Morgunblaðið - 07.12.1984, Side 31
31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
HEIMASMÍÐAÐUR KAFBÁTUR
Ned Jago, sem býr í Axmouth á Englandi, er mikill völundur í höndunum og hefur smíðað margan góðan gripinn
um dagana. Það nýjasta hjá honum er kafbátur, sem hann teiknaði og smíðaði heima hjá sér. Er hann tæplega
230 sm á lengd, rúmlcga 150 sm á breidd og vegur eitt tonn. Ned reyndi nýlega bátinn, sem er rafdrifinn, í
höfninni í Axmouth og gekk allt að óskum. „Hann er eins og hugur manns, þægilegur, stöðugur og enginn leki,“
sagði Ned. AP
Beirut:
Svarti september
boðar hryðjuverk
Beirut, 6. nóvember. AP.
í YFIRLÝSINGU frá hryðjuverkasamtökunum Svarta september, sem segj-
ast bera ábyrgð á morði jórdansks sendimanns í Rúmeníu fyrir tveimur
dögum, segir, að ákveðið hafi verið að taka upp aftur „byltingaraðgerðir".
Mun með því vera átt við hryðjuverk og morð.
Yfirlýsingin var birt í blaði í
Beirut í Líbanon og sagði þar m.a.,
að „fullnægt hefði verið dauða-
dómnum yfir útsendaranum Asmi
Al-Mufti, ritara við sendiráð Kon-
unglegu glæpastjórnarinnar". Er
þá átt við Jórdaníustjórn en
Svarti september var stofnaður
eftir að Hussein, Jórdaníukonung-
ur, rak úr landi fylgismenn PLO í
september 1970.
Salah Khalaf, náinn samstarfs-
maður Yasser Arafats og fyrrum
forystumaður í Svarta september,
lýsti því yfir árið 1975, að samtök-
in hefðu verið lögð niður en 1979
var annar forystumaður þeirra,
Ali Hassan Salameh, ráðinn af
dögum í Beirut. Er talið, að
Mossad, ísraelska leyniþjónustan,
hafi verið þar að verki.
í yfirlýsingunni nú er Arafat
sagður svikari við málstað Palest-
ínumanna en hann hefur að und-
anförnu átt í samningaviðræðum
við Hussein, Jórdaníukonung.
Gengislækk-
un í Mexíkó
Mexikóborg 6. des. AP.
MEXÍ KÓSTJÓRN gerði kunnugt í
dag að ákveðin hefði verið gengis-
lækkun á peso, gjaldmiðli landsins
um allt að sautján prósent. Væri
þetta ekki hvað sízt gert til að laða
ferðamenn til landsins og ekki þá
sízt frá Evrópu. Eftir þessa breyt-
ingu er staðan gagnvart Banda-
ríkjadollar um 204,80. Síðustu tólf
mánuði hefur pesoinn þá verið
felldur sem svarar um þrjátíu pró-
sentum.
Bretland:
Karlmannsrödd
í símaklukkunni
— í fyrsta sinn
London, 6. desember. AP.
BRÁIT getur í fyrsta skipti að heyra
karlmannsrödd í símaklukkunni í
Bretlandi.
Brian Cobby, sem er 55 ára
gamall, frétti í gær, miðvikudag,
að hann hefði verið valinn úr hópi
5000 umsækjenda til að segja
þjóðinni — á 10 sekúndna fresti
allt árið — hvað klukkan er, en
lesningin er spiluð af seglubandi.
Breska símafélagið, sem er
einkaleyfishafi símaþjónustu í
Bretlandi, tilkynnti það í sjón-
varpsþætti, hver hreppt hefði
hnossið. Þar var Cobby viðstaddur
ásamt 10 öðrum umsækjendum
sem komust í úrslit og allir voru
konur. Sýndu umsækjendurnir
hæfni sína í upplestri.
Aðeins tvær raddir hafa áður
heyrst í símaklukkunni frá því að
þessi þjónusta var tekin upp árið
1936 og voru báðar kvenraddir.
Hina fyrri átti Ethel Cain, sem
hætti 1963 eftir 28 ára starf. Á
eftir henni kom Pat Simmons.
Cobby fær 5.000 punda verðlaun
(yfir 240.000 ísl. kr.) fyrir viðvikið.
Þegar Simmons vann 1963 fékk
hún 500 pund. En þegar Cain var
valin 1936 fékk hún aðeins 10 'Æ
pund.
Símamynd/AP
Borgarstjóri tekur við embætti
Sir Alan Traill, nýr borgarstjóri í Lundúnum, tók formlega við embætt-
inu í fyrra mánuði. Var þá að venju efnt til íburðarmikillar skrautsýn-
ingar eða skrúðgöngu þar sem borgarstjórinn fór fremstur í gylltum
vagni ásamt konu sinni, lafði Sarah, sem reið gráum gæðingi. Yfirborg-
arstjórastaðan f Lundúnum er virðingarmikið embætti en því fylgja lítil
raunveruleg völd.
Pólland:
Heimabruggun eykst
Varsiá, 6. desember. AP.
HEIMABRUGGUN vodka hefur
vaxið jafnt og þétt í Póllandi síðustu
árin, að sögn blaðsins Tribuna Ludu,
hins opinbera málgagns, fyrir
skömmu.
Telur blaðið, að bruggun hafi
aukist um 60% frá því í fyrra.
Lögreglan hefur fundið og lagt
hald á 12.000 eimingartæki, sem
notuð voru með leynd, auk þess
sem um 5.500 sprúttsalar hafa
verið staðnir að verki, eða um
þrisvar sinnum fleiri en í fyrra.
Eftir þessu að dæma þykir Pól-
verjum dropinn dýr. Hálfpotts-
flaska af vodka kostar sem svarar
u.þ.b. 180 kr. ísl. Tekjur af vínsölu
færðu pólska ríkinu jafngildi
rúmlega 135 milljarða króna og
voru það um 15% af skattatekjun-
um.
Alkóhólismi er alvarlegt þjóð-
félagslegt mein og
heilbrigðisvandamál í Póllandi.
jiosiarany
Sænsk glerlist með handverk og hönnun
í fararbroddi.
Póstsendum
Bankastræti 10. Sími 13122
KOSTA