Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 48
EUPOCARD l-- --J Tll DAGUEGRA NOTA LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Mannekla í fiskvinnslu: 100 atvinnuleyfi fyrir útlendinga TALSVERÐ mannekla er nú f fiskvinnslu um land allt Vegna þess hefur félagsmálaráðuneytift gefið út atvinnuleyfi fyrir rúmlega 100 erlendar stúlk- ur hér á landi síðan í nóvember. Hefur þetta ástand meðal annars haft í för með sér aukinn útflutning á ferskum fiski og jafnframt eru þess dæmi, að orðið hafl að vinna fisk f óhagkvæmari umbúðir en ella til að forða honum frá skemmdum. Guðrún Eyjólfsdóttir, starfs- maður Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, sem meðal annars hefur milligöngu um ráðningu erlends starfsfólks fyrir fiskvinnsluna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að talsverð eftirspurn hefði verið eftir stúlkum frá Bretlandi til vinnu f frystihúsum að undan- förnu, bæði hjá SH og SlS. Vegna þessa hefðu verið gefin út yfir 100 atvinnuleyfi fyrir útlendinga í þvf skyni að bæta stöðuna, en misjafn- lega gengi að fá brezku stúlkurnar til vinnu hér. Því hefðu þessi leyfi ekki enn verið nýtt nema að hluta tiL Atvinnuleyfi fyrir útlendinga í fiskvinnslu hér á landi eru ekki veitt nema að fenginni umsögn við- MorRunbladið/SÍRurReir. Brugðið á leik á grímudansleik „LITLI sótarinn" vann til verð- launa á grímudansleik, sem Ey- verjar gengust fyrir fyrir böm I Samkomuhúsinu í Vestmanna- eyjum á dögunum. Margir mættu þarna til að sýna sig og sjá aðra og vakti geimálfurinn ET mesta athygli. Auk hans má nefna japanskar geishur, brúð- hjón meö pípuhatt og slör, hjúkrunarkonur i fullum skrúöa, konu á peysufötum, ungbörn i vagni og Andrés önd mætti þarna galvaskur. Einnig sáust á röltinu myndavél af japanskri gerð, olíutankur, eldspýtna- stokkur frá Rússlandi og gang- andi gulrót. komandi verkalýðsfélags eftir að sannreynt hefur verið, að innlent starfsfólk sé ekki fáanlegt. Guðjón Smári Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði f samtali við Morgunblaðið, að talsverð mann- ekla væri hjá fyrirtækinu og vant- aði 20 til 30 stúlkur til vinnu. Mikið hefði verið auglýst en án árangurs. Þvf hefði fyrirtækið meðal annars óskað eftir starfsstúlkum frá Bretlandi. Hann sagðist telja, að þarna skiptu laun starfsfólksins mestu máli, þvi eins og búið væri að fiskvinnslunni gæti hún ekki greitt mannsæmandi laun. Þetta hefði slæm áhrif á vinnsluna og gæti haft þær afleiðingar, að pakka þyrfti fiskinum í ódýrari pakkn- ingar en ella til að hafa undan. Auk þess yrði nýting húsa og tækja lé- leg með þessu móti. Guðjón Smári sagði, að fram á haustið hefði fyrirtækið losnað við kúfinn af fiskinum með því að láta Börk sigla með hann. Hann væri nú kominn á loðnu og því yrði að salta meira en gott þætti, þar sem af- koman þar væri neikvæðari en f frystingu. "4K> - 4i * bw ? >n,i f m Morgunblaðið/Árni Sæberg. Héldu upp á aldarafmæli langömmu GUÐRÚN B. Daníelsdóttir frá Hvammstanga hélt upp á 100 ára afmæli sitt í gær. Þá var þessi mynd tekin af henni ásamt barnabörnum hennar. Þau eru í efstu röð frá vinstri: Sigrún, Kolbrún, Erling, Sigrún, Bjarki Þór, Klara, Gisli, Ragna og Sigurður. I miðröð eru þau Svava, Rafael, Silvía Hlíf, Hjálmtýr Valur, Smári og Jón Trausti. í fremstu röð eru Linda, Amanda, Katrín, Gunnar Þór, Jón Oddur og Þorgrímur. Sex barnabarnabarna Guð- rúnar vantar á myndina, þau Úlfar Þór, Guðmund Karl, Vigdisi Klöru, Halldóru Æsu, Júliönu, Hlíf Helgu og Söndru. Alls eru langömmubörn Guðrún- ar því 27 og nýlega fæddist fyrsta langalangömmu- barn hennar, Sigrún Huld. Guðrún var gift Hjálmtý Sumarliðasyni, er lést árið 1918 og áttu þau fjögur bðrn, en eitt þeirra lést í æsku. Barnabörn Guðrúnar eru 13. Vaxandi vanskil áber- andi og mjög alvarleg — segir Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans „ÞAÐ eru vaxandi vanskil einstakl- inga og fyrirtækja við Landsbank- ann og ég þykist vita að svo sé einn- ig í öðrum bönkum. Þessi vanskil eru bæði mjög áberandi og alvarleg, en ég get ekki farið með neinar tölur í þessu sambandi,“ sagði Jónas Har- alz, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Morgunblaðið. Jónas sagði ennfremur, að mikið af lánum færu f vanskil í stuttan tima og væri það allt annars eðlis en færu lánin í vanskil í lengri tíma. Vanskil í sjávarútvegi væru eins og menn vissu framúrskar- andi alvarleg og búin að vera það í langan tíma. Þegar menn vissu af skuldbreytingu yrði staðan enn al- varlegri, því þá hættu menn að reyna að standa í skilum. Núver- andi skuldbreytingu væri enn ekki lokið og ástandið því alvarlegt. Skýring þessa væri hugsanlega sú, að mönnum hefði gengið erfiðlega að átta sig á þvf, að raunvextir hefðu hækkað. Það væri ekki leng- ur borgað með lánum, heldur yrðu menn að borga jákvæða raunvexti, sem í raun væru nokkuð lægri hér en víðast annars staðar. Menn yrðu að gera sér grein fyrir því, að erfitt væri að standa undir lánum nema um arðbæra fjárfestingu væri að ræða eða að einstaklingar reistu sér ekki hurðarás um öxl. Áður hefði það heitið svo, að verð- bólgan hefði leyst þetta vandamál. Það væri sá draugur, sem nú væri verið að fást við, því peningaleysið stafaði auðvitað af verðbólgu sfð- ustu ára. Aðspurður um afkomu bank- anna sagði Jónas hana mjög slæma og væri helzta orsökin sú, að vaxtabil milli inn- og útlána nú væri of lágt og mun lægra en er- lendis. Skýrsla um Kröfluelda: Kröfluvirkjun í aukinni hættu — ef aftur fer ad gjósa við Leirhnjúk „VIÐ HÖFUM ákaflega lítið í hönd- unum til að segja nákvæmlega fyrir um hvað muni gerast ef aftur fer að gjósa við Kröflu, en hins vegar má segja, að ef hraun fer að renna þarna er leiðin að mannvirkjunum greiðari en áður,“ sagði Axel Björns- son, jarðeðlisfræðingur hjá Orkust- ofnun, er hann var spurður um skýrslu sem út er komin um þróun Kröfluelda. Samkvæmt skýrslunni eru mannvirki við Kröflu í meiri hættu nú en áður, ef aftur fer að gjósa við Leirhnjúk. „Þessi skýrsla er samantekt á Kröflueldum frá upphafi og það er reynt að meta það, hvort hætta á hraunflæði að Kröfluvirkjun hafi aukist eða minnkað og einnig er reynt að meta hver framvindan gæti orðið í Kröflueldum," sagði Áxel Björnsson ennfremur. „Við komumst að því, að við höfum litið í höndunum til að segja fyrir um hvað muni gerast. Við komumst einnig að þeirri niðurstöðu að hræringum þarna er ekki lokið, þetta er í gangi ennþá. Það getur orðið langt hlé á milli, en við vit- um ekkert um það. Og ef aftur kemur upp hraun vitum við ákaf- lega lítið um það hvar það kemur upp og hversu mikið. Það eina sem gerir hlutina ef til vill eitthvað alvarlegri en áður er, að þau hraun sem hingað til hafa runnið, hafa fyllt upp að ýmsum sprung- um og ójöfnum í landslaginu, þannig að ef hraun kemur upp í Leirhnjúk, nálægt Kröfluvirkjun, er leiðin að mannvirkjunum greið- ari en hún hefur verið áður,“ sagði Axel. 1 skýrslunni kemur fram, að ástæða er til að fylgjast vel með framvindu mála á Kröflusvæðinu, reka áfram jarðskjálftamæla og fylgjast með landhæðarbreyting- um eins og gert hefur verið. Einn- ig segir í skýrslunni, að æskilegt væri að taka til endurmats eldri áætlanir um byggingu varnar- garða, er mest myndu draga úr hættu á hraunrennsli i átt að Kröfluvirkjun. Þess má geta, að í frétt Morgun- blaðsins, sunnudaginn 6. janúar sl., er haft eftir Páli Einarssyni, jarðeðlisfræðingi, að landris við Kröflu hafi verið mjög hægt eða nánast ekkert að undanförnu og gæti það bent til, að þrýstingur í kvikuhólfinu sé nú orðinn hærri en hann var fyrir siðasta gos. Hlýviðrið helst áfram ALLT (JTLIT er fyrir, aö milda veöriö hér á landi haldist í allt aö viku í viðbóL Hjá Veðurstofu Islands feng- ust þær upplýsingar, aö i dag yrði sunnanátt og rigning um mest allt Suður- og Vesturland, en að líkindum yrði þurrviðri fyrir norðan og á Austfjörðum. Veðurfræðingar telja, að milda veðrið haldist áfram, þvi sunn- anáttinni virðist ekki ætla að linna. Að vísu má búast við að kólni við og við þegar áttin verð- ur vestlægari, og á sunnudag má jafnvel búast við slydduéljum sunnanlands og vestan-. En að jafnaði helst blíðan áfram og ís- lendingar þurfa því varla að óttast vetrarhörkur á næstunni. Að sögn Hafliða Jónssonar, garðyrkjustjóra Reykjavíkur- borgar, er ekki hætta á að gróð- ur fari að taka við sér nú, þótt milt sé í veðri. „Það er of snemmt fyrir gróðurinn hér á landi að taka við sér, en ef hlý- viðrið helst lengi, þá gæti auð- vitað verið að vissar tegundir færu af stað,“ sagði Hafliði. „Hitastigið hefur alltaf verið við frostmark undanfarið og það þarf meira til að gróður taki við sér í janúar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.