Morgunblaðið - 09.01.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.01.1985, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 Svona er ásUndið í Svíþjóð þessa dagana. Nístingskuldi og skafrenningur og bflar fastir á öllura vegum. Kuldamir í Evrópu: Franska Rivieran að hverfa í snjó Nian, Frakkludi, 8. iuáar. AP. QW SNJÓAÐ hefur í allan dag á frönsku Rivierunni og er nú borgin Nissa hulin 20 sm djúpri mjallar- breiðu. Annars staðar í Frakklandi eru kuldarnir enn meiri og sam- göngur víða erfiðar vegna mikilla snjóa. Frá Nissa til Cannes, meðfram Miðjarðarhafsströndinni, átti fólk hvarvetna í þeim erfiðleik- um, sem fylgja vetrarveðrum á norðlægari slóðum, og sem fólk á þessum sólarströndum hefur hingað til aðeins lesið um í blöð- um. Með ströndinni sjálfri var snjórinn um 20 sm djúpur en strax og komið er inn í landið eykst hann og þar er jafnfallinn snjór víða hálfur metri á dýpt. Mestöll umferð hefur stöðvast og flugumferð en lestir ganga enn þótt þær séu seinna á ferðinni en venjulega. Metkuldi hefur mælst víða í Frakklandi, t.d. í Pyrenea- fjöllum og sums staðar í Suð- austur-Frakklandi, og vitað er um 22 menn, sem orðið hafa úti. Samgönguráðherra Frakka, Paul Quiles, gekkst fyrir því, að ríkisjárnbrautirnar og neðan- jarðarlestirnar í París skytu skjólshúsi yfir 22.000 manns í borginni, sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Alls konar slys hafa orðið, sem rekja má til kuldakastsins, og er þá ekki átt við umferðarslysin, sem eru að sjálfsögðu fjölmörg. Eitt átti sér t.d. stað í bænum Plachy-Buyon þegar maður nokkur reyndi að þíða klakann úr frosnum leiðslum með log- suðutæki með þeim afleiðingum, að húsið brann til kaldra kola. Yfirvöld í Frakklandi hafa gefið út viðamiklar upplýsingar til almennings um það hvernig fólk á að bregðast við í svona kuldum, hvernig það á að klæða sig o.s.frv., enda eins gott því að veðurfræðingar sjá engin merki um batnandi tíð alveg í bráð. í Limafirði á Jótlandi er einn ísbrjótur og flesta vetur á áhöfnin náðuga daga. Að undanförnu hefur hún hins vegar haft í nógu að snúast enda ísinn orðinn 70—120 sm þykkur. Hér er ísbrjóturinn, Goliath Göl (Lv.) að hjálpa skipi brott frá Aggersund. Höfnin í Rungsted á Norður-Sjálandi er ísi lögð langt út fyrir hafnargarða og bfða nú margir eftir þvf að Eyrarsundið leggi alveg svo hægt verði að ganga þurrum fótum til Svfþjóðar. Ef kuldunum linnir ekki verður það hægt eftir nokkra daga. Indland: Handtökur vegna Nýju Delhf. 8. janúar. AP. LÖGREGLAN í Delhí, höfuðborg Indlands, segist hafa handtekið rúmlega 60 manns, allt hindúa, í kjölfarið á óeirðum þeim sem hófust er Indira Gandhi var myrt á dögun- um, og beindust eingöngu gegn síkh- um í landinu. Hinir handteknu hafa verið sakaðir um að hafa tekið þátt í uppþotum sem leiddu til dauða margra síkha og eyðileggingar á eignum þeirra. Segir lögreglan að öll kurl séu ekki komin til grafar og óeirÖa ugglaust verði fleiri handteknir á næstunni. Um 1.200 síkhar voru drepnir í óeirðum sem hindúar stóðu fyrir eftir að forsætisráðherrann var myrtur, en það voru tveir af líf- vörðum frú Gandhi, síkhar, sem ódæðið frömdu. óeirðirnar stóðu yfir í fjóra daga eða uns herinn bældi ólguna niður með valdi. Hinir handteknu verða ákærðir fyrir morð, íkveikju og gripdeildir. Reykingabann á Rauða torginu Moflkrn, 8. janúar. AP. Borgarráð Moskvuborgar hefur bannað reykingar á Rauða torginu frá og með fimmtudegi og er tilgang- urinn sá að gefa anddyri Kremlar virðulegri blæ. Sðgðust borgaryfirvöld hafa tekið ákvörðun sína eftir að bréf hefðu borist frá mörgum Moskvu- búum og ferðamönnum þar sem lagt var til reykingabann á fræg- um stöðum og vinsælum. „Bréfin voru frá fólki af öllum þjóðfélagsgerðum, frá stríðs- og verkalýðshetjum, gömlum bolsé- víkum og ungu fólki," sagði í kvöldblaði, sem flutti fregnirnar af reykingabanninu. Samkvæmt tilkynningunni eru reykingar bannaðar á Rauða torg- inu frá og með 10. janúar og á torginu umhverfi8 gröf óþekkta hermannsins. Reykingabann hef- ur verið í gildi i leikhúsum, söfn- um, járnbrautastöðvum og öðrum opinberum byggingum Moskvu- borgar. Verið er að undirbúa aðferðir til að framfylgja „af festu“ reyk- ingabanni á Rauða torginu. Dag- lega eru þúsundir vindlinga traðk- aðar niður í torgið og hafa fylk- ingar gamalla sópkvenna haft ær- in starfa við að halda þessum vinsæla ferðamannastað þokka- lega hreinum. Mannrán í Líbanon Beirút, 8. juúar. AP. ÁTTA árásarmenn vopnaðir vélbyss- um rændu í dag bandarískum presti, sem stjórnaði hjálparstarfsemi kaþ- ólsku kirkjunnar í vesturhluta Beir- út. Var frá þessu skýrt af hálfu Ifb- önsku lögreglunnar í dag. Maðurinn heitir séra Lawrence Martin Jenco. Mannræningjarnir komu aðvífandi á tveimur bifreið- um, þar sem Jenco var á leið til vinnu frá heimili sínu, en bílstjóri ók honum í sérstakri bifreið. Þrír af mannræningjunum stukku í veg fyrir bifreið Jencos og neyddu hann og bílstjóra hans til þess að færa sig í aftursæti bifreiðarinn- ar. Síðan settist einn mannræn- ingjanna undir stýri bifreiðarinn- ar og ók henni á brott i skyndi, en hinir bílarnir tveir fylgdu á eftir. Bílstjóri prestsins, Khaled Krunfol, sem er múhameðstrúar- maður, kvaðst hafa reynt að snú- ast til varnar gegn mannræningj- unum, en þá hefði einn þeirra bar- ið hann í höfuðið með byssuskafti, svo að hann hlaut af því áverka. Ferðum Rússa í lofthelgi Noregs fjölgar stórum Oaftó, 8. janúar. Frú Ju Erik Unré, frétUriUr. Mbl. Norskar ornistuþotur voru sendar samtals 471 sinni í veg fyrir sovézk- ar flugvélar sem ýmist rufu eða voru á leið inn í lofthelgi Noregs árið 1984. Er hér um að ræða verulega fjölgun frá fyrri árum, fjöldi til- vika af þessu tagi hefur verið um 250 á ári. Ein skýringin er að Sov- étmenn héldu tvennar stórar her- æfingar þar sem mjög margar sovézkar flugvélar tóku þátt. Einnig hafa langdrægari F-16 orrustuflugvélar tekið við af Star- fighter við gæzlu lofthelginnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.