Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Bráðabirgðauppgjör sauðfjárslátrunarinnar: Aukinn meðalfall- þungi eykur kjötfram- leiðsluna um 529 tonn í HAUST var slátrað um 725.733 dilkum í sláturhúsum landsins og 69.895 fullorðnum kindum, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu sem Framleiðsluráð landbúnað- arins hefur tekið saman. Þetta sláturfé gaf af sér um 10.635 tonn af dilkakjöti og 1.578 tonn af kjöti af fullorðnu. Slátrað var 8,5% fsrri dilkum en í fyrra og ,A^C' Netö*- ‘ í> <\eí 22% færra af fullorðnu fé. Vegna vænni dilka reyndist kjötmagnið þó aðeins 5,9% minna en í fyrra. Meðalfallþungi dilka reyndist 14,65 kg. sem er um 720 grömmum meira en í fyrra þegar meðalfall- þunginn var 13,93 kg. Þessi mis- munur á vænleika lamba skilar 529 tonnum meira af kjöti en ella hefði orðið, samkvæmt upplýsing- um í fréttabréfi Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins. Mestur með- alfallþungi dilka hjá einstökum sláturleyfishafa var í Bolungar- vík, þar reyndist meðalfallþungi vera 17,25 kg., hjá Kaupfélaginu Fram á Neskaupsstað 16,92 kg. og þriðja í röðinni var Kaupfélag Steingrímsfjarðar með 16,79 kg. Á síðasta verðlagsári, það er frá 31. ágúst 1983 til 1. september sl., seldust 10.356 tonn af kindakjöti og var útflutningur á sama tíma 3.828 tonn. Meðalneysla kinda- kjöts á hvern íbúa hér á landi á verðlagsárinu var 43,53 kg. Kökubasar MS-félagsins Kökubasar MS-félags ísiands (Multiple-Sclerosis) verður hald- in í Blómavali við Sigtún, sunnu- daginn 9. desember næst- komandi. Þann sama dag verður tekið við kökum frá klukkan 11 í Blómavali. MS er sjúkdómur í miðtaugakerfi. Ágóða af þessum kökubasar verður meðal annars varið til vinnslu og dreifingar á tveimur mikilvægum upplýs- ingabæklingum um þennan sjúkdóm. Bókasafn Kennara- háskólans til sýnis BOKASAFN Kennaraháskóla ís- lands er til sýnis almenningi laug- ardaginn 8. desember frá kl. 13.30—17.00. Tilefni þess er að safn- ið flutti á sl. sumri í rúmlega 4000 m2 húsnæði í nýbyggingu skólans við Stakkahlíð. í nýja húsnæðinu eru lessæti fyrir 100 manns, bæði í sér- stakri lesstofu og aðalsal og í vinnu- herbergjum. í safninu eru nú rösklega 30.000 bindi af bókum og u.þ.b. 4.500 tímaritaárgangar. Um 270 tímarit berast reglulega. Megináhersla er lögð á sálarfræði og uppeldis- og kennslumál og er safnið nú orðið öflugasta safn landsins á því sviði. Starfsemi safnsins hefur vaxið ört á skömmum tíma en fé til bóka- kaupa hefur þó dregist mjög sam- an á allra síðustu árum. Útlán hafa fjórfaldast á síðasta áratug. Á síðasta skólaári voru þau 18.294, Morgunblaöid/Bjarni. Hjalti Jón Sveinsson, höfundur bókarinnar „Hrossin frá Kirkjubæ" t.v., Pálmi Jónsson, bróðir þeirra Eggerts og Stefáns, sem stunduðu hrossarækt í Kirkjubæ og Sigurður Haraldsson bóndi í Kirkjubæ. Hrossin frá Kirkjubæ Bók og myndsnælda gefnar út samtímis UT ER KOMIN bókin „Hrossin frá Kirkjubæ" ásamt myndsnældu með sama efni. Er þetta saga hrossaræktarinnar að Kirkjubæ á Rangárvöllum og þeirra sem að henni hafa staðið, ásamt ýtarlegri umfjöllun um hrossin þaðan. Þetta er í fyrsta skipti sem efni er unnið samhliða á bók og á myndsnældu hér á landi. Útgefandi er Sjón og saga hf. Frá árinu 1950 hefur ræktun hrossa farið fram á Kirkjubæ. Þessi merkilegi þáttur í íslenskri hrossarækt hófst upp úr 1940, þegar Eggert Jónsson frá Nauta- búi í Skagafirði, þá útgerðar- maður í Njarðvíkum, keypti rauðblesóttar hryssur víðs vegar að af landinu. Hann keypti einn- ig tvo stóðhesta í sama lit. Þetta gerði Eggert í því skyni að rækta rauðblesótt gæðingakyn, en hann trúði því að ýmsir rauð- blesóttir góðhestar, sem hann hafði kynnst, væru af gömlum stofni sem gaman væri að ná aftur. f bókinni er saga Eggerts rak- in og hvernig ræktunin hófst í Kirkjubæ. Þá er sagt frá því þeg- ar Stefán bróðir hans tók við bú- inu að honum látnum. Síðari helmingur bókarinnar segir frá Sigurði Haraldssyni, núverandi bónda á Kirkjubæ, sem tók við búinu árið 1967. Sagt er frá starfi Sigurðar og segir hann frá hugmyndum sínum um hrossa- rækt og eins um þann góða ár- angur sem náðst hefur í ræktun- inni og hefur verið að koma í Ijós á undanförnum árum. Bókin er að nokkru leyti byggð á viðtölum við fjölda hestafólks, sem kynnst hefur ræktuninni og hrossunum í fortíð og nútíð. Einnig eru í bókinni skrár yfir þær stofnhryssur sem voru á Kirkjubæ þegar ræktunarstarfið hófst, stofnhryssur sem voru þegar Sigurður Haraldsson tók við búinu og stofnhryssur sem þar eru í dag. Sagt er frá þeim stóðhestum sem notaðir hafa verið og einnig er skrá yfir öll ættbókarfærð hross, sem annað hvort eru 50 eða 100% Kirkju- bæingar. Hjalti Jón Sveinsson, ritstjóri Eiðfaxa, er höfundur bókarinn- ar. Auglýsingastofa Gísla B. Björnssonar sá um hönnun og útlit, en bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda. Margar myndir prýða bókina og voru nokkrar teknar gagngert fyrir hana. Jafnhliða bókinni kemur út samnefnd kvikmynd „Hrossin frá Kirkjubæ“ í takmörkuðu upplagi á myndsnældu. Mynd- snældan er gefin út á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Kvikmyndataka hófst fyrir tveimur árum og hefur megin- áhersla verið lögð á að sýna hrossin við mismunandi aðstæð- ur á öllum árstímum. Kapp var lagt á að íslenskt landslag fengi að njóta sin, svo að myndin yrði í senn landkynning og heimild- armynd um íslenska hestinn og ræktun hans. Fjöldi þekktra knapa og hesta kemur fram í myndinni og kappkostað hefur verið að sýna allt það besta og fegursta sem íslenski hesturinn býr yfir. Ef vel tekst til um þessa útgáfu er áhugi á að skoða fleiri hesta- stofna. Framleiðandi myndarinnar er kvikmyndagerðin Sýn hf. Hjalti Jón Sveinsson hafði umsjón með tökum myndarinnar og gerð ásamt Guðmundi Bjartmars- syni, kvikmyndagerðarmanni. Guðmundur sá um klippingu myndarinnar og hljóðsetningu, en auk hans önnuðust þeir Einar Bjarnason, Ernst Kettler, Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Sæberg Jónsson kvikmyndatöku. Sjón og saga hf. er nýtt út- gáfufyrirtæki sem mun standa að fjölþættri útgáfu í myndum og máli. Að baki Sjón og sögu standa 15 manns, fólk sem starf- ar við auglýsingagerð, teiknarar, ljósmyndari, prentari, kvik- myndagerðarmenn, textahönn- uðir, o.fl. Framkvæmdastjóri er Gísli B. Björnsson. Bókasafn Kennaraháskólans. þar af um 20% til lánþega utan skólans. Safnið er opið allan ársins hring. Að vetrarlagi er það opið frá kl. 8.15—18.00 alla virka daga nema laugardaga, þá er það opið frá 10.00—17.00. Á sumrin er opið 5 daga vikunnar, frá 9.00—16.00. Kennarar og áhugafólk um upp- eldismál er sérstaklega velkomið í heimsókn á laugardaginn 8. des- ember frá kl. 13.30—17.00. Á sama tíma verða kennaranemar með kaffisölu í skólanum til ágóða fyrir námsferð sína til kennara- háskólans í Tromsö síðar í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.