Morgunblaðið - 07.12.1984, Side 7

Morgunblaðið - 07.12.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 7 Já, bráðum koma jólin og það verða örugglega , jól í góðu lagi". Ef þú vilt komast strax í jólaskapið, aettir þú að bregða þér í baeinn og fá þér eintak af hinni stór- skemmtilegu nýju jólaplötu HLH flokksins og gesta hans. Það kennir margra jóla- grasa á plötunni ,JÓI í góðu Iagi“. Söngtríóið Þoturnar syngja hressa jólasyrpu, hinn eini sanni Skrámur grínast við jólasveininn (jóla hvað, ha?),Ómar Ragnarsson flytur skemmtilegan brag fyrir börnin, Björgvin Halldórsson syngur hátíðlega jóla- vísu, Laddi rokkar við hvurn sinn fingur og Halli tekur létta jólarokksveiflu. Og ekki má gleyma hinu óborganlega pari Enok og Maju. Einnig koma Þuríður Sigurðardóttir, Sigríður Beinteinsdóttir og Erna Gunnarsdóttir við sögu. Semsagt góður hópur klassaflytjenda sem tryggja að þetta verða , jól í góðu lagi". KK SEXTETTINN — GULLÁRIN Gullárin er tveggja platna albúm sem fæst á veröi einnar plötu. Þessi einstæða plötusamloka inniheldur úrval laga frá hinum rómuÖu KK árum og er fyrri platan meö sungnum dægurlögum, en síöari platan inniheldur úrval islenskra og erlendra jazzlaga. Mjög skemmtilegt fylgirit er með hverri plötu og kassettu þar sem Ólafur Gaukur rekur sögu KK sextettsins. Fyrstu 1000 eintökin eru tölusett. Tryggðu þér því einstak strax. SPILVERK ÞJÓÐANNA — NOKKUR LYKILATRIÐI Nokkur lykilatriði er plata sem opnar þér dyrnar aö tónlistarheimi Spilverks Þjóðanna. Hér eru 16 lög frá mismunandi timabilum á ferli Spilverksins, sem sýna vel tónlistarþróunina. Ágrip af sögu Spilverksins fylgir meö. Skemmtileg eign sem heldur gildi sínu um ókomin ár. 13 flytjendur — DÍNAMÍT_____________________ Safnplatan Dínamít þykir ein sú besta sem komið hefur út. Inniheldur hún m.a. smellina Cribbean Queen/Billy Ocean, Freedon/Wham, Precious Little Diamond/Fox The Fox, Smooth Operator/Sade, All Cried Out/Alison Moyet, Madam Butterfly/Malcolm McLaren, She Bop/ Cyndi Lauper og 6 önnur Iög. Dúndrandi safnplata á góðu veröi. 4 PAX VOBIS — PAX VOBIS Pax Vobis er eitthvert best geymda leyndarmál íslandsrokksins í dag. Þessi hljómsveit flytur alvar- lega rokktónlist sem vinnur stöðugt á viö hverja hlustun og veröur sífellt betri og betri. Ef þú vilt pæla í vandaöri tónlist er ekki nein spuming um þaö hvaöa plötu þú ættir aö fá þér. Veldu Pax Vobis. 14 flytjendur — ENDURFUNDIR Þessi hugljúfa plata hefur nú þegar selst í rúmlega 2000 eintökum og virðist ætla að veröa metsölu- platan í ár. Viö óskum fyrstu 2000 eigendunum til hamingju með plötuna og þökkum jafnframt þessar góðu móttökur. Ef þú hefur enn ekki gert upp hug þinn, má benda á að Endurfundir innihalda lögin: Save Your Love/Renee og Renato, Stand By Your Man/Tammy Wynette, Seasons In The Sun/Terry Jacks, Feelings/Andy Williams, Sönn ást/ Björgvin Halldórsson, Sail On/Jóhann Helgason, Guardian Angel/Masquerade auk 7 annarra Iaga. GóÖ plata fyrir alla unnendur rólegrar tónlistar. KIKK — KIKK Hljómsveitin Kikk flytur hressilega rokktónlist á frumsmíö sinni, plötunni sem rokkararnir fylkja sér nú um. Kikk flytur meöal annars lögin Try For Your Best Friend og Pictures sem nú eru að ná verulegum vinsældum. Hvemig væri aö kýla á Kikkið og njóta þess aö hlusta á gott rokk. 14 flytjendur — Á RÁS Strax eftir helgina kemur út spáný safnplata með 14 nýjum smellum, þ.á.m. er topplagið í Bretlandi, I Should Have Known Better með Jim Diamond, nýja jólalgiÖ Last Christmas meö Wham, Do The Conga/ Black Lace, We Belong/Pat Benatar, Get Right Next To You/Shady Owens, Take Off/Mezzoforte, Eat Your Heart Out/Paul Hardcaitle og Mundu mig ég man þig með Sómamönnum, en það lag er úr nýju kvikmyndinni hans Ágústar Guðmundssonar, Gullsandur. MEZZOFORTE — RISING Þá er hún komin nýja Mezzoforte platan og hvílíkur gæðagripur!!!! ÞaÖ þarf tæplega að hvetja hina fjöl- mörgu aðdáendur Mezzoforte til aö skunda af stað og kaupa sér eintak. Það er hinsvegar réttast að minna þá hina sömu aðdáendur á aö þann 16. desember nk. heldur Mezzoforte tónleika í Háskólabíói, og þaö er eins gott aö tryggja sér miöa í tíma, fyrir tónleikana. SADE — DIAMOND LIFE UB 40 — GEFFERY MORGAN TOTO — ISOLATION Verslanir okkar verða opnar til klukkan 19.00 í dag föstudag 7. des. og tíl klukkan 18.00 á morgun laugardag 8. des. PÓSTKRÖFUSÍMI (91)11620 CULTURE CLUB — WAKING UP WITH THE HOUSE ON FIRE iQiKARNABÆR póstkr°J“8ími 11620 ^ HLJÓMPLÖTUDEILD . ^ m sUinorltf Austurstrœti 22, RauAarárstig 16, Glsssibat, Mars Hatnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.