Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANtJAR 1985 31 Minning: Haraldur V. Olafs son forstjóri Of lengi hefur dregizt fyrir mér að minnast fornvinar míns og mágs, Haralds V. Ólafssonar for- stjóra. Þó virðist mér betra seint en aldrei. Raunar eru þegar fram komin þau eftirmæli sem munu lengst halda uppi nafni hans; þau sem hann skráði sjálfur með verk- um sínum á langri starfsævi. Hvað er það sem gerir mann hamingjusaman? Við því er áreið- anlega ekkert eitt svar. Hver mað- ur svarar því fyrir sig með störf- um sínum. Vissulega lendir marg- ur á annarri braut en hann hefði óskað, en flestir reyna með störf- um sínum að öðlast það sem þeir telja sér eftirsóknarvert eða til hamingju fallið. Einnig hafa menn lýst hver frá sínu sjónar- miði, hvernig þeir hyggjast öðlast hamingjuna. Þar eru þekkt orð séra Björns Halldórssonar í Sauð- lauksdal: Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir; sizt þeim lífíð leiðist sem lýist þar til út af deyr. Þá er betra þreyttur fara að sofa, er vaxið hefur herrans pund, en holdsins stund líði í leti og dofa. Ég skal þarfur þrífa þetta gestaherbergi, eljan hvergi hlífa sem heimsins góður borgari. Einhver kemur eftir mig sem hlýtur; bið ég honum blessunar, þá bústaðar minn nár í moldu nýtur. Ætla má að þessi lýsing hefði verið vel að skapi Haralds: sífelld vinna að áhugamálum sínum, þó þannig að þeir sem síðar kæmu, mættu njóta góðs af. Margt þarf saman að fara til þess að maður verði farsæll í starfi. Fyrst er að nefna góðar gáfur, hæfileika til starfs. Það er mikils vert og ómetanlegt. En fleira þarf að koma til: gott upp- eldi ásamt lærdómi og menntun í starfsgreininni, í þriðja lagi heppileg aðstaða, er til starfs er snúið. Þetta er ekki sagt gáfu- manni til minnkunar, heldur til að benda á, að hæfileikamaðurinn er lánsamur, þegar uppeldi og að- staða er slík, að hann fær að njóta sín. Svo var hér. Haraldur var ágætum gáfum gæddur. Verzlun varð hans aðalstarf. En hann hafði þó einnig gott upplag á öðr- um sviðum. Hann var gæddur ágætri tónlistargáfu, lék á hljóð- færi og var um skeið í hljómsveit. Hann hafði einnig mikinn áhuga á bókmenntum, átti gott bókasafn og leitaði einatt þangað er stund gafst. Foreldrar Haralds voru hin al- þekktu sæmdarhjón Þrúður Guð- rún Jónsdóttir og Ólafur Magn- ússon kaupmaður og fram- kvæmdastjóri Fálkans. Blómgað- ist fyrirtækið vel undir stjóm hans, og naut heimilið þess auðvit- að. En fleira skiptir máli. Heimil- ið var stórt, 9 börn, og var Harald- ur næstelztur. Þar var iðja, stjórn og regla. Þar var og margt góðra bóka, einkum þjóðlegur fróðleikur, en þau fræði voru þar í sérstökum heiðri höfð, ekki sízt af húsfreyju. Heimilin voru þá um ýmislegt ólík því sem nú er. Væru efni sæmileg, var ekki venja að dæturnar færu að heiman fyrr en þær giftust, heldur voru þær heimasætur. Uppkomnir synir fóru fremur burt. En f Fálkanum var ærið starf fyrir þá er þeir uxu úr grasi, einnig sumar dætranna, en aðrar voru heima og voru heimilinu stoð og styrkur. Var heimilið eitt af þessum traustu fyrirmyndarheim- ilum, fastbundin heild, en gott heimili verður hverjum manni drýgra á lífsleiðinni en flest ann- að. Eins og að líkum lætur, hóf Haraldur ungur störf í Fálkanum, fyrst undir stjórn föður síns, síðan við hlið honum. Þetta starf hefur verið honum mikils virði til undir- búnings því er koma skyldi, að taka síðar við stjórn fyrirtækisins. Þetta var í rauninni líkt því sem jafnan hefur tíðkast á sveitabæj- um, að synir bænda vinna með föður sínum þegar er þeir mega verki valda, og æfast þannig í störfum og stjórn. Þá skiptir miklu að hinir ungu venjist við góða háttu. Og í stjórn Ólafs í Fálkanum voru fornar dyggðir í heiðri hafðar. Orðheldni Ólafs var slík, að þar þurfti aldrei að efast. Það var því í senn vandi og veg- semd að taka við stjórn Fálkans, ómetanlegt að taka við stjórn fyrirtækis er hafði slíkt traust, en mikils vert að bregðast ekki því trausti. En um áreiðanleik Har- alds mætti ef til vill láta nægja að vitna til hinna fornu orða í einni íslendingasagna: „Jafnt þykja mér heit þín sem handsöl annarra manna.“ Ábyrgð á hverju fyrirtæki hvílir að sjálfsögðu einkum á ráða- mönnum sem um stjórnvölinn halda. Eigi að síður ræðst gengi og hagur einnig af öllum þeim sem þar vinna. Fálkinn átti því láni að fagna, að þar var ætíð margt ágætra starfsmanna, og var sam- band með þeim og stjórnendum ætíð hið bezta. Margir þeirra störfuðu þar mörg ár, sumir ára- tugi, og létu sér annt um hag fyrirtækisins, svo sem væri þeirra eigið. Áttu þeir og jafnan hauk í horni þar sem Haraldur var, ef vanda bar að höndum. Allt frá upphafi voru ákveðnar söluvörur Fálkans einkennandi. Voru það einkum reiðhjól, sauma- vélar og grammófónar ásamt plöt- um, og er svo raunar enn. En ólaf- ur og þeir feðgar báðir færðu út kvíarnar bæði með nýjar vöru- tegundir og einnig verksmiðju- rekstur. Urðu þau störf brátt all umfangsmikil, og komu þar mjög við sögu yngri bræður Haralds, Sigurður og Bragi. Mátti segja að stefnt væri að annarri nýjung þeg- ar ein var fengin, en það er ein- kenni hugkvæmra framkvæmda- manna að stefna að ákveðnu marki, en þegar því er náð, er ekki látið þar við sitja, heldur sett nýtt mark og keppt að því. Það er ef til vill þessi sífellda sókn, þessi eilífa þrá sem aldrei fær frið, sem á hvað drýgstan þátt í breytingum og framförum. Þetta orðar Steph- an G. Stephansson vel í einu kvæða sinna: Sérhvert takmark sem mér vannst seint að ná, mér loksins fannst þó of lágt og lítils nýtt; lengra fram ég girntist brátt. Útsýnið var ekki frítt eða of þröngt og sýndi fátt. Hæsta markmið hugsjónar haft í stiga aðeins var. Af mörgum nýjungum í rekstri Fálkans skal fátt eitt nefnt, þótt af ærnu sé að taka, en minnzt skal þó á eitt: útgáfu á hljómplötum. Haraldur fékk hingað til lands brezka tæknimenn frá Columbia til upptöku á söng og annarri tón- list undir umsjá færustu tónlist- armanna íslenzkra. Mátti segja að áræði þurfti og bjartsýni til að hefja þetta brautryðjendastarf og það í stórum stíl, marga tugi platna, því að þær komu á markað á haustdögum 1932 og þá leiknar i fyrsta sinn í Ríkisútvarpinu. Þá var heimskreppan sem hörðust, og mátti búast við að margur yrði að neita sér um að kaupa plötur, er sumir áttu varla fyrir brýnustu nauðsynjum. Ég var þá í vegavinnu uppi í Ytrihrepp. Vinnan var ströng, auðvitað allt unnið með hand- verkfærum. Það var því ekkert að gera að loknu verki dag hvern annað en þvo sér, borða og síðan í rúmið. Við vorum því lítt í tónlist- arhug þessa daga. En einmitt þá voru þessi lög leikin í fyrsta sinn í útvarpi að loknum öðrum dag- skrárliðum. Við hlustuðum með hrifningu, þar sem við lágum hver í sínu rúmi að hvíla okkur fyrir erfiði næsta dags. Þetta var mikill léttir í öllu erfiðinu. Ég er sann- færður um að þessi frumflutning- ur útvarpsins hefur orðið mörgum til hugarhægðar í svörtu skamm- degi og þungbærri kreppu haustið 1932, og hefði það eitt verið Har- aldi Ólafssyni ærin umbun fyrir þetta merkilega framtak. Þar á við hið alkunna söngljóð úr Meyjaskemmunni: Hvað vitið þið fegra en Vínarljóð, hvað vermir svo hjartað og örvar blóð? Jafnt ríkum og snauðum það fögnuð fær, vér fljúgum á vængjum þess himni nær. Síðar lét Haraldur taka upp tal- að mál, leikrit og upplestur í bundnu og óbundnu máli, þar sem höfundar lásu úr verkum sfnum og annarra. Hér var ekki fjárvon, en því merkilegra fyrir framtíðina að geyma þannig ókomnum kynslóð- um raddir skálda, rithöfunda og vísindamanna, en ekki hugsað um að alheimta daglaun að kvöldum. Haraldur var gestrisinn og höfðingi heim að sækja. Voru þau hjón, hann og síðari kona hans, Þóra Finnbogadóttir, samvalin um rausn og gestrisni; lágu til góðs vinar gagnvegir. Oft var þar góðra vina fundur, hvort sem fáir komu þangað eða þau hjón höfðu inni boð fyrir frændur, tengdafólk og vini. Þar var veitt af rausn og hlýju og samræður eigi síður skemmtilegar. Haraldi hlotnaðist margs konar viðurkenning, einkum fyrir störf sín að tónlistarmálum, svo sem riddarakross Fálkaorðunnar, silf- urplata frá His Master’s Voice í London. Valinn var hann heiðurs- félagi í ýmsum félagsskap tónlist- armanna. En þegar ég renni huga yfir alla þá viðurkenningu sem hann hlaut að verðugu, koma mér í hug þessar alkunnu Ijóðlínur: Allt hefðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið þrátt fyrir allt. t Faöir okkar, SIGUROUR ÞÓRDARSON, Dvalarheimili aldraöra, Stykkishólmi, andaöist i St. Fransiskusspítalanum, Stykkishólmi, fimmtudaginn 10. janúar. Sigriöur Siguröardóttir, Guðlaug Erla Siguröardóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HELGI KRISTINN ÞORBJÖRNSSON, Stórholti 20, lést aö heimili sinu þann 11. janúar. Jaröarförin auglýst siöar. Aöstandendur. t Þökkum inniiega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, STEINUNNAR HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR fró Svfnanesi. Sæmundur Helgason, Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Gunnar Helgason, Guöbjörg Þórarinsdóttir, Guörún Þóröardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og iangafa, ÓLAFS GUNNARSSONAR, Baugsstööum, Stokkseyrarhreppi. Hínrik Ólafsson, Erlendur Óli Ólafsson, Vilborg Kristinsdóttir, Sigurjón H. Ólafsson, Hólmfríöur Jónsdóttir, Svala Steingrfmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. H.M. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andiát og útför JÓNS GEIRS PÉTURSSONAR, járnsmiös, Kambsvegi 28, Sigrún Einarsdóttir, Pétur Jónsson, Guörún Þóröardóttir, og barnabörn. t Einlægar þakkir fyrir samúö og vináttu viö andlát og útför litla sonar okkar og bróöur, HRAFNKELSHRAFNKELSSONAR, Austurgeröi 2. Hratnkell Guömundsson, Steinunn Kristinsdóttir og synir. t Innilegustu þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur vinsemd og samúö viö andlát og útför TRYGGVA HARALDSSONAR, Skaröshlfö 9F, Akureyri. Fjófa Jónsdóttir, synir og tengdadastur. t Þökkum hjartanlega samúö og hlýhug viö andlát og útför mannsins mins, fööur, stjúpfööur, tengdafööur, afa og langafa. ÓLAFS HELGA SIGURÐSSONAR frá Fiskilmk, Laufbrekku 9, Kópavogi. Lára Höröur R. Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Guörún Diljá Ólafsdóttir, Margrát Ólafsdóttir, Ingibiörg Ólafsdóttir, Ása Olafsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir, Svanhildur B. Ólafsdóttir, Hadda Benediktsdóttir, barnabörn Eggertsdóttir, Guörföur Einarsdóttir, Lilja Halldórsdóttir, Pátur Torfason, Jóhann Vilhjálmsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Valur S. Gunnarsson, Gunnar Sigmarsson, Jón Björnsson, Gunnar H. Stephensen, og barnebernabörn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.