Morgunblaðið - 09.01.1985, Page 47

Morgunblaðið - 09.01.1985, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 47 Víkingar með ólög- legt liö? „ÞAD ER EKKI hægt að bjóða líð- unum í 1. deild upp á þaö aö leika meö ólöglegu liöi. Viö Valsmenn teljum aö Víkingur hafi verið meö ólöglegt lið í kvöld gegn okkur, viö munum kæra leikinn og láta rannsaka hvort Gróttuleikmaður- inn Sverrir Sverrisson, sem gekk yfir í Víking í haust, sé ekki ólög- legur með liöinu og ág var hissa á að Víkingar skyldu láta hann leika með liöinu í kvöld,“ sagöi Bjarni Jónsson, stjórnarmaöur handknattleiksdeildar Vals, í gærkvöldi. Leikmaöurinn sem hér um ræöir mun í haust hafa gengiö í Víking úr Gróttu en ekki munu félagaskipti hans vera á hreinu. Veröur fróölegt aö fylgjast meö hvaöa meðferð kæra Valsmanna fær. Sigurður út á föstudag SIGURÐUR Jónsson, knatt- spyrnumaður af Akranesi, fer til Englands á föstudag og mun byrja aö æfa strax af krafti með Sheffield Wedn- esday. Forráðamenn Wedn- esday segja nú aöeins forms- atriöi aö fá atvinnuleyfi — tveir aöilar af þremur hafi gef- iö samþykki sitt og leyfiö fáist því innan skamms tíma. Morgunblaöiö/Friöþjófur. • Haukur Geirmundsson lék vel í gærkvöldi meö KR. Hér svffur hann inn úr horninu og fiskar vftakst. Það er Sigurjón Guömundsson sem er til varnar. Haukur er einstaklega lunkinn viö aö „fiska“ vítaköst og varð Sigurjón nokkrum sinnum fyrir baröinu á honum í gær í því sambandi. Sveiflukennd viður- eign KR og Stjömunnar — kæruleysi og klaufaskapur KR-inga kostuðu þá annaö stigið KR OG Stjarnan geröu jafntefli, 19:19, í 1. deild karla í handknatt- leik í Laugardalshöll í gærkvöldi í mjög svo sveiflukenndum leik. KR höföu ætíö frumkvæöiö — en dæmalaust kæruleysi þeirra, klaufaskapur og eigingirni kost- aöi þá annaö stigiö. KR-ingar höföu fjögurra marka forystu — 12:8 — í leikhléi en glutruöu því niöur og uröu aö sætta sig viö jafntefli. Stjörnu- mönnum má hæla fyrir góöa bar- áttu á köflum í síöari hálfleik en þaö sem þeir sýndu i þeim fyrri var ekki neinn úrvalshandknattleikur, hvorki í vörn nó sókn. Stjörnuliðið lék lengst af mjög óagaö; liðinu er ekki stjórnaö nógu vel og þaö var aöeins Guömundur Þóröarson, sem lék einn sinn besta leik í langan tíma, sem stóö upp úr. Hann skoraöi sjö mörk í leiknum — þar af flest meö þrumuskotum utan af velli. Hann reyndi aö vísu hvaö hann gat til aö stjórna félögum sínum í sókninni, en þaö bar ekki árangur. Leikkerfi viröast vera af skornum skammti hjá Stjömunni — séu þau fyrir hendi eru þau í þaö minnsta harla lítiö notuö. Annaö má segja um KR-liöiö. Þar hafa nokkur leikkerfi veriö æfö upp, og Páli Björgvinssyni, þjálfara liösins og stjórnanda á leikvelli. tókst vel aö stjórna sínum mönnum í fyrri hálfleik. f þeim síö- ari gerbreyttist hins vegar hugsanagangur KR-inga. Einstakl- ingsframtakiö varö skyndilega alls- ráöandi — menn uröu svo bráöir og eigingjarnir i sókninni aö leitun er aö ööru eins og því var ekki aö sökum aö spyrja. Stjarnan, án þess aö sýna neina snilldartakta, saxaði á forskotiö og jafnaöi loks er skammt var til leiksloka. Páll Björgvinsson var bestur KR-inga ásamt Hauki Geirmundssyni. Páll er klókur leikmaöur sem gerir ekki mikiö af mistökum, og hann sýndi í gærkvöldi aö hann hefur engu gleymt frá „gullaldarárunum" meö Víkingi. Ekki dónalegt aö hafa slík- an mann í liöi sínu. Aörir KR-ingar ættu aö reyna aö taka hann sér til fyrirmyndar — þá léki liðiö agaöri handknattleik en þaö gerir nú. Mörk KR: Páll Björgvinsson 5, Jóhannes Stefánsson 3, Ólafur Lárusson 3 (1 víti), Haukur Geir- mundsson 3 (2 víti), Friörik Þor- björnsson 2, Jakob Jónsson 2 og Höröur Haröarson 1. Mörk Stjörnunnar: Guömundur Þóröarson 7 (2 víti), Sigurjón Guö- mundsson 4, Eyjólfur Bragason 3, Hermundur Sigmundsson 2, Skúli Gunnsteinsson 2 og Magnús Teitsson 1. —SH. Góður sigur Víkings á Val! „VÍKINGAR voru betri en viö í dag og áttu skilið aö vinna þennan leik,“ sagöi Hilmar Björnsson, þjálfari Valsmanna, eftir aö Vík- ingar höföu sígraö Val 19:15 í 1. deildinni í handbolta í Laugar- dalshöll í gærkvöldi. „Þaö kemur í ljós,“ sagöi Hilmar, „aö leikir 1. deildarliöanna framan af is- landsmótinu eru mjög misjafnir, liöin leika upp og niður og eina ástæöuna fyrir því tel ég vera hve langt er á milli leikja, en þetta lagast vonandi þegar líöa tekur á mótiö. Víkingar lékju ekki vel gegn KR en náöu sér vel á strik í kvöld.“ Vikingar unnu öruggan sigur í gærkvöldi, þeir voru yfir mest ailan leikinn og léku oft á tíöum ágætan handknattleik. Sóknarleikur, varn- arleikur og markvarsla Víkinga var oft mjög góö en Valsmenn náöu sér ekki verulega á strik. Framan af leiknum var jafnræöi meö liöun- um og þegar 20 mín. voru búnar var staöan 6:6, þá tóku Víkingar yfirhöndina og náöu góöu forskoti, 11:6, og þannig var staöan í hálf- leik. Valsmenn skoruöu því ekki eitt einasta mark i tíu mínútur. Valur hóf siöari hálfleikinn af miklum krafti, liðiö náöi aö minnka muninn niöur í 13:11, en þá fór mesti vindurinn úr Valsmönnum á ný og þegar ellefu mín. voru eftir haföi Víkingur náö öruggri fjögurra marka forystu, 16:12, og hélt henni til leiksloka. Eins og áöur sagöi léku Víkingar oft vel og af útileikmönnunum var Þorbergur Aöalsteinsson bestur og friskastur, skoraöi sjö mörk. Þá varöi Ellert mjög vel i markinu, sér i lagi alveg undir lok leiksins, en þá varöi hann m.a. vítakast. Viggó, Steinar og Hilmar áttu allir allgóö- an leik. j liö Valsmanna vantaði meiri baráttu og festu, liöiö getur sýnt mun meira en þaö geröi í gær- kvöldi. Þaö var eins og sigurviljann vantaöi, sóknarleikurinn var ekki nógu markviss og meiri yfirvegun vantaöi í leik liösins. Bestu menn liösins voru Einar Þorvaröarson í markinu, Jón Pétur Jónsson lék nokkuö vel í sókninni og Þorbjörn Jensson í vörninni. Þá áttu Valdi- mar og Jakob allgóöan leik. Mörk Víkings: Þorbergur 7, Viggó 5, Hilmar, Karl og Steinar 2 hver og Guömundur 1. Mörk Vals: Jón Pétur 4, Valdi- mar og Jakob 3, Þorbjörn Guö- mundsson og Júliús 2 og Geir 1. — ÞR/SH. Fyrsti sigur Bíirgler Svisslendingurinn Thomas BUrgler vann sinn fyrsta sigur á móti í heimsbikarnum á skíöum í gær í Schladming í Austurríki. Keppt var í stórsvigi. BUrgler fékk 0,11 sek. betri tíma en Marc Girardelli, sem varö í ööru sæti. Burgler var meö besta tímann eftir fyrri feröina og Girardelli náöi ekki aö vinna upp þann mun, þrátt fyrir aö hann skíöaöi því sem næst fullkomlega í síðari feröinni. Aust- urríkismaöurinn Girardelli, sem keppir sem kunnugt er fyrir Lux- emborg, fékk tímann 2:36,65 mín. en tími Búrglers var 2:36,76 mín. i þriöja sæti varö Svisslending- urinn Martin Hangl á 2:38,33 mín. og Austurríkismaöurinn Gúnther Mader varö fjóröi á 2:38,57 mín. Eftir keppnina í gær er Girardelli meö örugga forystu í samanlagðri stigakeppni um heimsbikarinn. Pirmin Zurbriggen, handhafi bik- arsins, var dæmdur úr leik í gær og náöi því ekki aö laga stööu sína í keppninni þó Girardelli hafi ekki unniö — en Girardelli hefur veriö nánast ósigrandi i vetur. Sigur Thomas Búrgler í gær var hans fyrsti í heimsbikarkeppninni, eins og áöur sagöi, en nafnið kann aö hljóma kunnuglega í eyrum — bróðir hans, Toni, sigraöi í brun- keppni heimsbikarsins 1979 og 1981. Fimmti í gær varö Joel Gaspoz, Sviss, Richard Pramottin, Italíu varö sjötti, Jure Franko, Júgóslav- íu sjöundi, Franz Gruber, Austur- ríki, áttundi og níundi varö Inge- mar Stenmark, Svíþóð. Tími Sten- marks var 2:39,60 — tæpum þremur sek. lakari en timi sigur- vegarans. Enski bikarinn Tveir leikir voru f 3. umferð eneku bikarkeppninnar í knattapyrnu f gaar: Darlington—Middleabro 2:1 Grímsby—Notts County (2 Leikir þessara liða enduðu með jafntefli á laugardag. Fleiri leikir áttu að vera i kvðld en var frestað vegna snjóa. Getrauna- spá MBL. | Sunday Mirror l ! Sundsy Exprsss I 1 ö i h 1 SAMTALS 1 X 2 Aston Villa — Watford 2 1 X 2 X X 1 3 2 Luton — Nott’m Forest 2 2 2 X 2 X 0 2 4 Norwich — Southampton 2 2 X 1 X 2 2 2 2 QPR — Tottenham 2 2 X 2 X X 0 3 3 Sheff. Wed. — WBA 1 X 1 1 1 1 5 1 0 Sunderland — Liverpool X 2 2 2 2 2 0 1 5 West Ham — Chelsea X 2 X 2 0 2 2 Cardiff — Barnsley X 2 2 X 2 2 0 2 4 Carlisle — Birmingham 2 X X 2 2 X 0 3 3 Crystal Palace — Brighton X X 1 X X X 1 5 0 Fulham — Oxford 1 1 X X X 2 2 3 1 Huddersfield — Man. City 1 X 1 1 X X 3 3 0 *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.