Morgunblaðið - 04.12.1984, Page 52

Morgunblaðið - 04.12.1984, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 fclk í fréttum SNÆÞÓR OG HLYNUR Unnu ferð til Færeyja Síðastliðiö vor efndu Æskan og Flugleiðir til verðlaunasamkeppni þar sem fyrstu verðlaun voru ferð til Færeyja og dvöl þar. Það kom í hlut Snæþórs Vernharðssonar frá Möðrudal á Fjöllum og Hlyns Þórs Svein- björnssonar frá Reykjavík að fara. Þeir ferðuðust víða um Færeyjar, en farið var í ágúst og komu þeir félagar m.a. fram í barnatíma í útvarpi Færeyja. REIÐHJÓLA- TORFÆRUKEPPNI 350 börn tóku þátt í keppninni Hollt fyrir ungabörn að synda Flestum ungabörnum finnst gaman í baði, það kumrar í þeim af gleði er í vatnið kemur, og reynist oft erfitt að fá þau ógrátandi uppúr baðinu aftur. í Ástralíu eru sundnámskeið hald- in fyrir börn undir eins árs aldri. Þýskur prófessor að nafni Lise- lott Diem segir að því fyrr sem börnin læri að synda því hraust- ari verði þau. Alveg eins og barn lærir aö borða, tala og ganga á það að fá að læra að synda. Það eru ósjálfráð viðbrögð hjá barn- inu að loka munninum um leið og andlitið fer undir vatn og eft- ir fyrstu klukkustundirnar í vatninu lærir barnið að láta sig fljóta. Síðan kemur þetta smátt og smátt og barnið á að geta orð- ið synt um sex mánaða aldur. Barnalæknar í Sidney segja við foreldra astmabarna að gott sé að láta börnin í vatn, það hjálpi upp á öndun og hjálpi börnunum aö komast yfir astmann. Dionne sem er fimm mánaða getnr enn ekki gengið, en hvern dag fer hún í sund með móður sinni. I>að skemmtiiegasta sem Davíð veit er að synda. w Iupphafi vetrarstarfsins hjá KFUM og K í Reykjavík var efnt til reiðhjóla-torfærukeppni. Keppnin fór fram á torfærubraut- um við Holtaveg og Árbæ. Kepp- endur voru um 350, þ.ám. úr Garðabæ og Hafnarfirði. Við birt- um hér nokkrar myndir frá keppninni, en sigurvegarar urðu í yngri flokki 8—9 ára Orri Péturs- son númer eitt, Grímur Axelsson númer tvö og Valdimar Guð- björnsson númer þrjú. í eldri flokki frá 10—12 ára sigraði Val- geir Sigurðsson, númer tvö varð Hjalti Egilsson og númer þrjú Sigurður Kristjánsson. Sigurvegarar í eldri ilokki: Frá vinstri Valgeir Sigurðsson, Hjalti Egilsson og Sigurður Kristjánsson. Sigurvegarar íyngri flokki: Frá vinstri Orri Pétursson, fírímur Axelsson og Valdiihar fíuðbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.