Morgunblaðið - 07.12.1984, Side 15

Morgunblaðið - 07.12.1984, Side 15
Trölla- líf Bókmenntir Jenna Jensdóttir Tröllabókin Saga eftir Jan Lööf meö myndum eftir Rolf Lidberg. horsteinn frá Hamri þýddi. Iðunn Reykjavík 1984. Tröllabókin er lítið ævintýri sem Iðunn gefur út handa ung- um lesendum. Höfundi veit ég engin deili á. Hér segir frá tröllafjölskyldu og daglegu lífi hennar. Það er ekki ólíkt lífi mannanna eins og það var áður í kyrrð og ró nátt- úrunnar, þegar allir ættliðir deildu lífsbaráttunni saman. Höfðu tíma til að gleðjast sam- an yfir litlu blómi er vaknaði til vorsins og stjörnubjörtum himni í fegurð vetrarins. Þegar lítill fugl leitaði að æti i lófa tröllapabba. Á sumrin tíndi tröllafjöl- skyldan ber og sveppi, ræktaði kartöflur og næpur. Veiddi fisk í Miklavatni, saltaði hann, herti og reykti. Allt til vetrarins. Dýrin í skóginum lifðu í friði fyrir henni. Þau komu aðeins við sögu þegar tröllabörnin frædd- ust um lifnaðarhætti þeirra hjá fullorðnu tröllunum. Dýrð sumarsins var sameign tröllanna. Þegar harður vetur kom með snjóa og ís á Mikla- vatni voru vetrarfötin hlýju not- uð. Þau voru unnin úr snjóhvítri fífu, sem týnd var um sumarið. Þau komu sér vel þegar setið var á ísnum á vatninu og dorgað gegnum götin sem höggvin voru á hann. Eða í skóginum þegar stóru trén voru felld. Tröllin áttu líka skíði og skauta sem voru óspart notuð. Eitt kvöld í desember eldaði amma hrisgrjónagraut. Sá siður hafði borist frá mannfólkinu. Einhverju tröllabarninu datt í hug að gaman væri að fá pakka líka. Og af því að tröllafjöl- skyldu þykir bæði gaman að gefa og fá gjafir ætlaði amma að hugsa málið. Þetta er sérlega skemmtilegt ævintýri á lipru og góðu máli, enda er Þorsteinn frá Hamri þýðandinn. Ekki trúi ég öðru en ungir lesendur staldri lengi við myndirnar, svo skemmtilegar og lifandi eru þær. En — hafa tröllin hala í vitund okkar? GAMMAR 3GCSMR G(to PIJOAGULLIBLTRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.