Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
Dóttir mln,
ELMA BJÖRK
nudd- og snyrtisértræóingur,
andaðist þriöjudaginn 4. desember aö heimili sinu Lokastíg 18.
Fyrir hönd barna, barnabarns, systkina og annarra vandamanna.
Guöjón Sigurösson.
t
Eiginmaöur minn og faöir,
ANDRÉS MARKÚSSON,
Engjavegi 73,
Selfossi,
veröur jarösunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 8. desember
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á liknarstofnanir.
Jónína Kristjónsdóttir,
Halldór Andrésson.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
REBEKKA PÁLSDÓTTIR,
Bæjum, Snæfjallaströnd,
veröur jarösungin frá isafjaröarkirkju laugardaginn 8. desember kl.
14.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna
á Vestfjörðum.
Óskar Jóhannesson,
Péll Jóhannesson,
Rósa Jóhannesdóttir,
Ingi Jóhannesson,
Marfa Jóhannesdóttir,
Felix Jóhannesson,
Jóhanna Jóhannesdóttir,
barnabörn
Lydia Sigurlaugsdóttir,
Anna Magnúsdóttir,
Andrés Hjörleifsson,
Gunnur Guömundsdóttir,
Sigurvin Guöbjartsson,
Guörún Stefónsdóttir,
Rasmus Rasmussen,
barnabarnabörn.
t
Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ÁRNÝ ÓLAFSDÓTTIR,
Borgarvegi 9, Njarövfk,
veröur jarðsungin frá Ytri-Njarövikurklrkju laugardaginn 8.
desember kl. 14.00.
Eirfkur Þorsteinsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og jaröarför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SJAFNAR INGADÓTTUR,
Þórufelli 6,
Jón Marfasson,
Dagbjört Jónsdóttir,
Lilja M. Jónsdóttir, Ingvar Sigurgeirsson,
Arnheiöur Jónsdóttir, Gunnar Guömundsson,
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
GUDRÚNAR GUDMUNDSDÓTTUR,
Hrfseyjargötu 14,
Akureyri.
Guömundur Bjarnason, Kristfn Kjartansdóttir,
Gfsli Bjarnason, Mélfrföur Siguröardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát
og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
PÁLÍNU VALGERÐAR ODDSDÓTTUR,
Bettý Antonsdóttir, Péll Gestsson,
Anton H. Antonsson, Sólrún Aradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
Valdemar Gestur
Kristinsson
Fæddur 6. október 1921
Dáinn 30. september 1984
Þegar mér var sögð sú harma-
fregn sunnudaginn 30. sept. að
banaslys hefði orðið í Svínahrauni
og Valdemar G. Kristinsson hefði
látið lífið, trúði ég því ekki. Nei,
það gat ekki verið satt. En því
miður varð ég að trúa því. Við get-
um endalaust spurt: Af hverju?
Hvers vegna? En svörin verða
ansi fá. Svörin eru í hendi Guðs.
Við mennirnir höldum alltaf að
við ráðum, en í raun erum við van-
máttugir gagnvart vilja Guðs.
Hann ræður. Hann gefur og hann
tekur. Hann lætur okkur hafa
verk sem við eigum að vinna.
Valdemar var búinn að vinna
sitt verk, og hann vann það vel. Ef
við sem eftir lifum verðum þess
umkomin að vinna okkar verk eins
vel og hann gerði megum við vel
við una.
Valdemar var fæddur á Végeirs-
stöðum í Fnjóskárdai, þann 6. okt.
1921, sonur hjónanna Sigrúnar Jó-
hannesdóttur og Kristins Indriða-
sonar, sem síðar fluttust að Höfða
í Höfðahverfi. Sigrún og Kristinn
eignuðust 15 börn og var Valde-
mar fjórða elsta. Nú eru ellefu
þeirra á lífi. Valdemar er fjórði
sonurinn sem Sigrún missir og
manninn sinn missti hún fyrir
rúmum 30 árum. Á þessu má sjá
að mörg höggin hefur gamla kon-
an fengið í gegnum árin. Megi Guð
styrkja hana og hugga. Sigrún býr
enn að Höfða, þar sem hún nýtur
umhyggju sonar síns og tengda-
dóttur, 92 ára gömul.
Þann 16. ágúst 1947 gekk Valde-
mar að eiga eftirlifandi konu sína,
Guðbjörgu Óskarsdóttur ljósmóð-
ur frá Eyri í Gufudalssveit. Eign-
uðust þau átta börn sem öll eru
uppkomin: Sigrún Jóhanna er
þeirra elst, fædd 14.3.’47, síðan
Komu Ragna f. 12.12.'48, Guðrún
Sigríður f. 2.4.’51, Kristinn f.
19.12’52, Sumarliði óskar f.
18.5.’54, Valdemar Héðinn f.
31.7/55, Jóhannes f. 3.12.’56 og
loks Auður Elísabet f. 10.3.’64.
Valdemari kynntist ég árið 1976
og reyndist hann mér sem besti
faðir. Óhætt er mér að fullyrða að
aldrei hafi ég borið meiri virðingu
fyrir nokkrum manni.
í fjórtán ár var Valdemar
mjólkurbílstjóri milli Grenivíkur
og Akureyrar. Ekki voru bílstjór-
Guðbjörg Guðjóns-
dóttir — Minning
Fædd 2. ágúst 1917.
Dáin 1. desember 1984.
f dag er kvödd hinstu kveðju
Guðbjörg Guðjónsdóttir, sem lést
í Landspítalanum laugardaginn 1.
desember sl. eftir tiltölulega
stutta legu. Guðbjörg eða Bagga
eins og hún var ávallt nefnd í
vinahópi var fædd og uppalin í
Hafnarfirði, dóttir hjónanna Guð-
jóns Gunnarssonar framfærslu-
fulltrúa og Arnfríðar Jónsdóttur.
„Jæja, þá sofnaði hún Bagga
mín sínum hinsta svefni í gær-
kveldi“ var það fyrsta sem barst
mér til eyrna sl. sunnudagsmorg-
un. Enda þótt mér hafði verið ljóst
að hverju stefndi, snart fréttin
mig og fjölskyldu mína djúpt. Því
er þó ekki að leyna, að með það í
huga að öll von var úti um bata,
örlaði í huga mínum á þakklæti til
Drottins fyrir þá náð, að hafa
kallað hana Böggu til sín á þann
þægilega hátt, sem raun bar vitni
og að hlífa henni við langri legu og
þjáningum. Þegar samferðafólk og
góðir vinir hverfa á braut kemur
gjarnan í huga manns, hversu
fallvalt þetta líf er og að allt tekur
enda. A slíkri stundu kemur
manni gjarnan til hugar, að það er
ekki lífsgæðakapphlaupið sem
veitir varanlega hamingju og
veganesti til annars lífs. Maður
tekur ekki með sér yfir móðuna
miklu þá veraldlegu hluti, sem
maður safnar að sér. Minningarn-
ar um ánægjulegar og uppbyggj-
andi samverustundir með góðum
vinum og ánægjuna yfir því að
geta þjónað öðrum hefi ég hins
vegar trú á að taka megi með sér.
Bagga sem með blíðu og hýru við-
móti sínu treysti þau góðu vina-
bönd, sem komust á með henni og
okkur hjónum, lagði því upp í
ferðina miklu með gott veganesti.
Bagga átti því láni að fagna að
berast aldrei út í straumiðju þess
lífsgæðakapphlaups og þeirrar
andlegu streitu, sem hrjáir líf allt
of margra í dag. Hún var því
ávallt í góðu andlegu jafnvægi og
án efa hefur það hjálpað henni við
að mæta þeirri andlegu áraun,
sem óhjákvæmilega fylgir vitn-
eskjunni um erfiðan sjúkdóm.
Fyrir um það bil einu og hálfu
ári kom í Ijós að Bagga var haldin
alvarlegum sjúkdómi, sem flestir
bera mikinn kvíðboga fyrir. Allt
fram til hinstu stundar var aldrei
að finna hjá henni nokkra breyt-
ingu á lífsviðhorfinu. Aldrei talaði
hún um veikindi sín og því síður
kvartaði hún. Þess í stað reyndi
hún að njóta þess sem notið varð
og hélt fullri lífsgleði að því er
best varð séð. Slík var afstaða
Böggu til lífsins. Hið skynsamlega
mat hennar á því, hvað væri lífs-
hamingja, hefur sannarlega komið
henni til góða á lokaskeiði æfinn-
ar.
Enda þótt Bagga hafi að eðlis-
fari verið fremur hlédræg var hún
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minn-
ingargreinar verða að oerast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
ar á þeirri leið öfundsverðir af
hlutskipti sínu gagnvart veður-
guðum þessa lands. Á þeirri 45 km
leið komst Valdemar iðulega í
hann krappan og þá dugði ekkert
annað en harkan, því á þeim tíma
voru snjómoksturstæki ekki á
hverju strái og þurftu bílstjórarn-
ir sjálfir að moka þunga bíla sína
upp úr fannferginu. Þannig kom
það fyrir að þessa leið sem venju-
lega tekur 30—40 mín. að aka að
Valdemar barðist í sex daga við
verðurofsann, áður en áfangastað
var loks náð.
í strjálbýlum byggðarlögum var
mjólkurbílstjórinn oft eini erind-
reki hreppsbúa. Ekki var það óal-
gengt að heimasætur vanhagaði
hrókur alls fagnaðar i vinahópi
enda naut hún þess að eiga sam-
verustundir með vinum sínum,
hvort heldur var á heimili hennar
og Níelsar eða hjá kunningjum.
Þessi ánægja hennar lýsti vel
trygglyndi hennar gagnvart vin-
um sínum. Hún var hlý í viðmóti,
glaðlynd en barst ekki mikið á.
Aðeins 17 ára gömul réðst
Bagga starfsstúlka til Árna Þor-
steinssonar, sem stofnaði Hafnar-
fjarðarbíó, og konu hans, Helgu
Níelsdóttur. Þegar Árni dó árið
1956 fluttist hún inn á heimilið og
tók síðar við húsmóðurstörfunum
er Helga lést árið 1963. Hún hefur
síðan haldið heimili með Níelsi,
syni Árna og Helgu, sem rekið
hefur Hafnarfjarðarbíó eftir (laga
föður síns. Hafnarfjarðarbíói og
þeim, sem það hafa rekið, hafði
Bagga þjónað af trúfestu og sam-
viskusemi í 50 ár þann 1. október
sl. Hún átti drjúgan þátt í því að
gera heimili þeirra Níelsar hlýlegt
og vinalegt og er þar nú skarð
fyrir skildi. Þær eru ekki fáar
ánægjustundirnar, sem við hjónin
höfum átt á heimili þeirra, og sem
við minnumst með þakklæti og
hlýhug.
Bagga lætur eftir sig fjórar
systur, sem nú sjá á bak systur
sinni með sárum trega.
Með djúpum söknuði og innilegu
þakklæti fyrir ánægjulegar sam-
verustundir kveð ég ástkæran vin.
Ég og fjölskylda mín vottum Ní-
elsi Árnasyni, systrum hinnar
látnu og öðrum aðstandendum
innilegustu samúð. Megi Drottinn
blessa ykkur og varðveita um
ókomna framtíð.
Gísli Jónsson