Morgunblaðið - 07.12.1984, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
Hafsteinn Sæmundsson, útgerðarmaður, Ágústa Gísladóttir, Ómar Einarsson, skipstjóri, og Stefán Jóhannsson,
forstjóri Vélsmiðju Seyðisfjarðar.
Ágústa Gísladóttir gefur skipinu nafnið Harpa.
150 lesta skip sjó-
sett á Seyðisfirði
Gefið nafnið Harpa og verður gert út frá Grindavík
því að það geti stundað rækju-
veiðar og í því skyni er lestinni
skipt í frystilest að hluta og
einnig kassalest. í Hörpu GK
III er 565 ha Caterpillar-aðalvel
auk tveggja ljósavéla af sömu
gerð. Þá eru í skipinu öll nýj-
ustu og fullkomnustu siglinga-
og fiskileitartæki. Skipið er út-
búið svonefndu auto-trolli og í
því er aflamælir. Skipstjóri á
hinu nýja skipi verður ómar
Seydwnrfti. 26. nóvember.
Á laugardaginn var hleypt af
stokkunum nýju 150 lesta fiski-
skipi frá Vélsmiðju Seyðisfjarðar,
og hlaut það nafnið Harpa GK III.
Skipið er smíðað fyrir Gullvík hf. í
Grindavík, en það fyrirtæki átti
30 ára gamlan bát fyrir, sem nú
fer í úreldingu. Það var Ágústa
Gísladóttir, eiginkona Hafsteins
Sæmundssonar framkvæmda-
stjóra Gullvíkur, sem gaf skipinu
naln.
Harpa GK III er 26 metra
langt og 7 metra breitt. Skipið
er teiknað og hannað af Stefáni
Jóhannssyni, forstjóra Vél-
smiðju Seyðisfjarðar og hefur
smíði þess tekið 14 mánuði þeg-
ar það verður afhent hinum
nýju eigendum í janúar nk. öll
vinna við skipið er unnin af
seyðfirzkum iðnaðarmönnum.
Rafmagnsverkstæði Leifs Har-
aldssonar sá um raflagnir og
niðursetningu tækja, Trésmiðja
Garðars Eymundssonar og
Skipasmíðastöð Austfjarða sá
um allt tréverk og Vélsmiðjan
Stál annaðist smíði á hluta af
yfirbyggingu skipsins.
Skipið er útbúið á togveiðar
og er sérstaklega gert ráð fyrir
Skipið sjósett á Seyðisfirði.
Einarsson.
Harpa GK er nýsmíði nr. 18
frá Vélsmiðju Seyðisfjarðar, en
nýsmíði skipa hófst hjá fyrir-
tækinu árið 1967. Hjá vélsmiðj-
unni vinna nú um 35 manns og
að sögn Stefáns Jóhannssonar
forstjóra er ekkert framundan
hjá þeim er þessu verki lýkur.
Stefán sagði að það væri stað-
reynd að þessa bátastærð vant-
aði í flotann í endurnýjun-
arskyni, þar sem meðalaldur
þeirra er um og yfir 20 ár og
ástæðulaust væri að stöðva
núna, þar sem fyrirsjáanlegt
væri að eftir eitt til tvö ár
þyrfti að endurnýja flotann.
Hafsteinn Sæmundsson út-
gerðarmaður sagðist aðspurður
um það hvort einhver grund-
völlur væri fyrir útgerð á nýju
skipi í dag, að hann hefði verið
þokkalega bjartsýnn á hlutina
og þá sérstaklega út af því
hversu stöðugt gengið hefði ver-
ið meðan á smíðinni stóð, en
eftir síðustu aðgerðir í gengis-
málum væri sú bjartsýni fyrir
bí, auk stórhækkaðs olíuverðs.
En það má ætla að fiskverð
hækki eitthvað upp í þetta.
„Gullvík rekur einnig fisk-
verkun og ætlum við okkur að
vinna aflann úr skipinu sjálfir
en auk þess er möguleiki að fara
á úthafsrækju og frysta aflann
um borð, og er gott að geta grip-
ið til þess ef kvóti skipsins klár-
ast.“
Hafsteinn kvað samskiptin
við Vélsmiðju Seyðisfjarðar
hafa verið mjög góð og ánægju-
leg. Öll vinna og frágangur til
mikils sóma fyrir fyrirtækið
sagði Hafsteinn að lokum.
Olafur Már.
4 mismunandi litir: raftækjadeild
GULT - RAUTT -
LEIRBRÚNT
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæöisflokksins
í Reykjavík
Borgartulllrúar Sjálfstæöistlokkslns verða tll viötals I Valhöll, Háalelt-
isbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar teklö á móti hvers
kyns fyrirspurnum og ábendlngum og er öllum borgarbúum boölö aö
Laugardaginn 8. desember veröa tll vlötals Hllmar Guölaugsson,
formaöur bygginganefnda og I stjórn verkamannabústaöa og
Margrét S. Einarsdóttlr í stjorn félagsmálaráös og dagvlstunarstofn-
b ana, varaformaöur hellbrygöisráös og I stjórn sjúkrastofnana.
i
J