Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 6. tbl. 72. árg. ___________________________________MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins A fv opnunarviðræð- urnar hefjast á ný Genf og MoHkvu, 8. janúar. Frá AP og önnn Bjarnadóttnr, fréttaritara MbL UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna náðu um það samkomulagi á fundi sínum í Genf, sem lauk í kvöld, að fulltrúar ríkjanna hefji á ný viðræður um afvopnun- armál. Verður dagsetning viðræðnanna ákveðin innan mánaðar. George Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkj- anna, tekur í hönd Andrei Gromyko, utan- ríkisráðherra Sovét- ríkjanna, í móttöku, sem haldin var í aðsetri bandarísku sendi- nefndarinnar í Genf síðdegis í gær. Símamynd/AP. Báðar aðilar voru sammála um að á hinum væntanlegu fundum skyldi rætt um marg- vísleg efni hernaðarlegs eðlis, þ. á m. geimvopn. Markmið við- ræðnanna er að komast að raunhæfu samkomulagi, sem hindrað getur vígbúnaðarkapp- hlaup í geimnum og útrýmt því á jörðinni, að því er segir í sameig- inlegri yfirlýsingu utanríkis- ráðherranna, sem George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, las á fundi með fréttamönnum í Genf í kvöld. Yfirlýsingin var samtímis birt í Moskvu. Shultz sagði að viðræður sínar við Andrei Gromyko væru mik- ilsvert upphaf afvopnunarvið- ræðna, en kvað mikinn ágreining enn vera á milli Bandaríkja- manna og Sovétmanna. „Enn á eftir að leysa margvísleg erfið og flókin ágreiningsefni,” sagði hann. í yfirlýsingu ráðherranna seg- ir að þremur viðræðunefndum verði komið á fót til að fjalla um geimvopn og kjarnorkueldflaug- ar, langdrægar og meðaldrægar. Shultz sagði fréttamönnum að rannsóknir Bandaríkjamanna á geimvarnarkerfi hefðu komið til umræðu á fundunum með Gromyko og kvaðst hann hafa fullvissað sovéska ráðherrann um að Bandaríkjastjórn hefði enn enga ákvörðun tekið um smiði geimvopna. Sovétmenn slitu afvopnunar- viðræðum stórveldanna fyrir 13 mánuðum og hefur sambúð þeirra verið mjög stirð að und- anförnu. Sovéski herinn í Afganistan: Er stórsókn f undirbúningi? Nýjn Delbi, 8. juiir. AP. SOVÉTTMENN hafa sent fleiri en tíu þúsund hcrmenn að landamær- um Afganistans viö íran og Pakist- an og virðist sem þeir séu nú að hefja stórsókn gegn frelsissveitun- um í landinu. Er þetta haft eftir vestrænum stjórnarerindreka í Nýju Delhí, sem ekki er nafn- greindur. Að minnsta kosti sjö þúsund hermenn hafa verið sendir til vesturhluta Herats-héraðs, sem liggur að íran, og á fjórða þús- und til héraða þeirra er liggja að Pakistan. Sami heimildarmaður segir að sovéski herinn og stjórnarherinn í Afganistan hafi náð á sitt vald tveimur mikilvægum samgöngu- leiðum til Pansjer-dals í norður- hluta landsins, sem hefur verið höfuðvígi frelsissveitanna. Eru það suður- og vesturleiðin í dal- inn, en norðurleiðina er ekki hægt að fara, þar sem þverhn- íptir fjallgarðar loka henni. Eina undankomuleið frelsis- sveitanna úr dalnum er um Bar- ikot í austurátt og ef Sovét- mönnum tekst einnig að loka henni eru liðsmenn sveitanna í alvarlegri hættu staddir. Herþotur íraka: Réðust á flutninga- skip í Persaflóa BagdJMÍ, irak og Muuma, Bahrain, 8. janúar. AP. HERÞOTUR íraka gerðu í dag árás á flutningaskip frá Suður-Kóreu er það var á siglingu um Persaflóa, skammt fyrir utan strönd frans. Kinn af vélstjórum skipsins lét lífið og annar maður í áhöfninni ssrðist. Hernaðaryfirvöld í Bagdad halda því hins vegar fram, að her- þotur þeirra hafi í dag gert árásir á þrjú skip í grennd við Kharg- eyju á Persaflóa og gefa í skyn að eitt þeirra hafi verið olíuflutn- ingaskip. Af þessum árásum hafa hins vegar engar spurnir borist. Réttarhöldin í Torun: Aðstoðarráðherra vissi um áætlunina — sagði Piotrowski höfuðsmaður, en breytti um framburð eftir réttarhlé Toraa, 8. juéu. AP. HÖFUÐSMAÐUR sá í pólsku leynilögreglunni, sem skipulagði ránið og morðið á séra Jerzy Popieluszko, skýrði frá því fyrír rétti í Torun í dag, að ákvörðunin um ránið hefði verið tekin „á æðstu stöðum" og kvaðst þess fullviss að aðstoðarinnanríkis- ráðherra hefði vitað hvað var í undir- búningi. Eftir að hafa verið spurður um þetta atriði i þaula af dómaranum sagði höfuðsmaðurinn, sem heitir Grzegorz Piotrowski og er 32 ára að aldri, að sér kynni að hafa skjátlast þar eð hann hefði aldrei haft áþreifanlegar sannanir fyrir þvf að -svo háttsettir menn tegndust laun- ráðunum gegn prestinum. Piotrowski sagði í upphafi yfir- heyrslunnar í dag, aö ákvörðunin um að ræna séra Popieluszko hefði ekki verið tekin í deild þeirri I inn- anríkisráðuneytinu, sem hann starfaði í. „Ég veit hvernig hlutir ganga fyrir sig í ráðuneytinu,” sagði hann, „og lægst setti embætt- l Simamynd/ AP. GRZEGORZ Piotrowski, höfuðs- maður í pólsku leynilögreghiniii, í upphafi yfirheyrslna fyrír réttinum í Torun í dag. llann er ásamt þremur öðrum lögregluforingjum sakaður um ránið og morðið á séra Jerzy Popieluszko, víðkunnum og vinsæl- um stuðningsmanni óháðu verka- lýðshrcynngarinnar í landinu. ismaður, sem getur tekið svona ákvörðun, er aðstoðarráðherra". Eftir réttarhlé um miðjan dag sagði Piotrowski réttinum aftur á móti, að fullvissa sín um að ránið nyti stuðnings á æðstu stöðum hefði stafað af því að hann tók mark á ummælum yfirmanns síns, Adam Pietruszka ofursta, sem einnig sætir ákæru fyrir hlutdeild að ráninu og morðinu. „Ég sé nú að ég hafði aldrei fyrir því neinar haldbærar sannanir að einhver „toppur” væri á bak við ráðagerð- ina.“ Dómarinn sagði þá: „Þá er ljóst, að „toppurinn* er aðeins sak- borningurinn Adam Pietruszka ofursti* Piotrowski svaraði dómar- anum að bragði: „Ég geri mér nú grein fyrir því, að Pietruszka er eini háttsetti maðurinn, sem á hlut að þessu máli.“ Hann bætti siðan við: „Sennilega er best, að enginn „topp- ur“ fyrirfinnist.“ Réttarhöldin I Torun hafa nú staðið í sjö daga. Þau þykja einhver hin merkustu, sem haldin hafa ver- ið í kommúnistaríki fyrr og siðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.