Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 fclk í fréttum Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar „A skíðum skemmti ég mér Það var ekki annað að sjá en flestir, sem voru að renna sér í Bláfjöllun- um er Óli K. Magn. tók myndirnar nú fyrir nokkrum dögum, hefðu getað sungið heilshugar með í laginu „A skíðum skemmti ég mér, tra la la la... “ „Elegie“ flutt eftir Szymon Kuran Afimmtudagskvöldið voru tónleikar hjá Sinfóníu- hljómsveitinni í Háskólabíói. Að þessu sinni voru þrjú verk á efn- isskrá, 41. sinfónía Mozarts, köll- uð Júpitersinfónían, þá Elegie (harmljóð) eftir Pólverjann Szymon Kuran, sem er samið fyrir strengjasveit, og Vorblót eftir Stravinsky. Hljómsveitin ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR „Syng með hljómsveit Magga Kjartans Fyrir nokkrum árum heyrðist tíðum í ungri söngkonu, Ell- enu Kristjánsdóttur. Hún hefur þó ekki látið mikið í sér heyra að undanförnu enda kannski ekki von þar sem hún hefur verið er- lendis ásamt manni sínum Ey- þóri Gunnarssyni meðlim í hljómsveitinni Mezzoforte. Ellen er nú farin að syngja að nýju og við komum að máli við hana og spurðum hvort hún ætlaði nú á fullt í sönginn aftur. — Ég er að syngja á Sögu með hljómsveit Magga Kjartans og ég verð eitthvað áfram í því. Við erum nú tiltölulega nýkomin heim þannig að þetta er allt að komast á skrið, en ég vil endi- lega fara á fullt aftur. Ég stunda nám í tónlistarskólanum því í haust og er að vinna að nokkr- um lögum sem ég hyggst gefa út. — Tókstu þér alveg frí frá söng á meðan þið voruð úti? — Já, eiginlega. Ég söng um tíma með bandi en það var allt svo öfugsnúið því við vorum að ferðast svo mikið með strákun- um, þ.e. Mezzoforte, og þetta stangaðist á. Maður verður að fórna sér fyrir mennina á meðan þetta gengur svona vel hjá þeim. — Hefurðu ekkert sungið með Mezzoforte? — Ekki síðan ég var ófrísk af dóttur minni og komin sex mán- uði á leið. — Þú lærðir söng áður, ekki rétt? — Jú, fyrst klassískan söng í Bandaríkjunum og þá kom ég heim að því loknu og söng nokk- uð auk þess sem ég nam við söngskólann. — Eruð þið á leiðinni út aftur til að búa? — Ekki í bili. Strákarnir hafa bækistöðvar sínar hérna heima. Við bjuggum í Englandi en það voru alltaf eilíf ferðalög og þá er alveg eins gott að vera á Islandi með heimili sitt. Það er fínt að vera komin heim í bili. Ég væri alveg til í að flytjast út seinna eitthvert annað en til Englands, því þar ríkir svo mikið atvinnuleysi og skólar eru svo dýrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.