð svo til þess að ég réðst í þetta verk. Það var ekki fyrr en eftir ljósmyndasýn- inguna að sú hugmynd vaknaði hjá mér að gefa þetta út á bók, og láta þá jafnframt fylgja myndunum upplýsingar um fólk- ið og ýmsan fróðleik. Ég fékk góðar undirtektir við þessari hugmynd og þar kom að ég ákvað að láta til skarar skríða. í byrjun árs 1983 sendi ég kynnisbréf og eyðublöð til allra sem myndir höfðu verið af á sýn- ingunni, og jafnframt til ætt- ingja þeirra sem látnir voru. Ég vildi gjarnan nota tækifærið hér og koma á framfæri þakklæti fyrir hversu greitt og ljúfmann- lega fólk brást við að senda mér svör sín, — og það á reyndar við um þetta verk allt að ef ég hefði ekki notið velvilja fólksins sem hlut átti að máli hefði þessi draumur minn ekki getað orðið að veruleika. Með kynnisbréfunum sendi ég spurningalista þar sem spurt var um þessi atriði: Fæðingardag og ár, fæðingarstað, foreidra, nafn maka, giftingardag, fæðingar- dag maka og foreldra hans. Einnig hvaðan og hvenær við- komandi hefði flust til Hafnar- fjarðar, ef fæðingarstaður var annar, og enfremur hvar við- komandi hefði átt heima í Hafn- arfirði og hvar lengst af. Spurt var um bðrn, fæðingardag þeirra og ár, og að lokum um helztu störf viðkomanda. Hér í bókinni er því samankominn tölverður ættfræðifróðleikur, og svo er þar að finna ýmsa fróðleiksmola sem varða byggðasögu Hafnarfjarð- ar. í textum við myndir er t.d. víða getið um aldur húsa.“ — Hvenær er síðara bindi bókarinnar væntanlegt? „Það kemur um mitt næsta ár. f þessum tveim bindum verða birtar myndirnar sem voru á ljósmyndasýningunni. 188 myndir eru í þessu fyrsta bindi og æviágrip 229 einstaklinga. Við valið var farið eftir staf- rófsröð A til I, en í seinna bind- inu verða um 210 myndir. Mun nafnaskráin fylgja seinna bind- inu.“ — Er svo von á fleiri bindum? „Ég geri mér vonir um að svo geti orðið. Undirtektir hafa verið mjög góðar við þessari bók sem komin er út og virðist vera góður grundvöllur fyrir útgáfu sem þessari. Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi — þó það hafi jafnframt verið tímafrekt og krefjandi. Það hefur þó auð- veldað mér framkvæmdina mik- ið að ég er sjálfur innfæddur Hafnfirðingur og persónulega kunnugur öllum sem í bókinni eru. Þá hefur sonur minn, Árni Stefán,, sem rekur ljósmynda- þjónustuna Assa að Austurgötu 25 hér í Hafnarfirði, lagt i það mikla vinnu að stækka myndirn- ar fyrir prentun, hann hefur samræmt lýsingu þeirra og unn- ið þær upp af mikilli vandvirkni. Frændi minn, Gunnlaugur Bald- vinsson arkitekt, sá um hönnun og útlit bókarinnar, og var ekki til sparaö við að gera hana sem bezt úr garði." I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.