Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 28

Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Hungrið í Afríku: Rauði krossinn fer fram á aukna aðstoð Bandaríkjastjórn hefur lagt fram helm- ing beinna fjárframlaga til Eþíópíu (íenf, 6. nóvember. Al*. AI.I'JOÐA RAUÐI krossinn skoraði í dag á aðildarríkin að gefa 66 milljónir dollara á næsta ári til að lina þjáningar fólks á þurrkasvæðunum í Afríku. Hefur stofnunin aldrei fyrr farið fram á jafn mikla aðstoð. Talsmaður Rauða krossins sagði að nú strax þyrfti að veita rúmar 50 milljónor dollara til hjálpar- starfsins í 14 Afríkuríkjum, Taiwan: 33 dánir í námuslysinu Taipei, 6. desember. AP. BJÖRGUNARMENN vinna stanzlaust að björgun 60 námumanna, sem lokazt hafa niðri í námugöngum fullum af hættulegu gasi í grennd við Taipei á Taiwan. I»egar hafa 33 menn beðið bana í þessu námuslvsi og er óttazt, að sú tala eigi mjög eftir að hækka. Möguleikarnir á því að ná nokkr- um af námumönnunum upp lifandi eru taldar litlar, þar sem margir dagar muni líða, þar til björgunar- menn hafa náð að grafa sig niður til þeirra. Mennirnir eru lokaðir inni í um 2.000 metra fjarlægð frá aðal- innganginum að námunni. Eini nám- umaðurinn, sem tekizt hefur að ná upp, er enn svo þungt haldinn, að honum er vart hugað líf. Liggur hann enn meðvitunarlaus af völdum kolsýringseitrunar. Námaslys hafa verið tíð á Taiwan að undanförnu. I júlí sl. biðu 103 námumenn bana, er eldur kom upp í annarri námu í grennd við Taipei. Eþiópíu, Chad, Kenya, Malí, Máritaníu, Mósambik, Niger, Ru- anda, Senegal, Súdan, Tanzaníu, Uganda, Burkina Faso og Græn- höfðaeyjum. Annarra 15 milljóna dollara er svo þörf á Sahel-svæð- inu þar sem ástandið fer hríð- versnandi. „Ég tel að nú eigi Sameinuðu þjóðirnar að láta málið til sín taka og leggja svo hart að öllum þjóð- um, að þær þori ekki annað en leggja eitthvað af mörkum. Um þetta mál þarf að verða meiri samstaða en þjóðunum hefur hingað til tekist að sýna,“ sagði Norðmaðurinn Hans Hoegh, framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins. „Hungrið má ekki verða að 15 daga uppákomu í vestrænum fjölmiðlum því að hér er um að ræða 15 mánaða neyðaraðstoð og síðan 15 ára stuðning við fólkið á hungursvæðunum." Odette Mengin, talsmaður hjálparstofnana SÞ, skýrði frá því í dag, að bein fjárframlög til hjálparstarfsins í Eþiópíu næmu nú 200 milljónum dollara og að þar af hefðu Bandaríkjamenn lagt fram rúmlega helminginn, 103 milljónir. Sagði hún að raunveru- lega væri aðstoðin miklu meiri. Flutningar matvæla og lyfja og annað starf væri ekki talið hér með enda erfitt að meta það til fjár. Muzeyyen Agca, móðir tilræðismanns páfa, Mehmet Ali Agca, vill hitta son sinn í Róm samkvæmt viðtölum við hana í blöðum. Myndin var tekin við húsleit á heimili hennar. Noregur: Styrkir við útgerðina tæpir 6,2 milliarðar OmIó, 6. desember. Frá Jan Erik Laure, frélUritar* Mbl. í MORGUN varð samkomulag milli ríkisins og samtaka sjávarútvegsins um styrki til útgerðarinnar á næsta ári. Eftir 18 stunda samningalotu urðu menn sammála um að styrkur- inn skyldi nema tæpum 6,2 milljörð- Rússland: 99 Úr vöggunni í vökina“ MoNkvu, 6. nóvember. AP. í RÍJSSLANDI hefur sá sidur tíðkast öldum saman aÓ baöa sig upp úr ísköldu vatni að vetrarlagi, gera vök á ísinn á einhverju vatninu og steypa sér ofan í hana. Þessi íþrótt hefur ekki þótt neitt barnagaman fyrr en nú, að bópur foreldra í Leningrad er farinn að taka hvítvoðungana með sér ofan í krapað vatnið. Börnunum hefur heldur ekki orðið meint af, þvert á móti hafa þau sem þjáðust af ofnæmi og sprungum í húð, algerlega læknast af þeim kvillum. í grein í blaðinu „Sovéska Hvíta-Rússland“, sem heitir „Or vöggunni í vökina" segir að árið 1980 hafi verkfræðingur í Len- ingrad brotið ísinn að þessu leyti en þá tók hann þriggja mánaða gamla dóttur sína með sér ofan í vökina. Nú er hann formaður „Kópaklúbbsins", sem er félags- skapur foreldra og barna, sem stunda ísböðin. Ekírnunum er raunar ekki att út í vatnið óund- irbúnum því að fyrst eru þau vanin við kuldann með því að hella yfir þau köldu vatni heima. Barnalæknar sem hafa fylgst sérstaklega með 50 börnum og þeim áhrifum, sem böðin hafa á þau, segja að enn sé of snemmt að kveða upp endanlegan úr- skurð, en þó sé alveg ljóst að köldu böðin hafi mjög góð áhrif á krakkana og geri þau heilsu- hraustari. T.d. hafi ofnæmi og sprungin húð alveg horfið og háræðakerfi húðarinnar miklu heilbrigðara en annars væri. um ísl.króna (1.375 milljónum n.kr.), en það er 1,2 milljarða ísl.kr. (275 milljón n.kr.) hækkun milli ára. Samtök sjávarútvegsins kröfð- ust upphaflega tæplega 9 millj- arða ísl.kr. (tæpra 2000 milljóna n.kr.) í styrki, en lækkuðu sig um tæplega 2,6 milljarða ísl.kr. (575 milljónir n.kr.) í viðræðunum. Hækkaði ríkið fyrsta tilboð sitt um sömu upphæð. I næstu viku hefjast fundir sömu aðila um það, hvernig skipta skuli styrkupphæðinni. Er búist við, að þær samningaumleitanir verði ekki síður harðar en hinar fyrri. Vill ríkið að sem mestu af fénu verði varið til afkastahvetj- andi aðgerða í sjávarútveginum. Sjómenn vilja hins vegar nota þessa fjármuni til fiskverðsupp- bóta, svo að unnt sé að tryggja þeim viðunandi laun. Samningurinn sem tekist hefur er hinn fyrsti sinnar tegundar sem tekst með ríkisstjórn Willochs og samtökum sjávarútvegsins. Tvö undanfarin ár hafa samningarnir farið í strand og Stórþingið orðið að ákveða styrkupphæðina ein- hliða. ERLENT Noregur: Treholt afhjúpaður sovétnjósnari 1980 að sögn fyrrverandi starfsmanns í sænsku leyniþjónustunni Ósló, 6. desember. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl. ARNE Treholt haföi þegar veriö afhjúpaöur sem sovét- njósnari áriÖ 1980. Var þaö suöur-afríska leyniþjónustan sem gerði það í samvinnu viö ísraelsku leyniþjónustuna, Mossad. Frá þessu greinir fyrrverandi starfsmaður sænsku leyniþjón- ustunnar. Hann hitti suður- afrískan njósnara á hóteli í Jó- hannesarborg í september 1980. Sagði Suður-Afríkumaðurinn Svíanum, að Treholt gegndi mikilvægu hlutverki sem njósn- ari í Skandinavíu og ynni fyrir sovésku leyniþjónustuna, KGB. Upplýsingum þessum kom sænski leyniþjónustumaðurinn til yfirvalda í Svíþjóð, en óvíst er um, hvort norsk yfirvöld hafa verið látin vita. Á þéssum tíma höfðu þau aðeins veikan grun um að ekki væri allt með felldu og höfðu nýlega beðið banda- rísku leyniþjónustuna, CIA, um að skyggnast eftir Treholt, sem þá var fulltrúi í norsku sendi- nefndinni hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York. Margir spyrja nú þeirrar spurningar, hvers vegna það hafi tekið þrjú ár að afhjúpa Treholt, ef haldbærar upplýs- ingar lágu fyrir um hann þegar 1980. Létu Svíarnir félögum sín- um í Noregi engar upplýsingar í té? Eða er ástæðan e.t.v. hrein mistök norsku leyniþjónustunn- ar? Treholt-málið mun að öllum líkindum koma fyrir rétt í sið- ustu viku febrúarmánaðar á næsta ári. Óvíst er, hvort rétt- arhöldin verða látin fara fram í venjulegum réttarsal eða hvort þau verða að eiga sér stað þar sem unnt er að koma við víðtæk- um öryggisráðstöfunum. Enn fremur er óljóst, að hve miklu leyti réttarhöldin fara fram Arne Treholt fyrir luktum dyrum, þ.e. án þess að fulltrúar fjölmiðla og al- menningur fái að fylgjast með. Hluti réttarhaldanna mun áreiðanlega verða „lokaður" vegna þeirra leynilegu upplýs- inga sem lagðar verða fram í málinu. Veður víða um heim Akureyri Amiterdam Aþena Barcelona Berlin Brusael Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Loa Angeles Luxemburg Malaga MaHorca Miami Montreal Moskva Now York Osló Parfa Peking Reykjavík Rio de Janeiro Rómaborg Stokkhölmur Sydney Tókíö Vínarborg Þórshöfn 1 léltskýjsö 7 heiöskirt 13 skýfaó 14 mistur 5 skýjaó 10 heiósktrt +2 skýjsö 11 skýjsó 7 þokumóóa 5 skýjað 6 skýjaó 4 skýjaó 21 heióekirt 12 heióskirt 5 skýjaó 20 skýjaó 14 rignfng 10 skýjaó 18 skýjað 2 þoka 17 skýjað 17 lóttakýjaó 26 heióskírt +3 snjókoma +2 snjókoma 4 heiðskírt 6 skýjað 11 skýjaó 5 heiðskirt 1 slydduél 33 skýjað 20 heiðskirt 4 skýjaó 25 akýjað 17 akýjað 4 ekýjað 6 léttskýjað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.