Morgunblaðið - 07.12.1984, Page 30

Morgunblaðið - 07.12.1984, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 ERLENT Þátttaka kvenna í atvinnu- Hittast Rabin og Hussein á laun í London? London, 6. desember. AP. BREZKA blaðið Times leiðir að því getum í dag, að Yitzak Rabin, varnarmálaráðherra ísraels og Hussein Jórdaníukonungur kunni að eiga með sér fund í London, en þar eru þeir báðir staddir þessa dagana. Báðir eru í einkaerindum. Bent er á að Hussein hafi komið rakleitt úr opinberri heimsókn í Egyptalandi, þar sem mjög hafi verið til umræðu nýtt friðar- frumkvæði í Miðausturlöndum. Af hálfu samstarfsmanna Rabins hefur því verið neitað að þeir Jórdaníukonungur muni hittast, en AP bendir á að slíkur fundur myndi ekki verða tiikynntur fyrir- fram af augljósum ástæðum. Perú skiptir um gjaldmiðil FRÁ (X; með næstu áramótum heit- ir gjaldmiðill Perú ekki lengur „sol“ heldur „inti“. Samkvæmt ákvörðun þings landsins kemur eitt inti í stað 1000 soles og samsvarar það u.þ.b. 8,20 ísl. krónum. Anna prinsessa og maður hennar, Mark Phillips, eru nú á ferð um Arabalönd og var myndin tekin þegar þau heilsuðu upp á Zayed, forseta í Sameinuðu arabískum furstadæmunum. Mark Phillips er lengst til vinstri. ap. lífinu mest á Norðurlöndum ANNA I ARABALÖNDUM KONIIR skipa æ stærri sess á vinnu- markaðinum á meðal iðnríkja heims og eiga eftir aö taka að sér æ fleiri störf á næstu árum. Á sama tíma mun þátttaka karlmanna í atvinnu- lífinu minnka. Þetta kemur fram í nýlegum skýrslum frá Alþjóða vinnumálastofnuninni (ILO) og Efnahags- og framfarastofnun Evr- ópu (OECD). Þátttaka kvenna í atvinnulífinu er mest á Norðurlöndum. í Svíþjóð eru 76,6% kvenna í vinnu, í Finn- landi 73,5%, í Danmörku 72,5% en 67% í Noregi. Síðan koma Banda- ríkin, en þar starfa 61,9% kvenna utan heimilis og 60,3% í Kanada. í sumum löndum hins vestræna heims er þessi tala miklu lægri. Á írlandi og í Grikklandi vinna að- eins 36% utan heimilis og 33% á Spáni. í Svíþjóð er talið, að þar verði ar. Sá munur er þó þar á, að flestir nær jafn margar konur og karl- karlmenn eru í fullu starfi en menn vinnandi í lok næsta áratug- 20—50% af konum í hlutastarfi. Ófrjósemisað- gerðir hafa tekið við af pillunni Bretaprins- um gefnir hjólaskautar London, 6. desember. AP. VIÐ ATHÖFN í Apollo-leik- húsinu í London í gærkvöldi voru krónprinshjónunum Karli og Díönu afhentir tvennir ör- litlir hjólaskautar handa son- um sínum, William og Harry. Díana prinsessa tók fram að drengirnir myndu ekki fá að leika sér á hjólaskautunum inni við, en lýsti að öðru leyti ánægju sinni með gjöfina. William er nú hálfs þriðja árs og Harry rúmlega tveggja og hálfs mánaða svo að nokkur bið gæti orðið á því að prins- arnir prófuðu hjólaskautana. við takmörkun barneigna í Bandaríkjunum Wa.shington, 6. des. AP. BANDARÍKJAMENN hafa breytt í verulegum mæli um aðferðir við að takmarka barneignir sínar á síðustu árum. Hafa ófrjósemisaðgerðir tekið við að pillunni í æ ríkari mæli og eru þær nú orðnar aðalaðferð Banda- ríkjamanna til þess aö draga úr barneignum. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu, þar sem byggt er á opinberum tölfræðilegum upplýsing- um. Ef litið er á ófrjósemisaðgerðir kvenna og karla sem eina aðferð, þá eru ófrjósemisaðgerðir algeng- asta aðferðin, segir í skýrslunni. Þeirn var beitt af 9,7 millj. hjóna árið 1982 eða 33% þeirra, sem hagnýttu sér getnaðarvarnir. Notkun á getnaðarvarnarpillum var samt algengasta aðferðin á meðal kvenna. Þannig notuðu 8,4 millj. kvenna pilluna en 6,4 millj. höfðu látið gera á sér ófrjósemis- aðgerð. En þar við bætist, að yfir 3 millj. karlmanna höfðu gengist undir ófrjósemisaðgerð, þannig að í heild er þetta algengasta aðferð- in. í skýrslunni segir ennfremur, að getnaðarvarnarpillur hafi verið notaðar af 23,9 % hjóna árið 1965 og hafi sú tala hækkað upp í 36,1 % 1973, en síðan lækkað aftur niður í 19,8% 1982. Samið um olíuleit á Austur-Grænlandi (■rænlandi, 6. nóvember. Frá Nils J. Bruun, frétUritara Mbl. Ekkert er nú lengur í veginum fyrir því, að olíuleit geti hafist við Austur-Grænland. f dag gekk græn- lenska landsstjórnin frá samningum við bandaríska olíufyrirtækið Atlan- tic Richfield, sem heimilar því að leita olíu á Jamesonlandi við Scores- bysund næstu sex árin gegn greiöslu, sem nemur 9 milljónum Brúðuhús á 340 þúsund London, 6. desember. AP. TVEGGJA metra hátt dúkku- hús sem var tuttugu og fimm ár í smíðum og síðan búið hús- gögnum hátt og lágt var selt á uppboði í London í gær ónafngreindum dúkkuhúsa- safnara sem reiddi fram 340 þúsund krónur fyrir húsið. Þetta er hæsta verð sem vitað er til að hafi verið borgað fyrir brúðuheimili. Húsið smíðaði Thomas nokkur Brattford, völ- undur hinn mesti. Hann hóf að smíða það árið 1908, en full- búið var það ekki fyrr en 1933. dkr., um 32,4 millj. ísl. á ári. Hafist verður handa við olíuleit- ina næsta sumar en hún fer aðal- lega fram með borunum og bylgju- mælingum. Ekki eru bundnar mikla vonir við góðan árangur enda hafa talsmenn fyrirtækisins alltaf sagt, að líkurnar á olíufundi væru ekki nema einn á móti tíu. Ef olía finnst hins vegar verður að koma til nýr samningur um vinnsluna. Landsþingið var næstum ein- huga um aö heimila olíuleitina en bæjarstjórnin í Scoresbysundi var aftur á móti andvíg henni og full- trúarnir tveir af austurströndinni greiddu atkvæði gegn henni í landsþinginu. Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjórnarinnar, hefur oft sagt, að sé olíu að finna í iðrum jarðar á Jamesonlandi verði að ná henni upp, fyrst og fremst til að Græn- lendingar verði ekki jafn efna- hagslega háðir Dönum og nú er. Um það hefur verið samið, að ef hagnaður verður af olíuvinnslu á Grænlandi skuli Grænlendingar fá hann allan upp að 2,1 milljarði danskra króna, sem er sá styrkur, sem Danir veita Grænlendingum árlega. Styrkurinn félli þá líka niður. Ef hagnaðurinn verður um- fram þessa tölu á hann að skiptast jafnt milli Dana og Grænlend- inga. Grænlendingar eru ekki ánægðir með þessa skipan mála og hafa beðið dönsku stjórnina um að endurskoða hana með það fyrir augum, að hlutur Grænlendinga verði meiri. Ronald Reagan Jimmy Carter Gerald R. Ford Richard M. Nixon Fjórir Bandaríkjaforsetar: Allt annað en auðvelt að sætta risaveldin — en unnt að finna leiðir til að halda friðinn Washinj^on, 6. desember. AP. f nýlegum skrifum sínum um viðleitni til að koma á friði, telja Ronald Reagan og þrír forverar hans í Hvíta húsinu, að Bandaríkin og Sovétríkin eigi að geta fundiö leiðir til að forðast styrjaldarátök, en þeim ber ekki saman um, hvernig ná eigi þessu markmiði. í jólahugleiðingum þeirra viðurkenna, að allt annað en Reagans, Jimmy Carter, Geralds R. Ford og Richards M. Nixon, sem bera heitið „Friður á jörðu“ og birtust í félagsriti fyrrver- andi hermanna, kemur fram það sameiginlega álit þeirra, að Bandaríkin verði að semja á grundvelli styrkleika, og þeir auðvelt sé að koma á sáttum milli risaveldanna. „Ef nokkrum forseta Banda- ríkjanna tækist að finna óyggj- andi og tæmandi svar við þeirri spurningu, hvernig takast megi að koma á varanlegum heims- friði, þá mundum við æviráða hann eða hana,“ skrifar Ford. Reagan undirstrikar í grein sinni að ekki megi einblína á risaveldin, fleiri ríki, sem hafi mikil áhrif, þurfi einnig að leysa deilumál sín í milli. Carter gagn- rýnir stjórn Reagans fyrir að hafa glutrað niður tækifærum til að koma á friði á ýmsum svæðum. Nixon hvetur Vestur- veldin til að bjóða þróunarlönd- unum eitthvað fleira en and- kommúnisma. Hann kveður Sov- étmenn þegar hafa hafið „þriðju heimsstyrjöldina" og séu þeir umþað bil að vinna hana. „I þriðju heimsstyrjöldinni hafa Sovétmenn verið árásarað- ilarnir," sagði Nixon. „í friðar- viðleitni sinni verða Vesturlönd nú að láta til sín taka í þriðja heiminum. Fólkið, sem þar býr, um 3,5 milljarðar, hefur um 600 dollara meðalárstekjur og hræðileg vandamál við að fást. Kommúnistar hafa a.m.k. talað um vandamálin. Við höfum hins vegar of oft látið henda okkur að tala aðeins um kommúnistana," bætti Nixon við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.