Morgunblaðið - 09.01.1985, Síða 33

Morgunblaðið - 09.01.1985, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 33 „Er það svo farstæðukennd hugmynd, ef stofnuð vsru samtök á breiðum grunni, að leyfa þeim að nota dreifikerfi sjcnvarpsins á fimmtudagskvöldum ... ? “ ingar og hvenær dagsskrárefni. Að blanda þessu tvennu saman er hið versta mál. Mín skoðun er að leyfa beri auglýsingar eftir vissum reglum í slíkum stöðvum. Það er heldur varla stætt á því að leyfa Ríkis- útvarpinu hér á landi einu að flytja auglýsingar á öldum ljós- vakans. Hjá Ríkisútvarpinu okkar á rás tvö hefur þess gætt í ríkum mæli að undaförnu, að starfsmenn gera ekki glögg skil milli ýmiskon- ar óbeina auglýsinga og dagskrár- efnis. Hlustendur eiga kröfu og rétt á því að þarna sé greinilega skilið á milli. Það hefur ekki verið gert að undanförnu. Norðmenn hafa lagt mikla vinnu í að meta árangurinn af þessari tilraunastarfsemi á sviði útvarps og sjónvarps. Um það hafa verið skrifaðar ýmsar skýrsl- ur, sem við ættum sannarlega að taka til gaumgæfilegrar athugun- ar. Það er aldrei óskynsamlegt að reyna að læra af mistökum ann- arra, enda þótt játa verði að þar hefur nú mannskepnan sjaldnast haft árangur sem erfiði. Hvað nú? Þess var getið hér að ofan, að frá Alþýðuflokknum hefðu komið ítarlegar breytingartillögur við fyrirliggjandi frumvarp til út- varpslaga. Þær eru mismikilvæg- ar og auðvitað til umræðu. Það væru óskynsamlegir afarkostir að segja sem svo: Þetta viljum við og annað ekki. Ég játa það hispurs- laust, að ég hefi ekki endanlega gert upp hug minn um öll áhorfs- atriði þessara mála, þau eru nefni- lega æði mörg. Hinsvegar neita ég því ekki, að oftlega hefur það að mér hvarflað hvort ekki ætti að fara hér leiðir, sem ekki hafa verið mikið til umræðu fram til þessa, og kannski ekki með öllu ólíkar þeim leiðum, sem Norðmenn hafa farið. Skal ég nú gera þessu nokkru nánari skil, en hér er eng- an veginn um fastmótaðar hug- myndir að ræða heldur aðeins ver- ið að færa umræðuna út á svolítið víðari völl og um leið hagnýta sér reynslu annarra. Aðrir kostir Mér finnst umræðan hér hafa einkennst um of af því, að hér hugsa menn sem svo: Fimm aðilar fá leyfi til að reka útvarpsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Hver um sig starfrækir eigin sendistöð og sér um allt það efni, sem þar er á boðstólum. Þetta hefur eiginlega verið sú mynd, sem við hefur blas- að í umræðunni. Þetta finnst mér ekki um allt góður valkostur. Okkar tillögur miða að því að slíkar sendistöðvar séu öllum opnar, sem uppfylla sett skilyrði, sem síðar yrðu nánar ákveðin. Þannig mætti hugsa sér fimm eða fleiri stöðvar, en síðan væru kannski fimmtíu aðilar, eða ennþá fleiri, sem hefðu að þeim aðgang og sendu þar út fastar dagskrár eða þætti. Þetta gætu rétt eins og í Noregi verið allskonar samtök, trúfélög, átthagafélög, íþróttafé- lög, einstaklingar og svo framveg- is. Sama mundi gilda um kapal- kerfi, eða boðveitur. Þær yrðu í eigu opinberra eða hálf opinberra aðila, eða almenningshlutfélaga, með tryggri lýðræðisstjórn. Þar ættu samtök og einstaklingar síð- an aðgang með hugðarefni sín (enska hugtakið common carrier). Þetta ætti að tryggja fjölbreytni, ekki bara fjölda, sem getur ekki verið markmiðið. Auðvitað eru til enn aðrar leiðir og kannski öllu byltingarkenndari, sem ekkert hafa verið ræddar svo mér sé kunnugt, enda þótt fleiri hafi auðvitað velt þeim fyrir sér. Ríkisútvarpið hefur lagt mikið fjármagn í dreifikerfi sitt. Þetta dreifikerfi er langt frá því að vera fullnýtt. Tökum sjónvarpið. Dreifikerfið er ekki notað nema á kvöldin og ekkert á fimmtudögum. (Tillögur mínar bæði á Alþingi og í útvarpsráði um fimmtudags- sjónvarp, hafa enn ekki fengið hljómgrunn.) Er það svo fjar- stæðukennd hugmynd, ef stofnuð væru samtök á breiðum grunni, að veita þeim leyfi til að nota dreifi- kerfi sjónvarpsins á fimmtudags- kvöldum, að sjálfsögðu gegn greiðslu eðlilegs kostnaðar? Kæmi ekki einnig til greina ef einhverjir vildu stofna hér til morgunsjón- varps, svo sem frá klukkan átta til ellefu á morgnana, að leyfa slíkt? Eða miðdegissjónvarp? Er þetta ekki að minnsta kosti umhugsun- arefni? Mætti ekki hugsa sér að feta sig áfram eftir þessum leið- um. Sama gildir um rás tvö. Hún nýtir ekki dreifikerfi sitt nema hluta dags. Örugglega eru ein- hverjir, sem vildu leigja dreifi- kerfi rásar tvö til að útvarpa þar allar nætur. Mætti ekki leyfa áhugafólki að spreyta sig stað- bundið, eða á landsvísu, og nota til þess það dreifikerfi, sem til er, og spara þá þjóðinni nýja fjárfest- ingu? Norskt sjón- varp hingað? Það er nú til umræðu milli menntamálaráðherra íslands og Noregs, að íslendingar eigi þess kost að geta séð að minnsta kosti einhvern hiuta af dagskrá norska sjónvarpsins, þar sem henni er beint um gervihnött til Svalbarða og Jan Mayen. Hefur mennta- málaráðherra okkar sagt, að Ríkisútvarpinu verði innan skamms falið að hefja könnunar- viðræður um þetta við norsk yfir- völd. Ekki telur sá er þetta ritar sig vera minni áhugamann um nor- ræna samvinnu en gengur og ger- ist. En þetta er nú ekki sú tegund norrænnar sjónvarpssamvinnu, sem ég hefi séð fyrir mér í umræð- um um þau mál. Því meira sem ég hugsa um þetta, því meira renna á mig tvær grímur um ágæti þess að fá norskt sjónvarpsefni holt og bolt af ýmsu tagi væntanlega, óþýtt og ótextað. En í þessu máli hefur fátt verið rætt fyrir opnum tjöldum enn sem komið er. Sem þingmaður og þátttakandi í norr- ænu menningarmálasamstarfi af hálfu Alþingis uni ég því illa, að tveir ráðherrar, þótt góðir séu, geri út um þetta mál í einkavið- ræðum. Þetta er mál, sem þingið og þjóðin verða að ræða. Ég er sannfærður um að þetta verður dýr kostur, enda þótt flest ef ekki allt sé enn óljóst í þeim efnum. Auðvitað kemur að því að sjó- nvarpsefni frá ýmsum löndum, sem öllum er ætlað, verður okkur tiltækt hér frá gervihnöttum. Allt gott um það. En ekki heldur hér eigum við að rasa um ráð fram. Takmarkað framboð sjónvarps- efnis frá einu landi er allt annað en að geta valið úr öllum dagskr- ám hinna Norðurlandanna, eða séð dagskrár með völdu efni frá þeim öllum og fleiri löndum síðar meir, enda þótt þess verði ef til' vill lengra að bíða en hinir bjarts- ýnustu hyggja nú. Annars virðast mér öll hin nor- rænu sjónvarpssamvinnumál að vera að komast í hálfgerða sjálf- heldu. Menn hafa nefnilega lagt meiri áherslu á að ná samkomu- lagi um umbúðirnar (tæknina) en innihaldið, sem öllu skiptir þó, sjálfa dagskrána. Ég held að þau atriði, sem ég hefi sett fram hér að ofan, séu verð- nokkurrar umræður og um- <- hugsunar, og í þeim tilgangi voru þessir þankar á blað settir. Eiður Guðnason er þingmaður Al- þýðuflokksins fýrir Vesturlands- kjördæmi og formaður þingfhkks. launaflokki frá ágúst til desember 1984 og meira en 30% hjá ýmsum þeirra, sem laun hafa fengið sam- kvæmt ákvörðun kjaradóms. Við ákvörðun kjaradóms er meðal annars höfð hliðsjón af þeim at- riðum, sem hér hafa verið rakin. Ennfremur vill kjaradómur leggja áherslu á, að í 1. gr. laga nr. 88/1971 um 40 stunda vinnuviku er tekið fram, að lögin taki ekki til forstöðumanna og sérstakra full- trúa í störfum, sem eru þess eðlis, að erfirliti með vinnutíma verði ekki við komið. Áfram er heimilt að semja um vinnutíma þeirra, sem hér um ræðir, og hefur til dæmis verið gert I aðalkjarasamn- ingum ríkisins við starfsmenn sína. Með hliðsjón af þessu og eðli þeirra starfa, sem hér um ræðir, tekur kjaradómur fram, að laun fyrir þessi störf eru nú ákveðin þannig, að um frekari greiðslur fyrir þau verði ekki að ræða, nema við sérstakar, óvenjulegar aðstæð- ur. Laununum er með öðrum orð- um ætlað að ná til allrar venju- bundinnar vinnu f hverju starfi og það einnig þó að vinnutfmi sé að jafnaði lengri en 40 stundir á viku. Samkvæmt þessu ákveður kjaradómur eftirfarandi: I. í nóvember 1984 skulu laun for- seta íslands vera 104.336 krónur. II I nóvember 1984 skulu laun for- seta Hæstaréttar vera 87.848 krónur en laun annarra hæsta- réttardómara 82.007 krónur. III í nóvember 1984 skulu laun for- sætisráðherra vera 100.080 krónur en laun annarra ráðherra 94.105 krónur, hvort tveggja að meðtöldu þingfararkaupi. IV I nóvember 1984 skulu laun rík- issaksóknara vera 82,007 krónur. V í nóvember 1984 skulu laun rík- issáttasemjara vera 82.007 krónur. VI í nóvember 1984 skulu laun biskups íslands vera 71.465 krón- ur. VII t nóvember 1984 skulu laun ráðuneytisstjóra vera 69.048 krón- ur. VIII Mánaðarlaun skv. I-VII skulu hækka um 800 krónur frá 1. des- ember 1984. IX 1. í nóvember 1984 skal þingfar- arkaup vera 56.170 krónur og hækka um 800 krónur 1. des- ember 1984. 2. Húsnæðiskostnaður verði 8.300 krónur á mánuði frá 1. október 1984. 3. Dvalarkostnaður um þingtím- ann verði 315 krónur á dag frá 1. október 1984. 4. Dvalarkostnaður í kjördæmi verði 53.300 krónur frá 1. októ- ber 1984 miðað við ársgreiðslu. 5. Kostnaður við ferðalög í kjör- dæmi verði frá 1. október 1984: f Reykjavíkurkjördæmi 3.450 kr. á mán. í Reykjaneskjördæmi 6.350 kr. á mán. f öðrum kjördæmum 10.700 kr. á mán. X Launakjör rektors Háskóla fs- lands, lögreglustjórans í Reykja- vík, ríkisskattstjóra, póst- og símamálastjóra, yfirsakadómar- ans í Reykjavík, yfirborgardómar- ans í Reykjavík, yfirborgarfóget- ans í Reykjavík, tollstjórans í Reykjavík, tollgæslustjóra, borg- ardómara, borgarfógeta, saka- dómara, sýslumanna, bæjarfóg- eta, héraðsdómara, rannsóknar- lögreglustjóra ríkisins, lögreglu- stjórans á Keflavíkurflugvelli, flugmálastjóra, forstjóra ríkis- spítalanna, orkumálastjóra, raf- magnsveitustjóra ríkisins, vega- málastjóra, sendiherra, skatt- rannsóknastjóra, verðlagsstjóra og þeirra ríkisskattanefndar- manna, sem hafa nefndarstörfin að aðalstarfi, skulu haldast óbreytt árið 1984 frá því sem var fyrir gildistöku laga nr. 41/1984 að öðru leyti en því, að röðun allra þessara starfsmanna skal hækka um þrjá launaflokka frá 1. nó- vember 1984 að frádreginni þeirri tilfærslu milli launaflokka, sem þeim kann áður að hafa verið ákveðin árið 1984. Laun þeirra skulu ennfremur hækka um 800 krónur 1. desember 1984. Jafnframt skulu greiðlur til þeirra fyrir ómælda eða fasta yf- irvinnu, svo og greiðslur fyrir inn- heimtu ríkissjóðstekna og upp- boðslaun, standa óbreyttar til ársloka 1984. Frá 1. janúar 1985 skulu greiðslur þessar falla niður. Ríkisskattanefndarmaður, sem hefur nefndarstörfin að aðalstarfi, skal frá 1. janúar 1985 taka laun samkvæmt launaflokki 122 f aðal- kjarasamningi Bandalags há- skólamanna og rfkisins. Frá 1. janúar 1985 skulu þessum ríkisstarfsmönnum greidd mánað- arlaun sem hér segir: 51.463 krónur Borgardómara, borgarfógetar, héraðsdómarar og sakadómarar með allt að 9 ára starfsaldur. 53.236 krónur: Borgardómarar, borgarfógetar, héraðsdómarar og sakadómarar með meira en 9 og allt að 13 ára starfsaldur. 55.070 krónur: Borgardómarar, borgarfógetar, héraðsdómarar og sakadómarar með meira en 13 ára starfsaldur. 56.970 krónur: Sýslumaðurinn í Dalasýslu, sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu, bæjarfóg- etinn í Bolungarvfk, sýslumað- urinn í Strandasýslu, bæjar- fógetinn á Siglufirði, bæjarfóg- etinn f Ólafssfirði, bæjarfóget- inn í Neskaupstað, sýslumað- urinn í Austur-Skaftafells- sýslu, sýslumaðurinn í Vest- ur-Skaftafellssýslu, Tollgæslu- stjóri og verðlagsstjóri. 67.970 krónur: Bæjarfógetinn á Akranesi, sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sýslumaðurinn í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og bæjar- fógetinn í ólafsvík, sýslumað- urinn í tsafjarðarsýslu og bæj- arfógetinn á ísafirði, sýslu- maðurinn í Húnavatnssýslu, sýslumaðurinn i Skagafjarð- arsýslu og bæjarfógetinn á Sauðárkróki, sýslumaðurinn i Þingeyjarsýslu og bæjarfóget- inn á Húsavík, sýslumaðurinn i Norður-Múlasýslu og bæjar- fógetinn á Seyðisfirði, sýslu- maðurinn í Suður-Múlasýslu og bæjarfógetinn á Eskifirði, sýslumaðurinn í Rangárvalla- sýslu, bæjarfógetinn í Vest- mannaeyjum, sýslumaðurinn í Árnessýslu og bæjarfógetinn á Selfossi, lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli. 63.077 krónur: Formaður rfkis- skattanefndar. 65.257 krónur: Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu og bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjamarnesi, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu og bæjar- fógetinn á Akureyri og Dalvfk, sýslumaðurinn f Gullbringu- sýslu og bæjarfógetinn í Kefla- vík, Grindavík og Njarðvfk, bæjarfógetinn í Kópavogi, flugmálastjóri, orkumálastjóri, rafmagnsveitustjóri ríkisins, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, skattrannsóknar- stjóri, tollstjórinn í Reykjavík, yfirborgarfógetinn í Reykja- vík, yfirborgardómarinn í Reykjavík, yfirsakadómarinn í Reykjavík. 67.513 krónur: Lögreglustjórinn f Reykjavík, rektor Háskóla Is- lands, sendiherrar. 69.848 krónur: Forstjóri ríkisspít- alanna, póst- og símamála- stjóri, ríkisskattstjóri, vega- málastjóri. Ákvörðun þessa kafla tekur ekki til þeirra, sem nota heimild í bráðabirgðaákvæði I í lögum nr. 41/1984. XII Um launakjör þeirra starfs- manna ríkisins, sem kjaradómur ákveður laun skv. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 46/1973, eins og henni hefur verið breytt, skulu gilda eft- irfarandi almenn ákvæði: 1. Mánaðarlaun eru þannig ákveð- in, að ekki skal vera um frekari greiðslur fyrir venjubundin störf að ræða, þó að vinnutími sé að jafnaði lengri en 40 stund- ir á viku. Innheimtu- og upp- boðslaun falla niður, þar sem um þau hefur verið að ræða. 2. Starfsaldur borgardómara, borgarfógeta, héraðsdómara og sakadómara ákveðst eftir sömu reglum og gilda um þá starfs- menn ríkisins, sem taka laun samkvæmt samningum þess og Bandalags háskólamanna. Um aðrar starfsaldurshækkanir er ekki að ræða. 3. Um orlof skulu eftir því sem við á, gilda þær reglur, er greinir f 4. kafla aðalkjarasamnings Bandalags háskólamanna og ríkisins. Um orlofssjóð skulu áfram gilda þær sérstöku regl- ur sem mótaðar hafa verið í því efni. 4. Um önnur launakjör skal farið eftir hliðstæðum reglum og al- mennt gilda um ríkisstarfs- menn, eftir því sem við á, þar á meðal um persónuuppbót, ferðakostnað og slysatrygg- ingar. 5. Ríkisskattanefndarmaður, sem hefur nefndarstörfin að aðal- starfi, skal hækka um einn launaflokk eftir 3 ár í því starfi. Um aðrar starfsaldurshækkan- ir hans, greiðslur fyrir yfir- vinnu og önnur launakjör fer samkvæmt ákvæðum aðal- kjarasamnings Bandalags há- skólamanna og rfkisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.