Morgunblaðið - 07.12.1984, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 61
• Miklir risar og kraftakarlar skipa landslið Júgóslaviu í handknatt-
leik. Þessi mynd er frá landsleik fslands og Júgóslavíu á Ól-leikunum í
Los Angeles er liðin skildu jöfn.
Ólympíumeistarar
Júgóslavíu koma hingað
í byrjun febrúar
Samkvæmt mjög áreiðanleg-
um heimildum Morgunblaðsins
munu Ólympíumeistarar Júgó-
slava í handknattleik koma
hingað til lands í byrjun febrúar
og leika þrjá landsleiki.
Júgóslavar munu koma til
landsins 7. febr. en leikið veröur
8., 9. og 10. febr. Ákveðiö er að
Ólympíumeistararnir komi meö sitt
allra sterkasta liö og sýndu þeir
mikinn áhuga á íslandsferðinni
þegar haft var samband viö þá.
Það er mikill fengur í því fyrir HSÍ
aö fá þessa landsleiki gegn sjálfum
ólympíumeisturunum. En eins og
menn muna þá varö jafntefli i
hörkuspennandi leik þar sem sig-
urinn var næstum fallinn íslenska
landsliöinu í skaut. Viö höfum því
harma aö hefna.
í lok janúar fer íslenska landsliö-
iö til Frakklands og tekur þar þátt í
sterku handknattleiksmóti. Leikiö
veröur gegn Frakklandi, Ungverja-
landi, Tékkum og italíu. Móti þessu
lýkur 2. febr., þannig aö á skömm-
um tíma eftir áramótin veröa leikn-
ir sjö landsleikir í handknattleik.
Bogdan landsliösþjálfari hefur
lýst þvi yfir aö þaö sé brýn nauö-
Knattspyrnustjarnan Maradona
brá sér í skemmtiferö til Barce-
lona á dögunum, þar ætlaði hann
á dískótek en lenti í útistööum
fyrir utan skemmtistaðinn viö
Spánverja einn út af bílastæði.
Spánverjinn lýsti því yfir aö
Maradona ætti aö koma sér sem
fyrst frá Spáni, hann heföi ekkert
sýnt meö liöi Barcelona og sagöi
jafnframt aö hann ætti fullan rétt á
bílastæðinu eins og stjarnan.
syn aö setja upp ákveöiö leikja-
prógramm fyrir næsta ár og leika
þá fjöldann allan af landsleikjum
svo aö landsliöiö nái vel saman og
fái góöa æfingu fyrir sjálfa
A-heimsmeistarakeppnina sem
fram fer í Sviss áriö 1985.
Maradona reiddist, sló manninn
og sparkaði í hann. Fór síöan inn á
skemmtistaöinn en eftir skamma
stund var spánska lögreglan mætt,
handtók Maradona og færöi hann
í yfirheyrslu. Hún stóö í rúmar þrjár
klukkustundir. Þá var Maradona
sleppt gegn tryggingu. Þvi má
bæta viö aö Maradona var seldur
frá Barcelona til ítalíu fyrir 23,1
milljón þýskra marka, eöa um 300
milljónir ísl. króna.
Maradona handtekinn
• Lovlsa Einarsdóttir formaður
FSl.
Lovísa
endurkjörin
ÞINGI FSÍ lauk á sunnudag og
voru eftirtaldir aðilar kjörnir I
stjórn:
Lovísa Einarsdóttir formaður.
Aörir í stjórn: Birna Björnsdóttir,
Guörún Gísladóttir, Siguröur Ein-
arsson, Þórunn ísfeld. Til vara:
Hildigunnur Gunnarsdóttir, Rakel
Guömundsdóttir og Rúnar Þor-
valdsson.
Dröfn Guöbjörnsdóttir, Rann-
veig Guömundsdóttir og Björk
Ólafsdóttir fóru úr fráfarandi stjórn
og er þar meö eins árs sögu
kvennastjórnar lokiö meö tilkomu
tveggja karlmanna.
Mörg áríöandi mál voru afgreidd
og má þar nefna stefnumörkun
landsliðsæfinga, en Waldemar
Karlsson og Jónas Tryggvason eru
ráðnir landsliðsþjálfarar. Ráöinn
veröur starfsmaöur á skrifstofu í
hlutastarf.
Þingiö kaus þriggja manna
framkvæmdaráö fyrir norræna
fimleikahátíö 6.—12. júlí 1985:
Ingimund Magnússon fram-
kvæmdastjóra, Lovísu Einarsdótt-
úr og Sigurö Einarsson.
Vinnunefndir veröa átta. Þetta
er stærsta verkefni sem FSl ræöst
í í 17 ára sögu þess en áætlaö er
aö 1.000 manns komi frá Noröur-
löndunum. Móta- og keppnisregl-
um var breytt og ákveðin fleiri mót.
Vinningar í skyndihappdrætti
FSl:
1. Segulband frá Hitachi 2512, 2.
Heimilistölva frá Heimilistækjum
3424, 3. íþróttavörur frá Ing.
Óskarssyni 2787
Dönsk jólatré: íslenskjólatré:
Normannsgreni, Nobilis og Fura Reuðgreni og Fura
Jólatréin eru komin, og jólasvein-
amir hafa tekið völdin í Jólatrés-
skemmunni okkar v/Miklatorg.
Þeir em rausnalegir og bjóða
mömmu og pabba upp á heitt kaffi
og bömunum appelsín.
VIÐ MIKLATORG
Að sjálfsögðu aðstoða þeir þig við
að velja rétta jólatréið.
ú