Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 32 Minning: Anna Halldóra Snorradóttir Fædd 16. mars 1947 Dáin 31. desember 1984 Hún Bíbí er dáin. Þessi orð hefðu ekki átt að koma okkur sem vissum um veikindi hennar á óvart, en samt er eins og við séum aldrei viðbúin slíkum fréttum. Ég vil með nokkrum orðum þakka Bíbí allar stundirnar sem við átt- um saman. Ég kynntist henni fyrst árið 1970 þegar ég var ný- flutt í Vogana og þau kynni héld- ust til hinstu stundar. Bíbí hét fullu nafni Anna Hall- dóra Snorradóttir en var alltaf kölluð Bíbi af öllum sem hana þekktu. Ég hef sjaldan kynnst eins lífsglaðri og bjartsýnni mann- eskju. Þó fór hún ekki varhluta af erfiðleikum lífsins. Það var henni þung sorg þegar hún árið 1975 missti elsta son sinn svo snögg- lega. Hann hét Ómar Snorri og var aðeins 10 ára gamall. Fyrir rúmum þremur árum kenndi Bíbí sér þess meins sem að lokum dró hana til dauða. En alltaf var trúin hjá henni á bata. Aldrei heyrðist æðruorð, heldur sagði hún alltaf: „Þegar mér batnar þá ætla ég að gera svo margt." En enginn ræður sinum næturstaö. Hún lést á gamlársdag aðeins 37 ára gömul. Við færum henni okkar innileg- ustu þakkir fyrir allt. Eiginmanni hennar, Hreiðari Guðmundssyni, og sonum hennar, þeim Magnúsi Hlyni og Snorra, vottum við, ég og Feögaminning: fjölskylda mín, okkar dýpstu sam- úð en minningin lifir um góða eig- inkonu og ástríka móður. Að hryggjast og gleðjast, hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (PJ.B.) Herdís Ósk Herjólfsdóttir Þrjátíu og sjö ár er ekki hár aldur og því í ósköpunum er fólki í blóma lífsins, fólki með börn á við- kvæmum aldri, því er þessu fólki ekki ætlað lengra líf hér á jörðu? Þessari spurningu fáum við víst aldrei svarað, hversu oft sem við leitum svars við henni. Mig langar til að skrifa nokkur orð um Önnu Snorradóttur, sem lést á gamlársdag í Landspítalan- um eftir 3ja ára baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Bíbí, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist 16. mars 1947 í Njarðvíkum og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru hjónin Sólbjörg Guðmundsdóttir frá Nýjabæ í Krísuvík og Snorri Hólm Vilhjálmsson frá Vogsósum í Selvogi og eru þau bæði látin. Var Bíbí yngst af 6 börnum þeirra hjóna. Bíbí steig stórt gæfuspor er hún giftist eftirlifandi eiginmanni sín- um, Hreiðari Guðmundssyni frá Vogum í Vatnsleysustrandar- hreppi þann 25. september árið 1965. Hófu þau búskap sinn í Njarðvíkum og bjuggu þar í um 2 ár en fluttu þá í nýbyggt einbýl- ishús við Kirkjugerði 7 í Vogum, þar sem þau bjuggu síðan. Hreiðar og Bíbí eignuðust þrjá syni, en urðu fyrir þeirri þungu raun að missa elsta son sinn, ómar Snorra, árið 1975, aðeins 10 ára gamlan. Það eru því þung höggin sem dunið hafa á þessari fjölskyldu. Hinir tveir sem eftir lifa eru Magnús Hlynur fæddur 4. september 1969 og Snorri fæddur 1. október 1975. Það eru því bæði móður- og föðurhlutverk sem falla í Hreiðars hlut og mun hann gegna því með sóma því leitun er að öðru eins góðmenni og Hreið- ari. Það sýndi sig best í veikindum byggt myndarlegt bú við erfiðar aðstæður úr nánast engu, komið fjölda barna á legg og siðast en ekki síst verið gestum og gangandi til ánægju og yndisauka. Baldvini fannst gaman aö segja frá og var því oft spjallað saman í rökkrinu við gnauðið frá eldavél- inni í eldhúsinu á Brekku. Baldvin lifði ekki þann dag að fá rafmagn í bæinn. Hann lifði tímana tvenna og sagði okkur frá störfum sínum fyrr á árum, frá vinnunni í apó- tekinu í Stykkishólmi, frá vega- vinnu og gömlu vörubílunum svo eitthvað sé nefnt. Mér þótti ákaflega Ijúft að hlusta á frásagnir Baldvins og þakka honum sérstaklega þær stundir. Gilsfjarðarbrekka hefur ávallt verið ákveðinn punktur í lífi okkar og sjaldan liðið sumar án þess að ekki væri komið við á Brekku og gist þar, oft var þröngt á þingi en alltaf vorum við jafn velkomin. Hvernig er ekki orðtakið, það er sælla að gefa en að þiggja, en það átti vel við vin minn Baldvin bónda á Gilsfjarðarbrekku. Bless- uð sé minning hans. Skammt er stórra högga á milli, maðurinn með ljáinn er enn á ferð og heggur nú skarð í systkinahóp- inn. Ólafía mín, við biðjum algóðan Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína á þessari stundu. Jón Þórður Jónsson f dag er til moldar borinn frá Garpsdalskirkju við Gilsfjörð vin- ur minn og mágur Sigurvin Bald- vinsson bóndi á Gilsfjarðarbrekku sem lést af slysförum þann 28. desember sl. Örfá kveðjuorð megna aldrei Bíbíar, hvernig hann bar hana á höndum sér og gerði henni veik- indastríðið eins létt og í hans valdi stóð. Bíbí var hvers manns hugljúfi og oft var þéttsetinn eldhúskrók- urinn hjá henni því öllum þótti gott að sitja og spjalla við Bíbí. Aldrei heyrði ég hana tala styggð- aryrði til nokkurs manns og er það stór kostur. Ef hún vissi að ein- hver var einmana eða lasinn var hún fljót að koma í heimsókn og létta undir hjá viðkomandi. Það hefur sýnt sig hvað hún var góð manneskja á öllum þeim fjölda manns sem heimsótti hana á sjúkrahúsið í veikindum hennar. Bíbí bar sjúkdóm sinn með þvíl- íku æðruleysi og dugnaði að tekið var til þess. Að sjá hana hjólandi og hálfhlaupandi alveg fársjúka. Krafturinn og dugnaðurinn var slíkur að einstakt er. En svo náði sjúkdómurinn alveg yfirhöndinni. Hún fór í hjólastól þegar kraftana þraut. í hjólastólnum fór hún í föndurstofuna til að gera jólaf- öndrið svo hún gæti nú lagt eitthvað af mörkum fyrir heimili sitt fyrir jólin. Hún komst ekki heim um jólin, svo fársjúk var hún orðin, svo Hreiðar og drengirnir voru hjá henni á aðfangadags- kvöld á Landspítalanum og héldu þau jólin í stofunni sem hún hafði verið í samfleytt í fjóra mánuði. Elsku strákarnir mínir, Maggi og Snorri. Þið eigið um sárt að binda en guð læknar sárin með tímanum. Hreiðar minn. Guð styrki þig í þinni miklu sorg. Þá kveð ég hana elsku Bíbí mína. Ég veit að sonur hennar, systir og foreldrar hafa tekið hana í faðm sinn. Ég sendi systkinum, tengda- foreldrum og öðrum aðstandend- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Drottinn blessi ykkur. Jensína Janusdóttir mikils, en aðeins skulu tjáðar þakkir fyrir mæt kynni og ágæta vináttu alla tið. Með Sigurvin er horfinn einn sá hugþekkasti drengur sem ég hef kynnst. Sigurvin fæddist á Gils- fjarðarbrekku 7. nóvember 1953, sonur hjónanna Ólafíu Magnús- dóttur og Baldvins Sigurvinsson- ar, áttu þau hjón sex börn og var Sigurvin næstyngstur þeirra. Systkinin á Brekku hófu snemma að aðstoða við heimilis- og bústörf eftir því sem stærð þeirra og styrkleiki leyfðu, eins og títt var um börn fædd á þessum árum, árum sem mörkuðu tíma- mót I íslenskum landbúnaði, vélar komu almennt til á bændabýlum á þessum árum, þó misfljótt eftir aðstæðum á hverjum bæ. Þó systkinin á Brekku legðu snemma hönd á plóg til aöstoðar gafst einnig ráðrúm til að fara í gáskafulla leiki á góðum dögum eins og barna er siður, eða setjast niður á hægum stað og velta fyrir sér heiminum. Ég veit að nú á þessum erfiðu dögum hafa komið upp í huga systkina hans endurminningar um þá daga, minningar sem gott er að muna og minna á góðan dreng. Sigurvin dvelur á Brekku æsku- og unglingsár sín og vann að búi foreldra sinna, en á árunum eftir 1970 stundar hann ýmis störf svo sem sjóróðra og fiskvinnslu, einn- ig dvaldi hann um nokkurt skeið við landbúnaðarstörf I Stranda- sýslu. í Strandasýslu finnur Sigurvin lífsförunaut sinn, Hugrúnu Ein- arsdóttur frá Hvítuhlíð við Bitru- fjörð, og gengu þau í hjónaband þann 15. desember 1979, saman I dag verður til moldar borin Anna Halldóra Snorradóttir, sem lést á gamlársdag sl. Hún hafði glímt við erfiðan sjúkdóm sl. 3 ár og þurft að dvelja langdvölum í sjúkrahúsi, þar sem reynt var að yfirvinna sjúkdóminn með öllum þeim ráðum, sem í mannlegu valdi eru, en allt kom fyrir ekki. | Anna Halldóra var fædd þ. 16. mars 1947, og því aðeins 37 ára gömul er hún lést. Hún var dóttir Sólbjargar Guðmundsdóttur frá Stóra-Nýjabæ í Krísuvík og Snorra Vilhjálmssonar frá Vogs- ósum í Selvogi. Sólbjörg lést langt fyrir aldur fram og Snorri er einn- ig látinn fyrir fáum árum. Bíbí, eins og hún var ávallt köll- uð af þeim sem þekktu hana, ólst upp í Ytri-Njarðvík, ásamt 5 systkinum sínum, en hún var næstyngst þeirra. Þau eru nú 4 á lífi, þau Guðmundur, Hólmfríður, Heiðar og Sólveig, öll búsett 1 Njarðvík og Keflavík. Elsta systir- in, Kristín, lést aðeins 33 ára. Ég átti því láni að fagna að kynnast Bibí og fjölskyldu hennar, þegar við vorum ungar að árum. Mæður okkar voru systur. Við vor- um á svipuðu reki og urðum ágæt- ar vinkonur. Við hittumst alltaf öðru hverju á þessum árum og alltaf höfum við haldið sambandi síðan og einnig hist á góðum stundum meðal fjölskyldunnar. Bíbí varð snemma efnileg og skemmtileg stúlka, sem gaman var að vera samvistum við, enda minnist ég með ánægju sumra bernskunnar, þegar mamma fór með okkur systurnar í ferðalag suður með sjó, að heimsækja þessa ágætu fjölskyldu. Ég minn- ist þess einnig að foreldrar Bíbíar voru höfðingjar heim að sækja, og systkinin öll glaðvær og skemmti- leg. Oft er talað um að hrjóstrugt byggðu þau heimili sitt af elju- semi og dugnaði og var samband þeirra traust og einlægt alla tíð. Þau áttu mjög margt sameigin- legt, svo sem búskaparáhuga og þá sérstaklega sauðfjárrækt og margt fleira sem ekki verður rakið hér en er þó mikils virði. Hugrún og Sigurvin eignuðust tvær dætur, Sigríði Magneu, fædd 16. maí 1979, og Ólafíu Guðrúnu, fædd 1. mars 1981. Þær mæðgur hafa mikið misst og mega nú sjá á bak þeim manni sem æfinlega gaf svo mikið af sjálfum sér með þeirri einlægu elskusemi sem honum var eiginleg og auðkenndi allt hans dagfar. Megi allt gott verða þeim til styrktar í þeirra miklu sorg. Árið 1978 flyst Sigurvin aftur heim að Brekku ásamt Hugrúnu unnustu sinni og hefja þau þar búskap með foreldrum hans og búa í félagi við þau þar til foreldr- ar hans létu af búskap vegna veik- inda Baldvins árið 1981, tóku þau þá alveg við jörðinni. Þó að búskapur Sigurvins og Hugrúnar á Brekku yrði ekki langur, þá er margt sem ber dugn- aði þeirra merki, má þar m.a. nefna nýlega byggða hlöðu, stórt og reisulegt hús, hús sem ber hug eigendanna með sér. I nóvember I haust sem leið var lagt samveitu- rafmagn að Brekku, komst þar í höfn stór draumur þeirra hjóna. Fundum okkar Sigurvins bar fyrst saman sumarið 1970 er við Elínborg systir hans komum fyrst í heimsókn að Brekku, þá fljótlega urðum við vel málkunnugir og hittumst og spjölluðum alloft saman. Það er svo um haustið ’76 sem Sigurvin kemur til okkar þeirra erinda að aðstoða mig við að ganga frá núsbyggingu fyrir veturinn, þetta haust hófst einnig vinátta okkar. Sigurvin fram- lengdi dvöl sína hjá okkur þetta haust aftur og aftur svo ljúka mætti því verki sem unnið var að en ýmsar ástæður urðu til að tefja, svo sem válynd haustveður. Ég nefndi stundum við Sigurvin að nú væri hann búinn að gera vel og ekki væri réttlætanlegt að binda hann yfir þessu lengur fram eftir hausti. Við skulum sjá ætli okkur takist ekki að ljúka þessu á næstu dögum það munar ekki öllu fyrir mig, Sigurvin H. Baldvinsson - Baldvin Sigurvinsson Sigurvin Fæddur 7. nóvember 1953. Dáinn 28. desember 1984. Baldvin Fæddur 16. mars 1904. Dáinn 3. nóvember 1982. Fréttin um andlát frænda míns, Sigurvins Baldvinssonar, var sem reiðarslag, en slysin gera ekki boð á undan sér. Ekki voru jólin liðin þegar ham- ingja og framtíð ungrar fjölskyldu var breytt í harm og vonleysi. Við eigum erfitt með að skilja að maður á unga aldri sé hrifinn burt frá fjölskyldu sinni án fyrir- vara, en vegir guðs eru órannsak- anlegir. Sigurvin fæddist 7. nóvember 1953 og því 31 árs þegar hann var numinn á brott frá 23ja ára eig- inkonu og tveimur ungum dætr- um, 3ja og 5 ára. Við spyrjum af hverju, en fáum ekkert svar. Sagt er að þeir sem guðirnir elska deyi ungir og því hljóta að bíða hans önnur og verðugri verk- efni annars staðar. Sigurvin fór dult með tilfinn- ingar sínar og bar þær ekki á borð fyrir hvern sem var, en víst er að hann átti göfugt takmark sem var að halda áfram uppbyggingu æskuheimilis síns á Gilsfjarðar- brekku. Einum áfanga var náð fyrir stuttu, en það var að fá rafmagn í bæinn, sem var þó bara byrjunin. Ég minnist frænda míns sem góðs drengs, sem alltaf var í góðu skapi, snar í snúningum, eins og hvirfilvindur um tún og engi á Gilsfjarðarbrekku. Mér er minnis- stætt hve barngóður Sigurvin var og því hændust börn að honum. Sigurvin ólst upp í föðurhúsum í samstilltum systkinahópi. Hann starfaði síðan til sjávar og sveita og á búi föður síns þar til hann tók við því eftir lát hans. Nú hækkar sól á lofti, dagarnir lengjast og við lifum í þeirri von að tíminn lækni sárin. Við biðjum Guð að styrkja þig Hugrún og litlu dæturnar þínar, Sigríði og Ólafíu, í sorg ykkar. Við varðveitum minningarnar um lát- inn vin. Elsku Hugrún og litlu dæturn- ar, Ólafía frænka mín og systkini Sigurvins. Ég vil fyrir hönd fjöl- skyldu minnar, móður minnar og systra senda ykkur okkar einlægu samúðarkveðjur. Við lát Sigurvins Baldvinssonar get ég ekki látið hjá líða að minn- ast látins vinar míns, föður Sigur- vins Baldvins Sigurvinssonar, þótt sú kveðja síðbúin sé. Baldvin fæddist þann 6. mars 1904 að Hvítadal í Saurbæ, Dala- sýslu. Hann ólst upp hjá móður- systur sinni, Elínborgu Baldvins- dóttur. Baldvin hóf búskap í Belgsdal í Saurbæ 1943 ásamt eft- irlifandi konu sinni, Ólafíu Magn- úsdóttur. Þau fluttu síðan að Gilsfjarðarbrekku 1947. Baldvin átti tvo syni af fyrra hjónabandi, þá Ragnar og Indriða. Með ólafíu átti hann sex börn, þau Jónu, Ingibjörgu, Elínborgu, Smára, Sigurvin og Katrínu. Mín fyrstu kynni af sveit voru frá Gilsfjarðarbrekku, og á ég margar góðar minningar þaðan. Þar naut ég mikillar ástúðar og vináttu hjá þeim hjónum Baldvini og Ólafíu, en þau voru annáluð fyrir gestrisni og myndarskap. Baldvin kom fram við börn af alúð og einlægni og virti þau fyrir það sem þau gerðu, því fannst börnum gaman að koma að Brekku og vildu vera þar sem lengst. Víst er að oft hefur verið erfitt að ná saman endum með stóran hóp barna auk alls gestagangsins sem var mikill á stundum. Alltaf var gestrisnin í hávegum höfð og aldrei annað að sjá en gnótt væri til hnífs og skeiðar. Ég hef verið þeirrar ánægju að- njótandi að fylgjast með búskap þeirra Baldvins og ólafíu frá því ég man eftir mér. Ég hef því feng- ið að sjá hvernig hjónin á Brekku hafa barist gegn veðri og vindum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.