Morgunblaðið - 07.12.1984, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.12.1984, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 m á/mmiáYy Stflhrein form í þýsku gæðastáli P.s. Veröiö á þessari vönduöu bók er glæsilega lágt. Líttu inn í næstu bókabúö og skelltu uppúr. Af himnum ofan er safn smásagna, ævintýri þar sem hiö ómögulega getur gerst — og gerist. Geimvera nauölendir á gluggasyllu ungrar konu í Breiöholtinu. Upprennandi stjórnmála- maöur leggur til atlögu viö tvíhöföa, eldspúandi dreka. Árrísull skokkari hleypur fram á hafmey viö Ægissíö- una. Laglaus maöur finnur hinn eina sanna tón og legg- ur heiminn aö fótum sér. Verkamaöur í álveri upp- götvar aö himinninn er blár. Jaröbundinn efasemdamaö- ur veröur ástfanginn af huldukonu. Og fl. og fl. Af himnum ofan er önnur bók Guöbergs Aöalsteins- sonar. Hann hefur áöur gefiö út skáldsöguna Björt mey og hrein sem út kom áriö 1981. JUWEL 6000 Spegilslípaö meö silfurhúö eöa 23 karata gyllingu. 30 stk. í gjafakassa kr. 6.120.- GLORIA 70 Spegilslípaö gæðastál. 30 stk. í gjafakassa kr. 2.780,- 30 stvkki í glæsilegum gjafakassa RAHMAGERÐIN HAFNARSTRÆT119 símar 179104 12001 Sendum í póstkröfu. Minning: Eggert B. Lárusson skipasmíðameistari Eggert B. Lárusson, skipa- smíðameistari á ísafirði, andaðist 1. desember 1984. Eggert var fæddur á Tindum í Geiradal 16. ágúst 1902. Foreldrar hans voru þau Lárus Jakobsson, járnsmiður, og kona hans Anna Bjarnadóttir. Veturinn 1911—1912 fluttu þau hjónin til Isafjarðar ásamt tveimur sonum sínum, en auk Eggerts áttu þau hjónin Gúst- af Lárusson, sem var kennari og skólastjóri Gagnfræðaskólans á ísafirði, þar til hann lét af störf- um vegna aldurs. Þann 29. janúar 1917, þegar Eggert var 15 ára gamall, hóf hann iðnnám í skipasmíði hjá Bárði G. Tómassyni, skipaverk- fræðingi, sem þá var nýkominn til ísafjarðar að loknu skipaverk- fræðinámi í Bretlandi. Eggert var fyrsti nemandi Bárðar í skipa- smíðinni og fyrsta verkefnið sem hann vann að var við endursmíði á ms. Skírni, sem þá var rétt að ljúka. Bárður hafði annars tekið að sér að reisa skipabraut og skipasmíðastöð fyrir Isafjarðar- kaupstað og útgerðarmenn þar. Stofnað hafði verið hlutafélag, Skipabraut Isafjarðar, árið 1916. Þegar þessir aðilar hættu við aðild áður en brautinni var lokið, ýfir- tók Bárður sjálfur skipabrautina til að ljúka henni, sem svo varð til þess að hann settist að á ísafirði og rak þar skipasmíðastöð sína meðan hann starfaði þar, allt til ársins 1944. Þá seldi Bárður skipasmíðastöðina Marselíusi Bernharðssyni og flutti til Reykja- víkur. Öll þessi ár vann Eggert B. Lár- usson við skipasmíðar hjá Bárði, hin síðari ár var hann þar verk- stjóri. Hann hélt starfi sínu áfram eftir að Marselíus Bernharðsson keypti stöðina á Torfnesinu, þar til hún var lögð niður á þeim stað 1978, þegar Menntaskólinn á ísa- firði fékk allt athafnasvæðið til afnota. En slippvagninn gamli var tekinn niður og fluttur yfir í Suð- urtangann árið 1975, þar sem nú er athafnasvæði Skipasmíðastöðv- ar Marselíusar Bernharðssonar hf. Þar starfaði Eggert allt til árs- ins 1980, þá orðinn 78 ára gamall. Eggert hefur þannig í 63 ár samfleytt starfað við skipasmíðar og skipaviðgerðir á ísafirði og lengst af hjá sama yfirmanni. Þetta var orðin löng starfsævi og Eggert var hafsjór af fróðleik um þróun skipasmíða á Isafirði og nágrenni, frá því fyrstu planka- byggðu skipin voru byggð þar. Það var því ávallt ánægjulegt að koma og ræða við Eggert um þróun þessa iðnaðar á ísafirði, þegar tækifæri gafst til að heim- sækja hann. Ekki eru tök á að tí- unda margt af því hér, en þó verð- ur getið nokkurra atriða, til að bregða upp smámynd af þessum langa starfsferli Eggerts. Fyrsta nýsmíðin, sem Eggert vann við, var fyrsta skipið, sem Bárður G. Tómasson smíðaði á Isafirði. Það var 16 brl. bátur, ms. Emma, sem lokið var við smíði á árið 1919. Emma fór til Vest- mannaeyja, var þar skráð VE-219. og sagt mikið happaskip. I byggðasafninu í Vestmannaeyjum er líkan af Emmu. Bolur þessa skips var brenndur í áramóta- brennu fyrir fáum árum. Að loknu sveinsprófi vann Egg- ert áfram að tréskipasmíðinni, en fékkst líka við ýmsa stálsmíði. Faðir Eggerts, Lárus Jakobsson, starfaði annars sem járnsmiður í skipasmíðastöð Bárðar. Stærsta stálskipaviðgerð, sem Eggert vann við á Isafirði, var þegar línuveið- arinn Elín var endursmíðuð. Skipabrautin sjálf var líka mik- ið handverk. Langtré og þvertré voru handsöguð til og efnið var úr masturtrjám úr gömlum seglskút- um. Undir teinana þurfti að jafna réttan halla og steypa undir þá, líka út í sjó. Við þá var kafað og hafði Bárður keypt köfunarbúning og loftdælur til þess. Bárður kaf- aði oftast sjálfur, en síðar stund- aði Eggert líka köfun. Oft þurfti að kafa við skip, sem ekki var hægt að taka í slipp, m.a. breska togara, sem oft komu til ísafjarð- ar til viðgerða. Fjöldamörg tréskip voru smíðuð í skipasmíðastöð Bárðar á Isafirði og þessi iðnaður varð grundvöllur þeirra íslensku reglna um smíði tréskipa sem Bárður samdi og enn eru í gildi. Eggert teiknaði einnig mörg skip á sínum starfsferli. Má þar sérstaklega nefna ms. Rík- harð, og Hugana, en þessi skip voru smíðuð erlendis. Þá var Egg- ert einnig á síðari árum skipa- skoðunarmaður á vegum Siglinga- málastofnunar ríkisins. Það væri freistandi að skýra nánar frá ýmsu því, sem Eggert hefur frætt mig um, en sá fróð- leikur verður að bíða betri tíma. En persónuleg kynni mín af þessum trausta og trygga sam- starfsmanni föður míns hófust strax í bernsku og hafa haldist æ síðan. Sömu tryggð hefur Eggert líka ávallt sýnt uppeldissystur minni, Kristínu Bárðardóttur, og hún eins og ég hefur haft ánægju af að heimsækja Eggert og ræða við hann um liðin ár. Eggert var mikill hagleiksmað- ur og sérlega útsjónarsamur í efn- isvali og verkstjórn. Hann var hæglátur í fasi og framkomu, al- úðlegur í viðmóti og vildi öllum gott gera. Samviskusemi hans var orðlög. Það sem honum var falið, sá hann um að framkvæma eins og best varð á kosið. Hann var öll þau ár, sem hann bar ábyrgð á verk- stjórn, ófáanlegur til að taka sér nokkurt frí frá störfum. Fyrirtæk- ið og verkefnin áttu hug hans all- an. Ogft hafði borist í tal, að Egg- ert myndi geta haft áhuga á að bregða sér til útlanda, til að skoða skipasmíðastóðvar, en aldrei mun hann hafa talið sér fært að hverfa frá störfum sínum, ekki einu sinni skamma stund. Einhleypur hefur Eggert verið alla ævi. Hann bjó hjá foreldrum sínum að Sundstræti 25, meðan þeirra naut við, en síðan bjó hann þar einn. Gústaf Lárusson, bróðir hans og Gústafs, kona hans Kristjana Samúelsdóttir og börn þeirra hafa alla tíð átt alúð hans alla og hjá þeim hefur hann á und- anförnum lasleikaárum átt sitt at- hvarf, þar sem hann naut umönn- unar og hjartahlýju i ellinni. Að lokum vil ég þakka Eggert alla þá tryggð sem faðir minn og ég eftir hans daga höfum orðið að- njótandi og fjölskyldu Eggerts vil ég votta innilega samúð mína. Hjálmar R. Bárðarson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.