Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 — /----------------- mmhm ;/Einn gó%an veburdaq mun þctia allh \jer6a p\n e\an." ... að hafa æsandi áhrif á hann TM Reg US Pat Oft — all nghts reserved ® 1979 Los Angetes Times Syndicate Pabbi viltu ekki lána mér flek- ann? Með mor^unkttffinu «tla að fá mér að borða áður en ég fer að sofa. Ég er sársvöng! HÖGNI HREKKVÍSI HANJM 'A VOM ’A 'AFOÞAUDI SiMHRIN/öIWöO." Þessi hundur er ósköp góðlegur en hver veit nema honum sé illa við ókunnuga, Ifkt og þeir hundar sem bréfritari lenti í útistöðum við. Ófriðsamir hundar Hvað varð um Vöru- listann sf.? G.S.: Vestmannaeyjum hringdi: Mig langar til að bera fram fyrirspurn til forráðamanna Vörulistans sf., en það fyrirtæki mun vera nýtt af nálinni. í nóvembermánuði sl. auglýsti fyrirtækið í blöðum þennan nja pöntunarlista, en samkvæmt hon- um átti einnig að vera hægt að panta matvörur. Ég og nokkrir aðrir pöntuðum listann og fengum hann ásamt bréfi sem í stóð að hluti af listanum, sem enn væri ekki fullunninn, yrði sendur eftir hálfan mánuð. Við greiddum fyrir þetta kröfukostnaðinn sem var tæpar fjögur hundruð krónur, en inni í því verði var innifalin ávís- un upp á 300 króna vöruúttekt sem átti að gilda í tvö ár. Við biðum rólegar eftir að fá sendan afganginn af listanum en hann kom aldrei. Um miðjan des- ember reyndi ég að hringja í pönt- unarsíma fyrirtækisins, en þá svaraði enginn. Þá ákvað ég að láta málið bíða þar til ég færi til Reykjavíkur skömmu fyrir jól. Ætlaði ég þá að versla hjá þeim og spara þannig sendingarkostnaö- inn. Þá svaraði hins vegar ekki heldur og svo hefur reyndar verið síðan. Ég hef hringt dag hvern á öllum mögulegum tíma en svo virðist sem enginn sé með þetta númer. Þykir mér þetta harla undarleg- ir verslunarmátar hjá fyrirtækinu og vænti þess að þeir sem ein- hverjar upplýsingar geta gefið um málið láti frá sér heyra í dálkum Velvakanda. Vissulega væri rétt- ast að forráðamenn Vörulistans sf. skýrðu málið. Leiðrétting Prentvillupúkinn gerir stundum vart við sig í dálkum Velvakanda sem annars staðar og I bréfi frá Eiríku Friðriksdóttur sem birtist í blaðinu sl. fimmtudag slæddist inn dálítil villa. Þar stóð að endurskinsmerki ættu að hanga i minnsta Iagi í 60 cm hæð frá jörðu, en hið rétta er að þau ættu að hanga í mesta lagi 60 cm hæð frá jörðu. Biðst Velvak- andi velvirðingar á þessum mis- tökum. Hundavinur skrifar: Blaðberar og póstmenn sæta slíku misrétti oft á tíðum, að yfir- gengilegt er. Ekki alls fyrir löngu var ég að bera út dagblöð, og er ég ætlaði að bera út I eina götuna mætti ég lausum hundum. Geltu þeir ógurlega, en ég lét það ekki á mig fá enda alinn upp í sveit að hluta, vanur hundum og óhræddur við þá. Ætlaði ég mér því að ganga ótrauður upp tröppurnar á húsun- um með blöðin. Stukku þá hund- arnir eldsnöggt í veg fyrir mig og urruðu illilega. Þeir vörðu ekki að- eins sín heimili heldur alla götuna eins og hún lagði sig. Ógerningur var að nálgast húsin. Mig fýsti ekki í hundaslag enda við ofurefli að etja og ég friðsamur að eðlis- fari. Gatan var mannlaus, þannig að enginn var sjáanlegur til hjálp- ar. Mér tókst að sýna stillingu, þó dauðskelkaður væri, tók það ráð að snúa mér við með blaðburðar- pokana og gekk hægum skrefum frá götunni. Þessi mannýgu kvik- indi eltu mig og flúði ég yfir í aðra götu með hundana urrandi á hæl- unum. Það var ekki fyrr en ég var kominn yfir í annað hverfi, að þeir sneru til síns heima. Ég var nýbyrjaður sem blaðberi er þetta gerðist. Seinna frétti ég, að fleiri hefðu orðið fyrir barðinu á þessum sömu hundum, sem hafa fengið að ganga lausir í heilt ár óátalið. Póstútburðarfólki er ekki lengur óhætt að sinna störfum sínum þarna. Því er ráðlagt af yf- irmanni sínum að fara ekki aö húsunum, ef það heyrir í hundun- um. Eigendur þessara hunda virð- ast fara í burtu á daginn, læsa dyrunum heima hjá sér og hafa hundana á lausagangi í hverfinu langtímum saman og eru þeir að- eins læstir inni yfir blánóttina. Slíkt tillitsleysi og lögbrot er ólíð- andi og óverjandi. Hér er augljós- lega um alvarlegt brot að ræða. Mér var einnig tjáð að íbúarnir í þessari umræddu götu þyrðu ekki að beita sér i þessu máli af ótta við sambýlisörðugleika. Þegði því fólkið yfir ósómanum af hræðslu- gæðum einum saman, það deildi ekki við nágrannann fyrr en í lengstu lög. Þessi saga er sönn, þótt óhugn- anleg sé. Reynsla mín opnaði augu mín fyrir því að hundar eiga varla heima í þéttbýli. Mér er þó kunn- ugt um hundaeigendur sem fram- fylgja lögum og reglum, leggja rækt við sín dýr og eru engum til ama. En ósvífnir lögbrjótar koma því miður óorði á hundaeigendur almennt og skaða málstað þeirra. Er hundaeigendum ekki kynnt nægilega vel hin nýja reglugerð um hundahald í Reykjavík? Hversu lengi á það að viðgangast að alls konar fólki er veitt leyfi til hundahalds án þess að leitað sé álits nágrannanna og án alls eftir- lits hlutaðeigandi embættismanna borgarinnar? Hvert á fólk að snúa sér í svona málum? Geta heil- brigðisyfirvöld ekki gripið í taum- ana? Hljómsveitin Duran Duran. Takk fyrir tónleikana S.H. hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Ég er mjög þakklát sjón- varpinu fyrir að sýna hina frábæru tónleika með hljómsveitinni Duran Duran. Svona mætti vera oftar. Þá er ég sammála öllum þeim sem í dálka þína hafa skrifað og beðið um að fá hljómsveitina hingað. Langar mig nú til að biðja Ingólf Guðbrandsson, forstjóra ferðaskrifstofunnar Otsýnar, að vera svo vænan að bjóða upp á ferð á hljómleika með Duran Duran þar sem þeir verða haldnir á næstunni. Ég er viss um að upppantað yrði í þá ferð. Duran Duran- aðdáendur, stöndum saman og látum heyra okkar álit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.