Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 58

Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Ást er... ... að gefa og friggja. TM R«g. U.S. Pat. Oft.—All rlghts raaarvad © 1977 Loa Angalea Tlmaa // Og hvenær helduröu að fætur hans verði nógu stórir og hann geti staðið á eigin fót- um? Með morgunkaffinu Blessuð, elskan! Skeði nokk- uð meðan ég var í burtu? HÖGNI HREKKVÍSI ÓNDlbjN) MíNNI." Messur og messuform Steindór Guðmundsson skrifar: íslendingar hafa löngum talið sig fremur trúaða þjóð, og það hefir verið staðfest í nýlegri skoð- anakönnun. Þar kemur hinsvegar fram eins og flestir vissu að fáir sækja kirkju nú til dags. Hér áður fyrr var kirkjurækni íslendinga meiri, og velflestir sem að heiman gátu farið á messudög- um sóttu kirkju. Og þannig mun það hafa verið fram á þessa öld. Sú kirkjusókn hefir þó ekki ætíð stafað af trúarlegri þörf heldur eins af hinu að messurnar voru nær einu samkomurnar sem þá tíðkuðust meðal almennings, a.m.k. í sveitum landsins. Fólk fór þá kannske alveg eins til að sýna sig og sjá aðra, þó trúrækni væri líka fyrir hendi hjá mörgum. Síðar þegar hin félagslega vakn- ing verður sterkari meðal þjóðar- Karl Bjarnason yrkir: Þú Staðarsveit ert stórbrotin, sterkum viðjum bundin. Þeim, sem féllu í faðminn þinn, fæstum gleymist æskustundin. Sá þig í fögrum fölva haustsins skrúða, fögur þú varst í náttúrunnar hjúp. Sumarsins eftir sól og daggarúða, syngur þér óma hafsins aldan djúp. Augum líta upp til þín, ítar jafnt sem fljóðin. Fögur er þín fjallasýn, fyrrum æskusveitin mín. Sáu menn þáttinn um perluna Reykjavík á laugardagskvöldið var? Þjóð sem á slíkan hóp af ungu, glöðu og vel gefnu fólki, sem þátt- inn fluttu, er auðug. Og það úir og grúir af svona fólki allt umhverfis okkur. Hópurinn lék ekki. Hann var hann sjálfur. Stundin skapaði vellíðan og bjartsýni. Það er ekki undarlegt þótt þjóð, sem á slíka innar og fundahöld verða almenn- ari og skemmtisamkomur einnig og menn verða uppteknari af fé- lagsmálastörfum dregur það úr kirkjusókn. Bílaöld og vélvæðing eiga líka nokkurn þátt þarna. Þarna tala ég nokkuð af reynslu sem fyrrverandi landsbyggðar- maður. Tilkoma fjölmiðla hefir einnig átt þátt í því að kirkjusókn hefir minnkað. Með tilkomu útvarpsins fóru margir að hlusta á messur heima hjá sér, þeir sem ekki áttu heimangengt, og þeir sem erfitt áttu með að ferðast af einhverjum ástæðum. Prestar og leikmenn ýmsir hafa haft áhyggjur af hálftómum kirkj- um á messudögum, og hafa haft orð á því á seinni árum að gera þyrfti átak í því að efla kirkju- sókn. Sitthvað hefir verið reynt en Vötnin tær og tindafjöll, tign með fegurð skarta. Gula strönd við gróinn völl, gyllir sólin bjarta. í september ég síðast sá, sveitabýli og ræktun þá. Sem að bóndans byggist á, bættur hagur manndómsþrá. Rann í æðum bændablóð, brautin lá þó annað. Ungur tróð svo aðra slóð, ýmsar leiðir kannað. æsku, telji sig hamingjusama. Við sem eldri erum, stöndum okkur nú. Búum unga fólkinu svo bjarta framtíð, sem við megum. Blessað veri það. Sjónvarp! Meira af slíku! Ritað samstundis. I.E. P.S. Og svo kom blessaður Ustinov með sjálfri Maggie Smith á eftir. Þetta var gott sjónvarpskvöld. með misjöfnum árangri að séð verður. Og hafi hin nýja helgisiða- bók átt að vera spor í þá átt að örva kirkjusókn er hún mistök. Það má vera að hún eigi að gera messugjörðina trúarlega sterkari, en hún höfðar ekki til þess fólks sem helst sækir kirkjur og hefir gert það lengst af. Fólki finnst eins og það sé komin einhver mið- aldastíll á athöfnina og hefir haft orð á því að messan sé orðin páp- ísk þ.e.a.s. í anda kaþólskunnar. Það er ekki vinsælt meðal söng- elskra íslendinga að innleiða ein- raddaðan söng, sem þegar er við- hafður í mörgum kirkjum og á að verða ráðandi í framtíðinni í kirkjum landsins. Fjórraddaði söngurinn er miklu áheyrilegri og tilkomumeiri en sá einraddaði, og kirkjugestir geta alveg eins tekið undir fjórraddað- an söng eins og einraddaðan ef það hefir löngun til, en það hafa stundum verið rök presta fyrir þessari breytingu að fólk taki illa undir við messur. Mörgum finnst það móðgun við tónelska íslend- inga að fara að innleiða einradd- aðan söng í kirkjum, því það er ekki síst söngurinn sem fólk hefir ánægju af og innlifun fyrir, og þá á þann hátt sem hann hefir hljóm- að í kirkjum landsins á undan- förnum áratugum (sem réttilega hefir verið bent á í grein Þorsteins Gunnarssonar í Velvakanda ný- lega). Mér er þetta nokkuð kunn- ugt eftir að hafa starfað í kirkju- kór um alllangt skeið. Mér er líka kunnugt að margir organistar eru lítt hrifnir af þessari nýju stefnu í söngmálum kirkjunnar. Það hafa margir glöggir menn bent á að á þessum tímum frjáls- ræðis og þekkingar manna á mál- efnum nútímans sé þessi stefna kirkjunnar spor aftur á bak, og með þessum hætti verði ekki náð til unga fólksins sem þó væri ekki vanþörf á. Og nú er svo komið að fólk hefir á orði að hætta að sækja messur þjóðkirkjunnar (sem það hefir gert af og til) en fara þess í stað að taka þátt í messum sértrúarsafn- aða svo sem Hvítasunnumanna og þar er það söngurinn sem höfðar til fólksins, þó það kannske sé ekki sammála ýmsum trúarathöfnum sem þar eru framkvæmdar, en það er miklu léttara yfir samkomunni. Er það ekki öfugþróun ef reynd- in verður sú að fleiri og fleiri hætta að sækja messur hjá þjóð- kirkjunni vegna þessarar nýju stefnu í messuformi en snúa sér að sértrúarsöf nuðum ? „Þú Staðarsveit ert stórbrotin" Hverju kvíðir þjóðin? J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.