Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 Ákærur gefnar út í útvarpsmálunum Forsvarsmenn frjálsra útvarpsstöðva og forystu- menn starfsmannafélaga Ríkisútvarpsins ákæröir EMBÆTTI ríkissaksóknara gaf í gær út ákærur á hendur forsvars- mönnum fimm útvarpsstöðva, sem sendu út í verkfalli BSRB, þriggja í Reykjavík og tveggja á Akureyri. Þá var gefin út ákæra á hendur tíu forsvarsmönnum starfsmannafélaga Ríkisútvarpsins fyrir að leggja niður störf frá 1. október til 3. október og þannig valda truflun á rekstri Ríkisútvarpsins. Mbl. barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá embætti ríkis- saksóknara: „í dag hafa verið gefn- ar út ákærur á hendur forsvars- mönnum fimm útvarpsstöðva, þriggja í Reykjavík og tveggja á Akureyri, sem hófu útsendingar út- varpsefnis í tali og tónum til við- töku fyrir almenning í verkfalli opinberra starfsmanna innan BSRB í otkóbermánuði síðastliðn- um. Er forsvarsmönnunum gefið að sök að hafa gerst brotlegir við út- varpslög nr. 19, 1971 og lög um fjarskipti nr. 73, 1984. Þrjú mál- anna eru höfðuð fyrir sakadómi Reykjavíkur og tvo fyrir sakadómi Akureyrar. Þá hefur í dag verið gefin út ákæra á hendur tíu forsvars- mönnum starfsmannafélags Ríkis- útvarpsins fyrir brot á 176. grein almennra hegningarlaga nr. 19., 1940, með því að hafa með ólög- mætum hætti valdið verulegri truflun á rekstri Ríkisútvarpsins, bæði hljóðvarpi og sjónvarpi, frá því kl. 13 mánudaginn 1. október fram til miðnættis miðvikudagsins 3. október síðastliðins að verkfall opinberra starfsmanna innan BSRB hófst. Mál þetta er höfðað fyrir sakadómi Reykjavíkur." Brot gegn einkarétti Ríkisút- varpsins, samkvæmt útvarpslögun- um, varða sektum og eru ákvæði um að gera má upptæk tæki, sem notuð hafa verið til útvarpssend- inga í heimildarleysi. Forsvars- menn starfsmannafélaga Ríkisút- varpsins eru ákærðir fyrir brot á 176. grein almennra hegningarlaga og varðar brot allt að þriggja ára fangelsi eða sektum, ef málsbætur þykja fyrir hendi. Tilboð opnuð í Ameríkuflutninga SH: Fimm skipafélög með áþekk tilboð TILBOÐ í hluta freðfiskflutninga Sölumióstöðvar hraðfrystihúsanna til Úttekt á rekstri og stjórnun SH Á stjórnarfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í þessari viku var samþykkt að láta fara fram úttekt á rekstri og stjórnun fyrirtækisins. Til- laga um þetta var borin fram af for- manni og varaformanni stjórnarinnar, þeim Jóni Ingvarssyni og Ólafi B. Olafssyni. Ekki hefur verið gengið frá því, hvaða aðili taki fyrirtækið út. Jón Ingvarsson, stjórnarformað- ur SH, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að langt um liðið væri síðan ítarleg úttekt hefði verið gerð á skipulagi og rekstri SH. Að sjálf- sögðu hefðu ýmsar breytingar orðið á rekstri félagsins á undanförnum árum, en talið væri tímabært að fram færi heildarskoðun á fyrir- tækinu til þess, meðal annars, að það væri enn betur í stakk búið til að mæta harðnandi samkeppni og breyttum aðstæðum. „Við litum á þetta sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut. Fyrirtækjum af þessari stærð hlýtur að vera nauðsynlegt að staldra við á nokkurra ára fresti, líta yfir farinn veg og athuga hvað betur megi fara,“ sagði Jón Ingv- Morgunblaðið/Bjarni Olafur Steinar Valdimarsson ráðuneytisstjóri Lv., Matthías Bjarnason samgönguráðherra og Pétur Sigurðsson alþingismaður, formaður Öryggismálanefndar sjómanna. 6,4 milljónum varið tii átaks í öryggismálum sjómanna á þessu ári MATTHIAS Bjarnason samgönguráðherra hélt í gær fund með blaðamönnum þar sem m.a. kom fram að á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að varið verði þremur milljónum króna til öryggis- og menntamála sjómanna. í fjárlögunum er einnig ákvæöi um að verja skuii 400.000 krónum til mynd- banka. Bandaríkjanna voru opnuð í gær. Fjögur innlend skipafélög og eitt fær- ey.skt buðu í flutningana og voru tiÞ boðin öll mjög svipuð. Ólafur Gunn- arsson, einn framkvæmdastjóra SH, sagði í samtali við Morgunblaðið, að endanlegur samanburður og útreikn- ingar lægju enn ekki fyrir, en Ijóst værí að útboðið leiddi til einhverrar lækkunar á flutningskostnaðinum. Kimskipafélagið hefur annazt þessa flutninga hingað til. ólafur sagði, að ákvörðun um það hvaða tilboði yrði tekið lægi væntanlega ekki fyrir fyrr en í næstu viku. Tilboð allra skipafélag- anna væru mjög lík, en fælu í sér mismunandi þjónustu svo allur samanburður væri erfiður. í ljósi þeirrar niðurstöðu, sem síðan feng- ist, yrði farmgjöldum með Hofs- jökli, skipi Jökla hf., breytt til sam- ræmis. Hér er um að ræða flutning á um 18.000 lestum til Cambridge í Bandaríkjunum, en áætlað er að Hofsjökull flytji á þessu ári 23.000 til 24.000 lestir til Everett f Banda- rfkjunum. Með þessu útboði hafa allir freðfiskflutningar SH á þessu ári verið boðnir út. Eftirfarandi skipafélög buðu i flutningana til Bandarikjanna: Eimskip, Skipafélagið Vfkur, Haf- skip, Skipadeild Sambandsins og Skipafélagið Föroyjar. Auk þessa verður varið til þess- ara mála þremur milljónum króna sem koma úr gengismunasjóði. En Öryggismálanefnd sjómanna fór þess á leit við samgönguráherra, eftir fyrsta fund nefndarinnar þann 13. apríl sl., að hann beitti sér fyrir því f rikisstjórninni að vaxta- tekjur af gengishagnaði vegna gengisfellingarinnar árið 1983, sem enn var óráðstafað úr gengismuna- sjóði, yrði varið til úrbóta í örygg- ismálum sjómanna. Þessi tillaga samgönguráðherra var samþykkt f ríkisstjórninni án athugasemda á fundi hennar sl. fimmtudag. Sam- tals verður því varið 6,4 milljónum króna til átaks í öryggismálum sjó- manna á þessu ári. Matthías Bjarnason sagði að hann væri eftir atvikum ánægður með þetta, en höfuðatriðið væri að gera sem mest í þessum málum fyrir þessa fjár- muni. Öryggismálanefnd sjómanna skilaði áfangaskýrslu til sam- gönguráðherra í október sl. og fylgdu henni tillögur f 17 liðum um úrbætur í þessum málum. Matthías Bjarnason nefndi nokkrar tillögur sem brýnt væri að vinna að. Hann lagði áherslu á menntun sjómanna. Mikið hefur verið rætt um réttindamál sjó- manna og undanþágur sem hafa verið veittar. Hann sagði að undan- þágufaraldurinn væri svipur hjá sjón nú miðað við áður. Nú hefur verið ákveðið að veita þeim yfir- mönnum, sem hafa verið á undan- þágum, fjárstyrk til frekari mennt- unar og hefur verið stofnaður sér- stakur styrktar- og lánasjóður til öflunar atvinnuréttinda á skipum. Samgönguráðherra taldi einnig brýnt að efla fræðslu og eftirlit um aukið öryggi á skipum og verður unnið að því að koma á námskeiða- haldi í þessu sambandi. í tillögu frá Öryggismálanefndinni er m.a. lagt til að viðurkenning frá slíkum námskeiðum verði skylda til að fá lögskráningu á skip. Samgönguráðherra hefur ákveð- ið að skipa nefnd, sem verður undir forsæti Ólafs Steinars Valdimars- sonar ráðuneytisstjóra í sam- gönguráðuneytinu, um endurskoð- un laga um Siglingamálastofnun ríkisins. Einnig hefur verið ákveðið að skipa nefnd, einnig undir for- sæti Olafs Steinars, sem vinni að því að koma rannsóknum sjóslysa, sjóprófa, í nútímalegra horf. Matthías Bjarnason þakkaði nefndarmönnum störf þeirra og taldi það hafa gefist vel að skipa þingmenn úr öllum stjórnmála- flokkum í nefndina. Hann sagði að störf hennar hafi einkennst af góðri samvinnu. Pétur Sigurðsson alþingismaður, formaður nefndarinnar, lýsti yfir ánægju sinni með samstarfið í nefndinni. Hann kvaðst einnig mjög ánægður með það hvernig tekið hafi verið á þessum málum hjá samgönguráðuneytinu, sjávar- útvegsráðuneytinu og Siglinga- málastofnun. Pétur nefndi nokkur atriði sem unnið er að eða verður hafist handa við á næstunni. Hann sagði að fljótlega yrði komið af stað áróð- ursherferð um öryggismál sjó- manna og verður hún undir stjórn Öryggismálanefndarinnar. Einnig nefndi Pétur að í Háskóla íslands væri unnið að tilraunum undir stjórn Þorgeirs Pálssonar á tæki sem notað verður til að auðvelda skyldutilkynningar skipa til Til- kynningaskyldunnar. Óvíst er hvenær hægt verður að taka það í notkun. Svæðamótið í Gausdal: Margeir efstur ásamt Bent Larsen og Ernst MARGEIR Pétursson er efstur ásamt Bent Larsen frá Danmörku og Ernst frá Svíþjóð að loknum 6 um- ferðum á svæðamótinu í Gausdal í NoregL Þeir hafa hlotið 4 vinninga. Margeir vann finnska alþjóðlega Ríkisstjórnarsamþykkt: Fyrírkomulag útflutnings- mála verði endurskoðað RÍKISSTJÓRNIN hefur nú samþykkt að heildarendurskoðun á fyrirkomu- lagi útflutningsmála landsmanna skuli fara fram. Hefur viðskiptaráðherra í því tilefni skipað nefnd til að athuga og gera tillögur um fyrirkomulag útfhitningsmála og þá sérstaklega hvernig skuli í því sambandi verða háttað samvinnu stjórnvalda og útflytjenda. Vegna þessa hefur Morgunblaðinu borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá viðskiptaráðuneytinu: Ríkisstjórnin hefur gert svo- hljóðandi samþykkt: „I samráði við útflytjendur og samtök þeirra verði hafist handa um „heildar- endurskoðun á fyrirkomulagi út- flutningsmála og með hvaða hætti æskilegt sé að ríkisvaldið standi að þeim málum". Hér er m.a. átt við, hvort ekki sé rétt að ein og sama stofnunin, útflutningsmið- stöð, annist aðstoð við útflytjend- ur, þar sem fulltrúar frá öllum greinum útflutnings ættu aðild að, ásamt fulltrúum rfkisvaldsins, í sérstöku útflutningsráði." Á meðan sú endurskoðun fer fram verði áfram unnið að mark- aðsöflun á vegum og fyrir íslensk fyrirtæki á þann hátt sem tíðkast hefur. Til þess að athuga og gera til- lögur um fyrirkomulag útflutn- ingsmála, og þá sérstaklega hvernig skuli háttað samstarfi út- flytjenda og stjórnvalda til efl- ingar útflutnings, hefur viðskipta- ráðherra skipað nefnd eftirtalinna manna: Formaður nefndarinnar hefur verið skipaður ólafur Davíðsson, framkv.stj. Félags ísl. iðnrekenda, en aðrir nefndarmenn hafa verið skipaðir: Einar Benediktsson, sendiherra, Friðrik Pálsson, framkv.stj. Sölusaml. ísl. fisk- framleiðenda, Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, Hörður Sigurgestsson, forstj. Eimskipafélags íslands, Sigurður Markússon, framkv.stj. Sambands ísl. samvinnufélaga, Steinar Berg Björnsson, stjórnarform. Útflutn- ingsmiðstöðvar iðnaðarins, Þór- hallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri, viðskiptaráðuneyti, Þór- hallur Helgason, varaformaður Landssambands ísl. útvegsmanna. meistarann Yrjola í gær í 40 leikjum. „Ég fékk betra út úr byrjuninni en Yrjola tókst að jafna taflið og fá heldur þægilegri stöðu en mér tókst að leiða hann í gildru í tímahraki I lokin og sigra,“ sagði Margeir í sam- tali við Mbl. í gær. Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Ernst. Jóhann stýrði svörtu mönn- unum og tók „eitraða peðið“ í Sik- ileyjarvörn en Svíinn kom fram með afbrigði sem Jóhann þekkti ekki, fórnaði skiptamun og vann öruggan sigur. Helgi ólafsson vann Agdestein frá Noregi í 57 leikjum í tvísýnni skák. önnur úrslit urðu að Bent Lar- sen vann sína fjórðu skák i röð þegar hann sigraði Moen frá Nor- egi, sem ennþá hefur ekki hlotið vinning í mótinu. östenstad frá Noregi vann Curt Hansen, Dan- mörku, og skák Schusslers, Sví- þjóð, og Westerinen, Finnlandi, fór í bið. Staðan í mótinu er nú: I, —3. Margeir Pétursson, Larsen og Ernst 4. 4.-6. Helgi ólafsson, Jóhann Hjartarson og östenstad 314. 7. Schussler 3 og biðskák. 8. Agdestein 3 9. Westerinen 2V4 og biðskák. 10. Curt Hansen 2V4. II. Yrjola 1V4. 12. Moen 0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.