Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
45
E1 Salvador:
Þing- og borgarstjórnarkosningar boðaðar
Su Salvador. 5. desember. AP.
STJÓRNVÖLD í El Salvador greindu
frá því í dag, aö 17. mars á næsta ári
yrði gengið til kosninga í landinu.
Kosið yrði um 60 þingsæti og 261
borgarstjóraembætti. Mario Samay-
oa, formaður kosningaskrifstofu
landsins, sagði að stjórnvöld myndu
ekki koma í veg fyrir að vinstrisinnar
gæfu kost á sér. Skæruliöaforingjar
sögðu hins vegar að þeir og þeirra
menn myndu ekki bjóða sig fram eða
kjósa, því þetta væru „skrípakosn-
ingar“.
Guilermo Ungo, formaður sam-
taka 12 deilda vinstrisinna, sagði í
símaviðtali við AP að stjórnar-
andstæðingar myndu ekki kjósa né
gefa kost á sér í embætti, því „það
myndi ekki leysa vandamálin í E1
Salvador", eins og hann komst að
orði. Stjórnarandstæðingarnir tóku
heldur ekki þátt í forseta- og þing-
kosningunum 1982. Stjórnin hefur
að undanförnu rætt við leiðtoga
skæruliða um möguleika á friðar-
sáttmála. Hafa fundirnir lítinn
árangur borið. Skæruliðar eru sagð-
ir vilja fá afdráttarlaus ítök í
stjórnsýslu landsins, en Duarte for-
seti hefur á móti hvatt þá til að
leggja niður vopn og taka þátt í
þróun lýðræðisins.
Ófremdarástand ríkti í síma- og
ritsímaþjónustu í El Salvador f dag
þar sem þúsundir ríkisstarfsmanna
lögðu niður vinnu. Krafan var
meira kaup. Komst allt i samt lag
eftir nokkurra klukkustunda þjark.
Hér er um 5.800 starfsmenn að
ræða. Hermenn gengu ekki í stöður
þeirra, en slógu vörð um tækjakost-
inn sem skæruliðar hafa margreynt
að eyðileggja á undanförnum árum.
UMÖRYGGI
INNLÁNSREIKNINGS MEÐ ÁBÓT
ÁBÓTÁ ÁBÓT OFAN
Fé þitt er öruggt á Innlánsreikningi með Abót.
Ábótin vex í samræmi \/ið verðbólgustig hvers mánaðar
og reikningurinn ber 3% vexti að auki.
Þetta eru sömu i/extir og bjóðast á verðtryggðum
innlánsreikningum með 5ja mánaða bindingu.
SÉRSTAÐAN HELST
5ér5taða Innlánsreiknings með Abót helst, þwí þrátt fyrir
þessa tryggingu getur þú tekið út af reikningnum þegar þú vilt
og haldið Ó5kertum öllum vöxtum sem þú hefur 5afnað.
Enn skarar Ábótin tram úr.
ABOT
#
A VEXTI
GULLS IGILDI
Ú1VEGSBANKINN
EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA