Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Töfraeplið Fréttamenn Ríkisútvarpsins eru upp til hópa háttvísir og kurteisir on nánast tillitssamir í garð við- mælenda. Slíkt ber að lofa þótt stundum mættu nú fréttamenn spyrja ítarlegar. Á hinn bóginn tel ég ámælisvert þegar fréttamenn spyrja þjösnalega og nánast útí hött. í kvöldfréttum á fimmtudag- inn var átti fréttamaðurinn Sig- ríður Árnadóttir viðtal við ný- ráðinn forstjóra Flugleiða, Sigurð Helgason. Sigurður tekur nú við einhverju mikilvægasta starfi er hérlendur maður hefir með höndum. Á hans herðar er lögð þung byrði og mikil ábyrgð. Hundruð ef ekki þúsundir manna eiga allt sitt undir ákvörð- unum hans. Það er því ekki út í loftið að stjórn Flugleiða velur einróma Sigurð Helgason til starf- ans. Fréttamaðurinn virtist hins vegar líta svo á að hér væri um bitling að ræða, því hann lýkur svo spurningahríðinni: Er ábata- samt að vera forstjóri? Þannig spyr ekki ábyrgur fréttamaður þann sem er rétt tekinn við ein- hverju mikilsverðasta fyrirtæki þjóðarinnar. Stjörnurnar tala En lyftum nú huganum hærra, til þáttar Harðar Sigurðssonar „Hvískurs" er hljómaði úr viðtæk- inu skömmu eftir téðan kvöld- fréttatíma. Hörður dvaldi raunar í þætti þessum í upphæðum mestan part, því meginviðfangsefnið var stjörnuspeki eða astrologia. Leiddi Hörður fram á sviðið ókrýndan konung íslenskra stjörnuspekinga, Gunnlaug Guðmundsson, er starf- rækir Stjörnuspekimiðstöðina við Laugaveg. Fræddi Gunnlaugur lesendur agnarögn um eðli stjörnuspeki. Er greinilegt að hann aðhyllist þá stjörnuspeki, er mótaðist í kjölfar kristindómsins og gerir ráð fyrir sjálfstæðum vilja mannsins, en fyrir komu Krists var oft lítið ráð gert fyrir sjálfsákvörðunarrétti mannsins enda stjörnurnar gjarnan álitnar guðlegar verur. Samt hefur nú stjörnuspekin blómstrað í hinum kristna heimi, einkum þó á mið- öldum, en þá voru stjörnuspeki- prófessorar skipaðir við háskólana í París, Padua, Bologna, Flórens og víðar. Stjörnuspekieplið Er ég hlustaði á útlistanir Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings síðastliðið fimmtudagskvöld varð mér hugs- að til einnar síðdegisstundar i jólaösinni. Ég er staddur niðri á Laugavegi, í kápuleiðangri með konunni. Þar sem ég hef takmark- aðan áhuga á kápum tek ég það til bragðs að kíkja í búðarglugga. Einn skar sig úr. Það var gluggi Stj ■'rnuspekimiðstöðvarinnar. Dauðþreyttur á kaupæðinu held ég til móts við hin fornu vísindi. Mætir mér þá ekki slúnkunýr Apple Il-tölva. Afgreiðslustúlkan tjáir mér að tölvan þurfi bara að vita nákvæmlega hvenær ég sé fæddur og þá geti ég umsvifalaust fengið persónuleikakort. Þar sem ég mundi ekki hvort pabbi hafði lokið við hádegisverðinn þegar ég skaust í þennan heim var ekki um annað að gera en hringja { mömmu. Fæðingarstundin er síð- an stimpluð inní tölvuna og það er eins og við manninn mælt, út spýtist hin huggulegasta grafík- mynd. En þá var kápan fundin og enn geymir töfraeplið við Lauga- veg lýsinguna á persónuleika þess er hér stýrir penna, eins og sá er skráður í stjörnurnar. Ólafur M. Jóhannesson Franski fíkniefnasalinn Bryndís Schram ásamt Marfu Guðmundsdóttr, en hún er ein af gestum þittarins í kvöld. Gestir hjá Bryndísi ■■■■ Þátturinn OA 30 Gestir hjá Vr— Bryndísi er á dagskrá sjónvarps í kvöld í umsjá Bryndísar Schram. Þáttur þessi, sem er annar í röðinni, verður í beinni útsendingu. Bryndís fær í kvöld marga góða gesti í heim- sókn til sín, sem í fyrri þættinum. Fyrstan ber að nefna Markús örn Ant- onsson, sem nú um ára- mótin tók við starfi út- varpsstjóra af Andrési Björnssyni. Þá fær Bryn- dís í heimsókn til sín Maríu Guðmundsdóttur, tiskuljósmyndara, en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum um ára- bil. María var m.a. fyrsta íslenska stúlkan sem fór til útlanda til að starfa sem ljósmyndafyrirsæta, en það var árið 1961. Síð- an þá hefur margt drifið á daga hennar. Þá mætir handbolta- stjarnan góðkunna, Kristján Arason, í sjón- varpssal. Kristján var sem kunnugt er marka- hæstur leikmanna á ís- landsmótinu i hand- knattleik á síðasta ári, bæði i deildakeppninni og úrslitakeppninni. Þá er hann markahæstur á yfir- standandi íslandsmóti, leikur i landsliðinu í handknattleik og margt fleira. Loks fær Bryndis í heimsókn til sin þau Jak- ob Magnússon og Ragn- hildi Gísladóttur sem vart er þörf á að kynna nánar, þar sem bæði eru löngu landskunn orðin fyrir söng, hljóðfæra- og kvikmyndaleik. öiðan sjón- OO 50 varpsmyndin i £í£í “ kvöld er banda- ríska bíómyndin Franski fíkniefnasalinn (French Connection) frá árinu 1971. Myndin fjallar um tvo rannsóknarlögreglumenn í fíkniefnadeild lögregl- unnar í New York sem komast á snoðir um gíf- urlegt heróínsmygl milli Frakklands og Bandaríkj- anna. Þeir hefja þegar rannsókn og gengur á ýmsu. Myndin er ekki við hæfi barna. Meðal atriða í myndinni er eltingarleikur bíls og járnbrautarlestar og þyk- ir þetta atriði bera af öðr- um siíkum í bíómyndum. Myndin hlaut alls fimm Óskarsverðlaun, m.a. sem besta mynd ársins og fyrir besta leikara ársins, en þau verðlaun hlaut Gene Hackman í Óskars- verðlaunahlutverki sínu í myndinni. Gene Hackman fyrir leik sinn í myndinni. Með önn- ur aðalhlutverk fara Roy Scheider, Fernando Rey og Tony Lo Bianco. Leik- stjóri er William Fried- kin. Gull og grænir skógar — bresk gamanmynd Fyrri mynd 01 10 sjónvarpsins í JL kvöld er breska gamanmyndin Gull og grænir skógar (Royal flash) frá árinu 1975. Myndin fjallar um ævintýramanninn Flashman sem leikin er af Malcolm McDowell. Hann tekur að sér hlutverk þýsks þjóðhöfðingja að undirlagi Otto von Bis- marck sem vinnur hörð- um höndum að því að sameina Þýskaland. Stöð- unni fylgir bæði ríkidæmi og fögur hertogaynja, leikin af Britt Ekland, sem Flashman fellur flat- ur fyrir og kvænist. En Otto von Bismarck er ekkert lamb að leika sér við og ráðgerir að koma Flashman fyirr kattarnef, öðruvísi telur hann sig ekki geta sam- einað Þýskaland. Með önnur hlutverk í myndinni fara Oliver Reed, Alan Bates og Flor- inda Bolkan. Malcolm McDowell í hlutverki ævintýramannsins. — bandarísk mynd frá árinu 1971 ii ÚTVARP Þaettir úr sígildum tónverk- LAUGARDAGUR 12. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Morgunorð: — Guðmundur Ingi Leifsson talar. 8.15 Veöurfregnir 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr ). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.10 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir.) Oskalög sjúklinga frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla Siguröur Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13A0 Iþróttapáttur Umsjón: Hermann Gunn- arsson. 14.00 Hér og nú Fréttaþáttur I vikulokin. 15.15 Or blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. (FtUVAK.) 18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Islenskt mál Guðrún Kvaran flytur þátt- inn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Njarðvlk. 17.10 Oktett I F-dúr eftir Franz Schubert . Ensemble 13" leikur. (Hljóöritun frá tónleikum Tónlistarfélagsins i Austur- bæjarblói 4. nóv. sl.) 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 16J0 Iþróttir. Umsjónarmaöur Ingólfui Hannesson. 18.30 Enska knattspyrnan. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19J5 Kærastan kemur I höfn. Sjðtti þáttur. Danskur mynd- aflokkur I sjö þáttum ætlaöur börnum. Þýöandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Frettir og veöur. 20J25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Gestir hjá Bryndlsi. Bry-idls Schram spjallar við fólk I sjónvarpssal. 18A5 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 .Dagur ei meir” Matthlas Johannessen skáld les meö undirleik úr Ijóðabók sinni sem ort var á þjóðhá- tfðarárinu 1974. 20.00 Utvarpssaga barnanna: .Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón Sveinsson LAUGARDAGUR 12. janúar Upptöku stjórnar Tage Ammendrup. 21.10 Gull og grænir skógar. (Ftoyal Flash). Bresk gam- anmynd frá 1975. Leikstjóri: Richard Lester. Aðalhlut- verk: Malcolm McDowell, Oliver Reed, Alan Bates, Florinda Bolkan, Britt Ek- land. Ævintýramaöur tekur aö sér hlutverk þýsks þjóöhöföingja aö undirlagi Bismarcks sem vinnur aö sameiningu Þýska- lands. Stööunni fylgir bæöi rlkidæmi og dögur eiginkona en framtlöin er ótrygg. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. Gunnar Stefánsson les þýö- ingu Freysteins Gunnarsson- ar (16). 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 20.50 Blár fugl, rautt tré Þáttur um skáld og myndlist- armenn. Umsjón: Hrafnhildur Schram og Gelrlaug Þor- valdsdóttir. 21.30 Tónlistarþáttur 2260 Franski flkniefnasalinn. (French Connection). Bandarlsk biómynd frá 1971. Leikstjóri William Fri- edkin. Aöalhlutverk: Gene Hackman, Ron Schneider, Fernando Rey, Gony Lo Bi- anco. Tveir ötulir rannsóknarmenn I flkniefnadeild lögreglunnar I New York komast á snoöir um glfurlegt herólnsmygl frá Frakklandi. Þeir hefja þegar leit aö eiturefninu og eigend- um þess. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. Myndin er ekki viö hæfi barna. 00.40 Dagskrárlok. um. 2215 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 nSkýjað með köflum" Jón S. Gunnarsson les Ijóö eftir Pétur Önund Andrés- son. 22.45 Loftárás á Selfoss Jón R. Hjálmarsson ræðir viö Guðmund Kristinsson á Selfossi. 23.15 Óperettutónlist 24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón örn Marinós- son. 0060- Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. 14.00—16.00 Léttur laugar- dagur Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. 16.00—18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Baröa- son. 24.00—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.