Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANtlAR 1985 35 Heimsmeistaraeinvfgið: Enn eitt jafnteflið Skák Bragi Kristjánsson Heimsmeistaraeinvígið hélt áfram sl. mánudag, en þá tefldu Karpov og Kasparov 39. skákina. Byrjunin var enn einu sinni drottn- ingarbragð og fylgdu meistararnir 38. skákinni í 21 leik. ÞetU kom á óvart, því Karpov var talinn fá verri stöðu út úr byrjuninni í þeirri skák. í 22. leik brá Karpov út af taflmennsku Kasparovs í 38. skák- inni, og upp kom endatafl, þar sem hvítur stóð örlítið betur. Heims- meistarinn komst ekki í gegn um varnir áskorandans, og var jafn- tefli samið eftir að skákin hafði farið í bið og verið tefld áfram á þriðjudag. 39. skákin: Hvítt: Karpov Svart: Kasparov Drottningarbragð 1. Rf3 - d5, 2. d4 — Rf6, 3. c4 — Bh4 — (M), 7. e3 — b6, 8. Be2 — Bb7, 9. Bxf6 - Bxf6, 10. cxd5 — exd5, 11.0-0 I 38. skákinni lék Kasparov 11. b4 í þessari stöðu. Karpov leikur hins vegar leik, sem andstæðing- ur hans lék gegn Torre í Moskvu 1981. í þeirri skák náði hvítur betra tafli eftir 11. — c5,12. dxc5 — Bxc3, 13. Bxc3 — bxc5, 14. Hbl — o.s.frv. Kasparov hefur ekki áhuga á að tefla þá leið, sem Torre valdi, og beinir því skák- inni í farveg 12. og 38. einvíg- isskákanna. 11. — Rd7, 12. b4 — c5, 13. bxc5 — bxc5, 14. Hbl — Bc6, 15. Bb5 — Dc7, 16. Dc2 í 38. einvígisskákinni endur- bætti Kasparov taflmennsku sína í 12. skákinni (16. Dd2) með þessum leik, Karpov er greini- lega ánægður með hvítu stöðuna og teflir því eins!! 16. — Hfd8, 17. Hfcl — Hab8, 18. a4 — Dd6, 19. dxc5 — Rxc5, 20. Bxc6 — Dxc6, 21. Rb5 — Be7, 22. Rxa7 Loksins bregður Karpov út af 38. skákinni, en henni lauk með jafntefli eftir 22. Df5!? — De8, 23. Re5 - Hb7!, 24. Rd4 - Hc7, 25. Rb5 - Hb7. 22. — Da6 Ekki 22. - Dxa4?, 23. Dxa4 - Rxa4, 24. Hal! ásamt 25. Rc6 og hvítur vinnur. 23. Rb5 — Dxa4, 24. Dxal — Rxa4, 25. Rfd4 — Hd7, 26. Rc6 — Hb6, 27. Rbd4 — Bf6, 28. Hxb6 — Rxb6, 29. Hbl — Ra4, 30. g3 — Rc5, 31. Kg2 — g6 Hvítur hefur örlitlu betra tafl vegna staka svarta peðsins á d5, en erfitt er að sjá, hvernig hvítur getur notfært sér það. 32. RI3 — Hd6, 33. Rcd4 - Re6, 34. Hb8+ — Kg7, 35. Rb3 — Hd7, 36. Hb5 — Bc3, 37. Rcl — Rg5, 38. Re2 — Re4, 39. Hb3 — Hc7, 40. Hb5 — Hd7, 41. Rf4 í þessari stöðu lék Kasparov biðleik. Hann féll auðvitað ekki í þá gildru að leika 41. — d4??, 42. exd4 — Bxd4, 43. Hb4 og hvítur vinnur. 41. — Rf6, 42. h3 — h5, 43. Hb3 — Re4, 44. Ha3 Hvítur getur ekki sótt að eina veikleikanum í svörtu stöðunni, staka peðinu á d5, og jafnteflið er því skammt undan. 44. — Kg8, 45. Ha4 — Rf6, 46. g4!? — hxg4, 47. hxg4 — Rxg4, 48. Re2 — d4 og keppendur sömdu jafntefli, því eftir 49. Rxc3 — dxc3, 50. Hxg4 - Hc7, 51. Rd4 - c2, 52. Hxc2 er engin ástæða til að halda áfram. Staðan: Karpov 5 (33 jafntefli) Kasparov 1. „Konur gera ef þær vilja“ Á AÐALFUNDl Samtaka kvenna á vinnumarkaðinum, sem haldinn var í byrjun desember, kom fram óánægja með nýgerða kjarasamn- inga. I ályktun fundarins segir með- al annars að lægstu laun hafi hækk- að minnst, en í þeim hópi séu konur fjölmennastar. Einnig segir þar, að það sé augljóst, að konur hafi enga leiðréttingu fengið á launum sínum og megi frekar vænta versnandi hags. Tekið er dæmi af svokallaðri „hagræðingu á ríkisspítulunum sl. vor, sem fólst í auknu vinnuálagi á lægstlaunuðu starfsmönnunum“. Þá segir að samstaða og virkni kvenna þegar á reyndi hafi komið vel fram í nýafstöðnu verkfalli BSRB og þurfi enginn að efast um að konur geti ef þær vilja. Fundurinn skoraði á sveitar- stjórnarmenn víðsvegar um landið að gera sérstakt átak i byggingu dagvistarheimila á árinu 1985 og átaldi jafnframt harðlega þann niðurskurð á framlögum til bygg- ingar dagvistarheimila sem fram kemur í fjárlögum 1985. (flr rrétutilkynninmi.) Átaks er þörf í húsnæðismál- um fatlaðra ÖRYRKJABANDALAG íslands sendi Alþingi nýlega bréf þar sem vakin er athygli þingmanna á mál- efnum fatlaðra hvað varðar Fram- kvæmdasjóð fatlaðra og húsnæðis- mai öryrkja. Þar kemur fram að samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 41/1983, hefði ríkissjóður átt að greiða jafnvirði 55 millj.kr. miðað við 1. jan. 1983. Vísitala bygg- ingarkostnaðar 1983 hækkaði hins vegar um 55% en framlag ríkisins náði ekki þessari hækkun og varð mismunurinn á lögbundnum tekj- um sjóðsins og raunverulegu framlagi ríkisins til sjóðsins sam- kvæmt þessu 65.250.000. kr. Við undirbúning fjárlaga fyrir árið 1985 er gert ráð fyrir óbreyttri upphæð frá árinu áður til Framkvæmdasjóðs fatlaðra, þrátt fyrir að Hagstofan geri ráð fyrir að byggingarvísitalan hækki um 16% á árinu 1984. Öryrkjabandalag íslands leggur ríka áherslu á að Alþingi fari eftir lögum þeim sem það setur um málefni fatlaðra. Þessu til árétt- ingar skorar aðalfundur öryrkja- bandalagsins á Alþingi að gera nú þegar stórátak í því skyni að ráða bót á húsnæðisvandræðum ör- yrkja. Ennfremur vill fundurinn minna á að öryrkjar eru að mikl- um hluta eignalítið lágtekjufólk og stendur því mjög höílum fæti varðandi möguleika á viðunandi húsnæði. (Úr (rétutilkynninfni.) Barnaguðs- þjónusta í Fríkirkjunni SUNNUDAGINN 13. janúar verður barnaguðsþjónusta í Fríkirkjunni og hefst kl. 11 fyrir hádegi. Þá verða veitt verðlaun fyrir góða kirkjugöngu tímabilið ágúst-janúar. Aðsókn að barna- guðsþjónustum í Fríkirkjunni hef- ur verið góð í vetur og er vonandi, að svo verði áfram. Magnús G. Gunnarsson, guðfræðistúdent, annast guðsþjónustuna, en píanó- leikur undir söng er i höndum Pavels Smíd. (FrétUtilk;nninR.) Mognoð hvað einn miði miklu getur breytt! Þú fœrð miðana hjá umboðsmanninum og svör við spurningum: Liggur draumanúmerið á lausu? Hve mikið get ég unnið? Hve marga miða get ég fengið með sama númeri? Hvernig get ég spilað langsum og þversum? Hœkkar miðaverð aðeins um 20 kr.? Hvenœr fœ ég vinninginn greiddan? Umboðsmenn Happdrættis Háskóla íslands 1985: Reykjavík: Aðalumboð, Tjarnargötu 4, sími 25666 Búsport, verslun, Arnarbakka 2—6, sími 76670 Bókabúðin Álfheimum 6, sími 37318 Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ, sími 686145 Bókabúð Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, sími 83355 Stokkur, bókaverslun, Kleppsvegi 150, sími 38350 Griffill s.f., Síðumúla 35, c/o Teitur Gústafsson, simi 3681 I Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu, sími 13557 Neskjör, Ægissíðu 123, sími 19832 Rafvörur, Laugarnesvegi 52, sími 68641 I Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800 Þórey Bjarnadóttir, Kjörgarði, sími 13108 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg I I, sími 27766 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Hátúni 2b, sími I 2400 Úlfarsfell, Hagamel 67, sími 24960 Seltjarnarnes: Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Austurströnd 3, sími 625966 Kópavogur: Anna Sigurðardóttir, Hrauntungu 34, sími 40436 Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180 Blómaskálinn v/Nýbýlaveg, sími 40980 Garðabær: Bókaverslunin Gríma, Garðaflöt 16—18, sími 42720 Hafnarfjörður: Tréborg, Reykjavíkurvegi 68, sími 54343 Reynir Eyjólfsson, Strandgötu 25, simi 50326 Mosfellssveit: Bókaverslunin Snerra s.f., Þverholti, sími 666620 HAPPDRÆTTI HASKÓLA ISLANDS milljón í hverjum mánuöi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.