Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 Vangaveltur um kjör íþróttamanns ársins 1984 — eftir Kristján Gunnar Valdimarsson t kjöri íþróttamanns ársins 1984 er gengið framhjá Bjarna Frið- rikssyni, júdómanni, sem hefur staðið sig frábærlega vel á síðast- liðnu ári og ber þar hæst brons- verðlaunin á ólympíuleikunum. Með því að sneiða framhjá Bjarna, sem flestallir höfðu talið sjálf- kjörinn íþróttamann ársins, hafa íþróttafréttamenn endanlega upp- ljóstrað hæfileikum sínum til að vega og meta íþróttaafrek. Þetta kjör er því hneisa fyrir þá og verð- ur ábyggilega langt að bíða þess að almenningur taki sæmilega mark á skrifum þessara manna. Það er ekki aðeins að þetta sé hneisa fyrir íþróttafréttamennina sjálfa, heldur einnig móðgun við júdóíþróttina og ekki síst við Bjarna Friðriksson sem þarna fékk stóran skell (sem eflaust mætti jafna við ippon). Ég er al- veg viss um að ef einhver annar íþróttamaður hefði sýnt þennan frábæra árangur hefði ekki verið gengið framhjá honum. Mætti þá skilja það svo að það sé eitthvað persónulegt gagnvart Bjarna? Því get ég varla trúað því Bjarni er drengur góður og hinn sanni „Með því að sneiða framhjá Bjarna, sem flestaliir höfðu talið sjálfkjörinn íþrótta- mann ársins, hafa íþróttafréttamenn end- anlega uppljóstrað hæfi- leikum sínum til að vega og meta íþróttaa- frek. Þetta kjör er því hneisa fyrir þá og verð- ur ábyggilega langt að bíða þess að almenning- ur taki sæmilega mark á skrifum þessara manna.“ íþróttaandi ríkir í honum. Er það þá eitthvað við júdóið sjálft sem fréttamönnum líkar ekki? Ef svo er, eiga þeir ekki að láta persónu- bundinn áhuga sinn stjórna sér í kosningum sem þessum. En hvað rak þá, er atkvæði greiddu, til að ganga framhjá afreksmanninum Bjarna Friðrikssyni? Það er best að þeir svari á sinn skynsamlega hátt. Lítum í áttina til Ásgeirs Sigur- vinssonar knattspyrnumanns árs- ins 1984 í Þýskalandi og einnig íþróttamanns ársins 1984 á Is- landi. Ásgeir hefur spilað erlendis í rúm 11 ár og þau öll sem atvinnumaður í íþrótt sinni. Það skipar honum strax nokkrum sæt- um framar en flestum öðrum ís- lenskum íþróttamönnum sem eru að bauka við íþróttir í frístundum sínum. Er það ekki umhugsunar- efni hvort eigi yfir höfuð að taka atvinnumenn í kjör íþróttamanns ársins? Þar sem í dag er talið að svo eigi að vera verður að ganga út frá því. Hvaða íþróttaafrek hefur Ásgeir Sigurvinsson unnið fyrir íslands hönd nú þegar hann er kosinn íþróttamaður ársins? Ásg- eir lék með þegar ísland vann Wales í landsleik á Laugardals- velli nú í sumar. Önnur afrek Ás- geirs eru unnin á knattspyrnuvöll- um Þýskalands og hefur hann staðið sig vel. Það hef ég séð í sjónvarpinu og ég er hreykinn af honum eins og flestallir íslend- ingar. Mikið hefur verið sýnt af Ásgeiri í sjónvarpinu. En hvað Kristján Kunnar Valdimarsson. hefur verið sýnt frá Bjarna Frið- rikssyni t.d. frá Ólympíuleikun- um? Svarið er einfalt, ein glíma. (Ætli Bjarna Felixsyni hafi ekki fundist það einni glímu of mikið.) Ég vil taka það fram að ég er ekki að gera lítið úr afrekum Ás- geirs Sigurvinssonar. En spurningin er hvort árangur Ásgeirs með liði sínu í Stuttgart sé meiri en árangurinn sem Bjarni Friðriksson hefur sýnt í alþjóð- legri keppni? Svari nú hver fyrir sig. En ég fyrir mitt leyti held því fram að Bjarni hafi staðið sig bet- ur, vegna þess að f þeim mótum þar sem Bjarni hefur náð árangri eru allir bestu júdókappar heims en ekki bara Þjóðverjar, svo ég nefni dæmi. Ásgeir var að vísu valinn af World Soccer í 13. sæti yfir bestu knattspyrnukappa heims. En við verðum að líta á það að Bjarni náði 3. sæti á Ólympíu- leikunum. Þá er hann 3. besti, kemst á verðlaunapall. Það munar litlu að Ásgeir hafi komist í heimsliðið en komst þó ekki. Mín skoðun er sú að kjör íþróttamanns ársins 1984 á ís- landi sé algjört hneyksli og að íþróttafréttamenn hafi ekki beitt skynsemi sinni í kjöri þessu en þó verið full þörf á því. Ég tel að ís- lenskir íþróttafréttamenn kynni sér ekki nógu vel hvað sé að gerast í hinum og þessum íþróttum (fyrir utan fótbolta og handbolta). Þeir skrifa helst um það sem þeir hafa áhuga á. En þannig á góður frétta- maður ekki að starfa. Nærtækt er dæmi um vinnubrögð sem manni finnst nú helst til skiýtin en það var einmitt í kjörinu Iþróttamað- ur ársins 1984. Þegar Ragnar Ólafsson (golf) lenti ofar en Sig- urður Pétursson sem þó hafði ver- ið kosinn golfmaður ársins af sínu sérsambandi, Goifsambandi ís- lands. Hvernig er hægt að færa rök fyrir svona niðurstöðu? Ég held að nú sé einmitt tími fyrir íþróttafréttamenn á fslandi að setjast niður yfir kaffibolla og hugsa sinn gang. Allir hafa gott af gagnrýni, aðeins með henni sjá menn það sem betur mætti fara í starfi sínu og reyna þá jafnframt að bæta sig. Kristjín Gunnar Valdimarsson stundar nám við lagadeild Háskóla íslands og iðkar júdó. Aukin valddreifing er þjóðarnauðsyn — eftir Pál Dag- bjartsson I dreifbýlinu heyrast æ oftar raddir sem segja í alvöru, að land- ið sé að sporðreisast. Svo jafnt og þétt streymi fjármagn og fólkið á eftir frá hinni dreifðu byggð og til þéttbýlisins við Faxaflóann. Þess- ar raddir gerast sífellt háværari ekki síst vegna þess að erfiðleikar eru í sjávarútvegi og fiskvinnslu og svo ekki síður vegna samdrátt- ar í landbúnaði. Eg er þeirrar skoðunar að nokkur sannleikur leynist í þessum fullyrðingum, og ég held að nauðsyn sé alhliða sam- stöðu allra dreifbýlisbúa til að finna leiðir til að snúa þessari þróun við. Allt byggðastefnublaðr- ið sem viðhaft hefur verið undan- farin ár og áratug, hefur því mið- ur skilað litlum árangri, svo hér verður eitthvað nýtt að koma til. Dreifbýlismenn kvarta sáran undan því að öllu sé stýrt frá Reykjavíkurvaldinu. Þar sé fjár- magnið, og þar sé valdið, máttur- inn og margt fleira. Á sama tíma og við dreifbýlingar kvörtum og kveinum þá færumst við undan því að taka við valdi. Hér á ég við það, að oftsinnis hefur átt að beina verkefnum frá ríki til sveit- arfélaganna en sveitarstjórna- menn neitað að taka við verkefn- um, og þá um leið valdi. — Við- báran oftast: „Okkur vantar tekju- stofna, okkur vantar peninga. Ef við fáum auknar tekjur þá getur verið að við athugum málið.“ Eitthvað í þessum dúr hefur mað- ur heyrt hjá sveitarstjórnar- mönnum ár eftir ár og allt situr við það sama. Ég álít að þetta sé ein meginors- ök þess hve sífellt grefur undan búsetuskilyrðum í dreifbýlinu. Því ætti sem skjótast, góðir sveitar- stjórnamenn, að snúa við blaðinu. Einstök sveitarfélög og byggðarl- ög að taka að sér öll þau verkefni sem mögulegt er, en hafa til þessa „Væri ekki athugandi aö sveitarfélög, skóla- hverfi eða byggðarlög tækju að sér að sjá al- farið um grunnskóla- haldið, jafnvel fram- haldsskólann líka? Þar með talið að sjá um laun kennara og ann- arra starfsmanna, allan reksturskostnað svo og nýbyggingu skóla- mannvirkja.“ verið hjá ríkinu og stjórnað að sunnan. Við þurfum ekki að óttast peningahliðina, þau mál leysast samhliða eða strax I kjölfarið, enda hlýtur það að gerast. Ég tel að nú sé lag til að gera átak, því núverandi rikisstjórn hefur vilja í þessa átt og einstakir ráðherrar lýst þeirri skoðun sinni að það beri að færa vald og ákvarðanatöku sem næst þeim sem njóta eiga. Ef af þessu yrði í einhverjum teljandi mæli, þá er ég sannfærður um að fást mundi skilvirkari stjórnun og um leið betri nýting fjármuna í almanna þágu. Þá mundi nýju lífi verða blásið í mannlíf almennt i dreifbýlinu. Launamál kennara Meiningin með þessu greinar- korni er sú að benda á eina leið sem ég tel vel færa í þá átt, sem ég hér að framan hef verið að lýsa, en það er á sviði menntamála. En hér er fyrst svolítill inngangur. Nú á þessu hausti 1984, höfum við kennarar verið nokkuð í sviðsljósinu út af kjaramálum og þá ekki hvað síst í tengslum við hið fræga verkfall BSRB á dögun- um. Ég held að flestum kennurum sé það ljóst að breytingar verða ekki á launamálum þeirra að óbreyttum forsendum. Það er og ljóst að þær baráttuaðferðir sem viðhafðar hafa verið upp á síð- kastið skila harla litlum árangri. Lögverndun starfsheitisins kenn- ari breytir engu til eða frá að mínu mati. Það sem skiptir máli, er að finna leið, og skapa þær aðstæður, að vel menntaðir og hæfir kennar- ar beinlínis sæki í kennslustörf. Þetta er svo brýnt að það þolir enga bið, ekki hvað sist vegna þess að mönnum ber yfirleitt saman um að betri og batnandi hagsæld byggist fyrst og fremst á góðri menntun þjóðarinnar, traustu og farsælu skólastarfi. Opinberir starfsmenn og þar með taldir kennarar taka gjarnan samanburð i sínum kjara- og launamálum við hinn svokallaða almenna vinnumarkað. Taka þá að sjálfsögðu dæmi sem eru hagstæð. Gjarnan miðað við þá sem vegna hæfileika sinna og eða dugnaðar hafa náð góðum launakjörum, ein- faldlega vegna þess að þeir hinir sömu, að dómi vinnuveitenda sinna, skila betra dagsverki en al- mennt gerist. Því hafa vaknað hjá mér spurningar um það hvort þessi sömu lögmál geti ekki gilt einnig um kennara og aðra opin- bera starfsmenn. Sú leið er til og kem ég nú að kjarna málsins. Grunnskólahaldið til sveitarfélaganna Væri ekki athugandi að sveit- arfélög, skólahverfi eða byggðar- lög tækju að sér að sjá alfarið um grunnskólahaldið, jafnvel fram- haldsskólann líka? Þar með talið að sjá um laun kennara og ann- arra starfsmanna, allan rekst- urskostnað svo og nýbyggingar skólamannvirkja. Settar yrðu al- mennar rammareglur um fram- Páll Dagbjartsson kvæmdina, en það sem mestu skiptir, ábyrgð og öll ákvarðanataka í höndum heimaaðila í hverju byggð- arlagi. Auðvitað þyrftu sveitarfélögin að fá tekjustofna á móti. Það mætti hugsa sér tvær leiðir í því sambandi. Önnur er sú, að hver nemandi yrði metinn til ákveðinn- ar upphæðar sem ríkissjóður greiddi til sveitarfélaga beint, án frekari íhlutunar. Hin leiðin væri að sveitarfélögin fengju ákveðna tekjustofna eftir öðrum leiðum sem stæðu undir útgjöldum. Gæta yrði þess sérstaklega að taka fullt tillit til mjög svo ólíkra aðstæðna sveitarfélaga og heilu byggðarlaganna. Það er ekki svo flókið reikningsdæmi að finna sanngjarna reglu í þessu sam- bandi, því fyrirliggjandi eru full- komnar upplýsingar um það hvað hver nemandi í raun kostar í hverju og einu skólahverfi lands- ins í dag. Ég legg á það áherslu að ganga skal út frá því sem grund- vallaratriði, að allir fái notið sem jafnastrar aðstöðu til náms, óháð búsetu, fötlun, fjárhag eða öðrum breytilegum aðstæðum. Ég vil spyrja, er fullt jafnfrétti hvað þessi atriði áhrærir svo sem mál- um er skipað í dag? Ég ætla mér ekki hér að fara út í smáatriði með útfærslu þessara vangaveltna, en nefni þó að fræðsluráð og fræðsluskrifstofur gætu sem best verið inn í mynd- inni hvað eftirlit og alla fram- kvæmd varðar. Af gefnu tilefni vil ég taka það sérstaklega fram, að ég treysti sveitarstjórnum og skólanefndum fyllilega til þess að taka við aukn- um verkefnum og fá um leið í hendur aukið vald. Þetta eru kjörnir fulltrúar íbúanna í við- komandi sveitarfélagi. Þessir aðil- ar hafa aðhald, við skulum ekki gleyma því. Ég á hér við foreldra. Eg hef þá trú að foreldrar muni fylgjast betur með málum ef þeir vissu fyrirfram að þeirra álit skipti einhverju máli og þeir gætu haft áhrif. Eins og málum er kom- ið í dag virðist mér sem almennt sé litið á skólakerfið sem einhvern óumbreytanlegan og næsta sjálf- sagðan hlut. Foreldrar, í heildina tekið, hafa samt á þvi skoðun hvað er slæmt skólahald og hvað er gott. Hvað er góð kennsla og hvað slæm. Hvaða kennarar hafa vald á starfi sínu og hverjir ekki. Kennarar — Hugsið um þetta Ef slík kerfisbreyting kæmist í framkvæmd sem ég hér hef reynt að lýsa, yrðu ráðningar kennara í höndum forsvarsmanna í hverju skólahverfi. Þá myndu kennarar á hverjum skólastað semja alfarið við við- komandi forsvarsmenn um kaup og kjör. Þá myndu sömu lögmál gilda og á hinum almenna vinnumarkaði og fyrr er vitnað til. Þá mundi hið tvöfalda kerfi sem viðgengst víða í dreifbýli leggjast af (þ.e. að sveitarfélögin greiði sérstakar staðaruppbætur o.fl.). Þá mundi væntanlega hin mjög svo vafasama æviríðning falla niður. Þá mundu kennarar hafa frjáls- ar hendur með sína ráðningar- skilmála, kennsluskyldu og aðra vinnu. Lausir við yfirvinnuþak. Þá yrði það í valdi heimamanna að ákveða hvernig mætti laga skólahald að atvinnuháttum og öðrum aðstæðum í hverju byggð- arlagi. Svona mætti lengi telja. Er ekki alveg þess virði að skoða þessa hugmynd í alvöru? Varmahlíð, 28. desember 1984. Pill Dagbjartsson er skólastjóri í Varmahlíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.