Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 19 Er maðkur í mysunni? Um „frjálslyndi" Jóns Óttars Ragnarssonar eftir Hrein Loftsson „Þegar ég tek til máls ... hafa orðin þá merkingu sem mér þókn- ast.“ Þannig útskýrði Humpty Dumpty orðnotkun sína fyrir Lísu litlu sem fræg varð fyrir ævintýri sín í Undralandi. Það er engu lík- ara en Jón Óttar Ragnarsson hafi einnig brotist í gegnum spegil orðanna og inn í undralönd þeirra ef marka má grein hans um „Frjálslyndi eða frjálshyggju" í Morgunblaðinu hinn 12. desember 1984. En Humpty Dumpty var heiðar- legur í því að taka þetta fram. Jón óttar hefur ekki slíka hreinskilni til að bera. I grein sinni notar hann orðið „frjálslyndi" þegar hann er í raun og veru að fjalla um „stjórnlyndi" sitt. Hann for- dæmir frjálshyggjumenn fyrir að ánetjast kenningum en fullyrðir að síðasta von íslendinga um betri tíð felist í nýrri og frjálslyndri stjórnarstefnu „sem byggist á af- námi ríkiseinokunar svo hægt sé að finna hæfasta rekstraraðilann á öllum sviðum." Frjálslyndi í þessa átt styðst ekki við „kenn- ingu“, fullyrðir Jón óttar, heldur „grunnhugsun evrópskrar heim- speki“. Hver er sú grunnhugsun? Jú, því svarar Jón Óttar með þeirri fullyrðingu að best sé fyrir heildina að þeir hæfustu fái að njóta sín og keppa saman innbyrð- is. Hann bætir þeirri fullyrðingu við að þetta sé „frjálslynd lífsfíló- sófía“ alls óskyld „frjálshyggju Friedmans" (?) Samkvæmt mál- venju er kenning fullyrðing eða skoðun studd rökum. Sá regin- munur er á kenningu frjáls- hyggjumanna og „kenningu" Jóns Óttars að kenning þeirra hvílir á rökum en „kenning" hans hvílir aðeins á fullyrðingum. Þrátt fyrir þessar æfingar má greina í grein hans aðra tegund frjálslyndis en þá að fara frjáls- lega með orðin. Eins og Friedman og aðrir frjálshyggjumenn vill hann afnám ríkiseinokunar. En þar með skilja leiðir, segir Jón Óttar: „Frjálslyndir og frjáls- hyggjumenn eiga samleið um stund meðan undið er ofan af ríkisbákninu. En það er mikill munur á því hvort maður verður manni samferða upp í Borgarnes eða hvort maður fer með honum alla leið til Akureyrar og syndir svo með honum út í Grímsey." Af þessari málsgrein mætti draga þá ályktun að frjálshyggju- menn vilji þröngva Jóni Óttari til fyrirheitna landsins. Draga hann nauðugan til Grímseyjar. En það má leggja dæmið upp á annan hátt: Hinn frjálslyndi myndi glað- ur hleypa samferðamanni sínum úr í Borgarnesi eða á Akureyri. Hann velur öðrum hvorki án- ingar- né áfangastað. Það er hinn stjórnlyndi sem krefst þess af samferðamanninum að hann fylgi sér, ekki aðeins upp í Borgarnes og alla leið til Akureyrar heldur lika út í Grímsey. Nú fer Jón Óttar fram á aðstoð frjálshyggjumanna til að sleppa úr eynni. Ætlar hann alla leið? Nei, hann hyggst varpa frjálslyndi sínu fyrir róða í heil- brigðis-, mennta-, menningar- og vísindamálum. Lítum nú á málflutning Jóns Óttars. Hann segir „frjálshyggju Fried- mans“ banna ríkinu allt nema reka her, lögreglu, löggjafar- og dómsvald. Þetta, segir Jón Óttar, er „bannstefna", ófrjálslynd í meira lagi. Þá segir hann það kjarna „villukenningar frjáls- hyggjumanna" að þeir vilji megra „stóra bróður" til ólífis. Þetta er ekki ósvipað röksemdum sumra alræðissinna. Þeir segja stjórnar- farið í alræðisríkjum „frjálslynt" þar sem ríkisvaldinu er sleppt Hreinn Loftsson lausu. „Ríkið“ eða einhver önnur „heild" verður að viðmiðun í stað einstaklingsins í réttarríkjum Vesturlanda. Réttarríkin verða að „bannríkjum" þar sem þau setja „frelsi" ríkisins skorður. Stríð verður að friði, frelsi að ánauð, fáfræði verður máttur! Frjálshyggjumenn eru einstakl- ingshyggjumenn. Þeir aðhyllast ekki heildarhyggju af framan- greindu tagi. Það er engin önnur viðmiðun, ekkert annað markmið en frelsi þeirra. Áfangastaðinn velja þeir sjálfir. Þeir vilja því beisla ríkisvaldið og það vilja þeir gera með tvennum hætti. í fyrsta lagi með því að afmarka það t.d. við þá grunnþætti sem Jón óttar tiltók. A öðrum sviðum á það ekki við. Hvers vegna á ríkið að neyða mann, sem fer naumast aldrei í leikhús, á tónleika, i óperuna eða á listasöfn, til að greiða niður miða- verðið fyrir mann, sem lætur sig helst aldrei vanta? Hvers vegna á ríkið að reka tiltekna tegund fjöl- miðlunar? Hvers vegna á ríkið að reka ferðaskrifstofu, ullarverk- smiðju og stálsmiðju? Ef ríkisein- okun yrði aflögð á áfengissölu hversvegna ætti þá ríkið að halda áfram að reka áfengisbúðir? Ríkisfyrirtækin hafa allt aðra að- stöðu en einkafyrirtækin, þau hafa skattlagningarvaldið, „fjár- veitingavaldið", að bakhjarli. Reynslan kennir að þessi aðstöðu- munur getur gert gæfumuninn í samkeppni þeirra við einkafyrir- tæki, sem fara á hausinn ef illa árar eða ef þau standast ekki sam- keppnina af einhverjum öðrum ástæðum. í öðru lagi vilja frjáls- hyggjumenn stilla valdi ríkisins í hóf hvað snertir bein afskipti þess af málefnum einstaklinganna. Það gera þeir t.d. með kenningunni um réttarríkið og kenningunni um þrígreiningu ríkisvaldsins. Frjálshyggjumenn greinir á um það hvort heppilegt geti verið að fela ríkinu önnur verkefni en þau grundvallarverkefni sem Jón Öttar nefndi. Flestir þeirra myndu bæta við hugmyndinni um sérstakt öryggisnet handa þeim sem litla eða enga björg sér geta veitt í lífsbaráttunni. Er þar með sagt að slíkum verkefnum þurfi að fylgja heimild til einokunar, valdbeitingar eða jafnvel rekstr- ar? Þá myndu margir frjáls- hyggjumenn bæta við stuðningi til náms þótt ekki væri nema til að tryggja eitthvert lágmarksstig menntunar og draga þannig úr kostnaðinum sem leiða myndi af útbreiddum menrftunarskorti. Er þar með sagt að ríkið þurfi sjálft að reka menntastofnanir? Jón Óttar virðist ekki átta sig á því að hann ber sönnunarbyrðina þegar hann vill í skjóli skattlagningar neyða menn til að greiða niður kostnaðinn við leikhús, listasöfn, óperur, tiltekinn tónlistarflutning, matvælaeftirlit, vísindarannsókn- ir o.s.frv. Þar duga engin rök á borð við „af því bara“, „hinir gera það eða „þetta hefur alltaf verið svona“. Þegar ríkisvaldinu er beitt í þágu einhvers slíks markmiðs eru „sýnilegir" hagsmunir einhvers hóps teknir framyfir „ósýnilega" hagsmuni einstaklinga. Þetta hef- ur viðgengist vegna þess að hagur hópsins er nægilegur til þess að hann leggur á sig nauðsynlegt erf- iði í baráttunni við aðra hags- munahópa um hylli fjárveitingar- valdsins. Kostnaður einstakl- inganna, skattgreiðendanna, hvers og eins, er á hinn bóginn ekki nægilegur til þess að þeir séu reiðubúnir til að fórna sér fyrir málstaðinn. Það hefði aðeins óþægindi í för með sér. Þessu fylgja augsýnilegir ókostir. Fjár- magninu er beint í hefðbundnar rásir og lítið svigrúm er fyrir nýj- ungar. Staðnað leikhús fær styrk- inn eins og venjulega en hið nýja og frjóa situr á hakanum. í stað fjölbreytni og aga markaðarins færist dauð hönd ríkisúthlutunar yfir sviðið. í stað listamanna sem lifa af list sinni koma pólitískir gæðingar, sem fæstir eru færir um að keppa til verðlauna i kapphlaupi markaðarins. Kvóta- skiptingunni stjórna menn sem engu hætta nema annarra manna fjármunum. Þeir, sem vilja viðhalda slíku kerfi, eru í rauninni að segja að almenningi sé ekki treystandi til aö taka réttar ákvarðanir í ákveðnum málaflokkum. En í stað þess að leiða mönnum hið „rétta“ fyrir sjónir er tekið fram fyrir hendurnar á þeim og sú leið valin að læðast að baki þeirra í formi hagsmunahópa sem grenja út rik- isstyrki af fjárlögum. Stjórnmála- menn berast með straumi sér- hagsmunanna og sama má segja um alla þá sem með ýmsum hætti gera út á óbreytt ástand. Þetta er sá þríhyrningur sem Milton og Rose Friedman ráða í bók sini „Tyranny of the Status Quo“ og nefna mætti „hinn þríhöfða þurs sérhagsmunanna". Jóni Óttari er umhugaö um rétt- arríkið. Hann segir að því fleiri svið sem flutt verða frá ríki til einstaklinga þeim mun meiri þörf verði fyrir opinbert eftirlit. Þó á hann við eftirlit á borð við bruna- varnir, öryggi skipa, framleiðslu eiturefna og samkeppni á mark- aðnum. Ef þessu er ekki sinnt, segir Jón Óttar og hefur nú sveip- að sig skikkju stjórnspekings, kemur brestur í réttarríkið. Hér örlar á samskonar túlkun á hug- takinu „réttarríki" og þegar hann fjallaði um „frjálshyggju Fried- mans“ sem „bannstefnu". Nú er kjarni réttarríkisins orðinn sá að ríkið hafi eftirlit með einstakling- unum. í stað þess að vera brjóst- vörn þeirra gegn ásælni ríkisvalds- ins verður það að tvíeggja sverði sem beint er að þeim. Hver á að vernda mig fyrir eftirlitsmönnun- um (lögreglunni) í „réttarríki" Jóns Óttars? Hvert á að vera valdsvið þeirra? Hvaða gildi eiga ákvarðanir þeirra að hafa? Má áfrýja þeim? Hver á að hafa úrskurðarvaldið? Slíkum spurn- ingum er kenningunni um réttar- ríkið ætlað að svara öðrum frem- ur. Bak við orðaleik Jóns óttars leynist hugmynd sem fremur er í ætt við lögregluríki en réttarríki. Hreina Loftsson lögfræðingnr er nií rið framhaldsskólanám í rétt- arheimspeki í Oxford. Handavinnupokinn Margar af þeim, sem skrifuðu Dyngjunni fyrir jól til að fá uppskriftir, báðu jafnframt um fleiri handavinnu-uppskriftir og föndur. Þeirra á meðal var Gréta í Álfabergi, sem bað um eitthvað er nota mætti afgangsgarn í. Hér kemur ein hugmynd. Ég er bara hrædd um að myndirnar prentist illa, þær eru svo dökkar, en vona það bezta. - O - Hnýttur órói eða gluggaskreyting úr hringjum í mismunan M stærðum. Nota má gardínuhringi og járn- eða plasthringi. Fást í gardínubúðum og tómstundaverzlunum. Á meðfylgjandi myndum eru fjórar stærðir. Stærsti hringurinn er 15 sm í þvermál og er einn minni hringjanna festur innan í hann. Þeir smærri eru 5 sm, 3,5 sm og 2,5 sm í þvermál. I hvert „kögur“ klippast allt að 10 þræðir (fer eftir þykkt garns- ins) 10 sm langir, úr ullar- eða bómullargarni, en einnig þarf þynnra garn til að festa kögrið með. Leggið þræðina umhverfis hringinn (sjá skýringarmynd). Takið svo þunna garnið, vefjið utan um hvern dúsk og herpið að fast upp við hringinn, og festið þráðinn með stórri stoppinál. Dúskarnir mega gjarnan vera mislitir, en hafið þunna vefjugarnið í einum og sama lit alls staðar. Þegar hringurinn er fylltur, klippið þá kögrið til svo það sé allt jafnt, ca. 4 sm. Síðan hengið þið hringina upp, til dæmis á blóma- prik (bambus), og þá er upplagt að láta mislitar glerperlur á milli priksins og hringjanna. Þá er þetta ágætis órói. Einnig má hengja hringina í einfalda röð, með litlum hring inni í stórum (sjá mynd). En svo er mest gaman að nota sitt eigið hugmyndaflug. Reynið þið bara, og gangi ykkur vel. Ódýrir eggjabikarar Hér er svo önnur hugmynd um notkun á gardínuhringjum, í þetta sinn úr tré — þessir sem kenndir eru við „ömmustangir". Þrír hringir eru límdir saman með „kontakt“-lími og málaðir með olíumálningu í þeim lit, sem fer vel við annað á matborðinu. Einnig má mála bikarana í fleiri litum þannig að hver og einn í fjölskyldunni fái sinn óskalit. Það þarf varla að benda á að tilvalið er að leyfa börnunum að taka þátt i samsetningu og skreytingu bikaranna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.