Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1985 45 • Lárus í leik gegn systurliöi Bayer Uerdingen, Bayer Leverkusen. Risastórt lyfjafyrirtaski fjármagnar basöi þeaai liö aö miklu leyti. • Lárus ásamt Feldkamp, þjálfara Uerdingen-liðsins (í miöið), og framherjanum Scháfer (til haagri). Kicker hrósar Lárusi og félög- um í Uerdingen ÞÝSKA íþróttatímaritiö Kicker birti nýveriö grein um knatt- spyrnuliöiö Bayer Uerdingen, sem Lárus Guömundsson leikur meö. Segir blaóiö aö Uerdingen sé þaö liö sem mest hefur kom- iö á óvart í vetur. Liöinu hafi veriö spáð 8.—9. sæti í deildinni en sé nú númer þrjú. Lárus fær mjög góöa dóma í blaöinu. Tímaritiö segir aö forráöa- menn Uerdingen-liösins séu í raun og veru hissa sjálfir yfir vel- gengninni. Þeir viti aö vísu aö þeir eiga sterku liöi á aö skipa en heföu ekki gert sór vonir á borö viö þaö sem gerst hefur. Þjálfari Uerdingen undanfarin ár, Kon- etzka, hætti fyrir þetta keppnis- tímabil öllum á óvart, því hann haföi náö ágætis árangri meö liö- iö. Hann fór til Borussia Dort- mund en var síöan rekinn þaöanl Viö starfi hans hjá Uerdingen tók maöur aö nafni Feldkamp, og hefur hann náö enn betri árangri en fyrirrennari hans. Undir stjórn Konetzka var Uerdingen taliö gott sóknarliö en vörnin var ekki upp á þaö besta. Feldkamp hefur nú tekist að lagfæra vörnina. Kicker segir frá því aö góöur árangur Uerdingen-liösins sé í raun engin tilviljun. Samvinna leikmanna, þjálfara og fram- kvæmdastjóra séu mjög góö, og annaö sem er mjög óvenjulegt í Þýskalandi, aö leikmenn hittist mikiö utan æfingatíma. „Þessi góöa samstaöa okkar er ríkur þáttur í velgengninni," segir Herget, fyrirliöi liösins. „Eigin- konur okkar hittast einnig mikiö og andrúmsloftiö í hópnum er virkilega gott. Allir vilja berjast fyrir félagiö og þaö skilar ár- angri.“ Félagiö keypti nokkra leik- menn fyrir þetta leiktímabil, Lár- us Guömundsson, Karl-Heinz Wöhrlich, Funker, Schafer og Axel Schmidt. Samtals kostuöu þeir 1,3 milljónir marka sem er andviröi tæpra sautján milljóna íslenskra króna. Þrátt fyrir þaö er peningunum taliö vel variö, þar sem allir þessir leikmenn hafi skilaö sínu vel. Markmiö félagsins er aö ná UEFA-sæti á næsta keppnis- tímabili. Liöiö á einnig möguleika á aö komast áfram í bikarkeppn- inni. Þaö mætir áhugamannaliö- inu Geislingen í næstu umferö, en þaö liö sló Hamburger SV reyndar út í haust. Aöeins eitt hefur valdiö for- ráöamönnum félagsins vonbrigð- um í vetur, þaö er hve fáir áhorf- endur koma á heimaleiki liösins, en þeir eru venjulega ekki nema um 15.000. „Þó viö yröum meist- arar yröu þeir ábyggilega ekki fleiri. Svo viröist sem knatt- spyrnuáhugamenn í Uerdingen geri sér ekki grein fyrir því hve liöiö er gott. Áhorfendastæöin ættu alltaf aö vera þéttsetin," segir Matthias Herget, fyrirliöi. Þess má geta aö nú stendur til aö byggja viö leikvang félagsins, þannig aö eftir breytinguna mun hann rúma tæplega 40.000 áhorfendur. NÝTT Á ÍSLANDI VISA ISLAND kynnir nýjung í miðasölu / Visa Island gefur þér kost á að kaupa aðgöngumiða á Litlu hryllingsbúðina, gamansöngleik með hrollvekjuívafi með einu símtali. Þú hringir í síma 11475, gefur upp nafn, nafnnúmer og Visakortnúmerið þitt og aðgöngumiðarnir eru þínir. Þú færð miðana afhenta um leið og þú kemur á sýninguna. Miðasalan er opin kl. 14-19. Frumsýning 13. janúar - uppselt 2. sýning 15. janúar-kl. 21:00 3. sýning 17.janúar-kl.21:00 4. sýning 21. janúar-kl. 21:00 5. sýning 22. janúar-kl. 21:00 H/TT Ldkhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.