Morgunblaðið - 02.12.1984, Side 56

Morgunblaðið - 02.12.1984, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Nota Reykjanessalt við gærusöltun Vogin, 26. BÓTember. TILRAUNIR sem gerðar hafa verið í slátairhósi Kaupfélags Suðurnesja með notkun Reykjanessalts við gærusöltun lofa góðu um að með notkun Reykjanessalts verði verð- nuetaaukning, miðað við það sem áður var. Á síðastliðnu hausti var I fyrsta skipti eingöngu notað Reykja- nessalt, en við mat á gærum varð hlutfallslega mikil hækkun f 1. flokki, miðað við írin á undan. Talið er að ástæðan sé saltið. í haust var slátrað alls 10.220 i sláturhúsinu, en voru 9.742 á sfð- asta ári. Meðalþungi dilka var í ári 14,56 kg, en á síðasta ári var meðalþungi dilka 13,14 kg. Að þessu sinni var slátrað frá 18. september til 12. október og 29. október til 2. nóvember. Slátrað er fé úr landnámi Ingólfs, sem er frá Hvalfjarðarbotni að ölfusá. E.G. Sýnum SNORRAHUS um helgina að Hverafold 70. Grafan/ogi HÚSASMIÐJAN HF SÚÐARVOGI 3—5, REYKJAVÍK SÍMI: 687700 Foreldrar vilja hraðahindran- ir í Hlíðahverfi „Foreldrar barna í Hlíðahverfi eru mjög áhyggjufullir vegna vax- andi umferðar um hverfið og í kring- um Hlíðaskóla," sagði Kristín Ragn- arsdóttir, formaður foreldrafélags Hlíðaskóla, í samtali við Mbl. En Foreldra- og kennarafélag Hlíðaskóla hefur skrifað bréf til umferðarnefndar Reykjavíkur- borgar, þar sem þeim tilmælum er beint til nefndarinnar, að hún beiti sér fyrir því að komið verði fyrir hraðahindrandi upphækkun- um í Eskihlíð og Hamrahlið. í bréfinu segir m.a. að þessi aukna umferð stafi af nálægð við hraðbrautir sem liggja frá ná- grannabyggðarlögunum. „Mikill fjöldi gamals fólks býr við þessar götur,“ sagði Kristín. „Og börnum hefur lika fjölgað þar Tvær nýjar Sígildar skemmtisögur Tvær bækur eru nýkomnar út I endurútgáfu hjá Sögusafni heimil- anna í bókaflokknum „Sígildar skemmtisögur, 2. flokkur'*. Eru það skáldsögurnar Sirkus- stúlkan eftir Rudy M. Ayres og Grænahafseyjan eftir Victor Brid- ges. Á bókarkápu segir að i þessum flokki skáldsagna séu gamlar, vinsælar skáldsögur, sem verið hafa ófáanlegar árum saman, en mikið hafi verið spurt um. í þessum 2. flokki sígildra skemmtisagna eru með þessum bókum alls komnar út 16 sögur. til muna. Umferð um Eskihlfö og Hamrahlíð hefur aukist mjög und- anfarið, m.a. vegna þess að tvær götur, Háaleiti og Bústaðavegur, hafa verið tengdar inn á Kringlu- mýrarbraut, sunnan Hamrahlið- ar. Umferðarljós á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar hafa ekki annað þessari umferðaraukningu og þvi beinist umferðin i auknu mæli gegnum Hliðahverfið, fyrst og fremst eftir Hamrahlið og Eskihlíð." Þá kvað Kristín Foreldra- og kennarafélagið hafa beint þeim tilmælum til umferðarnefndar að komið yrði upp fleiri gönguljósum á þessum slóðum og að gengið yrði endanlega fra tengingu Suður- hlíðahverfisins við Hliðahverfi með gangandi vegfarendur i huga og þá sérstaklega vegna skóla- sóknar barna i Hlfðaskóla. „Ég bý í Hörgshliðinni og mér er meinilla við að þurfa að láta dóttur mfna, sem er níu ára, fara yfir Hamrahlíðina," sagði Kristín. „Mér er aldrei rótt að vita af henni á ferli á þessum götum og svo er um fleiri foreldra i hverf- inu.“ ______ _ ______ Basar hjá Guð- spekifélaginu BASAR Þjónustureglu Guðspeki- félagsins verður haldinn i dag, sunnudaginn 2. desember, klukkan 14 í húsi félagsins að Ingólfsstræti 22, Reykjavík. í frétt frá reglunni segir, að á boðstólum verði m.a. kökur, grasa- vendir, handavinna, fatnaður og bækur. HANS PETERSEN HF Umboósmenn um land allt Nú geturöu komió vinum og vandamönnum skemmtilega á óvart með jólakorti sem skartar þinni eigin Ijósmynd og sparaó um leiö dágóöa upphæó. Taktu mynd sem fyrst eóa veldu eina góða úr safninu og vió sjáum um aö gera úr henni kort sem stendur upp úr jólakortaflóöinu I ár. Allt sem viö þurfum er filman þfn. * Kort með umslagi. Minnsta pöntun er 10 stk. eftir sömu mynd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.