Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANOAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aóstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Nýr forstjóri Flugleiða Stjórn Flugleiða hf. hefur nú samhljóða ráðið Sig- urð Helgason, yngri, forstjóra félagsins í stað alnafna síns, Sigurðar Helgasonar, stjórn- arformanns fyrirtækisins. Með ráðningunni verða þátta- skil í sögu þessa merka félags. Við daglegri stjórn fyrirtækis- ins tekur maður, sem ekki tengist beint þeim deilum sem nokkuð hafa sett svip á fyrir- tækið síðan Loftleiðir og Flug- félag íslands sameinuðust fyrir rúmum áratug. Hann tekur við góðu búi. Forverar hans í forstjórastóli, þeir Al- freð Elíasson, Örn O. Johnson og Sigurður Helgason, stóðu af sér mikla storma með þeim hætti að aðdáun vakti. Eins og eðlilegt er við jafn veigamiklar ákvarðanir og hér er um að ræða komu fleiri en einn til álita við forstjóraval- ið. Annars vegar Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, sem lengi hefur setið í stjórn Flugleiða, og hins vegar Sigurður Helgason, yngri. Ekki fer á milli mála að báðir eru hæfir til starfans. Þeir koma hins vegar úr ólík- um áttum, ef þannig má að orði komast. Annar hefur víð- tæka reynslu af margþættum trúnaðarstörfum á vegum Seðlabankans en hinn hefur verið starfsmaður Flugleiða og tekið þátt í fjármálastjórn fyrirtækisins á tímum svipt- inga í flugrekstri. Að öðrum þræði snertir val- ið á forstjóra Flugleiða al- mannavaldið beint, þar sem ríkisvaldið á tvo menn í stjórn þess. Athyglin beindist að af- stöðu þeirra í stjórninni, þar sem í ljós kom, að það gæti oltið á einu atkvæði hvor yrði ráðmn. Frá því hefur verið skýrt að Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, beitti sér í málinu. Ráðherrann hefur verið talsmaður þess að ríkið seldi eignarhlut sinn í Flug- leiðum. Hins vegar taldi hann eðlilegt að hafa afskipti af vali forstjórans með vísan til þess að ríkið hefði gengið í ábyrgð fyrir skuldum Flugleiða. Astæða er til að vara við íhlut- un ríkisins í málefni fyrir- tækja á þessum forsendum. í sjálfu sér hefði mátt ætla af stefnuyfirlýsingum fjármálar- áðherra um að hlutabréf ríkis- ins í Flugleiðum eigi að selja, að fulltrúar þess í stjórn fyrir- tækisins héldu sér til hlés í máli þessu. Ríkisábyrgð á lán- um fyrirtækja á ekki að verða til þess að stjórnmálamenn hlutist til um innri málefni þeirra, svo sem með afskiptum af ráðningu forstjóra þeirra. Hagsmunir ríkisins eiga að vera tryggðir með þeim regl- um sem um ríkisábyrgðir gilda. Því ber að fagna að einhug- ur varð um ráðningu nýs for- stjóra Flugleiða. Síst af öllu þarf fyrirtækið á því að halda að þverbrestur sé um æðstu stjórnendur þess. Þótt tekist hafi að halda rekstrinum í við- unandi horfi á tímum mikilla sviptinga i Atlantshafsfluginu eru erfiðar ákvarðanir ekki að baki og verða aldrei á þessu sviði. Það hefði orðið vatn á myllu þeirra afla í þjóðfélag- inu sem vilja allan einkarekst- ur á íslandi feigan, ef þau hefðu séð sér leik á borði að koma höggi bæði á Flugleiðir og Eimskipafélag íslands með vísan til harkalegra átaka í stjórn Flugleiða, þar sem Eim- skip ræður miklu í krafti eign- arhluta í Flugleiðum. í þeim nánu tengslum þessara öflugu flutningafyrirtækja felst bæði styrkur og veikleiki. Orðskrípi Hér í Morgunblaðinu hefur verið auglýst nýtt orð undanfarna daga, réttara sagt orðskrípið „bóling", sem er misheppnuð íslenskun á enska orðinu „bowling". Á íslensku er til prýðilegt ofð yfir þann leik sem hér er lýst og það er orðið keiluspil. Ætlunin er að hefja þennan leik, þar sem þátttakendur velta kúlu eftir braut að keilum og reyna að fella þær, í sérstökum keilusal í Öskjuhlíð í Reykjavík. Ekki er ástæða til að ætla annað en þessi leikur verði jafn vinsæll hér og annars staðar. Hitt er fráleitt að kenna keiluspil við „bóling" á íslandi. Helst virðist sem hin nýja keiluhöll eigi að bera nafnið „bóling". Hvernig litist mönnum á ef sundhallir væru nefndar „svimmíng"? Mikilvægt er að koma í veg fyrir að erlend heiti festist við það sem nýtur vinsælda meðal almennings. Nægir í því efni að minna á hve hvimleitt orðið „video" er í málinu, Er fyllsta ástæða til að skera upp herör gegn því orði. Breytingar á Stjórnarráði íslands — fyrsta skrefið í nýsköpun íslenska stjórnkerfisins eftir Eirík Tómasson í Morgunblaðinu á fimmtudag er að finna grein eftir Jónatan Þórmundsson, prófessor, þar sem hann fjallar um drög að frum- varpi til nýrra laga um Stjórnar- ráð íslands sem svonefnd stjórn- kerfisnefnd hefur samið. Finnur Jónatan frumvarpsdrögum þess- um flest, ef ekki allt, til foráttu. Þrjú höfuðmarkmið Vegna þessa þykir mér rétt í upphafi að gera grein fyrir þeim markmiðum sem búa að baki til- lögum að nýjum Stjórnarráðslög- um. Segja má að höfuðmarkmiðin séu þrjú: í fyrsta lagi að auka vald og jafnframt ábyrgð ráðherra, hvers á sínu sviði. í öðru lagi að styrkja stöðu Stjórnarráðsins í stjórnkerfinu. Og loks í þriðja lagi að stuðla að hagræðingu og sparn- aði í stjórnsýslu ríkisins. Mun ég hér á eftir fjalla um markmið þessi, hvert fyrir sig, en auðvitað tvinnast þau meira og minna sam- an. Stjórnkerfisnefnd leggur til að sú regla, að hver ráðherra fari með æðsta vald á sínu málefna- sviði, verði hér eftir sem hingað til lögð til grundvallar í íslenskri stjórnskipun. Verði regla þessi sérstaklega áréttuð í Stjórnar- ráðslögum, m.a. með því að auka fjárhagsiega ábyrgð hvers ráðu- neytis. í því skyni að auðvelda ráðherrum að móta og fram- kvæma stefnu sína gerir nefndin það að tillögu sinni að ráðherra velji sjálfur næstráðanda sinn í ráðuneyti, ráðherraritara. Ráð- herraritari sinni fyrst og fremst því verkefni að aðstoða ráðherr- ann við að móta stefnu sína og hrinda henni í framkvæmd, en fari ekki með daglega stjórn ráðu- neyta. Það verkefni verði eftir sem áður í höndum ráðuneytisstjóra eða skrifstofustjóra eins og nefnd- in kaus upphaflega að kalla þenn- an embættismann. „Stjórnmálaleiðtogar boða nú nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi og benda á, máli sínu til stuðnings, að oft hafi verið þörf, en nú sé nauðsyn. Eg tel að sam- fara nýsköpun í atvinnu- lífinu sé bráðnauðsyn- legt að breyta íslensku stjórnkerfi.“ Stjórnarráðið gegni stjórnunar- og eftir- litshlutverki Á síðustu árum og áratugum hefur færst í vöxt að ráðuneytin tækju við ýmiss konar afgreiðslu- málum sem orðið hafa æ fyrir- ferðarmeiri í Stjórnarráðinu. Við, sem í stjórnkerfisnefnd sitjum, teljum rétt að spornað verði við þessari þróun og henni snúið við. Að okkar dómi á Stjórnarráðið fyrst og fremst að gegna tvenns- konar hlutverki: Annars vegar að hafa með höndum æðstu stjórn í íslenskri stjórnsýslu og hins vegar að hafa eftirlit með því að ríkisstofnanir fari í hvívetna að lögum. Önnur verkefni ráðuneyta eiga að okkar áliti að vera í lágmarki. í sam- ræmi við þetta er ekki einungis æskilegt, heldur nauðsynlegt að stjórnarráðsstarfsmenn séu sem hæfastir og það, sem meira er, frjóir og hugmyndaríkir svo að forystan og frumkvæðið komi í auknum mæli úr Stjórnarráðinu. Með því að afnema æviráðningu hjá stjórnarráðsmönnum og ráða þá til starfa tímabundið er leitast við að koma í veg fyrir stöðnun í Stjórnarráðinu án þess þó að kasta fyrir róða þeim stöðugleika sem þar er nauðsynlegur. Með hliðsjón af stjórnunar- og eftirlitshlutverki Stjórnarráðsins hljóta starfsmenn þess öðru frem- ur að verða að búa yfir almennri menntun og reynslu, en síður sér- þekkingu þar sem hennar má ætíð leita hjá sérfræðingum í öðrum stofnunum. Margir hafa talið æskilegt að á Alþingi sitji menn með sem víðtækasta reynslu og þekkingu, t.d. úr atvinnulífinu. Ég tel að það sama eigi ekki síður við um Stjórnarráðið. Þess vegna er nauðsynlegt að opna leiðir til þess að menn, sem starfað hafa annars staðar en í ráðuneytunum, geti komið þar til starfa og jafn brýnt að embættismenn úr Stjórnarráð- inu geti horfið til annarra starfa. Þegar stjórnkerfisnefnd skilaði upphaflegum tillögum sínum til ríkisstjórnarinnar lagði hún til að ráðuneytum yrði fækkað úr 13 í 8. Var þetta fyrst og fremst gert í hagræðingar- og sparnaðarskyni. Ljóst er að fámennustu ráðuneyt- in eru of lítil til þess að geta talist heppilegar stjórnsýslueiningar. Um fjölda ráðuneyta og skiptingu verkefna á milli þeirra má hins vegar endalaust deila enda er þetta síðastnefnda atriði ekki að- alatriðið í tillögum stjórnkerfis- nefndar. Tillögurnar vandlega íhugaðar Svo að vikið sé að grein Jónat- ans Þórmundssonar, þá gagnrýnir hann harðlega flest af þeim atrið- um sem talin hafa verið upp hér að framan. Það fyrsta, sem Jónatan fettir fingur út í, er að tillögur stjórn- kerfisnefndar séu ekki byggðar á „úttekt á starfsemi Stjórnarráðs- ins (á vísindalegum grundvelli)". Lætur hann oftar en einu sinni að því liggja að tillögurnar séu bæði óskynsamlegar og vanhugsaðar. Um fyrra atriðið greinir okkur Jónatan á, en síðari ásökuninni vísa ég á bug. Tillögur okkar, sem nefndina skipum, eru þvert á móti vandlega íhugaðar og stefna að ákveðnum markmiðum sem ég hef lýst hér að framan. Eiríkur Tómasson. íslensk stjórnsýsla meingölluð Jónatan virðist vera á þeirri skoðun að skipulag og starfsemi Stjórnarráðsins sé með þeim ágætum að þar þurfi litlu sem engu að breyta. Þessu er ég alger- lega ósammála. Ég er þeirrar skoðunar og hef ekki farið dult með hana að íslensk stjórnsýsla sé meingölluð. Ekki er ráðrúm til þess að gera grein fyrir þeirri skoðun minni að þessu sinni, en eitt dæmi vil ég þó nefna vegna þess að það varðar Stjórnarráðið, jafnvel öðrum stofnunum fremur. Það er sú venja, sem skapast hefur að menn starfi í sama ráðuneyti svo áratugum skiptir. Er það jafn- vel litið hornauga ef menn, sem ekki hafa áður starfað í ráðuneyti, eru ráðnir þangað og þá gjarnan talað um að gengið hafi verið fram hjá starfsmönnum með lengri starfsreynslu. Ég álít að þessi háttur sé afar skaðlegur, ekki að- eins fyrir hlutaðeigandi starfsm- enn, heldur fyrir starfsemi stjórn- sýslunnar og þar með okkur öll. Því má ekki gleyma að það þótti á sínum tíma róttækt og var all umdeilt þegar farið var að velja æðstu embættismenn ráðuneyt- anna, ráðherrana sjáifa, með póli- tískum hætti. Enginn andmælir því hins vegar í dag, a.m.k. hef ég ekki séð það opinberlega, að ráð- herrarnir séu pólitískir og þeir sitji aðeins skamma hríð á ráð- herrastóli. Af þeim sökum kem ég ekki auga á þá hættu sem Jónatan sér við þá nýbreytni að næstráð- andi ráðherra í hverju ráðuneyti verði valinn af ráðherranum sjálf- um. Að sjálfsögðu munu aðrir embættismenn starfa áfram í ráðuneytunum óháð ráðherra- skiptum, og skapa þá kjölfestu sem þar er nauðsynleg. Réttur starfsfólks virtur Að lokum vil ég mótmæla harð- lega þeirri staðhæfingu Jónatans að tillögur stjórnkerfisnefndar beinist sérstaklega gegn starfs- fólki Stjórnarráðsins. Þótt ævi- ráðning sé afnumin og mælt fyrir um tímabundna ráðningu er þess gætt að ekki sé gengið á lagalegan rétt neins af stjórnarráðsstarfs- mönnum. Hitt er svo annað mál að breytingar þær, sem lagt er til að gerðar verði, eru þess eðlis að óhjákvæmilegt er að þær snerti einhverja af þeim sem í Stjórnar- ráðinu starfa. Úr því að Jónatan beinir máli sínu sérstaklega til samtaka launþega er ekki úr vegi að benda honum á réttarstöðu launþega á hinum almenna vinnu- markaði. Það væri nær að bæta hana í stað þess að ríghalda í úrelt ráðningarform hjá æðstu embætt- ismönnum ríkisins. Stjórnmálaleiðtogar boða nú nýsköpun í íslensku atvinnulífi og benda á, máli sínu til stuðnings, að oft hafi verið þörf, en nú sé nauðsyn. Ég tel að samfara ný- sköpun í atvinnulífinu sé bráð- nauðsynlegt að breyta íslensku stjórnkerfi. Fyrsta skrefið í átt til þeirrar nýsköpunar á að stíga efst í stjórnkerfinu með því að breyta Stjórnarráði íslands í samræmi við breytta þjóðfélagshætti og nútíma stjórnunaraðferðir. Eiríkur Tómasson er hæstaréttar- lögmaður í Keykjavík og formaður Stjórnkerfisnefndar. Akranesið komið heim eftir langa útivist: Óhætt að segja að á ýmsu gekk í ferðinni — segir skipstjórinn, Jón Magnússon Akranesi, 11. janúar. MS. AKRANES, stærsta skip ís- lenska kaupskipaflotans, kom til landsins sl. nótt úr langri og viðburðaríkri ferð. Við lá að skipið lokaðist inni í ís á vötnunum miklu í Kanada vegna bilunar í lyftubrú þar í landi og eins vegna strands skipsins, sem tafði það á siglingunni til áfanga- staðarins Astabula í Kanada. Skipið var á leið þangað með járn frá Frakklandi og Spáni og átti að lcsta þar kolafarm til járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga. Skipstjóri á Akranesinu í þessari ferð var Jón Magnússon. Við báðum Jón að lýsa þessari viðburðaríku ferð þeirra. „Það er óhætt að segja, að það hafi gengið á ýmsu í þessari ferð okkar. Aætlun skipsins breyttist þegar verkfallið skall á hér á landi í haust. í stað þess að koma hingað heim fórum við til Frakklands og Spánar og lestuðum þar járn, sem fara átti til Astabula I Kanada og Chicago. Við lögðum upp frá Bilbao á Spáni og alla leiðina yfir hafið fengum við mjög slæmt veður. Síð- an lögðum við af stað upp vötnin Jón Magnússon miklu ( Kanada og þar stöðvaðist skipið vegna bilunar í lyftuútbún- aði á Wallerfield Bridge, en sú brú er rétt ofan við Lake St. Louis. Þetta var 24. nóvember og þarna urðum við að bíða ásamt 40—50 öðrum skipum allt til 10. desember að viðgerð á brúnni lauk. Við sigldum síðan í rúman sól- arhring en þá tók skipið niðri. Á þessum stað er siglingaleiðin mjög þröng svo við urðum að koma skip- unu út af vatnaleiðinni til að kanna skemmdirnar og þá var „tvö lestin" full af sjó. Við urðum að hafa hrað- ann á svo skipið frysi ekki inni því vötnin lokast oft um 15. desember. Kafarar þéttu rifuna að utan og við náðum að færa farminn til i lest- inni og var síðan búinn til stálkassi inn í lestina. Við unnum við þetta dag og nótt og 18. desember feng- um við leyfi til að losa farminn á næstu höfn, sem var Odens-burg. Síðan var siglt til Montreai til full- naðarviðgerðar. Við komum þang- að 22. desember og fórum á hádegi á aðfangadag til Philadelpiu til að lesta kol. Þegar við fórum þaðan var komið 24ra stiga frost svo ekki mátti miklu muna að allt frysi fast þarna. Við komum til Philadelpiu Akranes 30. desember og skipið var fulllest- að á 5 timum, alls 6.900 tonn, og haldið síðan sem leið lá hingað heim. Sú ferð gekk áfallalaust enda veður nokkuð gott á leiðinni." — Eru ekki svona langar sigl- ingar þreytandi? „Jú, þær eru það, sérstaklega að þurfa að vera svona lengi að heiman. Um helmingur áhafnar- innar er fjölskyldumenn. Við reyn- um yfirleitt að hafa góð frí á milli, eðlilegt er að menn sigli i 6 mánuði og taki siðan jafn langt fri. Hjá okkur hér á skipinu er mjög sam- valinn mannskapur og það gerir þetta allt skemmtilegra. Ánnars er þetta fjórða ferð skipsins upp vötn- in á árinu. Þetta er mjög skemmti- leg siglingaleið og margt mjög fal- legt að sjá þarna. Akranesið og einnig Selnesið eru sérstaklega bú- in fyrir þessar vatnasiglingar. Mjög strangt eftirlit er með skip- um, sem sigla um vötnin og margir hópar eftirlitsmanna koma um borð til að athuga að allt sé í lagi áður en lagt er af stað.“ — Hver verður svo næsti viðkomustaður? „Við lestum hér 6.200 tonn af járnblendi og förum með það til Japans. Þangað er 45 sólarhringa sigling. Fyrsti viðkomustaður verð- ur Ceuta en þangað er 6 daga sigl- ing. Þar tökum við vatn og vistir.“ Jóhannes Kjarval Vilmundur Jónsson Ragnar í Smára „Látiö menninguna í fridi“ í grein í Morgunblaðinu 4. jan. sl. kemst Hannes H. Gissurarson svo að orði: „Friedman kemst því að sömu niðurstöðu og ástsælt íslenskt skáld, sem sagði á sínum tima við Vilmund landlækni eins og fleygt er orðið: „Æ, blessaðir látið þið menninguna í friði. Þá bjargar hún sér sjálf!" Friedman tekur einnig undir með okkar gamla, góða menningarfrömuði, Ragnari í Smára, sem reit í bréfi til Björns Th. Björnssonar árið 1955: „Ekk- ert finnst mér hvimleiðara en sá hugsunarháttur að allt verði að bæta, endurbæta. Hin mesta viska er fólgin í því að lofa einhverju að vera i friði." Hér skýtur heldur betur skökku við í frásögn Hannesar. Hin fleygu orð: „Látið menninguna í friði" — mælti sem sé ekki „ástsælt is- lenzkt skáld" við Vilmund land- lækni, heldur var það Vilmundur, sem á sínum tíma flutti þennan boðskap ýmsum mönnum í gamni og alvöru. Til vitnis um það væri unnt að kalla fjölmarga, en auk þess hef ég undir höndum frásögn föður míns, þar sem hann kveðst hafa skýrt Jóhannesi Kjarval frá hreyfingu, er hann hefði sett af stað utan um „kenningu, er ég sýknt og heilagt héldi að sameig- inlegum vini okkar, Ragnari í Smára, og varðaði menninguna, sem hann og ... bæru svo ríkt fyrir brjósti. Kenningin væri í stuttu máli sú, að hið eina, sem menningin þarfnaðist, væri það, að hún væri látin í friði. Heiti hreyfingarinnar væri Friðlýst menning — og kjörorð hennar, ávarp og kveðja: L.M.F., þ.e. Lát menninguna í friði. Kjarval var fljótur að taka við sér og var undir eins með á nótunum ... „Ragnar er veikur fyrir kenningunni," sagði ég. „Það hafði mikil áhrif á hann, þegar ég sagði: Virðum fyrir okkur lyngið. Hvað eru þeir marg- ir, sem vita yfirleitt af því, að lyng ber blóm? Og enn færri eru þeir, sem vita, að það ber einhver hin fegurst sköpuðu, litprúðustu, ang- anríkustu og sætustu blóm, sem þekkjast á nokkurri jurt. Nú kann einhverjum að detta í hug að bera mykju á lyngið, til þess að það nái meiri þroska, svo að fleiri veiti því og dýrð þess athygli. En hvað hef- ur hann upp úr því? Ekki lyngkló, heldur töðu, sem er einungis til þess að éta hana og hentar sem ’ fóður allra sízt hinum æðri verum í guðs sköpunarverki. Það er ná- kvæmlega eins um menninguna og lyngið, hvort tveggja vex og dafn- ar af sjálfu sér — aðeins ef það fær að vera í friði. Ræktunar- rassaköst þolir hvorugt án þess að verða að hinu fábreytilegasta fóðri.“ Mér er ókunnugt, hvaðan Hann- es H. Gissurarson hefur fróðleik sinn um þetta efni og hverjir hafa haft endaskipti á fyrrnefndum staðreyndum. En fyrir ungan og kappsfullan sagn- og hugmynda- fræðing, sem ég mun eitt sinn hafa frætt um vildarheimildir, gæti verið fróðlegt að brjóta til mergjar, hvernig þessum ,error hefur verið hjálpað á gang’. Reykjavík, 9. jan. 1984. Þórhallur Vilmundarson. Framkvæmdir hægari en gert var ráð fyrir — segir borgarstjóri um fjárveitingu til B-álmunnar „ÞAÐ ER Ijóst, að þeir fjármunir, sem veita á í B-álmuna samkvæmt fjárlögum, duga skammt en við höfum lagt áherslu á að þessi deild hafi forgang,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, er Morgunblaðið innti hann álits á þeirri ráð- stöfun á fjárlögum, að veita 8 milljónum króna til byggingar B-álmu Borgarspítalans. Vonir höfðu verið bundnar við að framkvæmdum þessum lyki á árinu 1986, en heildarkostnað- ur við að Ijúka verkinu var áætlaður 136 milljónir króna. I grein, sem dr. Gunnar Sig- asi Bjarnasyni heilbrigðisráð- urðsson, læknir á Borgarspítal- anum, skrifaði í Morgunblaðið laugardaginn 5. janúar sl., er fjallað um þessa 8 milljón króna fjárveitingu á fjárlögum þessa árs og er þar m.a. fullyrt, að með þessari ráðstöfun hljóti famkvæmdir við B-álmuna að dragast mjög á langinn. í grein- inni er þess einnig getið, að í apríl 1984 hafi verið undirrit- aður samningur af Davíð Oddssyni borgarstjóra, Matthí- herra og Albert Guðmundssyni fjármálaráðherra um byggingu B-álmunnar, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að byggingu álm- unnar verði lokið á árinu 1986. Borgarstjóri var spurður nán- ar um þessi atriði: „Þar sem hlutur ríkissjóðs á að vera 85% en hlutur sveitarfélagsins 15% getum við því miður ekki farið hraðar en fjárlög leyfa. Að vísu bindum við vonir um að fá við- bót úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra. En engu að síður þýðir þetta, að framkvæmdir verða hægari en gert var ráð fyrir í þeim viðmiðunarsamningi, sem ég gerði við fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í vor. En framkvæmdir halda auðvitað áfram og B-álman kemst í notk- un smám saman," sagði Davíð Oddsson. „Rétt er þó að geta þess, gagnvart Borgarspítalanum, að það var ánægjuleg viðbót, að fjárveitingarnefnd ákvað að veita sérstaklega 8 milljónum króna til kaupa á röntgentækj- um fyrir spítalann, en tækja- kostur röntgendeildarinnar er orðinn mjög slæmur og þarf endurnýjunar við á næstu ár- um, og er þetta góður áfangi í þeirri uppbyggingu," sagði borgarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.