Morgunblaðið - 07.12.1984, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.12.1984, Qupperneq 2
2 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Kaupmannahöfn: 14 íslensk málverk á uppboði í næstu viku Innanlandsflug Flugleiða: Nýtt afsláttartilboð er í undirbúningi Farþegar aldrei verið fleiri í nóvember FARUEGAK Flugleióa innanlands í nóvembermánuði sl. voru 15.835 og hafa aldrei verið jafnmargir í þeim mánuði. I>eir hafa aðeins tvívegis náð tölunni 15 þús. áður, þ.e. árin 1977 og 1978. Forráðamenn Flug- leiða eru með í vinnslu tillögur um Menntamála- ráðherrar Norðurlanda ræða mál- efni UNESCO að veita 40% afslátt þeim farþegum á innanlandsleiðum, sem kaupa far- miða með sjö daga fyrirvara og yrði þá ákveðinn sætafjölda tiltekna vikudaga tekinn frá til þessa. Að sögn Einars Helgasonar for- stöðumanns flutningadeildar Flugleiða hefur tillaga þessi ekki hlotið afgreiðslu, en ef hún kemst til framkvæmda, verða tekin frá viss sæti ákveðna daga og á til- greindum leiðum. Hann sagði að þetta kæmi þá til með að gilda á öllum leiðum, nema til Akureyrar, en þar gilda nú þegar svokölluð „hoppfargjöld" svipuð eðlis. Dagana 11. til 14. desember verður haldið málverkauppboð hjá Arne Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Á uppboðinu verður fjöldi mynda eftir þekkta málara þessarar aldar eins og Asgeir Jorn, Edvard Munch og grafík- myndir eftir Pablo Picasso og Henri Matisse. þá verða boðnar upp 14 myndir eftir eftir 6 íslenska myndlist- armenn; Jóhannes Kjarval, Jón Stef- ánsson, Ásgrím Jónsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Gunnlaug Blöndal og Erró. Eftir Jóhannes Kjarval verða boðnar upp fimm myndir og þar af eru þrjú olíumálverk af íslensku landsiagi. Ein er dæmigerð fyrir hraunmyndir hans, máluð í Svína- hrauni og er af stærðinni 114x140 . Önnur mynd er af islensku fjalla- landslagi og var hún gefin Sveini Björnssyni, forseta, á sextugsaf- mæli hans árið 1941 og mun hún hafa verið á Bessastöðum um skeið, þriðja myndin er einnig af íslensku fjallalandslagi, 106x170 að stærð, hún er máluð 1946. Áætlað verð á þessum myndum er frá 60—100 þúsundum danskra króna sem er um 216—360 þúsund íslenskar Málvöndunarnefnd menntamálaráðherra: Mynd eftir Erró frá árinu 1978, stærð 90x100. Nefndarmenn á móti sam- ræmdum ríkisíramburði MÁLVÖNDUNARNEFND menntamálaráðherra hefur skilað tillögum sínum um málvöndun og kennslu í framburði íslenskrar tungu í ríkisfjölmiðlum. Nefndarmenn leggjast m.a. gegn því að stefnt verði að einhvers konar samræmdum ríkisframburði, en telja að stuðla beri að varðveislu ýmissa sérkenna málsins og hlynna að fjölbreytni þess eftir landshlutum. „AÐALÁHERSLA íslenskra stjórn- valda í málum UNESCO hefur verið að fækka verkefnum stofnunarinnar og draga úr kostnaði í yfirbygging- unni. Islendingar hafa haft samflot með öðnim Norðurlandaþjóðum í því efni og áhersla okkar er því ekki á að Bandaríkin fresti úrsögn sinni,“ sagði Ragnhildur Helgadó'tir, menntamálaráðherra. þegar hún var innt eftir því hvort lsland væri eitt þeirra 10 Vestur-Evrópuríkja, sem hafa farið þess á leit við Bandaríkin, að þau fresti úrsögn sinni úr UNESCO Ragnhildur sagði, að á fundi menntamálaráðherra Norðurland- anna, sem hefst á mánudag, verði tekin afstaða til mála UNESCO. „Eftir þann fund hef ég e.t.v. nán- ari fréttir, en sem stendur hef ég ekki nánari vitneskju um þessa beiðni Vestur-Evrópulanda en það, sem stendur í þessari frétt Norðurlanda. Hvað varðar afstöðu íslendinga til þessarar beiðni ríkj- anna hef ég ekkert að segja í bili,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir að lokum. Hér fer á eftir fréttatilkynning menntamálaráðuneytisins; „Síðastliðið sumar skipaði menntamálaráðherra nefnd til að gera tillögur um málvöndun og kennslu í framburði íslenskrar tungu í ríkisfjölmiðlum í samræmi við ályktun Alþingis 22. maí sl. I nefndinni sátu Arni Böðvarsson málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, Guðmundur Ingi Kristjánsson dagskrárfulltrúi og Guðmundur B. Kristmundsson námstjóri í ís- lensku. Nefndin hefur nú skilað tillögum til ráðuneytisins og stefna þær að því; 1. að efla þau viðhorf almennings að telja vandað íslenskt mál óhjá- kvæmilegan þátt í kurteislegri umgengni og sjálfsagðan hluta umhverfisins, 2. að beita í ríkisfjölmiðlum aukinni og markvissri fræðslu til mál- ræktar, 3. að allt sem frá ríkisfjölmiðlum kemur skuli vera til fyrirmyndar um viðeigandi málfar. Nefndin telur að þetta verði enn brýnna eftir að upp rísa útvarps- stöðvar á vegum fleiri aðila en Ríkisútvarpsins. Með þetta í huga leggur hún meðal annars til að tekin verði upp skipulag málfarsfræðsla fyrir starfsmenn, tvö námskeið ár- lega auk einstaklingsfræðslu, þar sem fjallað sé um framburð, orða- far, orðskipan og annað sem að gagni geti komið. Einnig leggur nefndin til að sérfróður maður um málfar sé fréttamönnum til halds og trausts á fréttastofum Ríkisút- varpsins að minnsta kosti klukku- stund fyrir útsendingu aðalfrétta. Þá eru tillögur um margvíslegt efni til fræðslu um íslenskt mál í hljóðvarpi og sjónvarpi. Má þar meðal annars nefna þætti um hljóð- mótun, framburð samfellds máls, framsögn, orðaval, máltöku og mál- uppeldi, sögu íslenskrar tungu og fleira. Það er álit nefndarinnar að af sjálfu leiði að mjög mikil samræm- ing málfars hljóti að koma i kjölfar svo öflugra fjölmiðla sem útvarps og sjónvarps. Nefndin telur að það skipti verulegu máli hvernig sú samræming verði og að unnt sé að hafa nokkra stjórn á henni með því að beita þessum fjölmiðlum í því skyni, Nefndarmenn leggjast gegn því að stefnt verði að einhvers konar sam- ræmdum ríkisframburði en telja að stuðla beri að varðveislu ýmissa sérkenna málsins og hlynna að fjöl- breytni þess eftir landshlutum. Fjölbreytni vandaðs máls eigi að fá að njóta sín. í ályktun Alþingis 22. maí sl. var ennfremur gert ráð fyrir að ríkis- stjórnin hlutaðist til um að f grunnskólanámi yrði aukin rækt lögð við málvöndun og kennslu í framburði íslenskrar tungu. í menntamálaráðuneytinu er nú unn- ið að undirbúningi þessa máls.“ Ekki tímabært að tjá sig um afkomu BÚR „ÞAÐ er ekki tímabært ad tjá sig um afkomu BÚR. Það verður fyrst hægt að loknu uppgjöri þessa árs. Þegar það liggur fyrir, en ekki fyrr, er ég tilbúinn til að tjá mig um þetta mál,“ sagði Brynjólfur Bjarnason, framkvæmda- stjóri BÚR, í samtali við Morgunblað- ið. Brynjólfur sagði ennfremur, að þó nú lægju fyrir afkomutölur fyrir fyrstu fjóra og átta mánuði ársins, væri samanburður óraunhæfur því sambærilegar tölur síðasta árs lægju ekki fyrir. Hins vegar gæti hann staðfest það, að afkomutölur þær, sem Morgunblaðið hefði birt á fimmtudag, væru réttar, þó þær væru ekki frá BÚR komnar. Þess bæri þó að geta, að þær tækju að- eins yfir fyrstu átta mánuði ársins, en þeir fjórir síðustu væru jafnan erfiðastir í rekstri. Verulegt misræmi kjara verð- tryggðra og óverðtryggðra lána Vextir af almennum sparisjóðsbókum orðnir verulega neikvæðir Jóhannes Nordal seðlabankastjón: „ÁSTÆÐAN fyrir þessu er fyrst og fremst sú, að almenna spariféð hefur þegar dregist aftur úr í ávöxtun miðað við annað sparifé, sem bankarnir hafa verulega hækkað vexti á að undanfdrnu. í öðru lagi hefur vaxandi verðbólga síðasta mánuðinn gert það að verkum, að vextir af almennum sparisjóðsbókum eru orðnir verulega neikvsðir, en verðbólgan er áreið- anlega komin vel yfir 30%,“ sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, er hann var spurður um helstu röksemdir Seðlabankans fyrir því að hækka vexti. Jóhannes sagði ennfremur: „Afurðalánavextir voru ekki hækkaðir í ágústmánuði síðast- liðnum og hafa þar af leiöandi dregist mjög aftur úr og eru núna með allt öðrum vaxtakjörum en önnur útlán. Það hefur lengi ver- ið markmið bæði okkar og stjórn- valda að koma í veg fyrir óeðli- legan vaxtamismun, sem skapar mismunun milli atvinnuvega. Við lögðum því til að þessir vextir yrðu hækkaðir um 7%.“ Þá sagði Seðlabankastjóri, að auk þess að gera tillögur um vaxtahækkanir gerði Seðlabank- inn tillögur um lækkanir vaxta, þ.e. vaxta á verðtryggðum lánum, og næmi lækkunin allt frá 2% í 4% eftir lengd lánstíma. Hann sagði síðan: „Þannig að þarna er ekki eingöngu um að ræða hækk- anir heldur líka lækkanir vaxta til samræmingar á lánakjörum. en mikið misræmi skapast milli kjara á verðtryggðum og óverð- tryggðum lánum, þegar verðbólg- an vex eins mikið og nú er raunin á.“ Seðlbankastjóri sagði ennfrem- ur að Seðlabankinn teldi eðlilegt að bíða með frekari ákvarðanir þar til málin hefðu verið rædd á ný við ríkisstjórnina, sem yrði væntanlega eftir um vikutíma. Hann tiltók, að vaxtabreytingar væru venjulega miðaðar við ákveðna daga af tæknilegum ástæðum, þ.e. 1., 11. eða 21. dag viðkomandi mánaðar. Jóhannes var að lokum spurð- ur, hvaða áhrif hann teldi vaxta- breytingarnar geta haft á efna- hagslífið. Hann svaraði: „Ég tel mjög mikilvægt, að menn átti sig á því að raunvextir fara nú mjög lækkandi og jafnvel þessar leið- réttingar sem við leggjum til, nægja á engan hátt til að jafna það á næstu þremur mánuðum." Hann var þá spurður, hvort vaxtahækkanirnar kæmu sér ekki illa fyrir ungt fólk og hús- byggjendur. Hann svaraði: „Varðandi unga fólkið og hús- byggjendur þá skiptir það ekki minnstu máli, að mikill hluti af lánum til húsbygginga er verð- tryggður og við höfum lagt til lækkun á vöxtum verðtryggðra lána. Ég efa því að húsbyggjend- ur ,verði fyrir skakkaföllum af þessu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.