Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985
33
sé á Suðurnesjum, en í minning-
unni finnst mér að svo hafi ekki
verið, heldur að þar hafi verið
grænt og blómlegt.
Bíbí stundaði nám í heimabyggð
sinni og einnig var hún í Hús-
mæðraskólanum að Laugarvatni.
Ég veit að henni sóttist námið vel
og hafði haga og listræna hönd.
Hún hafði yndi af að taka þátt i
félagslífi og hafði sérstakan áhuga
á söng og dansi.
Bíbí giftist ung eftirlifandi
manni sínum, Hreiðari Guð-
mundssyni sem einnig er Suður-
nesjamaður, ættaður úr Vogum.
Með þeim var strax mikið jafn-
ræði og kærleikur, sem kom vel í
ljós í veikindum Bíbíar. Hreiðar
stóð alltaf við hlið hennar sem
bjarg, og held ég að ekki sé ofmælt
að leitun sé á slíkri elsku og þol-
inmæði, sem hann lét henni í té í
stríðinu langa. Þau höfðu bæði
gaman af að ferðast og alltaf þeg-
ar birti upp í veikindunum, reyndu
þau að komast út úr bænum, eða í
heimsóknir til vina og ættingja.
Þau áttu sér fallegt hús, sem þau
byggðu á fyrstu búskaparárunum
i Vogunum og virtust ætíð sam-
stillt í að prýða það og umhverfi
þess, enda bæði næm fyrir fegurð
umheimsins.
Þau eignuðust þrjá mannvæn-
lega syni, Ómar Snorra, sem lést
sviplega fyrir réttum 9 árum að-
eins 10 ára gamall, Magnús Hlyn,
sem er 15 ára, og Snorra, sem er 9
ára. Ómar Snorri var þeim og öll-
um aðstandendum mikill harm-
dauði og lengi var hann ofarlega í
huga þeirra. Sagt er að tíminn
lækni öll sár og drengirnir tveir
eru og voru þeim sannir sólar-
geislar í þessari þungu raun.
Undanfarin misseri hefur sú
hugsun oft leitað á mig, hvers-
vegna ástvinamissir og erfiðir
sjúkdómar eru lagðir á herðar
ungu fólki, þegar lífið virðist í
sagði hann. Þetta tilsvar lýsti vel
þeirri hjálpsemi sem var svo rík í
fari hans.
Sigurvin aðstoðaði okkur einnig
mjög mikið á árunum ’77 og ’78.
Vinátta okkar var mikil þessi ár
og reyndar æ síðan þó þau skipti
yrðu færri sem fundum bar saman
þar sem við stunduðum báðir
sömu atvinnugrein og langur veg-
ur var á milli okkar.
Ég geymi áfram í huga mér
mynd af þessum hugumprúða
drenglyndismanni. Mér kemur í
hug lítil samverustund sem við
áttum sumarið ’82. Við stóðum á
grunni að hlöðu sem Sigurvin var
þá að byggja á Brekku, hlaðan
stendur efst í heimatúninu og sér
vel niður yfir túnið og til fjalla-
hringsins um fjörðinn.
Sigurvin sagði mér frá fyrirætl-
unum sínum um framkvæmdir á
jörðinni og öðrum búskapar-
áformum, ræddum við það nokkra
stund, ég mun hafa leitt talið að
því hvort honum hefði ekki komið
í hug að fá sér jarðnæði annars
staðar þar sem túnræktun væri
auðveldari og ef til vill öll þjón-
usta auðfengnari.
Hann leit á mig, síðan leit hann
niður yfir túnið, renndu augum yf-
ir fjallahringinn um fjörðinn sem
var í sumarbúningi, síðan sagði
hann, nei, ég held ég vilji vera hér.
Ég fann að hér hafði fleira verið
vegið en túnstækkunarmöguleikar
og ýmis þægindi. Hér var ræktar-
semi og hlýja hjartans til æsku-
stöðvanna með í ákvarðanatöku
hjá mínum góða vini.
Ég sleit talinu, en nú vermir til-
hugsunin um það að Sigurvin
skyldi auðnast að dvelja á þessum
stað sem honum var svo kær.
Fáein minningabrot hafa verið
fest á blað, hitt lifir í huga og
hjarta mér — minningin um mæt-
an og góðan vin er mér fjársjóður
nú þegar ég kveð Sigurvin hinstu
kveðju svo miklu fyrr en mig hafði
nokkru sinni órað fyrir.
Föstudagurinn 28. desember sl.
var örlagadagur i lífi fjölskyldu
vinar míns, skroppið hafði verið
bæjarleið, en úr þeirri för átti Sig-
urvin ekki afturkvæmt.
Óveður skall á án fyrirvara,
stormurinn æddi milli vestfirsku
fjallanna eins og hann gerir svo
oft, kraftur hans er ógurlegur,
hann hreif litla bílinn með sér,
Minning:
Guðríður Jóns-
dóttir Fljótshólum
miðjum blóma. Einnig hversu
ótrúlegur styrkur og rólyndi virð-
ist gefinn fólki sem á um sárt að
binda.
Ég minnist þess ekki að hafa
hitt frænku mína öðruvísi en
glaða og vongóða eftir að hún
veiktist. Undir niðri fann maður
að óvissan og kvíðinn nagaði, en
samt virtist enginn biturleiki ná
taki á henni. Lífslöngunin var svo
sterk að alltaf talaði hún um hvað
hún ætlaði að taka sér fyrir hend-
ur þegar hún kæmist heim til
ástvinanna á ný.
Síðustu mánuðina þegar Bíbí
þurfti að dvelja næstum óslitið í
Landspítalanum, leitaði hún
huggunar í að kynnast vegi Drott-
ins og sótti reglulega bænastundir
í spítalanum og ræddi við prest-
ana um það sem henni lá á hjarta.
Þetta virtist veita henni ótrúlegan
styrk og gleði og gaf henni nýja
von. Hún hafði hjá sér bók, sem
hún skrifaði í ýmsa viðburði dag-
anna og lét gjarnan þá sem vitj-
uðu hennar skrifa nöfn sin i hana.
Ég veit að í þessari bók er að finna
margt gullkornið, því þakklæti til
eiginmannsins, sona, systkina,
starfsfólks og þeirra sem fylgdust
með henni virtist henni alltaf efst
í huga.
Nú þegar leiðir okkar skilur um
sinn, vil ég þakka fyrir að hafa átt
svo góðar stundir með Bíbí frænku
minni, sem munu ætíð lifa í
endurminningunni. Ég veit að all-
ir sem þekktu hana og áttu að vini
trega hana mjög.
Kæru feðgar og systkin, þið haf-
ið misst mikið við fráfall hennar
en það er huggun til þess að vita
að hún hafði undirbúið sína hinstu
för vel. Ykkur öllum sendi ég og
fjölskylda mín innilegar samúð-
arkveðjur.
Minningin um góða konu lifir.
Kristín V. Richardsdóttir
Fædd 1. janúar 1903.
Dáin 4. janúar 1985.
Eftir því sem aldurinn færist
yfir okkur, fjölgar þeim samferða-
mönnum, sem hverfa yfir móðuna
miklu. Eins þeirra, Guðríðar
Jónsdóttur á Fljótshólum, vil ég
minnast hér í fáum fátæklegum
orðum. Guðríður Jónsdóttir fædd-
ist á Fljótshólum (vesturbænum) í
Gaulverjabæjarhreppi í Árness-
ýslu á nýársdag árið 1903. For-
eldrar hennar voru Jón Hall-
dórsson á Fljótshólum og Jórunn
Pálsdóttir, fædd í Ferjunesi í Vill-
ingaholtshreppi.
Ung að árum, þ.e. 1920, missti
Guðríður föður sinn langt fyrir
aldur fram. Fluttu þær mæðgur
þá til Reykjavíkur, en föðursystir
Guðríðar, Þuríður, sem bjó á háíf-
um vesturbænum á Fljótshólum
ásamt ráðsmanni, tók við búi
þeirra mæðgna. Er til Reykjavík-
ur kom, unnu þær við þau störf
sem þá buðust. Síðustu ár þeirra í
Reykjavík vann Guðríður við
hjúkrun á Landakotsspítala, og
munu þau störf hafa átt vel við
hana, enda hygg ég að hún hefði
orðið upplögð hjúkrunarkona,
vegna atgervis og mannkosta
hennar. En örlögin höguðu því
þannig til, að hún fór aðra leið.
Árið 1927 fluttu þær mæðgur
aftur að Fljótshólum og hófu þær
búskap. Ástæðan til þess mun í og
með hafa verið sú, að hætta var á
að jörðin gengi úr ættinni, en ætt
Guðríðar hafði búið á Fljótshólum
síðan fyrir aldamótin 1800 og var
Guðríður fimmti ættliðurinn. Að
visu átti hún einn bróður, Halldór
að nafni, en hann kom ekki til
greina, þar sem hann var vanheill
frá fæðingu.
Bjuggu þær mæðgur fyrstu árin
með tveim vinnumönnum, Sigurði
og Pétri Sæmundssonum, en Jón
faðir Guðríðar tók Pétur í fóstur
sem ungbarn.
Árið 1930 fór Guðríður að búa
með manni sínum, Tómasi Tóm-
assyni. Tómas var sveitungi henn-
ar frá Efri-Gegnishólum. Guðríð-
ur og Tómas bjuggu rausnarbúi,
því bæði voru dugleg og hagsýn.
Tómas lést í júní 1973. Eftir það
bjó Guðríður með Jóni, elsta syni
sínum, meðan kraftar entust, en
hún var orðin mjög farin að heilsu
síðasta árið.
Guðríður var að mörgu leyti
gæfumanneskja. Maður hennar
var natinn og góður bóndi. Hún
bjó við mikið barnalán, sem var
mikil gæfa. Þau hjónin eignuðust
5 börn, er upp komust, en eitt barn
misstu þau í fæðingu. Þau eru
Jóna Sigríður, fyrri maður hennar
var Valur J. Hlíðberg vélstjóri, en
hún missti hann frá þremur ung-
um börnum. Seinni maður hennar
er Bjarni Guðmundsson rafvirki
og eiga þau einn son. Þau búa á
Seltjarnarnesi. Jón, bóndi á
Fljótshólum, ókvæntur. Gunnar
Yngvi, múrari, kona hans, Guð-
laug H. Þorbergsdóttir. Þau slitu
samvistir, eiga þjú börn og býr
hann á Selfossi. Bjarni, rafvirki,
kona hans er Hjördís Þorsteins-
dóttir og eiga þrjú börn, búa á Sel-
fossi, Þuríður Sigurbjörg, maður
hennar er Kristján Þórisson, sjó-
maður, eiga þau fimm börn og búa
á Eyrarbakka.
Guðríður hafði yndi af blóma-
rækt og átti hún fallegan blóma-
garð. EFtir að kraftarnir tóku að
þverra, stundaði hún mikið út-
saum og er til margur fallegur
hluturinn eftir hana. Guðríður var
glæsileg kona, fríð og fönguleg.
Maður tók alltaf eftir henni innan
um fólk. Hún hafði yfir sér svo
mikinn gerðarþokka. Guðríður var
geðrík, en hreinlynd og þótt henni
þætti við einhvern, erfði hún það
ekki stundinni lengur. Aldrei
heyrði ég hana hallmæla nokkrum
manni á bakið og ef henni fannst
hallað á einhvern, tók hún ætíð
svari hans. Hvers kyns söguburð-
ur var henni til ama.
Blessuð sé minning hennar.
Gestur Sturluson frá Fljótshólum
hörmulegt slys hafði átt sér stað.
Telpurnar litlu og Hugrún
sluppu að mestu ómeiddar frá
þessum hildarleik, fyrir það skal
almættinu þakkað.
Hugrún sýndi á þessari reynslu-
stund í lífinu mikinn hugarstyrk
og þrautseigju. Hún bauð stormin-
um birginn og barðist á móti hon-
um til næsta bæjar að leita hjálp-
ar, langa og stranga leið, það tókst
guði sé lof, hún sigraði í þeirri
lotu.
Hugrúnu og telpunum litlu
votta ég mína dýpstu samúð og bið
þeim guðs blessunar.
í annað sinn á stuttum tíma
gengur móðir Sigurvins með sín-
um nánustu síðasta spölinn, það
eru þung spor. Ég sendi Ólafíu
samúðarkveðju og bið guð að gefa
henni styrk, svo og öllu hans fólki
öðru. Við leiðarlok þakka ég Sig-
urvin mæt kynni og vináttu, nú
þegar hann hefur lagt í ferð yfir
móðuna miklu.
Þau kynni og sú vinátta verma
og veita birtu á köldum, dimmum
vetrardögum þar sem minningin
mæt merlar fram á veginn.
Blessuð sé minning míns góða
vinar Sigurvins Baldvinssonar.
Ástþór Agústsson
Þann 28. desember sl. lést af
slysförum mágur minn, Sigurvin
Helgi Baldvinsson, er bíll hans
fauk út af veginum i Gilsfirði í
aftakaveðri. Var hann með konu
sinni og tveimur börnum á leið í
kaupfélagið til að versla fyrir ára-
mótin.
Sigurvin var sonur hjónanna
Baldvins Sigurvinssonar og ólavíu
Magnúsdóttur. Mjög náin kynni
komust á okkar á milli er ég kom í
fyrsta sinn að Brekku, æskuheim-
ili Sigurvins og konu minnar, og
hefur samband okkar síðan verið
mjög náið og kært. Oft dáðist ég
að því, hversu mikill dugnaðar-
forkur Sigurvin var, í öllum þeim
störfum, sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann var ávallt fljótur til
að rétta hjálparhönd og skipti
ekki máli, hvort beiðnin barst frá
nánasta nágranna eða öðrum, sem
lengra voru í burtu.
Sigurvin stundaði ýmsa vinnu,
bæði til lands og sjávar, og kom
fljótt í ljós dugnaður hans við að
koma sér áfram i lífinu. Fyrir um
það bil áratug siðan fluttist Sigur-
vin að Miðhúsum i Strandasýslu
og var þar um skeið með góðu
fólki. Síðan flytur hann aftur
heim til föðurhúsa til að hjálpa
föður sínum, sem þá var orðinn
sjúkur. Eftir andlát hans árið 1982
keypti Sigurvin jörð föður síns og
hóf strax uppbyggingu á húsakosti
jarðarinnar. Jafnframt hóf hann
ræktun þess Iands, sem ræktað
varð. Framkvæmdasemi Sigur-
vins, er hann hóf búskap á Brekku,
sýnir vel þann mikla stórhug og
dugnað, sem í honum bjó, og þá
trú, sem hann hafði á lífinu.
Árið 1979 kvæntist Sigurvin eft-
irlifandi konu sinni, Hugrúnu Ein-
arsdóttur, og eignuðust þau tvær
dætur, Sigríði sem nú er 5 ára og
Ólavíu sem er 3 ára. Eins og fyrr
getur var öll fjölskyldan saman í
bílnum, þegar hinn hörmulegi at-
burður gerðist. Á þeirri örlaga-
stundu sýndi Hugrún þá miklu
mannkosti, sem í henni búa. Með
Guðs hjálp hélt hún fullri stillingu
með þeim árangri, að henni tókst
með frábæru hugrekki og einstök-
um dugnaði að bjarga börnum
þeirra hjóna og sjálfri sér úr þeim
háska, sem við þeim blasti.
Lítil voru þægindin á Brekku, er
Sigurvin hóf búskap þar með konu
sinni, ekkert rafmagn og því ekk-
ert þeirra heimilistækja, sem
rafmagn gefur kost á. Ekki þótti
Sigurvini sæmandi að bjóða fjöl-
skyldu sinni slíkan aðbúnað á
tækniöld. Var því strax hafist
handa og fékkst Brekka tengd við
veitukerfi Orkubúsins fyrri part-
inn í nóvember sl. Birti þá á heim-
ili ungu hjónanna og var þá litið
björtum augum á framtíðina. En
enginn veit hvenær Drottinn tek-
ur í taumana og aldrei verður
fengin skýring á því, hvers vegna
hann kvaddi Sigurvin svo fljótt og
snögglega til sín. En enginn fær
forðast örlög sín og víst er um það,
að hann er nú í góðum höndum og
nýtur að eilífu ljóssins, sem hann
svo mjög kappkostaði að skapa sér
og sínum.
Ég og fjölskylda mín vottum
Hugrúnu, dætrum hennar og for-
eldrum svo og eftirlifandi móður
dýpstu samúð með ósk um bjarta
framtíð.
„Endur fæðast eigum við
eins og líka blómin fríðu
sem á haustin falla í friði
og fá upp rísa í vorsins bliðu.“ (ÓSÓ)
Helgi Guðmundsson
^Dale .
Larnegie
námskeiðið
Kynningarfundur veröur haldinn
mánudaginn 14. janúar kl. 20.30
aö Síðumúla 35, uppi.
Allir velkomnir.
Námskeiöiö getur hjálpaö þér:
• Aö öðlast meiri trú á sjálfan þig og hæfileika
þína.
• Aö byggja upp jákvæöara viöhorf gagnvart líf-
inu.
• Aö ná betri samvinnu viö starfsfélaga, fjöl-
skyldu og vini.
• Aö þjálfa minniö á nöfn, andlit og staðreyndir.
• Aö læra aö skipuleggja og nota tímann betur.
• Aö byggja upp meira öryggi viö ákvaröanatöku
og lausn vandamála.
• Aö skilja betur sjálfan þig og aöra.
• Aö auka hæfileika þína, aö tjá þig betur og meö
meiri árangri.
• Aö ná betra valdi á sjálfum þér í ræðumennsku.
• Aö öðlast meiri viöurkenningu og viröingu sem
einstaklingur.
• Aö byggja upp meira öryggi og hæfni til leiö-
togastarfa.
• Aö eiga auöveldara meö aö hitta nýtt fólk og
mæta nýjum verkefnum.
• Aö veröa hæfari í því aö fá örvandi samvinnu
frá öörum.
• Aö ná meira valdi yfir áhyggjum og kvíöa í
daglegu lífi.
• Aö meta eigin hæfileika og setja þér ný, per-
sónuleg markmiö.
82411
Einkaleyfi á Islandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráð Adolphsson