Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 37 var stækkuð til muna og léku um 90 hljóðfæraleikarar, vegna þess að Stravinsky hafði gert ráð fyrir miklum fjölda hljóðfæra- leikara er hann samdi verkið. Eins og áður er getið var eitt verkanna eftir Szymon Kuran sem er nú annar konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar og tók blm. hann tali og spurði um harmljóðið. „Ég samdi þetta verk í Gdansk í desember 1982. Verkið er ekki langt en er mjög persónulegt og tilfinningaríkt. Það á ekki að fara milli mála að verkið er sam- ið í Gdansk, ég læt heyrast þá hljóma er fjalla á klukkustundar fresti úr þingklukkunni i borg- inni. Verkið samdi ég á skömmum tíma, held ég sé óhætt að segja. Það varð til á einu kvöldi." — Hefur þú dvalið lengi hér- lendis? „Nei, einungis fimm mánuði. Mér líkar vel hérna sem komið er, en ég veit ekki hve lengi ég mun dvelja hér. Það veltur á því einnig hvernig mér líkar tónlist- arlega séð og hvernig fólki líkar við mig.“ — Hvar stundaðirðu nám? „Ég byrjaði tólf ára í fiðlunámi í Varsjá og lauk prófi 1980 frá akademíunni Musyczna í Gdansk. Eftir það var ég hjá Rodney Friend konsertmeistara hjá Sinfóníuhljómsveit BBC og Michel Schwalbé konsertmeist- ara Fílharmóníusveitarinnar í Berlín. Einnig var ég í tónsmíða- námi hjá Edward Gregson í London." — Hefur harmljóðið sem flutt var á fimmtudaginn af Sinfóníu- hljómsveit íslands verið flutt áð- ur? „Það var flutt af Baltnesku Fílharmóníusveitinni í Gdansk og hefur einnig verið flutt í London.“ Boy George ekki frægur fyrir meðalveginn Popparinn frægi Boy George er ekki beinlínis þckktur að þvi að feta hinn gullna meðalveg. Hefur hann troðið upp í slíkum gervum að það hefur allt að því gengið fram af hans eigin aðdáendum og minn- umst við þó ekkert á þá sem ekkert er um hann gefið. Á síðasta ári gat að líta fleiri útgáfur af Boy George en eina, framan af árinu tefldi hann fram fléttum, síðari hluta árs- ins hafði hann stytt hárið mikið og litað það appelsínugult. Þá mætti hann iðulega til leiks með síðar lið- aðar kvenmannshárkollur, málaði sig og hlóð skartgripum. Gekk þetta svo langt að hann var skyndi- lega kominn á kápu kvcnnablaðs- ins t'osmopolitan, en hingað til hef- ur ekki annað fólk en fagrar konur prýtt forsíðu þess blaðs. En útgáfa fyrstu mánaða þessa árs af Boy George er hér til sýnis: Sama groddalega málverkið, en hárið? Drengjakollur og rytjulegur í þokkabót. Enginn skyldi ætla að svona líti hann lengi út, nema hann sc tekinn að róast og á því er engin von. COSPER Það er ástæðulaust að nota þjófalykil hér, þú ert að koma heim. Músikleikfimin hefst mánudaginn 14. janúar. Styrkj- andi og liökandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhalds- timar. Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla. Kennari Gígja Hermanns- dóttir. Uppl. og innritun í síma 13022 daglega og um helgina Lærið bridge Lærið bridge Námskeiö Bridgeskólans janúar — mars 1985 Byrjendur: 22. janúar — 26. mars, 10 þriöjudagskvöld kl. 20—23. Lengra komnir, framhaldsflokkur: 21. jan. — 25. mars, 10 mánudagskvöld kl. 20—23. Kennslustaöur: Borgartún 18. Upplýsingar og skráning í síma 19847. Bridgeskólinn. Móðurmáls- skólinn er nýr skóli. Viö, sem aö honum stöndum, bjóöum upp á námskeiö í ýmsum greinum móöurmálsins auk ýmiss konar þjónustu. Kennt veröur á kvöldin virka daga og e.h. á laugardögum. Stefnt veröur aö því aö á hverju námskeiöi séu ein- ungis 5—10 þátttakendur en hvert námskeiö sé 20 stundir. Nemendur geta sjálfir haft umtalsverö áhrif á framkvæmd námskeiöa. Námskeiöin eru ætluö öllu áhugafólki um íslenskt mál og bókmenntir og ekki síöur nemendum sem þurfa aö bæta sig í einhverri tiltekinni grein. Nám- skeiðin eru einnig hugsuö fyrir ýmiss konar hópa er tækju sig saman, t.d. innan fyrirtækja, félaga eöa klúbba. Viö getum kennt slíkum hópum á vinnustöð- um þeirra eöa þar sem þeir hafa aöstööu fyrir félags- starf. Viö hefjum kennslu í eftirfarandi greinum hinn 21. janúar ef næg þátttaka fæst: Réttritun. Farið veröur yfir helstu reglur um réttritun meö fjöl- breyttum æfingum. Greinar og ritgeröir. Hvernig gerum viö grein fyrir skoöunum okkar í rituöu máli? Hvernig byggjum viö greinar og ritgeröir? Fariö veröur yfir helstu einkenni góöra ritgeröa og greina og gerö þeirra æfö. Framsögn. Hvaö er „góö framsögn"? Hvernig er hægt aö stjórna raddbeitingu? Get ég bætt framsögn mína eöa tala ég bara svona? Á námskeiöinu veröur notaö myndsegulband svo aö nemendur geti sjálfir séö hvernig til tekst. íslenskar fornbókmenntir. Fjallaö veröur um sögu bókmennta okkar og vikiö aö helstu bókmenntagreinum á fyrstu öldum íslandssögu. Lesin skáldverk sem valin veröa í samráöi viö nemendur. * Auk þess höldum viö námskeiö í eftirtöldum greinum ef nægi- lega margir þátttakendur skrá sig: Framhaldsnémskeiö í stafsetníngu. Málnotkun og stíll. Þýöingar. íslensk Ijóöagerö 20. aldar. Islenskar skáldsögur. íslenskar smásögur. Barnabækur. Leikritun. Þjónusta. Viö bjóöum upp á margs konar þjónustu, t.d: a) Viö útvegum nemendum aukatíma, einum eöa fieiri i senn. b) Viö erum reiöubúnir aö taka aö okkur ýmiss konar nám- skeiö í ýmsum greinum sem hópar taka sig saman um. c) Viö getum séö um aö lesa yfir handrit og prófarkir og fylgt bókum og ööru efni gegnum prentsmiöju. Þátttökugjald er kr. 2.000,- fyrir hvert námskeiö. Innritun fer fram eftir kl. 19 til 18. janúar í síma 41311 (Heimir Pálsson) og 41059 (Þórður Helgason).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.