Morgunblaðið - 07.12.1984, Side 12

Morgunblaðið - 07.12.1984, Side 12
12 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Símon Pétur Bókmenntir Jenna Jensdóttir Martin Næs. Símon Pétur. Þóroddur Jónasson sneri úr færeysku. Kápu og mvndir teiknaöi Þóra Sigurðar- dóttir. Bókaútgáfan Skjaldborg. Ak- ureyri 1984. Martin Næs er færeyskur rit- höfundur búsettur á Akureyri og þar gerist þessi saga hans. Símon Pétur er fjögurra ára snáði sem á heima í Fjörunni á Akureyri með foreldrum sínum. Hann heitir í höfuðið á öfum sín- um og annar þeirra, Pétur, býr í nágrenni við drenginn. Þeir eiga margar góðar stundir áaman. Amma hefur yfirgefið afa. Að vonum spyr drengurinn eftir henni þar sem hann man hana vel. Allt umtal afa um ömmu er í hálfkæringi. Afi sagði að amma væri þreytt á honum og þreytt á Akureyri. „Hún sagði að við hér á Akureyri töluðum of mikið og ætt- um að vinna meira.“ Amma væri í Reykjavík að kaupa í Glæsibæ og fara í Há- skólabíó. Eðlilega fer drenginn að lengja eftir ömmu. Skynsemi hans segir honum að slík erindi endi með heimkomu. Af hverju fær barnið ekki skilningsbetri svör sem í engu gætu sett blett á minn- ingu þess um ömmu? Mamma fer til Húsavíkur á námskeið í heimilishjálp. Á með- an sjá þeir pabbi og Símon Pétur um húshaldið. Og ferst þeim það vel úr hendi. Þótt sagan gefi nokkuð góða lýs- ingu á daglegu lífi drengsins og þeim er hann umgengst er hún á köflum sundurlaus og stundum óraunhæf. Þroskaferli drengsins er glopp- ótt. Stundum sér lesandi hann óþroskað barn miðað við aldur. Samtal hans við afa um dagheim- ilið og samskipti hans við spegil- inn bera ekki vott um mikinn and- legan þroska. Aftur á móti þegar hann talar við föður sinn um símavenjur mömmu og baráttu hans fyrir að vera lengur úti ber hvort tveggja andlega þroskuðu barni vitni. Hitt er svo annað mál að frá- sögnin er einlæg og hlý í eðli sínu, ef undan er skilið kaldranalegt viðhorf til ömmu. Ég á von á því að yngstu lesend- unum þyki gaman að lesa söguna um Símon Pétur, eða láta lesa hana fyrir sig. Efiaust þekkja þau sig sjálf víða í frásögninni af dag- legum viðburðum í lífi drengsins. Þýðing sýnist mér ágæt. Myndir Þóru Sigurðardóttur auka alltaf gildi bóka er hún teiknar í. Kímni Kishons... Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Kphraim Kishon: Hvundagsspaug Ingibjörg Bergþórsdóttir íslenskaði Útg. Hörpuútgáfan 1984 Ephraim Kishon er þekktur spéfugl í heimalandi sínu, ísrael, og hefur skrifað aragrúa bóka sem hafa verið gefnar út á fjöldamörg- um tungumálum. Nokkrar smá- sögur hans hafa verið þýddar á ísiensku, en tími til kominn að þær kæmu út á bók og er því framtak Hörpuútgáfunnar hið þarfasta. Þessar smásögur — eða þættir — voru hygg ég flestar fluttar í útvarpi af mikilli snilld af Róbert Arnfinnssyni leikara fyrir fáein- um árum og vöktu óskipta athygli. Kishon hefur einstakt lag á því að sjá hina smæstu hluti eða at- burði í kostulegu ljósi og honum er ekki síður lagið að gera grín að sjálfum sér. í ýmsum öðrum bóka hans beinir hann spjótum sínum — góðlátlegum en á stundum beinskeyttum — að löndum sín- um, enda er hann umdeildur í því landi og raunar segir hann sjálfur að það sé ekki aðeins af því hvern- ig hann skrifi, heldur vegna þess hann dragi ekki dul á að hann hafi efnst á skrifum sínum. í viðtali við Morgunblaðið sagði Kishon ein- hverju sinni, að það væri allt í lagi ef maður væri gyðingur í Banda- ríkjunum, þá gæti maður notað peningana til að styrkja gyðinga i Israel. En i ísrael mætti ekki vera til ríkur gyðingur. Hvað sem þess- ari kenningu líður er víst að Kish- on er ekki spámaður í eigin föður- landi. Hins vegar er hann lesinn víða um heim og segist aldrei hafa náð eins dýrðlegri hefnd yfir lið- inni tíð og þegar hann varð mest lesni erlendi höfundurinn í Þýska- landi. Fjölskylduþættir Kishons, sem hér eru gefnir út á bók, eru alls tuttugu og fjórir. Hver öðrum listilegar uppdregnir og bráð- fyndnir. Þýðing Ingibjargar Berg- þórsdóttur virðist slík, að ekkert fer forgörðum af Kishon-kímn- ÞAO P4CR1ST NÆR Það wm tngjnn skilur það sem enginn þekktr lacrtst ntrr einsog humið þegar k vðidar. Ég scm ekfccrt á er einn á ftrð: á ekk> vegmn nt iljanur sem snerta hann Nóutn hættir *ð koma dagurinn bæuir að risa þoð sent engtnn þtkkir . tænst natr. ÞRÆÐIR ÚR UÓÐUM Myndlist Valtýr Pétursson Svo nefnir Snorri Sveinn Frið- riksson sýningu þá, sem hann hefur efnt til í Norræna húsinu í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. Hér er um að ræða teikningar og vatnslitamyndir, 50 að tölu, og eru þær flestar gerðar við ljóð eftir Sigvalda Hjálmarsson, sem út eru komin í bók hans „Víðátt- ur“. Nokkrar af myndum Snorra Sveins eru í þessari litlu snotru bók og verður ekki annað sagt en að Ijóð og línur sómi sér afar vel hlið við hlið, enda nokkuð áber- andi, hve teikningar Snorra Sveins falla vel að ljóðunum. Þetta sér maður einnig á sýning- unni sjálfri, þar sem nokkur ljóðanna eru á veggjum við hlið myndanna, og er það ágætlega til fundið. Snorri Sveinn er löngu lands- þekktur fyrir sviðsmyndir sínar í sjónvarpinu á undanförnum ár- um, en þar er hann yfirmaður leikmyndadeildar og hefur starf- að þar lengi. Hann hefur einnig haldið nokkrar sýningar á myndverkum sínum og seinast sýndi hann í Norræna húsinu ásamt Hjörleifi Sigurðssyni fyrir tveim árum. Þær sýningar, sem Snorri Sveinn hefur haldið, hafa allar vakið nokkra athygli, og er mér sérstaklega minnis- stætt framlag hans á fyrrnefnd- ri sýningu með Hjörleifi. Þá varð maður einhvern veginn sannfærður um ágæti Snorra Sveins, einkum sem teiknara, og því er það ánægjulegt að geta fullyrt nú, að hann hefur enn- fremur haslað sér völl með nú- verandi sýningu sem frábær vatnslitamálari. Á því sviði hef- ur Snorri Sveinn mikla og frjálsa tækni, sem að mínum dómi er nokkuð einstök hér á landi. Honum tekst að láta litinn skila sér hreinum og hvellum í abstraktri hrynjandi, sem bók- staflega dansar á myndfletinum þegar best lætur. Ég verð að játa, að þessi verk í vatnslitum hjá Snorra Sveini komu mér nokkuð á óvart og ég hefði mikla ánægju af þessum fersku og beinskeyttu verkum. Teikningar á þessari sýningu eru nokkuð í ætt við það, sem listamaðurinn hefur áður sýnt, og margar þeirra magnaðar bæði í mynd- byggingu og útfærslu. Þetta eru í fáum orðum afar frambærileg verk og gætu sómt sér hvar sem er að mínum dómi. Það er ánægjulegt að geta fært þessum fimmtuga málara svo góðar þakkir á tímamótun- um. Ég vil hér með nota tæki- færið og óska honum til ham- ingju með þá fimm tugi, sem af- mældir eru, og um leið vil ég gauka því að honum, að fimmtíu ár er enginn aldur fyrir góðan málara; sumir af gömlum meist- urunum náðu því að vera í fullu fjöri fram á tíræðisaldur og Pic- asso var málandi um nírætt. Ekki meir um það að sinni, en að lokum, hér er ekki gert upp á milli verka á þessari sýningu, hún er það jöfn að gæðum, að óþarft er að tíunda hvert blað. Þetta er frábær sýning og ég óska listamanninum til ham- ingju með árangurinn. Hjarta mannsins er myrkri hulið Ephraim Kishon Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Fjodor Dostojevskí: GLÆPUR OG REFSING. Skáldsaga í sex hlutum með eftirmála. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Mál og menning 1984. Glæpur og refsing var fyrst gef- in út í Pétursborg 1866 og sögusvið skáldsögunnar er einmitt þar í upphafi sjöunda áratugar nítj- ándu aldar. Fáar skáldsögur hafa orðið jafn víðkunnar og Glæpur og refsing. Hér er líka á ferðinni eitt af snilldarverkum heimsbókmennt- anna. Það ætti öllum að vera ljóst sem lesa skáldsöguna í vandaðri þýðingu Ingibjargar Haraldsdótt- ur sem verður að teljast meðal merkari viðburða á þessu bóka- hausti. Þess skal getið að sagan hefur áður komið út í þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar og leik- gerð hennar eftir Árna Berginann verið flutt i útvarpi. Glæpur og refsing segir frá stúdentinum Raskolnikof sem drepur gamla ekkju og systur hennar með öxi og rænir þær. Ekkjan er veðlánari, okurkerling öðru nafni, systirin er höggvin vegna þess að hún birtist óvænt á vettvangi. Lýst er nákvæmlega undirbúningi morðsins á ekkjunni, morðinu sjálfu og hugarástandi stúdentsins. Ekki síst er því lýst hvernig samviska hans verður til þess að hann kemur smám saman upp um sig. Hann líður ægilegustu kvalir, er ýmist hálfsturlaður eða viti sínu fjær söguna í gegn. Skáldsagan er ekki sakamála- saga í venjulegum skilningi heldur sálfræðileg. Það er fjallað um þá tíma „þegar hjarta mannsins er myrkri hulið“ eins og lögreglufor- inginn segir við Raskolnikof: „Hér er um að ræða drauma sem fengnir eru úr bókum, hjarta sem kenningarnar hafa ruglað; hér sjáum við mann sem er ákveð- inn að stíga fyrsta skrefið, en ákvörðun hans er af sérstökum toga, hann tók ákvörðun, en þó var einsog hann kæmi af fjöllum.eða fljúgandi ofan úr klukkuturni, og engu líkara en að það væru ekki hans eigin fætur sem báru hann þegar hann gekk til verks." Það er ekki síst ritgerð eftir Raskolnikof um rétt ofurmennis- ins til að drepa sem kemur lög- Ingibjörg Haraldsdóttir regluforingjanum á sporið. Þess vegna talar hann um drauma úr bókum. Allt frá því að Raskolnikof reik- ar inn á krána og kynnist drykkju- manninum Marmeladof og fjöl- skyldu hans er lesandinn sífellt minntur á mannlega eymd í Pét- ursborg. Myndir þessarar eymdar eru ógnvekjandi og vega upp á móti sálarlegum kvölum Raskolni- kofs. Dostojevskí leggur mikla áherslu á illskuna, en líka göfgi sem menn sýna þrátt fyrir allt. Gagnrýni á mannlega hegðun veg- ur þó þyngst. Einkum eru það efn- aðir menn í konuleit sem afhjúp- aðir eru. Fjodor Dostóéfskí Hinn trúarlegi styrkur birtist í vændiskonunni Sonju sem fær Raskolnikof til að játa að lokum. Það er í anda Dostojevskís að und- irokaður fulltrúi hinna neðstu þrepa mannlífsins tali máli sann- leikans og kærleikans. Glæpur og refsing er löng skáld- saga, 469 þéttprentaðar síður í ís- lensku útgáfunni. Enginn skyldi þó veigra sér við að lesa þessa sögu vegna þess hversu viðamikil hún er. Breiður og nákvæmur stíllinn felur í sér hafsjó af mannlegum tilfinningum og upp- ljóstrunum um innra líf söguper- sóna sem eru í senn ákaflega rússneskar og alþjóðlegar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.