Morgunblaðið - 09.01.1985, Page 34

Morgunblaðið - 09.01.1985, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 t Faöir okkar, ÓSKAR SÓLBERQS, Fögrubrekku 25. lést að morgni 8. janúar I Landspitalanum. Jarðarförin auglyst siöar. Birna Óskarsdóttir, örn Óskarsson, Rós Óskarsdóttir, Ásdfs Óskarsdóttir, Ævar Óskarsson. t Eiginkona min, ELÍN STEINDÓRSDÓTTIR fré Ási f Hrunamannahrsppi, Rauöarérstfg 5, er lést þann 30. desember veröur jarösungin frá Hallgrimskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 15.00. Magnús Vilhjélmsson. t Útför eiginkonu minnar og móöur, MARÍU JENSDÓTTUR, Skólavöröustfg 24, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. janúar kl. 3. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Fyrir hönd annarra vandamanna, Jónatan Ólafsson, Gfgja Jónatansdóttir. t Frændi minn, ÓLI KR. JÓNSSON, Hring braut 84, Raykjavfk, sem lést i Landakotsspftala á gamlársdag, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju f dag, miövikudaginn 9. januar, kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Jsnný Anna Baldursdóttir. t Þökkum innilega vinsemd og hluttekningu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓHÖNNU EYJÓLFSDÓTTUR, Bérugötu 16. Valdimar Guómundason, Valdlmar Valdimarsson, Þorgsróur Einarsdóttir, Eyjólfur Valdimarsson, Hanna Unnstsinsdóttlr, Hslga Valdimarsdóttir, Óskar Alfrsösson og barnabörn. 2- t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginmanns mins og fööur okkar, ÁSGRÍMS PÁLSSONAR, Asparlundi 11. Fyrir hönd vandamanna. Ragnhsiöur Hsrmannsdóttir, Péll Ásgrfmsson, Eirfka Asgrfmsdóttir, Birgiths P. Ásgrfmsdóttír. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Óli Kr. Jónsson stýrimaður Fæddur 1. febrúar 1899 Dáinn 31. deaember 1984 óli frændi er dáinn. Þrátt fyrir háan aldur kom það flatt upp á okkur því hann var aldrei gamall í bókstaflegri merkingu þess orðs. ÓIi fæddist á Hámundarstöðum í Vopnafirði þann 1. febrúar 1899. Hann var elsti sonur hjónanna Jóns Jónssonar frá Vogum og Helgu Óladóttur frá Stóru-Breiðu- víkurhjáleigu í Reyðarfirði. Þau eignuðust 6 börn og var föður- amma mín, Jenný Jónsdóttir, þeirra yngst. 1919 fluttust þau til Reykjavíkur og í desember 1932 keypti óli íbúðina á Hringbraut 84, Reykjavík, þar sem hann bjó æ síðan. Óli frændi giftist aldrei. Hann bjó foreldrum sínum heimili og var þeim mikill styrkur í hon- um. Undirrituð ílengdist hjá lang- ömmu og Óla frænda og þar naut ég þess öryggis og þeirrar um- hyggju sem ég seint fæ þakkað. Óli og amma voru vinmörg, fjöl- skyldan stór og var „Verkó" nokk- urs konar samkomustaður þar sem allir hittust. Ég kveð Óla frænda full þakk- lætis fyrir allar samverustundirn- ar og allt það sem hann kenndi mér sem barni og svo dóttur minni seinna. Þegar ég hitti hann síðast, á þriðja degi jóla, var hann hress - Minning og talaði um að stíga fram úr á gamlársdag og við töluðum um framtíðina á nýja árinu með von í huga. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Á gamlársdag lést óli, 85 ára að aldri, eftir að hafa veikst hastarlega um nóttina. Með sorg í hjarta kveð ég Óla frænda og bið Guð að blessa hann og styrkja okkur sem eftir lifum. Eftir lifir minningin um einstakan fróð- leiksmann sem alltaf var boðinn og búinn að rétta fram hjálpar- hönd þegar á þurfti að halda. Jenný Anna í dag kl. 10.30 verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju óli Kr. Jónsson stýrimaður. Óli Kristinn fæddist 1. febrúar 1899 á Hámundarstöðum í Vopna- firði. Foreldrar hans voru Helga Óladóttir og Jón Jónsson, útvegs- bóndi og bátaformaður í Vopna- firði og víðar á Austurlandi. Jón var ættaður úr Árnessýslu, en Helga frá Reyðarfirði. Fundum þeirra Jóns og Helgu mun hafa borið saman á Austfjörðum þegar Jón fór að stunda sjóróðra þaðan. Þau munu hafa verið gefin saman í hjónaband nokkru áður en ÓIi fæddist, og var hann þeirra fyrsta barn. Urðu systkinin sex, fjórar dætur og tveir synir. Jóhannes Jónsson Dalbœ — Kveðja Fæddur 30. ágúst 1912 Dáinn 22. desember 1984 Þegar ég frétti lát gamals vinar og samferðamanns, Jóhannesar Jónssonar (Jan Jansen), garð- yrkjubónda í Dalbæ í Reykholts- dal, þá langaði mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Jan fæddist í Hollandi og ólst þar upp i foreldrahúsum ásamt systur. Foreldrar hans voru Jac- obus Gerardes Jansen, verðbréfa- sali í Steenberger Hilversum í Amsterdam, og Sophia Maria kona hans. Eftir garðyrkjunám í Hollandi vann hann þar við garð- yrkju og einnig í Þýskalandi og Suður-Afríku, ætlaði raunar að stunda garðyrkju í Suður-Afríku en heimsstyrjöldin kom í veg fyrir það. Hann kom til fslands í desem- ber 1939, ráðinn sem verkstjóri í garðyrkjustöðinni að Syðri-Reykj- um í Biskupstungum. Á þessum árum voru nokkrir hugsjóna- og framsýnismenn, sem sáu mögu- leika garðyrkjunnar hér á landi með nýtingu jarðhitans og komu þar m.a. við sögu á Syðri-Reykjum læknarnir Jónas Sveinsson og prófessor Níels Dungal. Dungal hafði kynnst Jan í Þýskalandi og ráðið hann til starfa. Mjög góð vinátta var alltaf með þeim Jan og Dungal, enda áttu þeir mörg sam- eiginleg áhugamál. Dungal var áhugasamur um alla ræktun og má þar til dæmis nefna ræktun hans á orkideum í gróðurhúsi á lóðinni við hús hans við Suður- götu. Fljótlega eftir komuna til lands- ins braust seinni heimsstyrjöldin út, með enn meiri krafti og varð einangrun landsins mikil. Seinni hluta vetrar 1944 var Jan kvaddur til herþjónustu í útlagaher Hol- lands í Bretlandi. Á vordögum þegar hann beið hjá Dungal vini sínum í Reykjavík eftir skipsfari til Englands, varð það að ráði að hann færi að Laugalandi í Borg- arfirði og ynni þar þangað til hann fengi far til Englands. Á Laugalandi höfðu bræðumir Helgi og Ölafur Bjarnasynir, báðir bú- settir í Reykjavík, reist garðyrkju- stöð, en þetta sama vor lést dansk- ur garðyrkjumaður, sem hjá þeim vann. Það var því vorið 1944, sem fundum okkar Jans bar fyrst sam- an, ég 16 ára unglingur, en hann heimsmaður á besta aldri, víð- sýnn, vellesinn og ferskur í garð- yrkjunni. Um haustiö skildi leiðir um sinn. Jan fór til Englands til að gegna herþjónustu fyrir land sitt, en ég til náms í Garðyrkju- skólanum að Reykjum í Ölfusi. Ekki hefur Jan líkað illa á Laugalandi því þegar stríðinu lauk, árið 1945, kom hann aftur til fslands og réð sig sem garðyrkju- stjóra að Laugalandi. Mér verður oft hugsað til þess hvers vegna, ekki síst á þessum árum, erlendir menn komu til okkar afskekkta lands, þar sem samgöngur voru mjög erfiðar og byggðin dreifð. Jan kom frá Hollandi, sem með sanni er hægt að segja að sé vagga garðyrkjunnar í Evrópu. Allavega hefur verið ólíkt að fást við það starf sem hann hafði menntað sig til í þessum löndum. Jan lét þessa hluti ekki aftra sér, en naut frekar olnbogarýmisins hér, náttúrunnar og mannlífsins. Jan var garðyrkjustjóri hjá Laugalandi hf. um 9 ára skeið. Hann var góður garðyrkjumaður, m.a. hóf hann vínberjarækt, sem þótti nokkur nýlunda hér á landi í þá daga, en var algeng ræktun í heimalandi hans. Þessi vínberja- ræktun, sem var landsþekkt, var stunduð á Laugalandi í þrjá ára- tugi og náði yfir 600 fermetra þeg- ar mest var. Það var á þessum árum sem hann kynntist konu sinni, Þuríði Jónsdóttur ættaðri úr Hafnar- firði, en hún var þá ráðskona í Munaðarnesi hjá Magnúsi bónda Einarssyni. Þau giftu sig 3. janúar 1947 og stofnuðu heimili á Lauga- landi. Þau eignuðust tvo syni: Jón Jakob f. 10. september 1947, bak- arameistara í Reykjavík, og Bernhard f. 31. júlí 1951, garð- yrkjubónda í Sólbyrgi í Reyk- holtsdal. Einnig ólst upp hjá þeim Ómar sonur Þuríðar af fyrra hjónabandi f. 20. nóvember 1938. Á heimili þeirra ríkti alltaf hlý- hugur og gestrisni. Þuríður var einstök húsmóðir, hann vfðlesinn heimsmaður, ræðinn og skemmti- legur. Þuríður lést árið 1971 og syrgði Jan hana mjög. Ég mun ávallt minnast þess tíma sem ég vann með Jan á Laugalandi með ánægju. Þau hjón byrjuðu að búa á Há- mundarstöðum, en bjuggu síðan í Ytri Vogum í Vopnafirði þar til að bærinn brann ofan af þeim, en þá flytja þau til Seyðisfjarðar og búa þar í nafnkunnu húsi sem Bjarki hét og heitir kannski ennþá. Jón hélt áfram að róa á sínum litla báti eftir að þau fluttu til Seyðisfjarðar, og nú var óli farinn að fá að fara með pabba sínum á sjóinn. Óli minntist oft þeirra stunda er þeir feðgar voru að róa út fjörðinn í morgunsárið. Ég man eftir því, þegar við óli vorum sam- an í söltunarstöðinni „Sunnuveri" á síldarárunum 1962—68, að á góðviðrismorgnum, þegar við horfðum út eftir spegilsléttum firðinum, þá hugsaði Óli með hrifningu og lotningu til þess tíma þegar þeir feðgar voru að róa út fjörðinn. Árið 1954 keyptu Jan og Þuríður garðyrkjubýli á Kleppjárnsreykj- um, sem þau nefndu Dalbæ. Þar rak Jan garðyrkjustöð með dyggi- legri aðstoð konu sinnar á meðan hennar naut við. Árið 1983 seldi hann Bernhard syni sínum stöð- ina. Á efri árum byggði Jan sér lítiö íbúðarhús þar sem hann bjó í nábýli við son sinn Bernhard, tengdadóttur Hugrúnu B. Hauks- dóttur og syni þeirra. Jan var félagslyndur maður. Hann var félagi í Garðyrkju- bændafélagi Borgarfjarðar, sat meðal annars lengi í stjórn þess sem gjaldkeri. Þá tók hann einnig virkan þátt í störfum Kiwanis- klúbbsins Jökla og átti í þeim fé- lagsskap margar ánægjustundir á seinni árum. Hann hafði mikla ánægju af ferðalögum. Nú hin síð- ari ár, þegar hann hafði létt að mestu af sér ábyrgðinni af rekstri garðyrkjustöðvarinnar, naut hann þess að geta farið í ferðalög til annarra landa og kom þá gjarnan við hjá systur sinni í Hollandi. Með Jan er genginn minnis- stæður maður. Eg minnist hans með þökk og hlýju og sendi sonum hans, tengdadóttur, barnabörnum, systur og mági mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni Helgason, Laugalandi. Leiðrétting í LEIÐRÉTTINGU við minn- ingargrein um Jensínu Sæunni Jensdóttir hér í blaðinu um síð- ustu helgi, varð blaðinu það á að segja hana frá Akranesi. Hið rétta er að hún var vestan úr Hnífsdal. Systir hennar, Ásgerður Jensdótt- ir, er á Akranesi og er 93ja ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.