Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 270. þáttur Vegna fyrirspurna fyrr og síðar þykir umsjónarmanni rétt að birta hér gildandi lög um íslensk mannanöfn. Þau eru nokkuð komin til ára sinna, frá 27. júní 1925, og hljóða svo: „1. grein. Hver maður skal heita einu íslensku nafni eða tveim og kenna sig til föður, móður eða kjörföður og jafnan rita nafn og kenningarnafn með sama hætti alla ævi. 2. grein. Ættarnafn má eng- inn taka sér hér eftir. 3. grein. Þeir íslenskir þegn- ar og niðjar þeirra, sem bera ættarnöfn, sem eldri eru en frá þeim tima, er lög nr. 41 10. nóv. 1913 komu í gildi, mega halda þeim, enda hafi þau ættarnöfn, sem yngri eru en frá síðast- liðnum aldamótum, verið tekin upp með löglegri heimild, sbr. 9. gr. þeirra laga. Sama er og um þá erlenda menn, er til landsins flytjast. Þeir íslenskir þegnar og börn þeirra, sem nú bera ættarnöfn, sem upp eru tekin síðan lög nr. 41 1913 komu í gildi, mega halda þeim alla ævi. Konur þeirra manna, sem rétt hafa til þess að bera ættarnöfn, mega nefna sig ættarnafni manns síns. 4. grein. Ekki mega menn bera önnur nöfn en þau, sem rétt eru að lögum íslenskrar tungu. Prestar skulu hafa eft- irlit með, að þessum ákvæðum sé fylgt. Rísi ágreiningur um nafn, sker heimspekideild há- skólans úr. 5. grein. Nú hefir maður hlotið óþjóðlegt, klaufalegt eða erlent nafn áður en lög þessi voru sett, og getur hann þá breytt nafni með leyfi kon- ungs. 6. grein. Stjórnarráð gefur út skrá, eftir tillögum heimspeki- deildar háskólans, yfir þau mannanöfn, er nú eru uppi, en bönnuð skuli samkvæmt lög- um þessum. Skrá þessi skal send öllum prestum landsins. Skráin skal gefin út á hverjum 10 ára fresti, að lokinni útgáfu hins almenna manntals. 7. grein. Brot gegn ákvæðum þessara laga varða sektum. Með mál út af lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála.“ ★ Margt er athyglisvert í lög- um þessum. Er fyrst að geta þeirrar hugarfarsbreytingar sem orðin er frá 1913, þegar menn höfðu beinlínis verið hvattir til þess að taka sér ættarnöfn. Hafði stjórnskipuð nefnd látið frá sér leiðbein- ingar til almennings um gerð ættarnafna. Voru að fyrirlagi hennar búin til nöfn einsog Blandon, Brekkan og Gilfer. En 1925 eru ný ættarnöfn sem sagt bönnuð, og stendur það bann enn. Þá er ljóst af lögum þessum að ekki má skíra börn fleiri nöfnum en tveimur. En þetta ákvæði hafa foreldrar og prestar þrásinnis brotið. Svo langt var einu sinni gengið af- vega í þessu efni, að mær var skírð 5 nöfnum, eftir að lögin voru sett. Hún átti að vísu danskan föður, en ekki þótti þá minna duga en 5 drottningar- nöfn í runu: Alexandrína, Ág- ústa, María, Viktoría, Filippía. Málið getur vissulega vandast, þegar túlka skal það ákvæði laganna, að nafn skuli vera rétt að lögum íslenskrar tungu. Veit umsjónarmaður og ekki til þess að stjórnarráðið hafi gefið út þvílíka skrá sem 6. grein laganna gerir ráð fyrir. Ljóst ætti þó t.d. að vera brot af því tagi, er sveinar eru skírðir nöfnum í þolfalli, svo sem Erling eða Þorberg, í stað- inn fyrir nefniföllin Erlingur og Þorbergur. En fleira kemur til. Nöfn geta að smekk um- sjónarmanns verið hin óvið- felldnustu, þótt þau brjóti ekki framburðar-, stafsetningar- eða beygingarlög íslenskrar tungu. Má tilfæra nöfn eins og Sigurrúnn, Bóletta, Blanka, Eld- ey, Gotta, Rósin, Stefa og Tal- híta. Margs er að gæta í sam- bandi við nafngiftir. Forn er sá siður að vilja varðveita minningu áa sinna með því að yngja þá upp, eins og það var kallað, enda mátti blessun fylgja nafni góðs og göfugs ættföður, eða góðrar og göf- ugrar ættmóður. Ræktarsemi af þessu tagi er fögur og góðra gjalda verð. En nú þarf að fara fram með mikilli gát, ef inn í ættina hafa slæðst skrípisleg nöfn, sem fara ekki að lögum móðurmálsins eða misbjóða almennum smekk, því að enn ríkari skyldur höfum við gagn- vart komandi lífi niðja okkar en horfnu lífi forfeðranna. Nafngift er ekkert hégómamál. Ógætilega valið, hjákátlegt nafn getur orðið þeim, sem það ber, til ósmárrar og langvar- andi raunar. Hyggjum að því, að forfeður okkar, þegar í forneskju, leituðust við að velja börnum sínum nöfn, sem höfðu í sér fólgna góða eigin- leika, voru fögur að merkingu. Þetta mættum við taka okkur til fyrirmyndar og gæta þess jafnframt að virða lögmál ís- lenskrar tungu og þjóðernis, og íslensk landslög. Ef við get- um allt þetta og jafnframt haldið við nöfnum ættar okkar og áa, þá er vel. Margt er fjar- stæðara en sú forna hugmynd, að gifta fylgi góðu nafni. ★ Bjarni K. Helgason skrifar Velvakandabréf síðastliðinn sunnudag, og eru í því margar góðar athugasemdir vegna málfars á rás 2 í ríkisútvarp- inu. Tekur umsjónarmaður undir með bréfritara. Eftir- skrift bréfsins er hins vegar þannig að umsjónarmann langar til þess að gera litla at- hugasemd. Eftirskriftin var svo: „P.S. Á mínu heimili skröll- um við ekki kartöflur, við skrælum þær.“ Umsjónarmanni finnst á þessum sagnmyndum bita munur, en ekki fjár. Honum þykir óþarft og til lýta að fella niður sögnina að flysja fyrir tökusögnina skræla (d. skrælle) þá sem með hægu móti breytist í skralla. Hann gæti sagt: Á mínu heimili skröllum við hvorki né skræl- um kartöflur, við flysjum þær. ★ Olga Gunnarsdóttir í Hafn- arfirði skrifar svofellt bréf: „Mig langar til að skrifa þér línu varðandi orðið biskups- eista. Ég er alin upp í Stranda- sýslu og í mínum uppvexti vandist ég þvi að rifist væri um biskupseistað á sunnudög- um. Síðan flyst ég til Akureyrar og þar er kindalæri á borðum sem annars staðar á landinu. Mér verður á orði að biðja um biskupseistað, en þá verða allir undrandi á svipinn og ég jafn undrandi að fólk skilji mig ekki. Því spyr ég: Er þetta orð staðbundið við Strandasýslu eða þekkist það víðar?“ ★ Því er skjótt til að svara, að orðið biskupseista er ekki bundið við Strandasýslu. Um- sjónarmanni er þetta orð vel kunnugt úr Eyjafirði og hann hefur haft þetta um tiltekinn smávöðva á útlimum sauðfjár. Ekki finn ég dæmi um orðið í bókum yfir fornmálið, en í Blöndalsorðabók er það skýrt svo: „(paa Faar) Bagtaaens over- fladiske Böjemuskel." En í orðabók Menningarsjóðs: „Lít- ill vöðvi á bóglegg sauðkind- ar.“ Athyglisvert er að hér er gert ráð fyrir að biskupseistað sé á bóg, en bréfritari talar um kindalæri. Nú bið ég lesendur liðsinnis. Hvað er biskupseista í þeirra málvitund, nákvæmlega? Hvers vegna er það kallað svo? Er ekki orðið of „dónalegt" til þess að búast megi við al- mennri notkun þess? Heimilisfang umsjónar- manns er Grundargerði 1 D á Akureyri. r Matvöruverslun Góö matvöruverslun (kjörbúö) til sölu. Staösetning góö. Mikil velta. Tryggt leiguhúsnæöi. Nýlegar innr. Uppl. aöeins á skrifst. ekki í síma. Fasteignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 5 - 200 Kópavogur - Símar 43466 & 43805 Sölum: Jóhann Hálfdánarson, hs. 72057. Vilhjálmur Einarsson, hs. 41190. Þórólfur Kristján Beck hrl. ________________________________—J Fróðleikur og skemmtun fyrir háa semlága! Hafnfirðingar Hefi frá áramótum tekið viö rekstri málflutningsskrif- stofu og fasteignasölu minnar aö Austurgötu 10 og hafiö þar störf á ný. Árni Gunnlaugsson hrl. MhDBOR Lækjargata 2 (Nýja Bíó-húsinu) 5. hæö. Símar: 25590 — 21682. Ath.: Opið virka daga frá kl. 9—21 Laugardaga og sunnudaga frá kl. 12—181 2ja herb. Hamraborg Dalsel 2ja herb. á 1. hæó. Fremur litil en snot- ur íb. Verð 1250 þús. Laus strax. Höfum kaupendur aö 2ja og 3ja herb. íb. i miðbænum, vesturbænum og Breiöholti. Mjög góö- ar greiöslur í boði. Krummahólar 2ja herb. íb. á 1. haBö. Suöursvalir. Verö 1400 þús. 3ja herb. Rofabær Falleg íbúö á 2. hæö. Góöar innrétt- ingar. Ákv. sala. Verö 1750 þús. Engihjallí Stórglæsileg íbúö á 6. hæö. Sérlega vandaöar innréttingar. íbúö í sérflokkl. Verö 1850—1900 þús. Spóahólar 3ja herb. glæsil. ib. á 3. haaö. Sérsmíö- aðar innréttingar. Suöursvalir. Verö 1750 þús. Blöndubakki 4ra herb. á 2. hæö. Lagt fyrir þvottavél á baöí. Góö íbúö. Verö 2.100 þús. Hátún 3ja herb. kj.íb. meö sérinng. Ný teppi á gólfum. Stór geymsla í íb. auk kj.geymslu. 50*/o útb. Verö 1500 þús. 100 fm 3ja herb. ib. á 2. haBÖ. íbúö í sérflokki. Verö kr. 1900 þús. 4ra herb. Asparfell Góö ibúö á 6. hæö. Ákv. sala. Laus strax. Lyklar á skrlfstofu. Verö 1950—2 míllj. Kambasel 4ra herb. ný íbúö, ekkl fullfrágengin. Eldhúsinnr komin. Verö 2,2 millj. Videoleiga Til sölu videoleiga I fullum rekslri. Lang- ur leigutlmi. Góð kjör. Reyðarkvísl 240 fm raöhús á 2 hæöum ásamt 45 fm bilsk. Húsiö er aö mestu fullfrágengiö. Verö 4,7—4,8 millj. Höfum fjársterka kaup- endur aö söluturni og smærri fyrirtækjum. Fjöldi einbýlishúsa, radhúsa, sérhæöa auk smærri eigna é skrá. Hringiö og leitiö nánari upplýsinga. Utanbæjar- tólk athugiö okkar þjón- ustu. Lækjargata 2. (Nyja Bíóhúslnu) 5. hæö. Símar: 25590 og 21682. Sverrir Hermannsson, Guömundur Hauksson. Brynjólfur Eyvindsson hdl. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VAL0IMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Til sýnis og sölu auk annarra eigna: í nýja miðbænum í smíóum 4ra herb. úrvals íbúó i suðurenda á 4. hæö 116,7 fm. Tvennar svalir. Sérþvottahús. Bílskúr fylgir. Afh. fullbúin undir tréverk og máln. 1. ágúst nk. Nánari uppl. á skrifst. 3ja herb. íbúðir viö: Hrsunbæ á 2. hsBÓ um 85 fm. Glæsileg. öll eins og ný. Góð samelgn. Kjarrhólma 4. hæð um 85 fm. Sérþvottahús. Útsýni. Verö kr. 1,6 millj. Laugaveg 1. hæö um 80 fm. Steinhús. Gæsluvöllur i nágr. Geitland 1. hæö um 95 fm. Stór og góö. Sérhitav. Sólsvalir. 4ra herb. íbúöir við: Dvergabakka 2. hæö um 100 fm i suöurenda. Ágæt sameign. Hraunbæ 1. hæð um 95 fm. Mjög góö sameign, endurnýjuö. Hraunbæ 2. haBÖ um 100 fm. Mjög góö. Tvennar svalir. Parket. Teppi. Úrvals íbúð í lyftuhúsi ofarlega viö Þverprekku Kóp. 5 herP. um 115 fm. Vel skipulögö. Tvenn- ar svalir. Ágæt sameign. Frábært úfsýni. Nýleg raöhús viö Hlíðarbyggð í Garöabæ meö ibúö, innb. bílskúr og góöu vinnuplássi. Tsikn. á skrifsf. Eitt af vinsælu raðhúsunum við Unufell ein hæö um 140 fm. Endahús. Vönduó innr. Bílskúrsréttur. Skipti mögul. Fjársterkir kaupendur óska eftir. 2ja—3ja herb. íbúö i borginni, ekki i úthverfi. 2ja—3ja herb. íbúö á 1. eöa 2. hæö í Þingholtum eöa nágrenni. Byggingarlóó í borginni eóa nágrenni. Margt kemur til greina. Sérhasó viö Safamýri, Stórageröi eöa i Heimunum. Einbýlishús á einni hæö í Smáíbúöahverfi eöa Fossvogi. 3ja, 4ra og 5 herb. íbúöir meö bilskúrum. Margskonar eignaskipti möguleg. ör og mikil útb. fyrir rétta eign. Opið í dag laugardag kl. 1 til kl. 5 síódegis. ALMENNA FASTEIGHASALAK LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.