Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
Hann leynir á sér
Þessi stóll frá Labofa.
Sennilega séröu fáa stóla
í sama stæröarflokki, sem
skarta jafn árangursrikri
hönnun til vemdar heilsu
þinni.
Vandaðu því
valþitt,
veldu Laboffa
KRISTJÓn
SIGGEIRSSOn Hfi
LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870
ÍSLENSKUR
HÚSBÚNAÐUR
Langholtsvegi 111 sími 686605
OPIÐ FRÁ KL.10 -18
Minning:
Olafur Arnlaugsson
fv. slökkviliðsstjóri
Fæddur 2. mars 1920
Dáinn 28. nóvember 1984
Einkenni þessa hausts hafa ver-
ið stillur og blítt veður. Menn
ræða um það sín á milli hve mjðg
það stytti skammdegið þegar veð-
ur skipast svo. Haustrigningar
hafa engar komið hér syðra, hvað
þá slagviðri eða rok og illviðri vik-
um saman, eins og við þekkjum
verst. Á þessum blíðu haustdögum
hefi ég nokkrum sinnum gengið út
að strönd Álftaness og sunnar á
Reykjanesi. Sjórinn hefur dögum
saman verið spegilsléttur, svo að
strendur og fjöll hafa staðið á
höfði í víkum og vogum. Betra
tákn um kyrrð og frið er tæpast
hægt að hugsa sér en sléttan sjáv-
arflöt i víkum þessa stormbarða
lands. Fyrir um það bil þremur
vikum var ég á gangi við Reykja-
nesströnd og þessi friður og feg-
urð gagntók mig er ég horfði á
hafflötinn. Ofan við sjávarmál
voru hnullungssteinar á víð og
dreif og rekadrumbar sem báru
vott um ofurafl sjávarins, sem nú
bærðist ekki.
Mér kom þessi mynd í hug er ég
fór að hugleiða hvort ég gæti kom-
ið á blað fáeinum orðum til að
minnast mágs míns, Ólafs Arn-
laugssonar. Eftir því sem ég hugs-
aði meira um Ólaf, því skýrari
varð þessi fallega mynd, sem ég
geymdi í huga mér frá hraunvík-
inni. ólafur var þannig gerður, að
fáir munu geta sagt að þeir hafi
þekkt hann vel. Margir munu geta
talið hann meðal bestu og traust-
ustu vina sinna, án þess að geta
fullyrt að þeir hafi þekkt hann vel.
Svo dulur og fáorður var hann
venjulega. Ef ég snart vatnsflöt-
inn, gáraðist hann, ef stormur
geisaði var hann ægisterkur.
Þannig var Ólafur á yngri árum,
stór til átaka og hjálpar, en frið-
samur og ljúfur drengur í dagfari.
Ólafur var sonur hjónanna Guð-
rúnar Guðmundsdóttur frá Múla-
stöðum í Flókadal og Arnlaugs
ólafssonar frá Brekku við Stokks-
eyri. Þau Guðrún og Arnlaugur
eignuðust átta börn, sjö þeirra
komust á legg. ólafur, sem hér er
minnst, var þriðji í röð þeirra sem
upp komust. Hann ólst upp í for-
eldrahúsum, Ljósvallagötu 30 og
frá fermingaraldri að Öldugötu 25.
Á sumrin fór hann til starfa í
sveit, eins og þá var algengt með
börn og unglinga. Hvarvetna gat
hann sér góðan orðstír fyrir
prúðmannlega framkomu og
vinnusemi. Heima var hann yngri
systkinum sínum góður, hjálpleg-
ur og traustur, svo að þeim þótti
gott að leita til hans.
Er Ólafur hafði aldur til hóf
hann járnsmíðanám og tók síðan
vélstjórapróf. Iðnnám Var á þeim
árum mikið nám og erfitt. Þá var
unninn fullur vinnudagur í verk-
legu námi og svo var sest á skóla-
bekk á kvöldin, sama hve þreyttir
menn voru. Slík menntun varð
mörgum þó hið besta veganesti til
lífsstarfs, sem margir ávöxtuðu
vel og juku við gegnum árin.
Þannig var því farið með Ólaf.
Hann var hlédrægur en traustur,
drjúgur verkmaður, völundur í
höndum og útsjónarsamur. Væri
haft orð á því hve vel væri unnið
eða vandvirknislega var eins og
hann færi hjá sér.
Lítillæti og hógværð voru aðals-
merki hans.
Hvarvetna kom hann sér vel,
enda var honum sýnt traust og
virðing. Lengi var hann vélstjóri á
tpgurum Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar, síðar verkstjóri í landi hjá
sama fyrirtæki. Seinast veittist
honum sú virðing að vera ráðinn
slökkviliðsstjóri Hafnarfjarðar.
Hinn 31. júlf 1947 kvæntist ólafur
eftirlifandi eiginkonu sinni, Rut
Guðmundsdóttur frá Hafnarfirði.
Þau eignuðust fjögur börn, Guð-
mund sem búsettur er á Skaga-
strönd, Guðrúnu, búsett f Banda-
ríkjunum, Elínu, búsett í Hafnar-
firði, og Arnlaug, sem enn býr í
foreldrahúsum.
Rut og Ólafur byrjuðu með tvær
hendur tómar, eins og þá var títt
um alþýðufólk, en þau lögðust á
eitt, unnu hörðum höndum og
settu sér það mark að eignast gott
og fallegt heimili. Því marki náðu
þau vonum fyrr með þrautseigju
og dugnaði.
Hörð örlög og þungbær eru það
að missa starfsorku og verða að
lúta í lægra haldi fyrir veikindum
og þverrandi kröftum. Fyrir um
það bil tólf árum var Ólafur far-
inn að kenna sjúkleika, sem hann
hefur barist við síðan, þar til nú
að hann fékk að sofna frá þjáðum
líkama. Hann hafði ekki hátt um
veikindi sín, en það er með ólík-
indum hvað hann hefur mátt líða
og ganga í gegnum. Ég hygg að
óþreytandi umhyggja og hjálp
Rutar konu hans hafi eflt hann og
styrkt í hinu langa veikindastríði.
Einlæg trú hennar og dugnaður
hafa lyft Grettistökum. 1976 átti
Ólafur að gangast undir erfiða að-
gerð, sem gat allt eins kostað líf
hans. Það var ekki um annað að
velja. til þess að uppörfa Ólaf og
gleðja bauð Rut skyldmennum til
kvöldveislu. Meðal annarra gesta
það kvöld var Hanna, yngsta syst-
ir Ólafs. Hún var einnig helsjúk og
átti að gangast undir heilaskurð-
aðgerð næstu daga, vegna heila-
æxlis. Þau fylgdust á ýmsan hátt
að í veikindastríði, þótt veikindi
þeirra væru hver síns eðlis. Veik-
indi þeirra beggja voru langvar-
andi og t.d. má einnig nefna að
þegar annar fóturinn var numinn
af ólafi fyrir um tveimur árum,
varð systir hans blind á sama ári.
Hún dó tíu mánuðum á undan
Ólafi.
í- þögulli aðdáun hefi ég úr
fjarska fylgst með þessu stríði.
Fylgst með baráttu Olafs. Fylgst
með dugnaði Rutar, sem auk þessa
hefur getað bætt á sig að fóstra
barnabörnin eitt og stundum tvö.
Guð blessi ykkur öll, sem nú
kveðjið góðan dreng.
Blessuð sé minning hans.
Bjarni Ólafsson
,Að milda sorg og þerra trega tárin,
og tak’í hond hins kvíðafulla manns,
að létta byrðar, lækna hjartasárin,
er lausnarstarf og máttarverkið hans.“
(P.S. Or söngbók aðventista)
Svo hljóðlátur og ljúfur, alltaf
tilbúinn að gleðjast með okkur ef
vel gekk, stoð okkar og styrkur ef
eitthvað bjátaði á eða þegar sorg-
in knúði dyra. Þannig munum við
muna „óla afa“, eins og hann var
jafnan kallaður á okkar heimili.
Það þarf engan að undra þó
Ruth og Ólafur hafi talið það sem
sjálfsagðan hlut að gegna ömmu-
og afahlutverki fyrir Georg litla,
því svo hlý og nærgætin höfðu þau
alltaf verið föður hans, sem á við-
kvæmum aldri missti móður sína.
Engin fjölskylduhátíð var full-
komin nema „amma Ruth“ og „óli
afi“ væru viðstödd.
Með þessum línum við leiðarlok
ætlum við ekki að rekja ættir né
feril Ólafs, það munu væntanlega
aðrir gera. Við viljum aðeins votta
systkinum ólafs, ættingjum og
vinum okkar dýpstu samúð.
Börnin hans, Guðmundur, Elín,
Arnlaugur og dóttursonurinn
Björgvin, er var þeim sem sonur,
ásamt tengdabörnunum Eygló og
Baldvin, einnig barnabörnin Ruth,
Bjarni, Gunnar og Ólafur eru í
Jóhannes Jóns-
son frá Asparvík
Fæddur 25. desember 1906
Dáinn 20. nóvember 1984
Langt til veggja, heiðið hátt,
hugann eggja bröttu sporin.
Hefði ég tveggja manna mátt,
mundi ég leggjast út á vorin.
(Stefán frá Hvítadal).
Þegar hagyrðingur er kvaddur
hinstu kveðju, þá er þessi ágæta
vísa vel viðeigandi. Auk þess eiga
skáldið og hagyrðingurinn sama
forföður, galdramanninn Jón Glóa
í Goðdal. Ef til vill hefur hag-
mælskan erfst frá honum.
Vissulega er langt til veggja
víða við Húnaflóa og brött eru
spor genginna kynslóða upp Eyja-
hyrnu eða Kaldbakshornið.
Ábyggilega þarf tveggja manna
mátt til þess að leggjast út á vor-
in. Því norður á Ströndum gustar
oft köldu frá íshafinu.
Jóhannes fæddist á Svanshóli í
Bjarnarfirði og ólst þar upp, þar
til foreldrar hans hófu búskap á
Asparvík við norðanverðan Bjarn-
arfjörð, en strandlengjan norðan
Bjarnarfjarðar nefnist Balar og
eru þar nú öll býli í eyði, en á
uppvaxtarárum Jóhannesar var
hvert kot setið.
Faðir Jóhannesar var Jón
Kjartansson Guðmundssonar
bónda á Skarði í Bjarnarfirði og
Guðrúnar Sigfúsdóttur, en hún
var m.a. systir Bjarna Sigfússonar
á Klúku, en sonur hans var Bjarni
bóndi á Bólstað í Steingrímsfirði.
Móðir Jóhannesar var Guðrún
Guðmundsdóttir Pálssonar í
Kaldbak, sem sagt Pálsættin.
Jóhannes stundaði á unglings-
árum öll þau störf er þá tíðkuðust
til sjós og lands. Skólagangan var
lítil, en eðlisgreindin alveg frá-
bær. Hann skrifaði fagra rithönd
og íslenskt mál hafði hann full-
komlega á valdi sínu, hvort held-
ure var í ræðu eða riti. Sagði
manna best frá og kryddaði oft
sögur sínar með snjöllum kveð-
skap. Hann var frekar lágur vexti,
mátti kallast fríður sýnum, ljúf-
mannlegur og mesta prúðmenni
til orðs og æðis. Engan mann veit