Morgunblaðið - 02.12.1984, Síða 64

Morgunblaðið - 02.12.1984, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Marteinn Davíðsson Marteinn blessar yfír steinana sína. Morgunblaðið/Július „Það er gaman að því að stundum tek- ur maður stein og veit í raun ekkert hvað maður ætlar að gera við hann, en allt í einu seinna rennur upp fyrir manni ljós og þá er þetta einmitt steinninn sem mann vantar,“ sagði Marteinn er blm. kom að máli við hann fyrir skömmu eða rétt um það leyti er þessi unglingur varð sjötugur. Það eru allir steinar fallegir það veltur bara á því hvernig maður leggur þá frá sér.“ Marteinn Davíðsson er mörgum kunnur vítt um land, enda farið landshorna á milli i þeim erindum oftast að stilla upp steinum á þann hátt sem honum einum er lagið fólki til yndisauka. Hann getur að finna í stofum heimilanna við verk sín, í fyrir- tækjum, á kirkjustöðum, við hleðslu garðveggja, eða þá bara uppi á fjöllum í steinatínslu. Ekki má svo gleyma að stundum heldur hann sig á verkstæðinu á Korp- úlfsstöðum við að framleiða listi- lega gripi svo sem borð í garðhús eða stássstofu. En þó er ekki Martemn einvörðungu þekktur af MorgunblaðiÖ/RA X Það kennir margra steina i vinnustofunni i Korpúlfsstöðum. Morgunblaðið/Júlíus Þessi litskrúðugi veggur með skrið- jöklinum prýðir stofu eina í Mos- fellssveit. gildi verka sinna, heldur og af hressilegum persónueinkennum, tilsvörum og viðmóti. Blaðamaður hitti Martein að máli stundarkorn og náði því sem kalla verður smá- slitrum úr samtali enda Marteini flest ljúfara en láta hafa eitthvað eftir sér á prenti þar sem hann telur fæst af sér og sínu eftirtekt- arvert fyrir aðra. Hvaðan ertu upprunninn Marteinn? Ég er fæddur að Húsatóftum á Skeiðum, 26. október 1914. Móðir mín Marta Gestsdóttir lést er ég fæddist. Faðir minn var Davíð Jónsson, kunnur handverksmaður á sinni tið, handlaginn í betra lagi og skar út. Það má samt segja að handlagnasti maðurinn í ættinni hafi samt verið Guðmundur kall- aður Bisko, frændi minn. Hann var að vísu bifvélavirki en mjög góður smiður. Er móðir mín dó var mér komið fyrir hjá ágætiskonu í grennd við Húsatóftir. Þessi kona lést er ég var um fjögurra ára en áfram dvaldi ég á bænum til átta ára aldurs. Faðir minn kvæntist þá öðru sinni og upp úr því flutti ég til hans, en hann bjó þá í Reykja- vík. Sem unglingur byrja ég síðan að vinna með föður mínum í járnalögnum og steypuvinnu. Það má líklega segja að ég sé búinn að vera viðloðandi steypuna í hálfan sjötta áratug. Hvernig byrjaðirðu í steinahleðsl- unni? Ég held að ég hafi alltaf haft nokkurn áhuga á steinum frá því að ég var barn. Það var stein- smíðaverkstæði við hliðina á hús- inu sem ég dvaldi í sem drengur og þar var maður ævinlega að snigl- ast og róta í grjótinu. Og ein- hvernveginn hefur þessi bernsku- áhugi aldrei horfið og steinarnir orðið bæði þáttur í atvinnu og leik minn alla tíð. Ég var svo með þeim fyrstu hér- lendis sem byrjuðu að vinna úr grjóti til skreytinga. Hvað varðar arinhleðsluna þá er Logi Eldon minn lærifaðir. í grjóthleðslunni sjálfri byrjaði ég með Páli Ein- arssyni. Eftir að hafa tekið sveins- stykki í múrun fór ég út í flísa- lagnir og marmaralagnir. Ég var fyrstur til að fá til landsins vél við múrvinnu og vann nokkuð lengi í greininni. Einnig kynnti ég mér í Danmörku Terrazo-gólflagnir og plastslitlag í Þýskalandi og kom með þá kunnáttu til landsins. Tröllkonan er mikil og ófrýnileg, en óneitanlega skemmtileg. Þau eru orðin vel þekkt steinborð- in þín, Marteinn. Hugmyndina að þeim fékk ég þegar ég var að vinna á Egilsstöð- um og það er síðan með Valtý í Mosaik að ég geri fyrsta borðið. Ég saga steininn með demants- blaði sem gerir það að verkum að hægt er að skera svo þunnt að sést í gegnum steininn. Ný og ný bindi- efni eru sífellt að koma og það gerir þetta auðveldara viðfangs. Maður er alltaf að fikra sig áfram við þetta. Sum borðin hafa heppn- ast dável, en önnur miður. Borðin mín, sem eru eins og áður sagði úr grjóti, eru aðallega úr fjörustein- um, granofir, gabbro frá Hvalnesi,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.