Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 43 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS '141 USTtf Eitt verði látið yfir alla ganga H J. 4274—7262 skrifar: Laugardaginn 5. janúar birtist á skjánum í stofunni hjá mér for- svarsmaður kjaradóms og til- kynnti þjóðinni að nú væri búið að leiðrétta og laga til laun æðstu manna þessa lands. Og það var ósköp vandalítið að fást við það, þeir voru einfaldlega of lágt laun- aðir og ekkert sjálfsagðara en að rétta hlut þeirra. Tjáði lögmaður- inn þjóðinni að þetta væri mjög svo í sama anda og kauphækkan- irnar eftir mánaðarverkfallið í vetur. Kannski væri prósentan ör- lítið hærri hjá þeim verst settu, þ.e. alþingismönnunum okkar, þar væri hækkunin um 37% en mun lægri hjá öðrum, jafnvel áttu sýslumenn og aðrir innheimtu- menn ríkisins að lækka töluvert, en þeim var að vísu gefinn kostur á að aðlaga sig breyttum tímum næstu 5 árin. Þetta fólk hefur ekki verkfalls- rétt og á því ekki margra kosta völ, ef það á ekki að verða undir í lífsbaráttunni. Það fór heldur ekki mikið fyrir þessum breytingum, enda nauðsynlegar. Þjóðin varð heldur betur vör við gauraganginn í BSRB-fólkinu, sem heimtaði 30% hækkun og vildi helst bylta og breyta öllu. Enda ekki við það talað vegna frekju og sáttatillaga sáttasemj- ara sem hljóðaði upp á 6% var felld af fjármálaráðherra, enda al- gjörlega óraunhæf því þetta fólk átti að biðja um kauplækkun en ekki hækkun. Ég er ein úr hópi BSRB og varð af mánaðarlaunum vegna verk- fallsins kr. 16.685,-, en eftir verk- fallið hækkuðu launin upp í kr. 18.240,-. Nú var fjármálaráðuneyti nóg boðið og gengið var fellt í skyndi, vextir hækkaðir og allar landbúnaðarvörur og þjónusta. Enda búið að heita því að verð- bólgan skyldi upp, og svo vel hefur til tekist að nú í janúarmánuði er talið að hún verði um 50% og allt þetta er hægt að skrifa á reikning BSRB-fólksins. ' Nú er mér spurn hvort það sé svo neikvætt að hafa verkfallsrétt (ef rétt skyldi kalla), að sá hluti þjóðarinnar sem hann hefur sé ekki lengur talinn með, en geti Sjúklingur hringdi: Ég er einn af þeim fjölmörgu sem eiga við sjúkdóm að stríða og er því frá vinnu. Sjúkradagpen- inga fæ ég sem eiga að halda í manni líftórunni, þ.e. nægja til kaups á brýnustu nauðsynjum, mat og öðru. Nú hafa ýmsir fengið kaup- hækkun að undanförnu og því ekki úr vegi að hækka dagpeningana. En hækkunin sem nú nýverið var gerð á þeim er með heldur minna bara átt sig og farið á gaddinn eins og útigangshross norður í Skagafirði. Ef svo er held ég að það væri ráð til bjargar að biðja kjaradóm að fara með mál þessa fólks líka og láta jafnt yfir alla ganga. Því það er auðséð á þessum vinnubrögðum að það myndi spara þjóðinni í heild mikið fé og óþæg- indi, því þrátt fyrir allt er ekki gott að vera án starfa þessa þó ómerkilegu starfskrafta. Þá yrði sanngirnin látin sitja í fyrirrúmi og allir myndu una vel við sitt. Við höfum einfaldlega ekki efni á að ganga afturábak og inn í nýja Sturlungaöld. Vilji er allt sem þarf. móti en verið hefur hjá öðrum í þjóðfélaginu. Greiðslan dag hvern fyrir hjón hækkaði sem sagt um 8 krónur og 63 aura, úr 172 krónum og 64 aur- um í 181 krónu og 27 aura. Fyrir tvö börn var greiðslan 93 krónur og 70 aurar, en hefur nú hækkað upp i 98 krónur og 38 aura eða um 4 krónur og 68 aura. Svo segja menn að lífsgæðunum sé ekki misskipt. Lífsgæðunum misskipt Björg telur að það væri öllum til hægðarauka ef áfengisútsölur væru hafðar opnar í hádeginu. Ríkið opið í hádeginu 21200 bein lína ráðleggingasími sparifjáreigenda BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI 1 ÍMtiN ff.F. Scania-bílar til sölu Höfum veriö beðnir aö auglýsa eftirtalda bíla til sölu fyrir viöskiptavini okkar: Scania LBS 111 árg. ’78, ekinn 120 þús., meö palli. Verö kr. 1400 þús. Scania tveggja drifa LBT 141 árg. ’80, ekinn 200 þús., meö yfirþyggingu. Verö kr. 2.000 þús. Scania T 112 árg. ’81, ekinn 140 þús., meö palli. Verö 1800 þús. Scania tveggja drifa LBT 141 árg. ’79, palllaus, ekinn 300 þús. Verö 1300 þús. Scania T ’82 árg. ’83, ekinn 12 þús., meö palli. Verö 1800 þús. ísarn hf., Skógarhlíö 10, sími 20720. Björg skrifar: Hvernig skyldi standa á þvtað áfengisútsölur ÁTVR eru ætíð lokaðar í hádeginu? Mikið hef ég oft reiðst út af því, þar sem ég kemst aldrei frá vinnu nema í hádeginu og á kvöldin er ég ekki búin fyrir en kl. sjö. Og svo sannarlega er ég ekkert einsdæmi í þessum efnum. Mikið held ég að það yrði þægi- legra fyrir alla aðila, viðskiptavini sem starfsfólk áfengisútsala hér í borg, ef tekinn yrði upp sá háttur að hafa opið í hádeginu. Þá yrði vafalaust jafnari sala yfir daginn í stað þess að menn æði í offorpi rétt fyrir lokun og þurfi svo að híma í röð í lengri eða skemmri tíma. 6398—6976 skrifar: Velvakandi góður. Þú hefur liðsinnt mörgum og margir lesa það sem kemur í dálknum þínum. Nú langar mig að leita ásjár hjá þér. Þannig er mál með vexti að einn af starfsfélögum mínum svitnar mikið og er að kæfa okkur hin úr svitalykt. Við vinnum hér á stórum vinnustað og Forráðamenn ÁTVR, vinsam legast takið þetta til athugunar. það er viðkvæmt mál að minnast á þetta. Getur þú nú ekki beðið ein- hvern fróðan að gefa ráð í þessu sambandi. Það er ekki hægt fyrir sumt fólk að þvo sér bara, það lyktar samt. Ég þekki fólk sem fer i sund daglega en lyktar samt sem áður. Gefðu okkur nú ráð sem duga. Vandamál á vinnustað VIIMALEGIR VEISLU-OG RÁÐSTEFNUSALIR Árshátíóir og adrir mannfagnaöir frá 10—200 manns. Leltlð upplýslnga hjá velslustjóranum aiia daga frá ki. 8-20 « iotei L<& [E u83J B öjl fTll Sfmi: 82200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.